Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 15
Eigin fararstjóri á bíl um Evrópu a_ Leitað upplýsinga hjá skrifstofu FIB Límmiði í rúðu tryggir betri lækn- isþjónustu. Mffrtrrrri ■ ' ■. . . • 'Æ S5BB3HHSS1 ■HflHfl ,/ : ... „Að vera eigin fararstjóri" er stöðugt vinsælli ferðamáti. En það er eins gott að vera vel undirbúinn, þegar komið er út á hraðbrautir erlendis og þarf að taka ábyrgð á farartæki, fjölskyldu og fínna rétta leið. Skrifstofa FIB er sérhæfð í öllu sem viðkemur akstri erlendis. Ferðablaðið leit við hjá Mörtu Pálsdóttur á skrifstofu FÍB, til að forvitnast um, hvernig best er að undirbúa sig til að vera „eigin fararstjóri á bíl erlend- is“. Að vera sjálfstæður í eigin fríi „íslendingar vilja gleypa heim- inn í einu lagi,“ segir Marta. „Al- gengt að fólk komi hingað og vilji fá leiðbeiningar um hvernig hægt sé að keyra um öll Evrópulöndin á viku eða 10 dögum! Ég þarf oft að byija á að koma landanum niður fyrir 300 km á dag. Ekki er vit í að aka meira, ef á að njóta ferðalagsins. Þjóðmenning í Mið- Evrópu stendur á gömlum grunni og margt að sjá og skoða, það er synd þegar of hratt er farið yfir. Fólk á að fara oftar. Læra að þekkja hvert hérað. Drekka í sig andrúmsloft hvers staðar. Tungumál á ekki að vera hindrun. Það eru mannleg samskipti og tjáning, sem skipta máli. Og til- finningin fyrir að vera sjálfstæður í eigin fríi, en ekki í hópi skemmtanagíaðra íslendinga. Við erum að verða heimsborgarar. Þurfum ekki að láta mata okkur!“ Hvað gefúr félagsaðild að FÍB? „FÍB er lítið félag í litlu landi, en hefur aðild að alþjóðasamtök- um um allan heim. Félagsskírteini gefur fyrst og fremst ÖRYGGI. Erlendis er sjálfsögð öryggisregla að vera í bíleigendafélagi. En ýmis fríðindi fylgja því að vera félagsmaður. 1. Ef þú ert á eigin bíl sem bilar, færðu okeypis að- stoð á næstu félagsskrifstofu og aðstoð til þess að komast á næsta verkstæði. Varahlutir eru útveg- aðir o. fl. 2. Félagsskrifstofur eru í öllum helstu borgum í V-Evrópu og N-Ameríku. Bensínstöðvar eru oftast með lista yfir næstu skrif- Ferðamanni leiðbeint áður en lagt er í að vera „eigin fararsljóri í bíl“ um Evrópu. Marta með nýju vegakortin, sem eru bylt- ing í hönnun vegakorta. stofur, þar sem félagsmenn geta fengið ferðalýsingar og leiðbein- ingar. Við erum t.d. í nánu samstarfi við danska bíleigendafélagið FDM, sem gefur árlega út bók yfír tjaldstæði sín í Evrópu. Og það eru ekki tjaldstæði eins og við þekkjum hér heima, heldur þægilegar, vaktaðar þjónustumið- stöðvar með verslunum og veit- ingahúsum. Danir eru mjög á varðbergi gagnvart neytendum. Þeir styrkja sjálfir rekstur tjald- svæða sinna og yfírfara þjónustu árlega. Það er hægt að treysta tjaldsvæðum undir merkjum FDM. /F. I.C.C.