Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Side 3
LESBOE H ® H ® [u] [m B H ® [S |H 0 B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning, sem er hin fyrsta sinnar tegundar á þessum sýningarstað. Þar verður sýndar myndir úr listasafni Búnaðárbanka íslands, sem bankinn hefur eignast á mörgum áratugum. Stuðningur við myndlist hefur verið Búnaðarbankanum til mikils sóma, en um leið hefur bankinn eignast mikinn fjársjóð í listaverkum. Myndin á fors- íðunni er ein af þeim sem verður á sýning- unni. Hún er eftir Tryggva Ólafsson og heitir Baga. Rúnturinn er naumast lengur til í þeirri mynd, sem eldri Reykvíkingar muna, en þeir gengu þarna hring eftir hring og rómantíkin blómstraði þar að sjálfsögðu. Umþau árþegar rúnturinn var Reykjavík, skrifar Ivar Guðmundsson, fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu og núna fréttarit- ari blaðsins í Washington. Freiburg er einstök perla meðal margra og fagurra bæja í Þýzkalandi. í tveimur síðustu blöðum hefur verið sagt frá ökuferð á bílaleigubíl suður um Þýzkaland, til Miinchen, Garmisch-Partenkirc- hen og hallar Lúðvíks bæjarakóngs. Nú er lýst síðasta áfanganum frá Bodensee, yfir Svarta- skóg og til Freiburg, sem byggð var þegar Ari fróði var að skrifa. Jarðhitínn er ómetanleg orkulind okkar, en sú orka er ekki óþijótandi og betra að fara að öllu með' gát. Um þetta efni skrifar Guðni Axelsson í þáttaröðinni um rannsóknir á Islandi. HJÁLMAR JÓNSSON frá Bólu Sigurður Breiðfjörð Hví er þögli Þundar svanur þrotinn versum, beygir háls, sem var Sköglar söngvum vanur og sótti messur snjallar stáls? Hví er þannig óðs í önnum öls við bekki gleðin fjær? Hersöngvanha Hárs í rönnum harpan ekki slegið fær. Neinn ei banga nennir stöku, nagga strengir fýlu róms, geispa langa vetrarvöku, vopnum enginn særir góms. Viður híma sorga seiði sveltudægur skuggahrings, þrumir gríma leið of leiði látins fræga skáldmærings. Gefur landi umtalsefni - angurs digurð gleði hrauð - að kveðandi Eiríks hefni ekran Sigurð gleypti rauð. GreppaV) ríma fölvir framan, frægum vanda bautastein, en seppar glíma og gelta saman, gnaga í anda látins bein. Margur eys af Fjölnis farða fordild blandað heiðurs rán, skáldi reisa skammarvarða skal íslandi eilíf smán. Breiðfjörðs farin fet upp tína fram hjá sneiða þvert eg vil; hver hann var, það verkin sýna, vitni leiða þarf ei til. Held eg vera óðs í önnum - um það beri verðug drótt - Breiðfjörð hér með mestu mönnum að mælsku, ijeri og sálarþrótt. Breiðfirðingur allan aldur angurboða þoldi megn, heiðnyrðingur heimsins kaldur hamingjuvoðum stóð í gegn. Breiðfirðingur móð ei missti, menntuð sálin þrek sitt bar, neyðgirðingur hlut þó hristi hans í skálum fátæktar. ') Greppar, skáldin kveða bragðfölir erfiljóð eftir Breiðfjörð, en illgjarnir lasta rninning hans og ausa mannlasti úr farðadalli Pjölnis (tíma- rits), sem fyrstur níddi verk Breiðfjörðs. Höf. Bólu-Hjálmar, d. 1876, átti það sameiginlegt með Sigurði Breiðfjörð, að báðir ortu rímur og þvi hefur ádrepa Jónasar Hallgrímssonar á rímnakveðskap Sigurðar komið illa við Hjálmar. Sagan segir, að þeir Hjálmar og Sigurður hafi einu sinni hitzt og Sigurður varpaði þá fram fyrriparti, sem Hjálmar botnaði heldur