Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1990, Blaðsíða 10
4 Jeppar
1990
Bílaþáttur Lesbókar fjallar að
þessu sinni um §óra jeppa sem allir
eiga það sameiginlegt að hafa verið
á markaði hér í nokkur ár.
Bílaumboðin hafa upp á marga
kosti að bjóða í þessum efnum og
því var okkur nokkur vandi á
höndum að velja úr. I þessari
jeppasyrpu er fjallað um Toyota
Land Cruiser, Mitsubishi Pajero,
Nissan Patrol og Range Rover. Hér
er ekki um eiginlegan samanburð
að ræða heldur kynningu enda er
hér um að ræða mjög ólíka gripi
að útliti, gerð og í verði. Allir sóma
þeir sér vel í flokki jeppa en
vissulega hefðu fleiri jeppar átt
erindi í þessa syrpu. Þeir bíða þó
betri tíma.
B w 1 L A R
Range Rover Vogue:
Sígilt útlit
og yfirburða
ijöðrun
Ekki beint torfærutröll, en Iiðtækur utan vega.
egar um er að ræða
stöðutákn á fjórum hjól-
um hér á Islandi, er
Range Rover númer eitt.
Kannski komast dýrar
gerðir lúxusbíla eins og
Mercedes Benz 560 og
BMW 730 upp að hliðinni
á honum, en ekki framúr. Þetta helgast af
þrennu. í fyrsta lagi er þessi brezki yfírstétt-
aijeppi svo dýr, að tiltölulega fáir hér hafa
efni á því að kaupa hann. Hann kostar nefni-
lega 4,5 milljónir króna. í annan stað er
það vegna tæknilegra verðleika og í þriðja
lagi sökum útlitsins, sem Bretinn er ekkert
að breyta á fárra ára fresti og hefur í upp-
hafí tekizt svo vel, að það er hreint engin
ástæða til að breyta því. Range Rover er
einfaldlega virðulegri en allir keppinautam-
ir.
Það var í heimsstyrjöldinni 1939-1945,
að jeppinn varð til sem sérstakt afbrigði af
bíl og þá að sjálfsögðu sem hemaðartæki.
Rover smíðaði fyrst Land-Roverinn og sá
elzti hérlendis er frá árinu 1948 og er til
sýnis í Heklu. Land-Roverinn reyndist góður
brúkunarhestur til sveita, þegar hestaverk-
færaöldin var liðin, enda var hann mitt á
milli þess að vera bíll og landbúnaðartæki.
Rover varð hinsvegar á undan öðmm til að
taka hugmyndina um jeppann til endur-
mats. Arangurjnn varð Range Rover, bíll
sem sameinar sterkbyggt útlit jeppans, al-
drif, en á hinn bóginn mýkt í fjöðrun og
íburðarmikla innréttingu. Síðar hafa Japan-
ir reynt að þróa þessa málamiðlun lengra,
m.a. með því að farga tveimur hásingum
Tyrir sjálfstæða fjöðrun á hveiju hjóli. Mér
skilst að sannir jeppamenn kunni þeirri skip-
an illa.
Jeppinn varð sjálfsagður valkostur í landi
illra vega og það hefur löngum þótt kostur
hans, að ökumaðurinn er ekki einu sinni
háður því að hafa veg. Það var í „den tid“,
þegar ekkert þótti athugavert við að fara
hamfömm utan vega, ekki sízt í óbyggðum.
Nú er öldin önnur með vaxandi áhuga á
náttúmvemd og jeppamenn utan vega em
mjög litnir homauga. Það var þó fyrst og
fremst á hinum dæmigerðu íslenzku malar-
vegum, að Range Rover sannaði gildi sitt.
Hann varð bæði óskabíll landsbyggðarinnar
og sportmanna úr þéttbýlinu, sem héldu að
ekki væri með góðu móti hægt að komast
í laxveiði án þess að vera á Range Rover.
Skilyrði fyrir venjulega sportbíla eru ekki
til í landi, sem hefur 90 km á klst fyrir
hámarkshraða. Þessvegna hafa þeir sem
stunda bílasport að lang stærstum hluta
umfaðmað jeppana. Þeir eru hinir íslenzku
sportbílar.
Það fer síðan eftir smekk og efnahag,
hvort menn vilja hafa þessi farartæki spar-
tönsk eða með lúxusívafí. Þar í liggur styrk-
ur Range Roversins, að þeir sem verið hafa
á dýmm drossíum og taka jeppatrú, finna
ekki mun á þægindunum þegar ekið er í
Range Rover. Sumpart eru þægindin raunar
meiri, til dæmis á holóttum vegum.
