Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 9
Andlitsmyndir Sigurjóns 1927-1980
Sýning á 26 andlitsmyndum og 20 ljósmyndum i safni 3. júní og mun standa í ár. Hér eru fímm
af öðrum andlitsmyndum, var opnuð í Sigurjóns- | andlitsmyndir, sem verða á sýningunni.
Ásgrímur Jónsson listmálari.
Gabbró, 1947.
Jón Þórðarson forstjóri í Sjó-
klæðagerðinni, 1956.
Siguijón við myndina af Otto Gelsted, 1941.
júní 1924, er orðið heldur fátæklegt m.a.
vegna þess að fyrir nokkrum árum var mik-
ið af þeim fuglum sem í safninu voru hent
vegna skemmda. Unga fólkið hefur því
gegnum árin komist í safnið og margt farið
forgörðum af þeim sökum. Þeir gripir sem
eftir eru þyrftu að komast í skjólgóða höfn
til varðveislu og dettur manni helst í hug
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.
Þess má geta að Siguijón Olafsson er
skráður gefandi í viðbæti við náttúrugripa-
safn Nielsens gamla. Gaf Siguijón flugu og
er hún sögð komin frá Spáni með salt-
farmi. Þessi rausnarlega gjöf á merkilegu
lindýri og Aðalsteinn hefur ekki fundið latn-
eskt heiti yfír, var afhent á tímabilinu 8.
júní til 31. desember 1924. Þessi víðflogna
fluga fannst ekki í safninu eftir leit höfund-
ar og Óskars Magnússonar núverandi skóla-
stjóra Barnaskólans á Eyrarbakka.
Árangur teiknikennslunnar í Bamaskól-
anum var sýndur á sérstakri vorsýningu í
skólanum og var foreldrum og áhugasömum
boðið til að koma og skoða. Á sýningunni
árið 1920 var Siguijón með fleiri myndir
eftir sig en aðrir nemendur í skólanum.
Fékk hann sérstakt pláss til að sýna mynd-
ir sínar, sem mönnum þóttu mjög góðar,
af svo ungum manni. Svo virðist sem að á
þeirri sýningu hafi menn ekki velkst í vafa
um það að í Siguijóni bjó efni í góðan teikn-
ara, en þá þegar hafði Siguijón mynd-
skreytt þýðingu Aðalsteins á sögu Leos
Tolstojs í Geisla, blað Ungmennafélags Eyr-
árbakka og teiknað talsvert í Stjörnuna,
blað yngri deildar Ungmennafélags Eyrar-
bakka. Þessi sýning 1920 var fyrsta sýning-
in sem haldin var í skólanum og þar með
sú fyrsta sem Siguijón tók þátt í. Næstu
tvö árin þar á eftir voru samskonar sýning-
ar haldnar og tók Siguijón þátt í þeim báð-
um með sama hætti og 1920.
Það er vert að staldra aðeins við þær
myndir sem Siguijón teiknaði veturinn
1919-1920 og sýndi hluta af á sýningunni
í Barnaskólanum. Það sem vekur eftirtekt
er að Haraldur Blöndal (1882-1953) ljós-
myndari hefur tekið Ijósmyndir af Siguijóni
við teikningarnar sínar. Er það kannski
vísbending um það álit sem menn höfðu á
Siguijóni og einnig að minning samtíðar-
manna Siguijóns sé rétt, að hann hafi verið
kallaður Siguijón málari.
Guðmund Geir Ólafsson (f. 1911), einn
af samferðarmönnum Siguijóns, rekur
minni til að Siguijón hafi verið kallaður
Siguijón listmálari. Hið sama má segja um
Ástríði Sigurðardóttur (f. 1910), nema hvað
hún taldi Siguijón hafa verið kallaðan Sigur-
jón málara. Þetta viðurnefni hefur ekki
fengist úr minnum annarra sem rætt hefur
verið við, en segja má að áhugi Siguijóns
á teikningu og föndur hans við málun styðji
þessa endurminningu.