óvinsamlega, en vafalaust i gamni, því af þessu kvæði má sjá hug Hjálmars til Sigurðar Breiðfjörðs. Að vorkenna sjálfum sér Nú átímum sjálfsskoðun- ar og -uppbyggingar er mikið talað um nauðsyn þess að elska sjálfan sig. Það eru engan veg- inn ný sannindi að þeir, sem eru sáttir við sjálfa sig, eigi auðveldar með að lifa í sátt við annað fólk og gefa af sér. En það er þetta vandrataða einstigi milli eigingirni eða sjálfselsku og sjálfstrausts eða innra öryggis, sem verið er að benda fólki á að þræða. Það er ekki alltaf auðvelt að halda jafnvægi á þeim þrönga stíg. Einar af ógöngunum sem geta orðið á vegi manns er sjálfsvorkunin. Ég velti því oft fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu hættuleg hún er og hversu algengt er að menn ánetjist henni, ef þeir á annað borð byrja að láta hana eftir sér. Sá sem fer að líta á sjálfan sig sem fórnar- lamb aðstæðna eða óviturra manna og afsal- ar sér þannig ábyrgð á sjálfum sér, er líkleg- ur til að halda því áfram. Það verður að vana, eða öllu heldur óvana, að útskýra vanlíðan, framtaksleysi og lélega frammi- stöðu með serstakri óheppni sem alltaf fylgi viðkomandi, eða einhveiju óþolandi fólki sem hefur engan skilning á tilfinningum hans og hæfileikum. Þegar fólk er dottið í sjálfsvorkunnina, þarf það ekki á mótlæti að halda til að bera sig illa. Það gerir and- streymi úr öllum hlutum. Maður heyrir slíkt fólk segja með armæðuþunga, að auðvitað hafi strætisvagninn runnið af stað rétt í þann mund sem það kom á staðinn. Svona sé þetta alltaf. Ef það drekkur, er það öðr- um að kenna, ef það stendur sig ekki í vinnu, er það öðrum að kenna, ef það er í vandræðum með börnin sín, er það öðrum að kenna, ef það hefur reist sér hurðarás um öxl í peningamálum, er það öðrum að kenna. Þetta fólk er alltaf „stikkfrí“. Reynd- ar hendir það líka jákvætt og bjartsýnt fólk sem verður fyrir áföllum að setjast með- hendur í skauti og spyrja „Af hverju ég?“ Og þá má spyrja á móti „ Af hveiju ekki þú?“ Stundum finnst manni eins og vanda- málaumræðan í þjóðfélaginu sé öll á þá lund að velgengni sé eðlilegt ástand, en erfiðleik- ar séu óeðlilegt ástand. Hvaðan kemur fólki sá skilningur að lífið sé slétt og fellt? Hver segir að það eigi að vera áreynslulaust og alltaf eins? Ekki er alltaf sólbjartur dagur. Dimmar nætur og drungaleg veður eru jafn eðlileg. Því skyldi líf mannsins vera öðru- vísi? Og hvaða áhrif hefur það á uppvax- andi kynslóð ef hún elst upp við þau við- horf að hún eigi skilið þetta eða hitt og henni beri alls kyns réttindi. Annað sé órétt- læti. Hvar á þetta fólk að finna kröftum sínum viðnám og öðlast aðlögunarhæfileika sem er nauðsynlegur í síbreytilegum heimi? Hvernig bregst þetta fólk við þegar það fær ekki það sem búið er að telja því trú um að bíði þess, ef það hefur vanist því að heyra foreldra sína vísa frá sér ábyrgð á eigin atferli? Brettir það upp ermarnar og hefst handa þegjandi og hljóðalaust, eða gengur það í kvörtunarkórinn? Þegar ég var að alast upp þótti ósiður að kvarta og ekki tii fyrirmyndar að bera sín mál á torg. Þetta voru auðvitað aðrir tímar en nú eru, en maður spyr sig óneitan- lega hvort ekki sé til hóflegur millivegur frá því sem þá var og