Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 4
Sigur dauðans. Málverk eftir Brueghel. Myndin er táknræn fyrir það, að pestin gerði engan mannamun. Neðst á myndinni eru keisari og kardínáli í andarslitrunum.
Á íslandi kom drepsóttin einna verst niður á prestum. (Jr Söguatlas ÁB.
Hvaða drepsótt
barst hingað árið 1402
PmiAnlrlnm mni rlrpnsnttir t.ífínr í Evrónil Ofr þrefaldaðist á þremur öldum - fór úr 25 í í Nýja annál segir: ri402
miðöldum voru drepsóttir tíðar í Evrópu og
gerðu oft mikinn usla. Margar voru þessar
farsóttir þekktar Iöngu fyrir miðaldir, sumar
landlægar í Asíu, aðrar í Afríku.
Læknisfræðileg þekking var á þessum tíma
Ef trúa má þeim
staðhæfingum
farsóttafræðinga að
plágufaraldur geti hvorki
gosið upp né haldist við
án snertingar við sýkt
nagdýr, þá er augljóst að
plágan, eða Svartidauði,
hefur aldrei til íslands
komið.
Eftir ÖRNÓLF
THORLACIUS
mjög takmörkuð í Evrópu, enda til lítils að
berjast gegn sjúkdómum sem taldir voru
refsiaðgerðir síreiðs drottins allsherjar gegn
syndugum jarðarbörnum.
Líklega hefur ekki stafað meiri ógn af
neinni farsótt en af plágunni, sem einnig
hefur verið kölluð pest eða svartidauði. Þessi
drepsótt er talin upprunnin í Mið- eða Suð-
austur-Asíu, þar sem hún er enn landlæg.
Þaðan barst hún yfir Síberíu til Austurlanda
nær og Evrópu.
I Gamla testamentinu eru frásagnir af
drepsóttum sem gætu hafa verið plágan. í
fyrri Samúelsbók, 5. og 6. kapítúla, segir
frá því hversu Drottinn sló Filista kýlum
þegar þeir höfðu rænt Guðs örk af ísraels-
mönnum. Af frásögninni má ráða að menn
hafí rennt grun í sambandið milli kýlanna
og nagdýra, því prestar og spásagnamenn
réðu Filistum að skila örkinni og gefa með
henni myndir úr gulli af kýlunum og af
músum þeim er eyddu landið.
Plágan Mikla í Evrópu
Öruggar heimildir eru um plágu í Evrópu
snemma á miðöldum, en alræmdastur er
faraldurinn sem geisaði í álfunni um miðja
fjórtándu öld, eða 1348-1353. Hvorki eru
frá þessum tíma nákvæmar tölur um íbúa-
fjölda né um fjölda látinna, en giskað hefur
verið á að á þremur fyrstu árum faraldurs-
ins hafi um 25 milljón manns látist í plág-
unni, eða helmingur til þriðjungur Evrópu-
búa, og síðari faraldrar héldu íbúatölunni
niðri næstu 150 árin.
Faraldur brýst ekki út nema ákveðin skil-
yrði séu fyrir hendi. Snemma á miðöldum
ríkti þokkalegur friður í Evrópu og matvæla-
framleiðsla jókst mjög, svo að íbúatalan
þrefaldaðist á þremur öldum — fór úr 25 í
75 milljónir á árunum 950 til 1250. Um
aldamótin 1300 kólnaði verulega um alla
álfuna. Af því leiddi uppskerubrest og hung-
ursneyð; fólk flykktist í borgimar og lifði
þar við þrengingar og örbirgð. Allt stuðlaði
þetta að útbreiðslu plágunnar, þegar við
bættist að rottum fór við þessar aðstæður
stórfjölgandi í borgunum, en plágan berst
í menn úr rottum með flóm.
Talið er að plágan hafi borist til Evrópu
„silkileiðina", með kaupmönnum sem fluttu
silki frá Kína. Árið 1346 varð plágu vart í
Astrakhan og Saray, áningarstöðum silki-
kaupmanna við Volgufljót. Arabískur land-
könnuður og lærdómsmaður, Ibn Battuta,
ferðaðist frá Indlandi á árunum 1347 og
1348 og varð ekki var plágunnar fyrr en
hann kom til Aleppo í Norður-Sýrlandi.
