Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 8
Húsið númer sjö er dæmigert íyrir mörg hús í gömlu hverfimum. í útbyggingu hefur verið verslunarrekstur a.m.k. frá 1915 og nú er þar fornverslun. A lóðinni fyrir ofan húsið er svo fiskbúð eins og þær gerðust margar áður fyrr. Franski spítalinn var reistur árið 1902 af frönsku góðgerðarfélagi fyrir franska sjómenn í Reykjavík. Ari seinna var Frakkastígur lagður og gefíð nafn eftir Fransmönnunum og er hann eina gatan í Reykjavík sem nefnd er eftir erlendri þjóð. Nú er Tónmenntaskóli Reykjavíkur í þessu fallega húsi sem nýlega hefur verið gert upp eftir kúnstarinnar reglum. Frakkastígur 9 er aðsetur Garðyrkjufélags íslands og hefur nýlega verið gert upp. Það fékk verðlaun Reykjavíkurborgar á síðasta ári fyrir vel heppnaða endur- uppbyggingu. Fer vel á því að þetta hús er ættaróðal Harðar Ágústssonar Iistmál- ara sem er sérfræðingur í byggingasögu íslands. Afí hans, Markús Þorsteinsson söðlasmiður, reisti húsið 1901. Hátt þó vanda hræsvelgur hreyfði, grandi og skaða; lét frá sandi Sigurður siglugandinn vaða. Formannssætið sat hann rór sjós við læti glaður. Hann var gætinn - hann var stór, hann var ætíð maður. Hans á vengi virðing há varað lengi getur. Afla fenginn, frónið á færði enginn betur. Byggðarendabærinn á Frakkastíg 2 stóð fram yfir miðja þessa öld og bjuggu ýmsir í honum eftir daga Sigurðar. Hinum megin við götuna, niður við sjóinn, reistu Færeying- ar sjómannastofu árið 1957. Á nr. 4 er lítið timburhús sem Sigurgeir Sigurðsson, tengdasonur Sigurðar, reisti árið 1902. Þar bjó um áraraðir Jón Gíslason verslunarmað- ur. BENSIÁREYN Við hoppum nú yfir Lindargötuna og lítum næst á nr. 5. Það er timburhús sem reist var af Guðlaugi Þorbergssyni söðlasmið og veggfóðrara árið 1903 og enn búa afkomend- ur hans í húsinu. Þetta er sannköiluð vegg- fóðrarafjölskylda því að tveir synir Guð- laugs, þeir -Þorbergur og Jóhann Ársæll, fetuðu í fótspor föður síns. Býr sá fyrr- nefndi þar enn, hálfáttræður að aldri. Á Frakkastíg 6A er myndarlegt timburhús frá 1906 sem Kristinn Brynjólfsson skip- stjóri reisti en síðar bjuggu þar lengi Óli ísaksson framkvæmdastjóri og Gunnar Ól- afsson bílstjóri. Á nr. 6B bjó hins vegar merkilegur maður að nafni Benedikt Jóhann- esson, kallaður Bensi á Reyni. Hann var grjótmulningsmaður og sléttaði út allt Skóla- vörðuholtið. Árið 1936 var skrifað um Bene- dikt í Lesbók Morgunblaðsins og hljómar frásögnin á þessa leið: „Skólavörðuholtið er þreytt. . . Þar sem áður var stórgrýtisurð, er nú komin grasi gróin slétta. Og þessi breyting er eins manns verk. Hann heitir Benedikt Jóhannesson og á heima á Frakkastíg 6. Hann er nú á 72. aldursárinu, en um síðastliðin þijú ár hefur hann verið öllum stundum í Skólavörðuholt- inu, frá því eldsnemma á morgnana og fram á kvöld, hvernig sem veður hefir verið. Hann hefir tekið stórgrýtið, brytjað það sundur í smátt og hlaðið því í stórar og vel gerðar hrúgur... Fyrir rúmum þremur árum var Benedikt í bæjarvinnu, en missti hana. Honum bauðst atvinna við byggingar, en hann hafnaði henni vegna þess að hann treysti sér ekki til að vinna á móti mönnum í fullu fjöri. Þess vegna sneri hann sér til bæjarverkfræðings og bað um leyfi til þess að mölva grjótið í Skóla- vörðuholtinu, upp á von og óvon um það að bærinn keypti seinna af sér mulninginn til gatnagerðar. Leyfið fékk hann og byrjaði á starfinu í september 1933. Margur mundi nú í hans sporum hafa hugsað mest um það að kljúfa og brjóta sem mest af grjóti á sem