Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 13
Mitsubishi Pajero Super Wagon V 6 3000 Allur frágangur er til fyrirmyndar og í Jf heild býður bíllinn af sér góðan þokka. Stássjeppi sem sam- einar gömul gildi og ný Pajero Super Wagon í kjörumhverfí sínu, þarna nýtur hann sín best utan vega og einnig á erfíðum troðningum. eir sem vamr eru „gamla góða jeppanum," þess- um eina sanna, hugsa vafalaust: „Fjandakor- nið að þetta geti kallast jeppi,“ þegar þeir setjast upp í Pajero eins og þennan. Allt í fínheitum, sætin, innréttingin öll, sjálfskipting, raf- drifnar rúður, hraðastilling og svoleiðis nýmóðins dót. Og svo er hann ekki á hás- ingu að framan. En, um leið reka þeir sig á annað sem minnir á gamla tíma: Litlu opnanlegu homgluggarnir á framhurðun- um eru á sínum stað og augljóslega er hann ekki með sítengt aldrif. Traust! Eftir svona vangaveltur og prófkeyrslu um göt- ur og dálitlar ófærur komst undirritaður að þeirri niðurstöðu, að Pajero getur gert tilkall til jeppanafnbótarinnar og um leið til að teljast stássvagn, þótt að sönnu sé hann hvorki torfærutröll, né dúndrossía. Aðkoman Stílhreinn bíll, laglega teiknaður og glansfelgurnar gera hann vígalegan. Það er auðvelt að setjast inn í hann og rúmg- ott fyrir ökumann og farþega. Fyrir þá sem einhvem tíma hafa vanist því að aka bfl, er ekkert eðlilegra en að setja í gang og aka af stað. Þarf varla að hafa fyrir því að kynna sér hvar þetta og hitt er, það er einhvern veginn þar sem maður leitar ósjálfrátt að því. Og stórir, framúr- skarandi skýrir, mælarnir blasa við augum. Aðrir mælar era til hliðar, þar á meðal era hitamælir sem sýnir hitastig inni í bílnum og úti, og klukka. Þessir síðastt- öldu fá bágt fyrir að vera með stöfum úr fljótandi kristalli og er ómögulegt að átta sig á þeim í snarheitum við aksturinn. Væri betra að hafa þar vísa, eins og á hraða- og snúningshraðamælunum. Auk þess er klukkan illa staðsett. Aksturinn Hann kippist af stað um leið og stigið er á pinnann. Tekur síðan hægt og sígandi við sér og nálin á hraðamælinum rennur mjúklega upp á við. Þessi er sjálfskiptur, væri ugglaust hægt að fá meiri hasar með beinskiptingu. Sjálfskiptingin er mjúk, hægt að fínna skiptingarnar, en ekki til óþæginda. Breið dekkin valda því, að hann á til að elta rásirnar í malbikinu, aftur á móti koma kostir þeirra í Ijós utan malbiks- ins, í holum og torfæram. Holumar valda engum óþægindum, ijöðranin er þýð og þó stíf, eins og algengt er orðið í dag, loksins eftir hundrað ára bílaframleiðslu í heiminum. Jafnvægi hefur fundist sem gefur kost á að aka í þægindum á vegum, en samt gefa fjaðrirnar ekki of mikið eft- ir utan vega. Pajero þessi er af lengri gerð og því stefnufastari en styttri gerðin. Þótt ekið væri greitt á holóttum vegi brá hann ekk- ert út af stefnunni og skrikaði hvergi. Þar sem maður situr hátt í bílnum, verða við- brögð hans í beygjum svolítið ýkt, manni finnst hann halla sér talsvert, en þegar horft er á hann utan frá er það ekkert meira en eðlilegt er. Svo er auðvitað til stórbóta að hafa í honum hallamæli, sem sýnir þau mörk sem óhætt er að halla honum. Gott í torfærum, því að ógjaman vill nokkur velta slíkum vagni, eða hvað? Vélin V6 rokkurinn er það nýjasta og besta frá Mitsubishi. 141 hestafl togar þennan nærri tveggja tonna vagn áfram. Hann er reyndar 1.765 kíló að eigin þyngd, en með fólki og farangri er ekki fjarri lagi að segja að hann sé um tvö tonn. Heldur finnst manni vélin löt, þegar bregða á við og kippa fram úr næsta bíl. Þó er hægt að bæta úr því með botngjöf, þá tekur hann þokkalega við sér. Hins vegar er þessi vél hreinasti draumur þegar skipt hefur verið í lága drifið og farið að brölta. í þessum prófakstri var til að mynda ekið í klungri og í þungum sandi upp og ryður hóla og lautir. Hvergi, eitt sinn né annað, varð afls vant. Til þess að sú staða kæmi upp þyrfti greinilega enn stærri dekk und- ir bílinn, því að einu skiptin sem hann