Þær teikningar eftir Siguijón sem hanga
á vegg Barnaskólans og Haraldur ljósmynd-
ari tók, sýna um margt þann hugarheim
sem Siguijón og önnur börn lifðu í á þessum
tíma. Hér sýnir hann okkur dýramyndir,
myndir af húsum og skipum undir fullum
segluYn. Af þeim teikningum sem greinast
á ljósmyndinni og þeim sem varðveist hafa
til dagsins í dag, má ráða, að formskynjun
hans er mikil og að hann hefur færni í að
leysa ákveðin vandamál á blaðinu. Siguijón
skortir þó ennþá, sem eðlilegt er, nægilega
þekkingu og færni til að koma myndefninu
lifandi frá sér. Sé tekið dæmi, skal nefna
kúna og kálfinn, en þau eru njörvuð niður
í forminu og eiga erfitt með gang í hug-
skoti þess sem myndina skoðar. Tæknileg
úrlausnarefni í myndinni af skjaldbökunum
í íjöi'unni, eru vel af hendi leyst, en þar
hefur ekkert vafist fyrir Siguijóni hvernig
teikna á ölduhrygg, sem hverfur sjónum á
einu augnabliki. Hér teiknar Siguijón
hrygginn sem afmarkaðan flöt og sýnir
þannig betur en önnur ráð, hvernig öldu-
kamburinn flýtur upp á strönd og eyðist.
Lausn af svipuðum meiði má einnig finna
í mynd sem Siguijón hefur teiknað á Eyrar-
bakka út um gluggann heima hjá sér og
sýnir myndin Gunnarshús og gamla bakar-
íið. Þar fæst hann við að mála skýjafarið
og tekst bærilega vel úr hendi. Þessar að-
stæður Sigurjóns minna um margt á frá-
sögn Benedikts Gröndals (1826-1907) í bréfi
til Eiriks Magnússonar (1833-1913) prófess-
ors í Cambridge 1877. En Siguijón greinist
frá Benedikt í því að hann tekst á við ský-
in og má ætla að það sé nokkur vísbending
um það stig sem Sigurjón var á í teikningu
og litameðferð, þá tólf ára gamall.
í bréfi sínu rekur Benedikt Gröndal hvað-
an hann málar myndirnar af húsunum í
Reykjavík og meðal annars tiltekur hann
kvistgluggann á Menntaskólanum í
Reykjavík. Að endingu í þessari lýsingu,
segir hann svo frá því að hann hafi ekki
nennt að fást við skýin því þau séu breyti-
leg hvort sem er!
Þessi mynd eftir Siguijón og sýnir Gunn-
arshús og gamla bakaríið er teiknuð af Sig-
uijóni út um suðurglugga Einarshafnar, en
þaðan sést til þessara húsa og einnig út á
haf. Eyþór Guðjónsson (1906), fyrrum bóndi
á Eyrarbakka, hefur sagt frá því að hann
hafi oft heimsótt Sigutjón í Einarshöfn og
þá hafi hann stundum verið við suður-
gluggann, að teikna seglskip sem lónuðu
úti fyrir.
Að lokum skal minnst orða Aðalsteins, í
tengslum við það stig sem Siguijón var á
í teikningu, er hann viðhafði í yfirliti um
feril Siguijóns og kynni sín af honum í
Skinfaxa (1930). Yfirskrift greinarinnar er
„Ég skal!“. Aðalsteinn segir: „Þegar hann
fékk viðfangsefni sem hann átti verulega
örðugt með, beit hann á jaxlinn og sagði'
„ég skal“, en viðkvæðið var hjá öðrum „ég
get það ekki“. Og hann teiknaði betur en
ég þekkti (og þekki enn) dæmi til um byij-
endur.“
Ungmennafélagið
Aðalsteinn Sigmundsson stofnaði ung-
mennafélagið Eyrarbakka 5. maí 1920, en
markmið þess félags var að vekja og göfga
æskulýðinn, styrkja hann og stæla. Fundir
voru haldnir í Barnaskólanum til að ná fram
settum markmiðum og voru helstu mál á
dagskrá m.a.: íþróttir, móðurmálið, ættjarð-
arást, heimiiisiðnaður, bindindismál, bók-
menntir, skólamál og dýraverndun. Réttu
ári eftir að Ungmennafélagið var stofnað,
var því skipt í tvær deildir, yngri og eldri,
og miðaðist skiptingin við fermingaraldur.
