Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 4
hjpnanna þar jog eina barn þeirra. Það var tvíbýli á bænum og á veturna var ég eina barnið á bænum en á sumrin komu krakk- ar úr Reykjavík. Mér fannst hvort tveggja skemmtilegt, ég hlakkaði náttúrlega alltaf til þegar krakkarnir komu og saknaði þeirra þegar þau fóru, en ég var fljótur að jafna mig. Ég hafði mikið sálufélag við eldra fólk í mínum uppvexti, og svo auðvitað skepn- urnar.“ Ég spyr hvort hann hafi verið einn af þeim sem las allt sem lestrarfélagið átti? „Ég las allt sem hönd á festi, var alæta á bækur. Ég man ekki eftir neinni sérstakri grein bókmennta sem ég vildi ekki lesa. Ef að ég ætti að nefna eitthvað sem ég las oft og mörgum sinnum þá gæti ég kannski sýnt þér héma eina bók.“ Nú stendur Bald- ur upp úr stólnum með röndótta ullartepp- inu og ég yfirgef Birgittu til þess að skoða með Baldri bækurnar í gamla stóra bóka- skápnum. Baldur dregur út bók sem virðist vera hnigin mjög á efri ár. „Kannastu við þessa?“ segir hann og sýnir mér mynd af stúlku sem heitir Úranía. Ég kannast ekk- ert við þá stúlku en sé að bókin er þýdd af Birni Bjarnasyni í Viðfirði og gefin út árið 1898. „Þetta er Úranía, stjörnudísin, dóttir Seifs og minnisgyðjunnar. Höfundur ferðast um geyminn í fylgd með Úraníu og svo veltir hann fyrir sér ýmsum heim- spekilegum vandamálum, t.d. um ómæli rúmsins og eilífð tímans. Þetta heillaði mig mjög. Einnig sögur frá Síberíu, sem eru hér fyrir framan, það þótti matur að kom- ast í að lesa þær líka.“ Þegar við erum sest aftur bætir Baldur því að við að hann hafi líka lesið mikið í Biblíunni. „Hvort fannst þér skemmtilegra, Nýja eða Gamla testamentið?" spyr ég. „Það má nú kannski segja úm það einsog kallinn sagði: Það er ekki gaman að guð- sj)jöllunum því enginn er í þeim bardaginn. Ég held að ég hafi skemmt mér mun betur við að lesa Gamla testamentið. Ég sé núna að ég hef lesið þetta af sögulegum áhuga og löngun til að glöggva mig á mannlegu eðli.“ En trúarlegi áhuginn, var hann þá enginn og er kannski enginn? „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu, ég sé náttúrulega að það er „system í galska- bet“, ég neita því ekki,“ segir Baldur og hlær. Þegar Baldur var búinn að lesa allar bækur lestrarfélagins og allar námsbækur barnaskólans fór hann í Skógaskóla. Að því búnu sótti hann um styrk frá Norræna félaginu til þess að komast í skóla í Finn- landi og fékk hann. Þar var Baldur vetrar- langt, svo var hann í Svíþjóð og fór með Dönum til Ítalíu. Svo kom hann heim og var heima fáein ár en fór svo tii Spánar og lét þar innrita sig á námskeið fyrir út- lendinga í spænsku í háskólanum í Barcel- ona. Til að standa straum af þessum ferða- lögum vann Baldur allskonar vinnu sem til féll. „Ég var töluvert til sjós og það var bara gott,“ segir Baldur. „Ég var á togur- um, einu sinni var ég heilt sumar við Vest- ur-Grænland. Lífíð um borð er heimur útaf fyrir sig, heimur þar sem gilda ákveðin lögmál, ákveðnir siðir og jafnvel ákveðið tungumál, það var minnsta kosti þannig á síðutogurunum að maður skildi málið ekki alveg til fullnustu fyrr en maður var búinn að vera nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur um borð. Það er margt í sjómanna- máli það sem ekki er til í daglegu máli annars fólks. Sjómannamálið, sérstaklega sem talað var á síðutogurunum, var ensku- skotið. íslendingar lærðu togveiðar af Bret- um. Ég féll all vel inn í þennan heim en stundum þótti þó körlunum ég skrítinn. Ég man eftir einu sinni að ég var að lesa á frívaktinni og notaði orðabók. Þá heyrði ég tvo gamla menn tala saman og annar sagði: „Hann er skrítinn þessi,“ „Já,“ segir hinn, „hvernig þá?