Þetta bendir til þess að farsóttin hafi ekki
borist um hafnir á Indlandshafi og Persa-
flóa. . - -
PLAGAN A Islandi
Ekki barst þessi faraldur til íslands, en
hálfri öld síðar, árið 1402, barst hingað til
lands drepsótt sem talin hefur verið plágan
eða svartidauði. Annar faraldur, plágan
síðari, gekk hér undir lok fimmtándu aldar,
en virðist ekki hafa verið jafnskæður hinum
fyrri.
Heimiidir um drepsóttina 1402 til 1404
er að finna í Nýja annál, sem er samtíma-
heimild, og Skarðsárannál og Vatnsfjarðar-
annál eldri, sem báðir eru frá síðari tímum.
Sjúkdómurinn er sagður hafa borist með
skipi Einars kaupmanns Heijólfssonar, sem
kom frá útlöndum — að menn halda frá
Englandi fremur en Noregi — haustið 1402.
Um Einar þennan er fátt vitað. Þorkell Jó-
hannesson telur í ritgerð um pláguna miklu
1402-1404, í Skírni 1928, að hann hafi
verið íslenskur maður, þar sem tekið er fram
að hann hafi ferðast á eigin skipi. Sjálfur
hefur Einar Heijólfsson lifað drepsóttina,
því að þess er getið í annálum að hann
hafi tíu árum síðar verið stunginn hnífi til
bana í kirkjugarði í Landeyjum.
I Nýja annál segir: [1402] „Item kom
út Hval-Einarr Herjólfsson með þat skip,
er hann átti sjálfr. Kom þar út í svo mikil
bráðasótt, at menn lágu dauðir innan þriggja
nátta, þar til er heitit var þremr lofmessum
með sæmiligu bænahaldi ok ljósbruna. Item
var lofat þurrföstu fyrir kyndilmessu, en
vatnfasta fyrir jól ævinliga; fengu síðar
flestir skriftamál áðr létust. Gekk sóttin um
haustit fyrir sunnan land með svo mikilli
ógn, at aleyddi bæi víða, en fólkit var ekki
sjálfbjarga, þat eftir lifði, í mörgum stöðum.
Síra Ali Svarthöfðason deyði fyrstr af kenni-
mönnum um haustit ok þar næst bróðir
Grímr kirkjuprestr í Skálholti, síðan hverr
eftir annan heimapresta, síra Höskuldr ráðs-
maðr á jóladaginn sjálfan. Aleyddi þá þegar
staðinn at lærðum mönnum ok leikum, fyr-
ir utan byskupinn sjálfan ok tvo leikmenn."
Síðan eru upp taldir í annálnum hinir
merkari menn er létust í farsóttinni árið
1403 og 1404. Um heimsókn sýkinnar að
Kirkjubæ segir að Halldóra abbadís hafi
dáið ásamt sjö systrum en sex lifað og þjón-
ustufólksekla slík að systurnar hafi um síðir
sjálfar orðið að mjólka kúfénaðinn, en kunn-
að lítt til slíkra starfa.
„Kómu þar [að Kirkjubæ] til kirkju hálfr
átti tugr ins sjöunda hundraðs dauðra
manna svo talit varð, en síðan varð ekki
reiknat fyrir mannfjölda sakir, svo deyði
margt síðan.“
[1404] „Manndauðavetr inn síðari. Eyddi
þá enn staðinn í Skálholti þijá tíma at þjón-
ustufólki."
í Vatnsfjarðarannál eldri segir að Áli
prestur, sá er fyrstur lést kennimanna af
plágunni, hafi dáið á Botnsdal og með hon-
um sveinar hans sjö, þegar þeir riðu frá
skipi Einars Heijólfssonar í Hvalfirði.
Sumir sagnfræðingar hafa dregið í efa
að hér hafi verið um plágu að ræða vegna
þess hve langt var um liðið síðan plágufar-
aldurinn mikli geisaði í Evrópu, en plágan
mátti heita landlæg í Evrópu um nokkurra
alda skeið eftir 1350, svo að þess vegna
er ekki fráleitt að hún hafi borist hingað.