skemmstum tíma. En Benedikt hugsaði ekki þannig. Hann hugs- aði jafn mikið um það að ganga vel frá öllu. Skólavörðuholt virtist ekki frjósamt, þegar hann gekk þar fyrst í berhögg við grjótið. En milli steinanna leyndust grastægjur, og þegar Benedikt reif upp stórgrýtið, sem sumt stóð djúpt í jörð, fór hann með hveija grastó eins og sjáaldur auga síns. Svo fyllti hann upp holurnar eftir steinana og sléttaði yfir og þakti síðan með grastætlunum. Er því svo komið, að þarna, þar sem stórgrýtisurð- in var áður,; er nú að myndast sléttur gras- bali, sem vel gæti orðið að fögru túni um- hverfis Leifsstyttuna. Gangirðu snemma morguns upp að Leifs- styttunni til þess að anda að þér fersku lofti og njóta útsýnis áður en þú gengur til vinnu, mun það ekki bregðast að þú sérð gamla manninn kófsveittan við að brytja niður steina þar í holtinu. Og takir þú hann tali er hann glaður og reifur. Hann mun segja við þig eitthvað á þessa leið: — Eg hef alltaf haft þá trú að vinnan göfgi manninn. og hvers vegna á ég þá ekki að vinna eins lengi og guð gefur mér heilsu. Ætti ég að halda að mér höndum vegna þess að ég er orðinn gamall, þegar ég kenni mér einskis meins og hefi aldrei fundið til gigtar? Þessi lífsskoðun gamla mannsins er þeim mun einkennilegri þegar þess er gætt, að hann fær aðeins þijár krónur fyrir bílhlass af gijóti, en ekkert fyrir það hvernig hann hefur gengið frá Skólavörðuholtinu. En hann ætti að fá viðurkenningu frá bænum fyrir það. Sjálfur hugsar hann ekki svo hátt. Hann er innilega þakklátur bæjarverkfræðingi fyr- ir það að leyfa sér að bijóta gijótið í Skóla- vörðuholtinu, og láta bæinn kaupa það af sér við hentugleika. Um 1400-1500 bílhlöss hefur bærinn fengið hjá honum alls, þar af 400 nú nýlega." Ullarverksmiðjan Fram- TÍÐIN Hús eljumannsins Benedikts Jóhannesson- ar á Frakkastíg 6B er nú horfið en beint á móti á nr. 7 er timburhús frá 1903 reist af Kristjáni Einari Hanssyni trésmið úr Dala- sýslu. Hann bjó þar lengi en síðar bjó í hús- inu m.a. Albert J. Finnbogason prentari sem gerðist forstjóri bókaútgáfunnar Norðra en endaði svo sem stórbóndi austur í Grímsnesi. Á lóðinni er einnig steinskúr þar sem fisk- búð hefur lengi verið rekin. Á nr. 8 er langt og mikið steinhús sem nær milli Hverfisgötu og Laugavegs. Þetta er verksmiðjubygging frá 1925, reist af hin- um stórhuga framkvæmdamanni, Boga A. J. Þórðarsyni stórbónda á Lágafelli í Mos- fellssveit. Og hér var ullarverksmiðja hans, sem fyrst hét Gefn en síðar Framtíðin. Bogi gafst þó upp á rekstrinum árið 1933 og seldi fyrirtækið Sláturfélagi Suðurlands. I ullarverksmiðjunni var bæði kembt, spunnið, pijónað og saumað og var þessi varningur m.a. seldur uppi á horni á Laugavegi 45. Nú hefur Uliarverksmiðjan Framtíðin verið gerð upp til nýrra þarfa og byggt við hana til beggja enda. Hún hýsir splunkunýja versl- unarmiðstöð. Á Frakkastíg 9 er fallegt timburhús sem hefur nýlega verið gert upp. Það var byggt árið 1901 af Markúsi Þorsteinssyni söðla- smið og var það í marga áratugi í eigu fjöl- skyldu hans. Sonur Markúsar var Ágúst veggfóðrari, einn af eigendum Veggfóðrar- ans hf., og bjó hann einnig í húsinu og þar er því alinn upp sonur hans, Hörður Ágústs- son listmálari og arkitekt. Slysa Býr í Hárri Höll Á Frakkastíg 10 og 11 eru tvö timbur- hús, sem standa andspænis hvort öðru. Þau eiga það sameiginlegt að þau stóðu áður niður við Laugaveginn en voru flutt ofar í lóðina til að rýma fyrir stórhýsum. Á nr. 10 bjó Stefán Guðnason skósmiður og síðan lengi Jón Óskar