“ „Hann les tvær bækur í einu.“ Sjómenn eru ákaflega hjátrúarfullir, einsog margt fólk sem býr við einangrun og nokkurt harðræði. Slíkt fólk skapar sér trú og er furðulega næmt á þá hluti sem gefur tilefni til slíks. Einu sinni henti ég gamalli skyrtu í sjóinn. Daginn eftir þegar verið er að toga þá kemur til mín maður og segir: „Skyrtan er komin.“ Ég fer út á dekk og þar liggur skyrtan á dekkinu, hún hafði þá komið upp með trollinu. Ég tek skyrtuna upp og lét renna úr henni sjóinn og fór svo með hana út að borðstokknum og fleygi henni útfyrir. Þá tók ég allt í einu eftir því að þeir stara allir á mig en enginn sagði neitt. Þá um leið fann ég hvað þeir voru að hugsa: Að hann skyldi nú gera þetta! Þeim fannst ég ætti að hirða þessa skyrtu sem kom aftur, skola úr henni og fara í hana. En mér varð ekki meint af þó ég henti skyrtunni. Mynd af Baldri Óskarssyni teiknuð af Gylfa Gíslasyni Kann illa við svokallað hreinsunarhugarfar Maðurinn er það sem hann vill vera, það sem hann heldur sig vera, það sem hann heldur að aðrir haldi um hann, það sem aðrir halda um hann í raún og veru o.s.frv. En hvað er maðurinn í raun og veru, við það setjum við Rætt við Baldur Óskarsson, ljóðskáld og fyrrum fréttamann Ríkisútvarpsins Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur spurningarmerki.“ Þannig hefst viðtal mitt við Baldur Óskarsson ljóðskáld og fyrrum fréttamann Ríkisútvarpsins. Þessa tilvitn- un, sem stundum er kölluð afstæðiskenning sálfræðinnar, sækir Baldur til Pirandellos. „Ég á við það að andlegt sjálfstæði er ekki eitthvað sem hægt er að staðhæfa. Það er stundum talað um að menn sjái ekki skóg- inn fyrir ttjánum. Ætli það geti ekki verið svipað með einstaklingsvitundina. Ef maður rýnir of lengi í svokölluð einstaklingsein- kenni þá kemur loks að því að maður sér þau fyrst og fremst. Ég held að það hljóti að vera gott að geta sett sig í þær stelling- ar að geta séð hvort fyrir sig, það sem er sameiginlegt og það sein greinir mennina einn frá öðrum.“ Þegar Baldur hefur lokið þessum orðum verður löng þögn. Ég sit í litlum sófa undir mynd eftir naivistann Eggert Magnússon. Sú mynd heitir Sela- drottningin og sýnir stúlku sem á að vera Birgitta Bardot. Hún er með heljarstór og spyijandi augu og við hlið hennar eru upp- reistir til hálfs tveir undirfurðulegir selir. Ég hef á tilfinningunni að ég sé ekki síður stóreyg en Birgitta og ekki minna undir- furðuleg á svipinn en selirnir. Mér finnst þetta mjög háfleyg byrjun á samtali og ekki liggja í augum uppi hvernig því skuli haldið áfram. Loks spyr ég Baldur hvort það sé langt síðan hann fór að taka sig þannig út úr hinni mannlegu hjörð og virða fyrir sér samferðafólkið úr fjarlægð. Hann segist ekki vita hversu langt sé síðan hann hóf slíkar athuganir né heldur af hveiju hann hóf þær. Hitt segir hann mikið rétt, hann sælist til að skoða meðbræður sína á þennan hátt. „Þú veist það Guðrún, að þeir sem leggja fyrir sig eins ópraktiska hluti að almannahyggju, og ég hef gert, þeir verða kannski svolítið utangarða.“ Ég vil umsvifalaust fá að vita hvað hann telji það ópraktískasta sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Áreiðanlega að fara að yrkja,“ svarar hann um hæl. „Ég byijaði að yrkja sem krakki." Én hvar var Baldur sem barn? „Á Ás- mundarstöðum í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu,“ svarar hann. „Ég var uppeldissonur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.