Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 6
Séra Snorri hefur orðið Páli hugleikinn. Mynd hans afþessum fræga galdraklerki er til hægri, en á hinni er einn draugurinn, sem Snorra varsendurað vestan og hann kvað niður í kvíun- um. LISTASAFN f BÆJARGILINU Dagstund hjá Páli Guðmundssyni, myndhöggvara á Húsafelli, sem finnur efnivið í höggmyndir í gilinu ofan við bæinn og lætur verkin standa þar. Á leiðinni upp í Bæjargilið gengum við framhjá kvíunum og Pál sýndi, að hann gat farið léttilega með kvíahellnna fræoni inn fylgdist með hverri hreyfingu. Meðal þeirra sem eitthvað fylgjast með myndlist, er Páll mynd- höggvari í Húsafelli vel þekktur, þótt ekki sé ferillinn langur að baki; maðurinn rétt liðlega þrítugur. Það eitt út af fyrir sig er óvenjulegt meðal lista- manna, að þeir velji sér búsetu og starfsvett- vang í sveit, en ekki er það einsdæmi. Gunn- ar Om er fluttur austur í Holt og Magnús Tómasson uppá Mýrar, þar sem þeir keyptu bújarðir með góðum húsakosti. Páll í Húsafelli situr hinsvegar á föður- leyfð sinni, en búskapur hans þar er allur í ríki listarinnar; Páll er jöfnum höndum myndhöggvari og málari. í hvora tveggja hefur hann skapað sér sérstöðu meðal yngri listamanna. Þótt hann sé skólaður listamað- ur með framhaldsnám í Þýzkalandi að baki, era rætur hans svo kyrfilega festar í íslénzk- um jarðvegi, að ekkert verður honum yrkis- efni annað en það sem hann þekkir úr umhverfí sínu. Fljótt á litið er hann mjög venjulegur, ungur maður. En við nánari kynni sést að svo er ekki; þroski hans er mun meiri en aldurinn segir til um. Hann ber það heldur ekki utan á sér að vera kraftajötunn, sem fer léttilega með Húsa- fellshelluna frægu. Hann stælir stundum kraftana á henni, tekur hana þó ekki uppá Af föður sínum hefur PáJI klappað í steih þessa mynd. /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.