Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 3
LESBOK H @ ® ® m H SIE B ® a B1] s Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Baldur Óskarsson skáld segir í samtali við Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá uppruna sínum og árunum þegar þau voru bæði á fréttastofu útvarpsins, svo og ýmsu öðru sem á dagana hefur drifíð, hérlendis og erlendis. Forsídan Guðmunda Andrésdóttir listmálari sýnir nú í boði Kjarvalsstaða og verður sýningin opnuð í dag. Guð- munda var þátttakandi í formbyltingunni um miðja öldina oghefur alla tíð síðan málað óhlutbundnar myndir. A síðari árum hefur hún verið ein kvenna í Septem-hópnum, sem haldið hefur árlegar sýningar.. Myndin á forsíðunni er nafnlaus, máluð 1985. Frakka- stígur í Reylq'avík er frá árinu 1898, þegar ákveðið var að leggja veg frá Lindargötu niður í Byggðarendavör og var hann fyrst nefndur V ararstígur eftir vörinni. Núverandi nafn dregur gatan af skýli sem þar var reistyfírfranskasjómenn 1901 og síðar reis þar franskur spítali. Frá þessu segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í grein. Þýzkaland hefur upá síðkastið verið vinsælt ferðamannaland ís- landinga, ekki sízt þeirra sem kjósa að ferðast um á bílaleigubíl. Þeim til upplýsingar, sem ekki hafa áður ferðast þannig, bhtir Ferðablað Lesbókar frásögn í þremur hlutum af hringferð um Þýzkaland: Ekið frá Luxemburgtil Stuttgart, Munchen, Garmich Partenk- irchen, Lindau, Freiburg, Saarbrucken ogþaðan aftur til Luxemburgar. DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI Til Unu Þegar inni er eyðihljótt, en úti svellin duna, geta að mér svipir sótt. Sumt er kvöl að muna. Þá kalla eg út í kalda nótt, kalla til þín, Una. Svo dreymir mig og dreymir mig, að daggir ljómi á stráum, heiðarsvanir hefji sig mót himni sumarbláum, og eg fljúgi frjáls með þig til fjallanna, sem við þráum. Þar sem eg návist þína finn, þar á andinn heima. Gegnum heiðinn huga minn heitar bænir streyma. Svo er hann fagur, söngur þinn, að sorginni má gleyma. Saman frjósa sundin blá. í svellunum fer að duna. Þig hef eg lengi þráð að sjá. Þig skal eg alltaf muna. Hörðum vetri völvur spá. — Vertu hjá mér, Una. Hver þarfnast óvina sem á svona vini? Getur það verið að það sé misskilningur hja mér að til þess megi ætlast að dálkahöfundar blaða hafi eitthvað sérstakt til mál- anna að leggja? Að þeir nálgist viðfangsefni sitt á óvenjulegan, jafnvel frumlegan hátt og reyni með innleggi sínu að hefja daglegu umræðuna upp á annað plan eða varpa á hana nýju ljósi? Ég vona svo sannarlega ekki, en einhvern veginn finnst mér sem þetta markmið hafi ekki náðst í helgardálkum hér í blaðinu. Þar á ég við Bakþanka, þegar þeir eru ritaðir af leikkonunum Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg og Karla, þegar sá dálkur er ritaður af Jónínu Benediktsdóttur. Það er í mínum huga sorgleg staðreynd að þessar þijár konur, sem tekið hafa að sér jafnvandasamt verk og að skrifa dálk undir nafni í Morgunblaðið, blað allra lands- manna, skuli nýta plássið sem þeim er ætl- að til þess að standa í einkabréfaskriftum sín á milli, um hugðarefni sín, sem ég get mér til að höfði til afar fárra lesenda Morg- unblaðsins. Það þarf ekki að skoða mörg eintök Sunnudagsblaðsins til þess að finna næg dæmi, máli mínu til stuðnings, en hér verða valin nokkur nýleg af handahófi. Jónína Benediktsdóttir í pistli sínum þann 11. febrúar sl. sem hún nefnir „Strauja ekki“ fjallar um sjálfa sig að venju og virð- ist telja sig skera sig úr „alkvenningi“ þar sem hún sjái sig ekki knúna til þess að strauja. Reyndar er hún svo opinská að lýsa því fyrir lesendum Morgunblaðsins að hún hafi ekki straujað síðan fyrir jól. Og hvað með það, spyr