Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 8
Uppvöxtur Sigurjóns
áEyrarbakka
Sigurjón Ólafsson fæddist í Einarshöfn á Eyrar-
bakka 21. október 1908. Einarshöfn varð heim-
ili hans fyrstu fjórtán árin. Siguijón var yngsti
sonur Ólafs Ámasonar (1855-1935) verkamanns
og Guðrúnar Gísladóttur (1867-1958), en fyrir
Krókurinn beygðist
snemma og Sigurjón
hafði meira gaman af því
að teikna en önnur börn.
Enginn veit hvernig farið
hefði, ef drengurinn hefði
ekki haft skilningsríkan
og áhugasaman kennara,
Aðalstein Sigmundsson,
sem ýtti undir áhuga
hans.
Birt í tilefni sýningar í
Listasafni Sigurjóns á
andlitsmyndum, sem
opnuð var 3. þessa
mánaðar.
Hluti úr ritgerð eftir
SIGURJÓN BALDUR
H AFSTEIN SSON
áttu þau fimm börn, sem voru: Magnea
Guðný (f.1895), Árni (f.1897), Gísli
(f.1898), Guðbjörg Sigríður (f.1902) og loks
Guðni (f.1906).
Siguijón var skírður fæðingarárið 15.
nóvember og voru guðfeðgin hans Jórunn
Þorgilsdóttir, ekkja í Hólsbæ, Sigurður Þor-
steinsson í Nýjabæ og Jóhann Gíslason Hofi.
Nafngift Siguijóns á sér litla sögu og
téngist hún þeim hamskiptum sem íslenskt
þjóðlíf gekk í gegnum á síðustu tveimur
áratugum síðustu aldar og fyrstu þremur
þessarar, er eignalaus vinnuhjú fluttust úr
sveitum í þorp, er voru að byggjast upp
víða um land í kringum sjávarútveg. Sú
saga verður þó ekki rakin hér. Foreldrar
Siguijóns, þau Ólafur og Guðrún, voru í
mikilii þakkarskuld við hjónin Sigríði Gísla-
dóttur og Jón Gamalíelsson á Eystri-Lofts-
stöðum í Flóa, en þau höðfu tekið Árna,
bróður Siguijóns, í fóstur vegna fátæktar
Ólafs og Guðrúnar. Vegna þessarar greið-
vikni settu þau saman nafnið Siguijón í
höfuðið á þeim hjónum á Eystri-Loftsstöð-
um.
Ævistef Siguijóns framan af svipa til
annarra barna á Eyrarbakka, nema hvað
Siguijón hafði mikla og meiri skemmtun
af því að teikna en önnur börn. Nýtti Sigur-
jón sér ijörusandinn til spennandi leikjar.
Teiknaði hann í sandinn andlitsdrætti
þekktra manna á Eyrarbakka, t.d. Jón í
Norðurkoti hafnleiðslumann, og áttu leikfé-
lagar hans að geta upp á hveijir væru.
Þessi leikur þótti skemmtilegur og ekki
síst fyrir þá sök að börnin þekktu persónurn-
ar, svo fær var Siguijón í að ná svipmóti
fólks. En gljúpur sandur nægði Siguijóni
ekki til að draga upp myndir. Því hljóp hann
í nálæga krambúð og fékk þar umbúða-
pappír, sem hann síðan notaði heima í Ein-
arshöfn, til að teikna seglskipin sem lónuðu
á Ytrihöfn.
Er fram liðu stundir, er Siguijón bólusett-
ur og fermdur á ijórtánda árinu svona eins
og gengur, og segir frá því í prestsþjónustu-
bók Stokkseyrarhrepps að Siguijón hafi við
ferminguna kunnað kristindóminn ágætlega
mínus og hegðað sér bara þokkalega. Er
þessi tímamót urðu í lífi Siguijóns hafði
hann sótt Barnaskólann á Eyrarbakka í
þijá vetur eða frá árinu 1918 og má með
nokkrum rétti halda því fram að þau ár og
kynni hans af nýjum kennara skólans, hafi
orðið vendipunktur í hans lífi.
