Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 2
Nöfn Árnesinga 1703-1845 - 3. hluti Skíði og Skæringur Arið 1703 hétu Skíði aðeins tveir íslendingarog báðir f Árnessýslu; 1801 voru þeir fjórir, tveir þeirra Árnesingar. Bregður nú svo við, að báðir þeir eru Álfssynir og eins árs gaml- ir, annar fósturbarn á Stekkum í Laugar- dælasókn, en hinn er með foreldrum sínum í Suðurkoti í Búrfellssókn. Þetta segir mann- talið. En með góðra manna hjálp og við nánari eftirgrennslan er helst svo að sjá sem þetta sé sama bamið, þótt erfitt sé að sanna. Nokkrar vikur liðu milli manntals í fyrmefndum kirkjusóknum. Virðist sveinn- inn Skíði vera farinn frá foreldrum sínum og kominn í fóstur hjá afa sínum og ömmu. En hvort sem Skíðarnir vora tveir, eða einn tvítalinn, var nafnið horfið á landi hér 1845, og var ekki lífgað við fyrr en á 20. öld. Enginn var þó enn 1910, en tveir sveinar skírðir svo 1921-50. Nafnið lifir, en er afar fátítt. Skæringvr er gamalt norrænt nafn og tvímynd við Skeringur. Þessi nöfn tíðkuðust bæði í Noregi og á Islandi. Tækilegust skýr- ing nafnsins sýnist mér hjá Ásgeiri Bl. Magnússyni sem leiðir þetta af skæra=bar- dagi, deila, skylt, skera og skára. Ætli Skæringur sé ekki hermannsheiti? Nafnið er líka í liópi fjölmargra Oðinsheita. Árið 1703 bára ijórir íslendingar Skær- /ngs-nafn, allir sunnan- og suðaustanlands, einn þeirra í Árnessýslu. Á Suðurlándi hjarði svo nafnið með naumindum á 18. og 19. öld, en hefur heldur færst í aukana á þeirri 20. Það lifír enn vel, þótt sjaldgæft megi kalla, og lítt notað síðustu áratugi. Ámesingar vora geymnir á forliðinn Söl- sem er líklega dregið af salur og breyttist stundum í Sol- og enn síðar jafnvel í Sól-. Eg geri t.d. ráð fyrir *Salveig>*Sölveig>Sol- veig>Sólveig. Svipaðar breytingar getum við hugsað okkur á karlheiti sem upphaflega væri *Salmund(u)r. Nafnliðimir Sal-, Söl-, Sol-, Sól- verða þó ekki alltaf greindir þann- ig, þvi að sum nöfn munu dregin beint af sól, svo sem Sólbjört, Sóldís, Sólkatla og Sólrún. En 1703 heita tvær konur í Ámessýslu Sölborg og aðrar tvær Sölvör, og þessi nöfn var ekki annarstaðar að fínna. Árið 1801 var nafnið Sölborg horfíð, en enn voru tvær árneskar konur sem bára nafnið Sölvör. Þær era horfnar 1845 og nafnið með þeim. Sex íslendingar bára nafnið Sölmundur 1703, tveir þeirra í Árnessýslu. Nafn þetta lifði af á Suðurlandi á 18. og 19. öld. Nú er það afar fáheyrt, ef ekki dautt. Svartur er gamalt nafn, og „algengt á íslandi allar miðaldir“, segir Lind. Hann Eftir GÍSLA JÓNSSON segir það hafa verið sjaldgæft í Noregi. Sjö bera nafnið Svartur í Sturlungu, og 1703 voru þeir tíu á landi hér, tveir þeirra Ámes- ingar. í þeirri sýslu týndist nafnið á 18. öld, en hjarði vestanlands fram á hina 19. í manntalinu 1845 er það horfíð, og ég fínn þess ekki dæmi framar, og þykir skaði. Sæfmnur er gömul samsetning, en miklu eldri dæmi era frá Noregi en íslandi. Árið 1703 bára fjórir íslendingar þetta nafn, þrír í Ámessýslu