Guðsteinsson vélvirki en á nr. 11 bjó sama Ijölskyldan í sjö áratugi. Guðmundur Sveinsson bjó þar á öðrum ára- tugi aldarinnar en síðan mjög lengi sonur hans, Sveinn Óskar Guðmundsson múrari, en sonur hans er Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi skólameistari í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, og er hann alinn upp í þessu húsi. Á Frakkastíg 12 er mikið stórhýsi úr timbri, vafalaust eitt af stærstu timbur- húsum bæjarins. Þar var reist af Kristni Jónssyni vagnasmið á því herrans ári 1905 og bjó hann þar og síðar sonur hans, Ragn- ar. Kristinn sem hafði upphaflega verkstæði sitt í norðurkjallara hússins var merkur brautryðjandi í upphafi vagna- og bílaaldar. Kerrur hans þóttu traustar og henta vel íslenskum aðstæðum og aðeins tveimur árum eftir að hann byijaði með verkstæði sitt smíðaði hann 130-150 kerrur á ári. Hann sneri sér síðar að bílayfirbyggingum, þegar bílar komu til sögu og var þar í fremstu röð. I suðurenda hússins á Frakkastíg 12 var svo lengi bakarí og það átti framan af Magn- ús Guðmundsson, sem einnig var brautryðj- andi í sultugerð hér á landi. Fjölmargar íbúð- ir eru í húsinu og meðal annars ein í turni hússins. Meðan það var í smíðum mun mað- ur hafa slasast við bygginguna og fékk það þá viðurnefnið Slyshöll sem lengi loddi við það. Páll Sigurðsson tryggingalæknir, hinn eldri með því nafni, bjó á námsárum sínum í tuminum og svo orti Jón Helgason, síðar prófessor í Kaupmannahöfn: Slysa býr i hárri höll horns í turni víðum, Páll hið ramma regintröll. Rennur sviti tíðum. Frakkastígur 13 er timburhús frá því um aldamót með fisksöluskúr sem Gísli Halldórs- son reisti árið 1922. Þarna hafa ýmsir menn búið m.a. um miðbik aldarinnar Jónas Jóns- son, kenndur við Gijótheim. Hann fékkst við ýmislegt um sína ævidaga og m.a. skáld- skap. Þessa vísu orti hann um sjálfan sig: Gangi tregi grimmt að mér, geyst ég veginn renni. Mikið feginn, að ég er ekkert beygju-menni. LEIGJENDUR SÍÐAN 1915 Á Frakkastíg 14, þar sem nú er fatagerð- in og verslunin Jenny, er myndarlegt stein- hús frá 1927, reist af Theodór Magnússyni bakarameistara og bjó hann um langan ald- ur í húsinu en hafði bakaríið niðri. í timbur- húsi þar fyrir ofan sem líka er númer 14 bjó lengi Tómas Tómasson, eigandi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, en ölgerðin er í húsum hér bak við og tilheyrir Njálsgötu. Þetta fallega timburhús var annars upphaf- lega reist af Kristjönu Teitsdóttur ekkju árið 1905. Á 16 er svo tvílyft verslunarhús úr steini sem áður var með flötu þaki og tennt eins og kastali en hefur nú fengið þak og kvisti. Það var reist á þriðja áratugnum af Elíasi Lyngdal kaupmanni. Þar hafa ýmsar verslanir verið til húsa svo sem mjólk- urbúð, kjötbúð og fataverslanir en nú er þar hljóðfæraverslunin Rín. Og þá erum við komin upp fyrir Njáls- götu. Á 17 er timburhús hátt í lofti og þar bjó frá upphafi 1904 Guðmundur Magnússon skútukarl sem endaði starfsævi sína sem klósettvörður í Bankastræti 0. Síðar eignað- ist Hrómundur Jósefsson skipstjóri húsið og enn býr Margrét Þorsteinsdóttir ekkja hans í því. Uppi á lofti er íbúð sem er m.a. merki- leg að því leyti að þar hefur sama fjölskyld- an verið leigjandi frá 1915 og mun það vera einsdæmi hér í borg hinna tíðu leigjenda- skipta. Það voru þau Magnús Pálsson og Ingibjörg Helgadóttir sem tóku loftið á leigu 1915 og nú býr þar Sigmundur sonur þeirra og ieigir enn. Sonarsonur Magnúsar og Ingi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.