náði ekki skriði upp í sandbrekkurnar var þegar hann hreinlega spólaði af stað. A lítilli ferð í klungri fór hann dijúgt á hægaganginum einum og heyrðist varla á vélinni að hún hefði fyrir því. Hún er að öllu jöfnu hljóðlát, sem og bíllinn í heild, heyrast fjarlægar daufar dunur, en þegar botnað er rekur hún upp raustina, þó án óþæginda. Þeir hjá Mitsubishi hafa greini- lega fundið leiðina til að hafa vélina hljóð- láta, en láta þó heyrast í hestöflunum. Þægindin Vel fer um ökumann og farþega og útsýni er framúrskarandi gott. Sá galli er þó á því, að speglar eru ekki stillanlegir innanfrá, sem er heldur dapurt á svo vön- duðum bíl sem að flestu öðra leyti er mikið í lagt. í bæjaramferðinni er ljúft að aka þar til kemur að hraðahindranum, öldun- um. Þá hoppar hann leiðinlega ef ekki er veralega hægt farið. Stýrið er heldur í þyngra lagi til að snara því með annarri hendi, en slær ekki í ófærum. Hávaði frá vegi greinst. varla, en á holóttum vegi hriktir í bílnum, ekki beinlínis skrölt, en það heyrist að hann fer um holur. Niðurstöður Þegar undirvagninn er skoðaður er ekki annað að sjá, en að hann sé traustur og sterkur. Menn kunna að setja það fyrir sig að ekki er hásing að framan, heldur sjálfstæð fjöðrun. Svo fremi menn ætli ekki að koma sér upp torfæratrölli á 40 tommu dekkjum, er hins vegar ekkert við það að athuga. Spurning er hvort hentar að hafa sjálfskiptingu eða beinskiptingu. Þegar menn búast við að fara svaðilfarir, er traustara að hafa beinskiptingu, af þeirri einföldu ástæðu að þá er möguleiki á að draga eða ýta í gang, ef bíllin skyldi missa rafmagn. Að öðra leyti er sjálfskipt- ingin ekki til trafala, fremur til þæginda í almennum akstri og stendur sig vel. Eyðslan er vel innan velsæmismarka. í þessum prófakstri var ekið á þriðja hundr- að kílómetra, þar af um 50 í lága drifinu. Heildareyðslan varð um 16 lítrar á hundr- aðið. Eins og vikið var að í upphafi virðist Pajero fremur vera stássbíll en jeppi við fyrstu sýn. Það er þó engan veginn svo. Með þeim takmörkunum sem lag bílsins og stærð setur, stendur hann sig all vel. Langt er á milli öxla, sem takmarkar brölt- getu miðað við styttri bíla, en kemur aftur til góða þegar þæfst er í snjósköflum og við ýmsar aðstæður aðrar. Kramið er allt nægilega öflugt til að óttalaust megi skella sér út fyrir veg. Vandalaust er að klöngr- ast um troðninga og óvegi og við þær aðstæður fer bíllinn vel með farþegana. Höfuðkostir hans, að dómi undirritaðs, felast einkum í þrennu: Bíllinn er þægileg- ur og ríkmannlega búinn. í öðra lagi er vél og kram nægilega öflugt fyrir minni háttar torfærur. I þriðja lagi er framdrifið tengjanlegt, þar af leiðandi er í venjulegum akstri aðeins ekið á afturdrifinu. Það spar- ar bensín og eykur akstursöryggi. Aldrif ætti aðeins að nota með varúð í vega- akstri, jafnvel þótt mismunadrif sé milli öxla. Reyndar er ótalinn einn kostur, sem ekki er svo smár. Það er verðið. Pajero Super Wagon V6 3000 kostar 2.332.800 krónur og miðað við það sem gengur og gerist á markaðnum verður það að teljast gott verð í dag. Umboð hefur Hekla h/f. Þessi Pajero er að öllu samanlögðu góð- ur ferðabíll fyrir fjóra til fimm og mikinn farangur. Hann getur rúmað sjö manns, en þá sneyðist um farangursrýmið. Þetta er kjörvagn fyrir þá sem þurfa að geta bragðið sér út fyrir veg eða út á óvegi, en vilja jafnframt eiga þægilegan fjöl- skyldubfl. Bíllinn sameinar á skemmtilegan hátt nýja tíma og gamla: Nýmóðins inn- rétting og búnaður, þægindi í umgengni og akstri, engin fyrirhöfn að tengja aldrif- ið, eða skipta milli háa og lága drifsins, driflokur era sjálfvirkar. Úr gamla tíman- um höfum við trausta grind, tengjanlegt aldrif, hátt undir hann og - litlu kvart- gluggana á framhurðunum. Ef eitthvað vantar, þá er það helst að geta læst drif- inu að framan. ÞJ .kt_ ■<e A* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚNÍ 1990 f3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.