og einn í Gullbringu- og Kjós. Tæpri öld síðar, 1801, var aðeins einn: Sæfínnur Þorleifsson, 56 ára, í Helli í Arnar- bælissókn, og það vora Ámesingar sem varðveittu nafnið á 19. öld. Því bregður aðeins fyrir á fyrri hluta okkar aldar, en mér sýnist það nú dautt. Líklega hefur Sæfínnur „með sextán skó“ ekki bætt um fyrir því. Védís er fomt norrænt nafn, ekki al- gengt. Vé er helgidómur, skylt vígja. Naum- ast er vafí á því, að nafnliðurinn Ve- stend- ur í sambandi við foman átrúnað. Nöfn, sem hefjast á þessum forlið, um 20 talsins, féllu fljótt úr tísku og fækkaði stóram. Líklega hafa þau farið fyrir bijóstið á kristnum mönnum. En nokkur lifðu af. í skrá Þor- steins hagstofustjóra um nafngiftir 1921-50 era eftir Vébjöm( 1), Védís(6), Vélaugil), Véný(4) og Vésteinn( 11). Árið 1703 vora Védísir fímm, sunnan- og suðvestanlands, ein í Árnessýslu. Tæp- lega öld síðar var aðeins ein eftir á landinu og sú á Snæfellsnesi. Nafnið lifði 19. öldina af Suðvestanlands og lifír enn, t.d. vora tvær meyjar skírðar Védís 1982. Viðbekka er svolítið „lagfærð" gerð af mið- lágþýsku Wibeka, e.t.v. af Wibe (= víf) og með smækkunar- eða gæluendingu, sbr. Anika, Elka o.s.frv. í yngri þýsku hafa menn Wiebke og Wibke. í Lexikon der Vornamen er þetta nafn þó ekki talið skylt víf (das Weib), heldur orðið til úr Wigberta (Vígbjört) eða Wigburg (Vígborg), sjá síðar um það nafn. Hvað um. Skandínavar gleyptu við þessu nafni, einkum í gerðinni Vibeke, og á Islandi var það endrum og eins tekið upg í gerðunum Viðbekka og Víbeka. Árið 1703 teljast tvær íslenskar konur heita Viðbekka, önnur í Ámessýslu. Síðan hverfur nafnið langa hríð, en hefur verið tekið upp í hinni gerðinni á þessari öld, þó aðeins örfáum sinnum. Þórálfur (sjá áður Álfur) var algengt nafn að fomu og bæði í Noregi og á Is- landi. Það entist betur hjá frændum okkar (Toralv). Aðeins þrír vora hérlendis 1703, tveir í Gullbringu- og Kjós. og einn í Ámes- sýslu: Þórálfur Valdason, 9 ára, bóndasonur á Hæðarenda í Grímsnessókn. Þar með hverfur nafnið hérlendis, eða rennur saman við Þórólfur, og er því orðið okkur harla framandi. Helst er að könnumst við Norð- manninn Toralv Tollefsen (f. 1914) sem landar hans kalla „trekkspillvirtuos". Æsa er fomt norrænt kvenheiti, „sú sem er helguð ásum, eða gjöf þeirra". Sumir nafnfræðingar telja þetta aðeins aukagerð af Ása. Æsurvora 12 hér á landi 170310. Nafnið hélst svo á 18. og 19. öld aðeins sunnan- lands, einkum í Amessýslu, t.d. aðeins ein árnesk Æsa 1855. Árið 1910 vora tvær á landinu og önnur þeirra fædd í Árnessýslu. Þetta nafn er mjög fátítt enn og hefur ekki komist í tísku, þótt stutt sé. Líklega vinnur gegn því sögnin að æsa (sig upp). Óssur er fomt norrænt nafn eins og Æsa og var miklu algengara á öðram norðurlönd- um en íslandi. Skýringar eru skiptar. Sum- ir segja að þetta sé orðið til úr *Ásroðr < *AnsufriðuR, þ.e. „Ásfriður", „sá sem ásum þykir vænt um“, en aðrir telja að nafnið standi fyrir eldra *AndswaraR