í Barnaskólanum
Um haustið 1919 tekur nýr skólastjóri
við Barnaskólanum á Eyrarbakka, Aðal-
steinn Sigmundsson (1897-1943), eftir að
hafa lokið námi í Kennaraskólanum í
Reykjavík þá um vorið. Af þeim sem kynni
höfðu af Aðalsteini ber öllum saman um
að þar hafi verið á ferð afburða skólamaður
og Eyrarbakka til mikils happs að hafa feng-
ið hann til starfa. Áhrif hans á Bakkanum,
í starfi sem ungmennafrömuður, skátahöfð-
ingi og kennari eru ómæld og mætti tína
ótal margt til þar sem hann beitti kröftum
sínum í þágu æsku landsins.-Aðalsteinn var
skólastjóri á Eyrarbakka 1919-1929 og
kenndi samhliða Jakobínu Jakobsdóttur
(1877-1960) og Ingimari Jóhannessyni
(1891-1982). Af heimildum má ætla að
þeirra starf sé ekki síður mikilvægt til að
endurvekja gullaldarbrag hjá þeim sem
/ þessa tíma minnast, en af þeim verður ekki
ráðið að viðvera þeirra hafi haft talsvert
að segja fyrir Siguijón Ólafsson.
Sé farið fljótt yfir sögu má aðallega telja
til þrennt í samskiptum Aðalsteins og Sigur-
jóns Ólafssonar sem haft hefur töluverða
þýðingu fyrir Siguijón: Nýstárlegar aðferðir
við kennslu, stofnun Ungmennafélags Eyr-
arbakka 1920 og sú hneigð Aðalsteins að
gefa sig að þeim sem hann fann að í bjó
mannsefni til stórra verka. Þessir þrír þætt-
ir eru þó ekki skýrt afmarkaðir, heldur
tvinnast saman í persónu Aðalsteins og sam-
neyti hans við Siguijón.
Ein nýlundan í skólastarfi Aðalsteins var
að kenna börnunum landafræði með því að
lesa fyrir þau sögur. Hafði hann þá kort
sér við hlið og er á leið framvindu sögunnar
benti hann á staði á kortinu þar sem text-
inn vísaði til. Þessi skemmtilega leið til að
læra, ásamt óvenjulegum hæfileikum Aðal-
steins að ná til barnanna, hefur ýtt undir
þann möguleika að hafa tíma í skólastof-
unni sem voru kallaðir frásögn og áttu þá
krakkarnir að taka til máls. Þessi nýstár-
lega aðferð átti ekki upp á pallborðið hjá
eldra fólkinu á Bakkanum, sem alist hafði
upp við þá trú, að lærdómur væri að muna
stagl kennarans um staðreyndir málsins.
En tilgangur Aðalsteins er augljós, að ýta
undir þann tjáningarmátt sem býr í hveiju
barni, svo að það öðlist aukið sjálfstraust
og þroska. Þessar sögustundir í Barnaskól-
anum og raddir barnanna hljómuðu einnig
á Ungmennafélagsfundum, en þar var Aðal-
steinn aðal drifijöðurin. í fundagerðarbók
yngri deildar Ungmennafélagsins má sjá
að börnin hafá verið hvött til að segja sög-
ur t.a.m. af kynnum sínum við dýrin, ferða-
sögur og ekki síst að tjá sig um álitamál.
Þessar sögustundir í skólanum og á Ung-
mennafélagsfundum eru lifandi í endur-
minningum þeirra sem voru samferða Sigur-
jóni á þessum árum. Fór þar saman frásagn-
argleði Aðalsteins, skemmtilegar sögur og
dramatískar uppákomur í skólanum svo sem
eins og rafmagnsleysi, en þá var kveikt á
kerti og sagan kláruð í skuggaspili þess.