ég. Er eitthvað merkilegt við það að strauja ekki? Eða er það á einhvern hátt fyndið, skondið, skemmtilegt eða sérs- takt að hún Jónína straujar ekki? í þessum pistli sinum treður Jónína sér inn í það sem fram til þessa, hafði verið tvíhliða einka- bréfadálkur þeirra stallna og líklega fyrrum vinkenna Helgu og Eddu, með því að bjóð- ast til þess að strauja af hinum „eitthvað svo aumkunarverða og bælda“ Sigmari B. Haukssyni, (eiginmanni Helgu) og þar með er orðinn til bréfaþríhringur, tvist og bast um Morgunblaðið. Helga í sínum Bakþönkum byijar auðvit- að sinn pistil þann 25. febrúar á „Elsku Edda mín“. Halhalha! Og síðan hefst hin sérdeilis ófyndna útlegging hennar á jafnó- fyndnum vangaveltum Jónínu um hreinlæt- isstig eiginmánns hennar, Sigmars. Auðvit- að sendi hún skyrturnar hans Sigmars til Jónínu í Svíþjóð! Svona „practical joke“, sem grunnskólanemar eða í mesta lagi mennt- skælingar hafa gaman af, auk þeirra Jónínu, Helgu og Eddu auðvitað. Þann 14. febrúar ritaði Edda Bakþanka, sem að sjálfsögðu hófust á ávarpinu „Gleði- legt ár Helga mín“ og bætir svo við: (á ég kannski að segja Helga langbrók!) Blessun- in hún Helga breyttist að vísu í „Góða íslend- inga“ síðar í pistlinum, þegar Edda reyndi að gerast alvarleg, en Edda tekur sig þó á í lokin og kveður Helgu með réttu nafni, en af því að hún er svo voðalega fyndin, þá biður hún að sjálfsögðu að heilsa Gunn- ari á Hlíðarenda. Edda velur sér af miklum vanefnum vett- vanginn að fara í innri naflaskoðun á Morg- unblaðinu í þessum pistli sínum og sálgreina þá starfsmenn ritstjórnar sem skrifa Víkveija. Gott og vel. Skemmtileg lesning fyrir okkur starfsmenn ritstjórnar, sem er- um örlítið brot af lesendum Morgunblaðs- ins, en hveijir aðrir höfðu gaman af þessu? Þetta minnti helst á skólablöðin í gamla daga (kannski eru þau þannig enn). Kennar- ar og ákveðnir nemendur voru óspart tekn- ir á beinið, án þess að slíkt grín hafi nokk- urn tíma átt erindi til annarra en þeirra sem til þekktu, þ.e. nemendanna og kennaranna. Þó tók nú fyrst steininn úr þegar Jónína auglýsti eftir einkaritara i pistli sínum um Karla þann 11. mars sl. og þröngvaði upp á okkur lesendurna lýsingum á eigin sam- farastellingum. Þessi pistill Jónínu gekk svo fram af mér og kalla ég þó ekki allt ömmu mína, að hann varð kveikjan að þessu rabbi mínu, sem ekki er að efa að þær stöllur þijár kalla röfl. Smekkleysa Jónínu, þegar hún lýsir því að hún sé „hætt öllu brölti. Strauja oftar og sætti mig þessa gömlu: konan undir en karlinn ofan á,“ er blessunar- lega sjaldgæf í prentsvertuformi á síðum Morgunblaðsins. Jónína er ekki af baki dott- in og kórónar skömmina með því að mæðra Elínu Torfadóttur, „vinkonu sína,“ að gömlu aðferðinni, sem hafi „reynst henni og Guð- mundi Jaka vel.“ Má ég þá frekar biðja um nokkrar óvinkonur, en svona vinkonur! Svona upplýsingar eiga hvergi heima nema milli rekkjuvoðanna. Mér virðist sem höfuðgalli þessara pistla- höfunda sé sá að þær geti ekki skrifað út frá sérstæðri eigin reynslu og minningum, þannig að sagan, atburðurinn, upprifjunin hafi almenna skírskotun og lesandinn fínni til samkenndar eða fái þennan notalega „nostalgíuhroll" upprifjunarinnar, eins og ég tvímælalaust fæ við að lesa pistla eftir þau Bryndísi Schram og Ólaf Gunnarsson, sem skrifa sem betur fer einnig Karla og Bakþanka. Því fer ég þess á leit við stöllurnar þijár, að hafi þær ekkert annað og betra til mál- anna að leggja i þessum sunnudagspistlum sínum, að þær nýti sér þjónustu Pósts og Síma til þess að geta haldið áfram bréfa- skriftum sín á milli, en hlífi okkur hinum. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 31.MARZ 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.