og ætti þá að merkja einhvers konar andmælanda eða andstæðing. Fjórir íslendingar hétu Össur 1703, einn þeirra Ámesingur, en síðan varðveittist nafnið best á Vestfjörðum. Það er ekki mjög fátítt um okkar daga. Átjánda öldin var Íslendingum þung í skauti, og mátti litlu muna að þjóðin lifði af í landi sínu, þegar verst Iét. Á tímabilinu 1703-1801 fækkaði landsmönnum, Ámes- ingúm einum um tæp 600 manna. Konur vora enn allmiklu fleiri en karlar, svo sem í hlutfallinu 6:4,8. Nöfnum kvenna hafði heldur íjölgað, gagnstætt því sem títt var á öðram stöðum. Þau vora nú, að tali höfundar, 164. Af þeim vora í A-flokki 83,5%. Nöfnum karla hafði aðeins fækkað og vora nú 174, þar af í A-flokki 78,7%. Nöfn af framandi toga höfðu því sótt lítillega á. Eina tvínefnda manneskju hef ég fundið í Ámessýslu 1801. Sú var Sesselja Katrín Jónsdóttir, fædd 1744, dáin 1805. Faðir hennar var Jón Snorrason, bóndi í Heynesi í Borgarfjarðarsýslu, f. 1695, en kona hans var dönsk eða færeysk, Soffía Amalía Christensen. Sesselja Katrín Jónsdóttir var húsfreyja á Kópsvatni í Reykjadalssókn 1801. Þá var komið í sýsluna ættarnafnið Thorlacius. í Gaulveijabæ í Flóa var hjá vini sínum sr. Jakob Ámasyni Gísli Thorlac- ius, Þórðarson Thorlaciuss Brynjólfssonar Þórðarsonar Þorlákssonar biskups. Gísli Thorlacius fékk veitjngu fyrir rektorsemb- ætti við Skálholtsskóla um það bil sem skól- inn var að leggjast niður. Því næst skulum við sjá algengustu nöfn á íslandi 1801. Tölur í sviga merkja: þar af tvínefni: Konur Karlar 1. Guðrún 4460 1. Jón 4650 2. Sigríður 1965 2. Guðmundur 1409 3. Margrét 1282 (3) 3. Sigurður 1003 4. Ingibjörg 1262 4. Ólafur 815 5. Kristín 1031 5. Bjami 801 6. Helga 996 6. Magnús 757 7. Þuríður 531 7. Einar 698 8. Guðríður 508 8. Ámi 539(1) 9. Guðný 459 9. Þorsteinn 523(1) 10. Þórunn 473(1) 10. Gísli 510 11. Valgerður 454 11. Bjöm 400 (2) 12. Ólöf 446 12. Þórður 384 13. Halldóra 442 13. Eiríkur 315 14. Steinunn 418 14. Halldór 301 15. Þorbjörg 398 15. Páll 292 En í Ámessýslu vora algengnstu nöfnin þessi: Konur Karlar 1. Guðrún 435=16,9% l.Jón 436=22,7% 2. Sigríður 216=8,4% 2. Guðmundur 142=7,4% 3. Margrét 146=5,7% 3. Magnús 86=4,5% 4. Ingibjörg 101=3,9% 4. Einar 76 5. Helga 99 5. Gísli 74 6. Kristín 74 6. Bjarni 72 7. Þuríður 67 7. ólafur 64 8. Ingveldur 57 8. Þorsteinn 61 9. Katrín 55 9. Sigurður 60 10.-11. Guðný 54 10. Þórður 56 10.-11. Guðríður 54 ll.Páll 36 12.-13. Valgerður 50 12. Eiríkur 33 12.-13. Vilborg 50 13. Ámi 29 14. Anna 49 14. Halldór 28 15. Þórunn 45 15.-16. Bjöm 27 16.-17. Gróa 43 15.-16. Eyjólfur 27- 16.-17. Þorbjörg 43 17. Helgi 25 18. Vigdís 41 19.-20. Ólöf 37 19.-20. Þóra 37 21. Guðlaug 35 22.-23. Halldóra 33 22.