\ CARNET-CAMPING INTERNATIONAL n* 377'716 I) Délivrt par Fclag íslenzkra Bifreidaeigenda Tjaldvegabréf. Þeir sem ætla á tjaldsvæði kaupa tjaldvegabréf, sem gildir fyrir bíl og farþega. Á tjaldsvæð- um, eins og öðrum gististöðum, verður að afhenda vegabréf, til þess að halda skrá yfír gesti, ef eitthvað kemur upp. Margir eru á móti þvi að láta þjóðvegabréf sín af hendi, en tjaldvegabréfið kemur í staðinn. Áð auki gefur það tryggingu gagnvart þriðja aðila. Til dæmis ef barn sparkar bolta í bíl og skemmir lakk - eða ef neisti af grilli berst í nágranna- tjald, þá er gengið frá málum með hjálp tjaldvegabréfsins. Félags- maður gengur fyrir á tjaldsvæð- um og getur hringt á undan sér ■ íiiii Margir farþegar með Norröna leigja sér „fjarðarhyttu“ rétt ltjá Bergen. I Frakklandi býður FÍB félags- mönnum sínum gistingu í 4-7 manna íbúðum. Villefranche sur Mer liggur 15 km norðan við Nice, miðsvæðis fyrir skoð unarferðir til Mónakó, Cannes og Nice. og látið taka frá stæði. Mörg tjald- svæði gefa líka 5-20% afslátt til félagsmanna. Eldri borgarar fá afslátt og stundum er fjölskyldu- afsláttur. Læknisskírteini og ódýr gisting í 15 löndum Félagsmenn, sem þarfnast sérstakrar aðgæslu í læknisþjón- ustu, geta fengið ókeypis skírteini, til að tryggja sitt eigið öryggi. Þetta er geysimikið öryggi fyrir t.d. sykursjúkt eða flogaveikt fólk. Heimilislæknir fyllir út hvað er að. Skírteinið er sett í hanska- hólf og límmiði í framrúðu bílsins. Og ef eitthvað kemur fyrir, trygg- ir límmiði og skírteini öruggari læknisþjónustu. - Danska félagið FDM býður líka upp á góða, ódýra gistingu í 15 löndum, sem vert er að kynna sér. Fjölbreytni er mikil - sumarhús og íbúðir uppi í sveit eða gisting í vinsælum ferðamannaþorpum. Bíllinn sem fjölskylduvinur Við hjá FÍB vinnum að því að taka bílinn inn í fjölskylduna sem vin, eins og hesturinn var. Bíllinn á ekki að vera aðeins tæki frá A-B. Og við reynum að birgja ferðamanninn upp, með eins góð- um gögnum í ferðalagið og kostur er. Hann fær „ferðapakka“ með nákvæmum leiðarlýsingum, öku- kortum, skírteini og vegabréfi. Hjá okkur er hægt að kaupa bækur og ökukort. Við erum með góðar vegahandbækur - frá bæ til bæjar - og leiðarlýsingar - frá þorpi til þorps. Til dæmis voru ný ökukort að koma út hjá Kúmmerly & Frey, sem eru nýj- ung fyrir „eigin fararstjóra á bíl“. Kostir þeirra eru: Ekkert kross- brot, trufla ekki við akstur, ljósir litir, betri til lestrar í hálfrökkri inni í bíl eða tjaldi, litamerkt eftir svæðum, endingarbetri í plasti og fer lítið fyrir þeim. Flestir sigla með Norröna, fara af í Hanstholm, taka feijuna til- baka frá Bergen (eða öfugt) og aka um Evrópu. Með Eimskip opnaðist nýr ferðamöguleiki í fyrra og margir sigla með þeim til Hamborgar og frá Rotterdam tilbaka. Svo eru aðrir sem fljúga út og leigja bil ytra. Ef fólk er óvant akstri á hraðbrautum erl- endis, þá er öruggara að undirbúa sig vel. Og við erum hér til að leiðbeina ferðamönnum, sem hyggja á akstur erlendis.“ Tjaldvegabréf FÍB kostar 1.000 kr. Endurnýjun á eldra skírteini 500 kr. Ársgjald í FÍB er 2.800 kr. Skrifstofa FÍB er með nám- skeið fyrir þá sem ætla að aka um erlendis og hafa áhuga á að skipuleggja ferðalagið sjálfir. Námskeiðin verða haldin á Hótel Loftleiðum- 28. apríl og 19. maí kl. 13.30-18. Þar er tekið fyrir: 1. Ferðaundirbúningur 2. Fjár- hagsáætlun/ vátryggingar 3. Skipulagning, áfangar, gisting 4. Notkun korta/ upplýsingaöflun 5. Sérákvæði í umferð erlendis 6. Akstur á hraðbrautum. Oddný Sv. Björgvins LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31.MARZ 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.