Siguijón gerðist félagi í Ungmennafélag-
inu 1920 og hefur að öllum líkindum verið
á stofnfundi félagsins á Eyrarbakka, Þegar
yngri deildin var svo stofnuð hefur Siguijón
tilheyrt henni og sótt fundi hennar. í funda-
gerðarbók yngri deildar frá tímabilinu
1921—1924 má sjá að Siguijón hefur tekið
á sig nokkur embætti fyrir félagsskapinn
og hefur hann hafist handa strax á fyrsta
fundi yngri deildarinnar 2. febrúar 1921. Á
þeim fundi er hann kosinn vararitari í vara-
stjórn og má af framvindu fundagerðarbók-
ar sjá að mæting hefur verið það góð hjá
aðalstjórn að varamenn hafa þurft að sitja
í almenningi á félagsfundum. Staða Sigur-
jóns breytist þó 30. október, sama ár, en
þá er hann kosinn aðalritari, eftir að hlut-
kesti hafði verið varpað um starfið, þar sem
hann og keppinautur hans um embættið,
Ásmundur Guðmundsson, urðu jafnir að
atkvæðum.
Af fyrsta embættisverki Siguijóns þann
9. nóvember 1921, mætti ætla að þarna sé
á ferð allt annað en efnilegur teiknari, þar
sem lestur á skriftinni hans er nokkuð
skrykkjóttur vegna tíðra yfirstrikana og
taktlausrar stafagerðar. Kannski er um að
kenna að þessi fundur varð nokkuð lengri
en venja var og þurfti Sigurjón því að halda
lengur á pennanum en hann hefur verið
vanur. Á næsta fundi, 21. nóvember, rætist
þó úr hjá Siguijóni og verður heildarsvipur
skriftarinnar betri. Að embættisglöpum
slepptum er ekki hægt að segja að Siguijón
hafi skorið sig á nokkurn hátt úr þeim hópi
sem hann tilheyrði, þegar kemur að alvar-
legri umræðuefnum. Hann tekur þátt í fund-
unum af jafnmikilli innlifun og aðrir fundar-
menn, lofar að blóta ekki og biður menn
að minna sig á það heit, segir sögur af sér
og samskiptum sínum við dýr, og lýsir þvi
yfir, af sömu alvöru og rökvísi og aðrir, að
sér þyki veturinn skemmtilegastur því þá
væri skautaís.
En Sigutjón fékkst ekki bara við ritara-
störf á þessum tíma og að segja sögu af
Kaldaðarneshrútnum, líkt og hann gerði á
einum Ungmennafélagsfundinum. I öðru
blaði Geisla (1. árg.) hefur hann mynd-
skreytt smásögu eftir Leo Tostoj — „Hvern-
ig púkinn vann fyrir brauðbitanum" — í
þýðingu Aðalsteins Sigmundssonar. Þessar
myndir eru að öllum líkindum glataðar, en
þær hafa fylgt lausar með blaðinu. Þessi
myndskreyting Siguijóns er sérstök fyrir
þá sök, að ekki eru neinar aðrar mynd-
skreytingar í heftum Geisla sem til eru frá
árunum 1920-1923 og einnig að hann hefur
teiknað myndirnar við þýðingu Aðalsteins.
Af síðara atriðinu má ráða hversu hvetjandi
Aðalsteinn hefur verið fyrir Siguijón og ýtt
undir þroska hans á þessu sviði. En þessi
myndskreyting Siguijóns hafði í för með
sér fleiri verkefni fyrir Siguijón sem þá var
kominn til Reykjavíkur.
Siguijón bjó í fimm ár í Reykjavík frá
árinu 1923 til 1928. Það ár hélt hann utan
til náms i myndhöggi við Konunglega lista-
akademíið i Kaupmannahöfn. Fram að þeirri
utanför hafði Siguijón notið þeirrar gæfu
að kynnast Aðalsteini, Ásgrími Jónssyni
(1876-1958), Bimi Bjömssyni (1886-1939)
teiknikennara í Iðnskólanum og Einari Jóns-
syni (1874-1954) myndhöggvara. Leiðbein-
ingar þeirra og stuðningur við Siguijón
Ólafsson urðu honum dijúgt veganesti. En
þá sögu geymurn við þar til síðar.
Höfundur er nemi i mannfræði og greinin er
hluti úr ritgerð í listasögu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 9