-23. Solveig 33 24. Guðbjörg 32 25. Sesselja 30 26. Steinunn 29 27. Þórdís 28 28. Rannveig 26 Af 28 algengustu heitum kvenna era enn aðeins fímm í B-flokki. Hlutfallstala Guð- rúnar hefur lækkað nokkuð og dregið sam- an með henni og Sigríði. Karlamegin era ákaflega litlar breyting- ar. Snorri, Þorkell, Erlendur og Sveinn hafa þó heldur látið sig, sjá_ lokaskrá. En ekki verður annað sagt en Ámesingar séu enn vel þjóðlegir í nafngiftum sínum. Þá skal hyggja að nokkrum nöfnum Ár- nesinga 1801 öðrum en þeim algengustu, einkum ef þau eru ný á meðal þeirra miðað við manntalið 1703. Agata er grískt nafn, komið af lýsingar- orðinu agathos = góður. Agata var helg mær, messudagur hennar er 5. febrúar. Hún er nefnd Ágáða í heilagra meyja drápu (frá því um 1400): Sæt Ágáða sínar þrautir sigrað fékk, er hræddist ekki. Henni skal með helgum mönnum haldast vegr, en minnkast aldri. Nafnið Agata virðist hafa verið tekið miklu fyrr upp á, íslandi en í Noregi. Árið 1293 var vígð abbadís í kirkjubæ Agata Þorláksdóttir, systir Áma er byskup var 1269-1298. Systurdóttir hennar, Agata Helgadóttir, systir Áma byskups Helgason- ar (1304-1320) var og abbadís í sama klaustri. Árið 1703 bára 26 íslenskar konur þetta helga nafn, en 1801 hafði þeim fækkað í 11. Ein þeirra var í Árnessýslu. En svo færðist nafnið nokkuð í aukana með fjölg- andi fólki á 19. öldinni og fram yfir alda- mót. Enþá fækkaði aftur til muna, og nú er nafnið harla fágætt. Sjálfsagt hefur hin góða merking dulist mönnum, og sumir kannski sett þetta í samband við íslensku gata, bæði nafnorð og sögn. Alexander er frægt nafn um heiminn. Svo hafa heitið heilagir menn og páfar, fyrir utan sjálfan landvinningakonunginn mikla. Á Islandi kváðu menn rímur af Alexander. Nafnið er ættað úr grísku: Alexandros, en alexo merkir að veija eða hjálpa og aner (í eignarfalli andros) er maður, sbr. heitið Andrés. Alexander er þá „sá sem hjálpar mönnum". Islendingar tóku Alexander upp sem skírnarnafn á 14 öld, en lengi var það afar fágætt. Árið 1703 voru þrír og 1801 fímm, þar af einn Ámesingur. Síðan hefur fjölgað nokkuð jafnt og þó ekki þétt. í þjóðskrá 1982 heita svo að fyrra nafni eða aðalnafni 58, og það er hreint ekki fágætt í síðustu árgöngum sumum, t.d. sjö 1985. Af nafni þessu era margar aukagerðir um heiminn, svo sem Alexíus, Alex og AI- astair, einnig stytt í Sandro. Þá þekkjum við mætavel kvengerðina Sandra sem ekki er síður að verða vinsæl hérlendis en erlend- is. Það nafn hlutu 27 íslenskar meyjar 1985. Bergljót er fomt norrænt nafn og var algengt. Það merkir „björt bjargvættur". Ljót í mannanöfnum er skylt Ijós og ensku light, en þar sem það hljómar eins og stofn lýsingarorðsins ljótur í merkingunni ófríður, hafa vinsældir nafna með þessum lið þorrið mjög sem von er, meðan þetta er ekki skýrt fyrir fólki. Kona sem Bergljót hét, sýtti mjög nafn sitt og sagðist halda að merkti „ljóta kerlingin í berginu". En það er nú eitthvað annað. Árið 1703 bar 81 íslensk kona nafnið Bergljót, og þá var það algengara norðan lands og vestan en á Suðurlandi, og var t.d. engin í Ámessýslsu. 1801 var nafnið komið til Ámesinga, en var þar lengi sjald- gæft. Höfundur er fyrrum menntaskólakennari á Ak- ureyri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.