Samfara þessum söguáhuga hefur víðsýni
Aðalsteins tendrað hugmyndir barnanna um
möguleika sína og þann heim sem þau lifðu
í. Af heimildum mætti ætla að hugmyndir
og gildi þessa tíma í hugum eignalausra og
bænda, hafi á Eyrarbakka og víðar um land
verið bundin við það lokaða samfélag sem
fólk hrærðist í og að fátt annað hafi skipt
Ljósmynd/Haraldur Blöndal
Sigurjón Ólafsson við myndir sínar á vorsýningu Barnaskólans á Eyrar-
bakka.
Ljósmynd/Aðalsteinn Sigmundsson
Sigurjón á fermingaraldri á Eyrar-
bakka.
Myndin er birt með leyfí sjóminjasafns-
ins á Eyrarbakka.
það máli en vinnan og fáar tómstundir, ef
þá urðu nokkrar á lífsleiðinni. Ferill Aðal-
steins og hans starf gefa þó aðra mynd af
þeim heimi sem hann hafði fyrir börnunum.
Það skiptir okkur máli af tveimur ástæðum
í þessari sögu: í fyrsta lagi hefur Aðalsteinn
sagt bömunum að veröldin væri stærri en
Eyrarbakki og að þar byggi fólk sem lifði
við önnur gildi. í öðru lagi hefur sú vitn-
eskja gefið þeim hugmynd um önnur störf
en þau sem foreldrar þeirra stunduðu. Þess-
ari tvískiptingu er aðallega haldið fram af
þeirri einföldu ástæðu að iðja Siguijóns, að
teikna og mála, var síður en svo litin hýru
auga á þessum tíma, vegna þess að hún
þótti ekki í askana látin. Það hefur því
þurft þekkingu og áræði til að leggja stund
á Iistsköpun þegar samfélagið hafði ekki
nægan skilning að bera til að hlúa að lista-
mannsefnum sínum. Þessu verða þó ekki
gerð frekari skil hér, heldur á það minnst
til að ítreka það að ástundun í teikningu
og málun var ekki álitið sjálfsagt mál er
Siguijón var að vaxa úr grasi.
Nálægð Eyrbekkinga við danska menn-
ingu í kringum verslunarfólkið á staðnum
hefur vafalaust haft mikil áhrif á hugarfars-
sögu fólks á þessum tíma. Þessu sambandi
í íslenskri menningarsögu, með sérstakri
áherslu á listir, hefur mér vitanlega ekki
verið gerð góð skil. Hér er eflaust þreifað
á máli sem verðugt er að skoða. Til umhugs-
unar um þessi mál skal bent á Félaga
orð(1982) eftir Matthías Johannessen og
sérstaklega á greinina „íslensk alþjóða-
menning".
Hvað varðar tómlæti gagnvart lista-
mannsefnum eru verð umhugsunar eftirfar-
andi orð Kristins Björnssonar í Tímariti
Máls og menningar (1954, 3. hefti) og þá
í tengslum við Eyrarbakka, umhverfi Sigur-
jóns. „Það er efnahagur og sambönd þjóðar-
innar við aðrar þjóðir, sem ráða miklu um
það, hvaða listgreinar listamenn okkar
leggja stund á.“ Hvaða möguleika hafði
drátthagur unglingur í byijun aldarinnar til
að vinna að huðarefnum sínum? Fátækt og
harðbýlt landið hefur beygt þjóðina til spar-
semi og vinnuþrælkunar, svo að fátt hefur
orðið um tóm til að útvega viðföng til teikn-
inga og málunar. Samfara þessu hefur
myndlistaþroski íslendinga takmarkast af
fátæklegum húsakynnum, sem buðu ekki
upp á annað en útskornar rekkjur.
Eitt af því sem Aðalsteinn innleiddi í
skólastarfið var teiknikennsla. Þetta voru
sérstakir teiknitímar þar sem notaðar voru
fyrirmyndir, eins og myndir á íslenskum
póstkortum, ljósmyndir sem Aðalsteinn
hafði tekið og hlutir úr náttúrugripasafni
P. Nielsen fyrrverandi verslunarstjóra Lef-
olii verslunarinnar.
Þetta safn, sem gefið var skólanum 8.