Innrétting í hæsta gæðaflokki.
Eftir þennan formála er mál til komið
að snúa sér að gripnum, sem lítillega var
tekið í; um eiginlegan reynsluakstur gat
ekki orðið að ræða, því undirritaður hafði
bílinn aðeins í einn sólarhring. Það varð því
enginn langakstur, en hinsvegar reyndi ég
þennan nýja Range Rover Vogue við ýmsar
aðstæður.
Útlitsbreytingin á árgerð 1990 er svo
lítil, að ugglaust fer hún framhjá flestum,
enda er engin beyting á forminu í heild.
Það er aðeins rimlarnir á kæligrindinni
framan á bflnum sem nú em láréttir. Það
er með þennan bfl eins og Jagúarinn, að
erfitt hefur reynzt að endurbæta útlitið og
það á jafnt við að utan og innan. Sætin í
Range Rover em svo góð, að bflsæti gerast
naumast betri, enda fengu þau hæstu ein-
kunn í umfjöllun erlendra lækna fyrir nokkr-
um ámm. Stýrið er leðurklætt og svert; það
er búizt við því að kaupendumir séu hand-
stórir, enda em það mennimir með breiðu
bökin og þeir eru ugglaust handstórir líka.
í dýrustu útfærslu, Vogue SE, er hægt að
fá leðurklædd sæti, einnig sjálfvirkt hitastill-
ingarkerfí (air condition). Meðal þess sem
hægt er að sérpanta er ABS hemlakerfi,
svo skilvirkt og fullkomið, að 250 sinnum
á sekúntu fá skynjarar upplýsingar um hvort
hjól séu að læsast. Enginn aldrifsbíll getur
boðið svo fljótvirkt hemlakerfí; þetta gerir
kerfinu kleift að leiðrétta hemlunina 10 sinn-
um á sekúndu.
Meginbreytingin á árgerð 1990 felst í því
að vélarafl hefur verið aukið um 12%. Vélin
er V-8 með beinni innspýtingu og rúmtak
hennar hefur verið aukið í 3.9 lítra, sem
gefur 185 hestöfl við 4750 snúninga. En
Range Rover er 1954 kg og veitir ekki af
þessu afli. Það eina sem mér fínnst að
mætti betmmbæta er í raun og vem það
að gefa kost á aflmeiri vél. Sá sem hér var
reyndur, varað vísu sjálfskiptur, sem dreg-
ur aðeins úr honum vígtennunar, en breytir
ekki því, að þegar bíll kostar hálfa fimmtu
milljón, vill maður helzt hafa nóg af öllu.
Það er svo óendanleg spurning, hvað sé
„nóg“. Rolls Royce gefur ekki upp hestafla-
tölu, en sé um hana spurt er því til svarað,
að aflið sé „nóg“.
Range Rover telst ekki neitt torfæru-
tröll, en í lága drifínu er hægt að komast
yfír dijúgar torfæmr. í borgarumferð er
hann þægilegur og lipur, en styrkur hans
í akstri kemur umfram allt í ljós á holóttum
malarvegum. Hann er byggður á grind og
búinn langri gormafjöðmn. Slíka yfírburða
fjöðrun hefur Range Rover, að ég veit ekki
um neinn bfl, sem svo mjúkt flýtur yfir
holur og ójöfnur nema stærstu gerðirnar
af Citroen fyrr og nú.
Range Rover er fáanlegur með 165 hest-
afla dísilvél, en til þessa hefur hann einung-
is verið fluttur hingað með bensínvél. Rúður
eru rafknúnar, speglar rafstilltir og völ er
um 5 gíra handskiptingu eða 4ra gíra sjálf-
skiptingu.
Af öðru, sem jeppaunnendur kynnu að
hafa áhuga á að vita um gripinn, má nefna,
að lengdin er 4.45m, breiddin er 179sm og
hæðin 181sm. Hámarkshraðinn er 176 km
á klst og í hundraðið fer hann úr kyrrstöðu
á 10,7 sek. handskiptur, en á 11,1 með sjálf-
skiptingunni. Umboðið er hjá Heklu h/f.
Niðurstaðan er sú, að þrátt fyrir harðar
atrennur er ekki búið að slá Range Rover
út sem stöðutákn og heldur ekki sem af-
burða þægilegt farartæki í langakstri, ekki
sízt á misjöfnum vegum. En það má líka
segja, að sá „status“ og þau þægindi séu
talsvert dým verði keypt.
Að minnsta kosti er það svo hér á ísa
köldu landi.
. G.S.