Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 15
r FERD4BIAÐ 16. JUNI 1990 þannig hannað, að sói náði aldrei að skína inn í Herbergin. Kom því ekki að sök þótt þau væru án sérstakrar loftkælingar. En eitt var öðru vísi í þessu gósenlandi en við áttum von á. Hvarvetna meðfram ströndinni stóðu deyj- andi pálmatré með stuttu milli- bili. Risastórar greinar þeirra voru ekki hvanngrænar og reistar, heldur kolgráar og líflausar og héngu máttvana niður. Þetta var átakanleg sjón, sem stakk í stúf við annan gróður og allar hug- myndir um þessa paradís á jörðu. Spurningar vöknuðu. Var súra regnið, fylgikvilli menningarinnar hér að verki, eða átti mengun af öðrum toga sök á þessu hallæris- lega ástandi pálmatijánna? Ekki hvarflaði að okkur, að ódöngunin í tijánum stafaði af veðurfarsleg- um orsökum. Svör heimamanna komu okkur því á óvart. Á þessum slóðum geisuðu mikilir stormar fyrr á árinu og gekk særok þá á land og spillti öllum gróðri en þó pálmatijánum mest, sem þoldu ekki saltið. En þessara gróður- skemmda gætti því minna, sem fjær dró ströndinni. Einn morguninn sáum við að garðyrkjumenn voru teknir til við að saga dauðar greinar af pálma- tré við sundlaugina okkar. Innan stundar stóð tijábolurinn strípað- ur eftir, sem var einnig harla ein- kennileg sjón. Verkið bar þess vitni, að pálmanum var ætlað lengra líf. En látum myndirnar tala sínu máli. Torfi Guðbrandsson Það þykir ekki lengur í frásögur færandi þótt íslendingur bregði sér til sólarlanda suður við Miðjarðarhaf, enda verður engin ferðasaga rakin í þessum texta. Hins vegar kom okkur iijónum margt á óvart er við dvöldum á Costa dei Sol um hálfs mánaðar skeið í maí síðastliðnum, nánar tiltekið á Timor Sol-hót- eli í Torremolinos. í þessum sælureit var í stuttu máli sagt unaðslegt að vera. Þótt við værum snemma á ferðinni var hitinn hinn ákjósanlegasti eða á bilinu frá 21—29°C. Svalinn frá Miðjarðarhafinu kom í veg fyrir hitasvækju á herbergjum og þar hjálpaði einnig til, að hótelið var „Strípaðar verur“ suður á Spáni. Pálmatré aflimað á sólarströnd. • „Hver hefur sinn djöful að draga“. Þetta norræna orðtak gildir jafnfraint á suðlægum slóðum, þótt erfiðleikarnir séu af öðrum toga. Pálmatrén á Costa del Sol Ferðaþjónusta bænda 1990 Upplýsingarit Ferðaþjónustu bænda er gefið út á íslensku, ensku og þýsku. Upplýsingarit Ferðaþjónustu bænda er komið út fyrir 1990. Stöðugt fleiri bændur bjóða ferðaþjónustu og bæirnir eru orðnir 124. Engir tveir bæir eru eins og til að finna þá bæi sem henta best, er mikilvægt að fletta ritinu áður en lagt er af stað. Stöðugt fleiri íslendingar nota þessa þjónustu. Bæklingurinn er því í hanskahólfinu hjá mörgum á ferð um landið. Þjónusta við hestafólk er nú sérstaklega kynnt og bent á að hægt sé að flakka á milli bæja og fá næturstað fyrir hesta jafnt sem reiðfólk. Margir fá skyndilegan áhuga á að renna fyrir silung - eða jafnvel lax, þegar þeir aka hjá silfurtærum ám. Nýjung hjá ferðabændum er veiðistangaleiga. í Veiðiflakkar- anum (sérriti fyrir veiðimenn) er að fínna kort og upplýsingar um 27 veiðisvæði um allt land. Viðmiðunarverð Ferðaþjónustu bænda: Uppbúið rúm 1.500 kr. Morgunverður 550 kr. Hádegis- verður 800 kr. Kvöldverður 1.100 kr. Gisting og hálft fæði 2.050 kr. Gisting og fullt fæði 3.950 kr. Svefnpokagisting í rúmi 1.000 kr. Vikuleiga fyrir 6 manna sumar- hús 28.000 kr. - fyrir 4 manna hús 24.500 kr. Gistiverðið virðist gilda hjá flestum gistiheimilum og í heimahúsum, sem hýsa ferða- menn. Persónulegt og hlýlegt viðmót á að vera einkenni hjá Ferðaþjón- ustu bænda og vissulega er það víða. Sú sem stóð að uppbyggingu þessara samtaka á þá ósk ferða- bændum til handa - að þeir láti ekki peningana glepja sig - að þeir auðsýni gestum sínum ávallt persónulega þjónustu - að hver ferðamaður fínni hjá þeim, að hann sé sérstakur - að sem flest- ir geti farið frá þeim ríkari af jákvæðum, mannlegum samskipt- um. Það er ekki nóg að afhenda lykil og taka við peningum. Það er ekki nóg að hafa breið rúm og góða aðstöðu, ef hitt vantar. Oddný Sv. Björgvins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.