nú er, því nú þykir sá áhugaverðastur sem kvartar mest. Þetta er viðurkennd leið til að vekja á sér athygli. Þetta er einhverskonar upphafning á aum- ingjaskap og nú er ég ekki að tala um þá sem eiga raunverulega bágt. Til að sem flestir geti fengið útrás fyrir kvörtunargleðina eru margar útvarpsrásir opnar daglega þar sem almenningi gefst kostur á að kvarta hástöfum fyrir alla þjóð- ina. Sem betur fer eigum við líka alls kyns vandamálasérfræðinga sem fá öðru hvoru tækifæri til að láta ljós sitt skína í þessum þáttum. Þeir taka oftast undir með kvörtur- unum og benda annaðhvort á leið til úrbóta eða á sökudólg sem ber ábyrgð á þessu öllu saman. Hið síðarnefnda er langtum vin- sælla. Það er alveg sérstök tilfinning að vera fórnarlamb, einkum ef nógu margir vita af því. Það er líka vísasta leiðin tl að fjölmiðlar sýni viðkomandi brennandi áhuga — um stund. Eftir því sem velmegun, velferð og mennt- un vex hér á landi, berum við okkur verr. Allt sem við fáum ekki fyrirhafnarlaust upp í hendurnar verður að argasta óréttlæti. Fólk virðist líka treysta minna á eigin dóm- greind og heilbrigða skynsemi. Sérfræðing- ar sem kenna foreldrum að tala við ungl- inga, leiðbeina um uppeldi á börnum og kenna hjónum að tala saman, virðast hafa nóg að gera. Og manni er sagt að það sé ekki óalgengt að börn á forskólaaldri hafi heimsótt sálfræðinga. Með allri virðingu fyrir hinum ýmsu fræðingum, þá finnst mér þetta sérkennilegt vanmat á eigin hæfileik- um til að leysa mái. En það er ekki þar með sagt að það sé fyrirhafnarlaust. Á árum áður var oft gert grín að amerísku þjóðfélagi hérlendis, þar sem allt átti að koma fyrirhafnarlaust í pökkum. Allt var hægt að kaupa og allt var keypt. Uppskrift- ir að barnauppeldi og samskiptum hjóna seldust vel. Og kannski erum við bara orðin svona forfrömuð. Því skyldum við vera að erfiða við að leysa okkar mál ef einhver úti í bæ er tilbúinn til að gera það fyrir okkur? Og því skyldum við takast á við lífið með bros á vör, þegar allir hafa miklu meiri áhuga þeim sem smíða vandamál? Ég tel að vorkunnsemi, bæði í garð ann- arra og sjálfs sín sé mikið eyðileggingarafl og lami framkvæmdagleði og vilja til að leysa eigin mál. Það er í mínum huga regin- munur á vorkunnsemi og samúð eða sam- kennd. Hið síðarnefnda byggir upp en hitt lamar og rífur niður. Við byijum strax þegar börn eru lítil að vorkenna þeim, til dæmis ef þeim leiðist. Hvers vegna má þeim ekki sjundum leið- ast? Er ekki bara hollt að læra að lifa með sjálfum sér? Er endilega til fyrirmyndar að hafa ofan af fyrir börnum hveija stund og taka frá þeim hvatann til að leita sjálf við- fangsefna? Sama máli gegnir með fullorðið fólk. Það hefur bara gott af því að vera leitt öðru hvoru. Lífið er eins og flóð og fjara, sífelld hreyf- ing. Við getum ekki reiknað með að allt gangi eins og við helst vildum, en við getum snú- ið ótrúlega erfiðum aðstæðum okkur í hag með réttu hugarfari. En við getum líka eitr- að eigið líf og annarra með sjálfsvorkunn og uppgjöf. Aðalatriðið er að horfast í augu við að við erum okkar eigin gæfu smiðir, ekki aðrir. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.APRÍL 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.