Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 9
Peter Guth, hljómsveitarsljóri og fiðlu- leikari frá Vínarborg. hægt að opna glugga. En við réðum bót á trekknum með því að stilla tækin.- Sigurður og Sieglinde við tedrykkju í Takaniatsu ásamt fólki úr hljómsveitinni. Lesbók: -En er það rétt sem haldið er fram, að Japanir kunni vel að meta klassíska vesturlandatónlist? Sigurður: -Já, það er ekki orðum aukið. Þó er hefðbundin japönsk tónlist mjög ólík hinni vestrænu; sú hefð er gömul og mjög sérstök og þeir eiga meira að segja óperu- hefð. En japanskar óperur þekki ég þó ekki. Af vestrænum tónskáldum halda þeir mest uppá Beethoven, Mozart og Bach. En bæði Strauss og Lehar eru mjög vinsælir líka.- Sieglinde: -Japanskir áheyrendur eru mjög svipaðir áheyrendum á'Vesturlöndum; þeir láta hrífast á sama hátt. Og þetta voru góðir áheyrendur. Sumar þessar tónleika- hallir tóku 3-4 þúsund manns í sæti, þegar búið var að bæta við stólum eins og hægt var. Þetta eru feykilega góðar tónlistarhall- ir, einkum Suntory Hall í Tokyo og eins var tónleikahúsið í Taipei frábært. Allsstaðar var uppselt áður en við komum og allstaðar voru viðtökur mjög góðar. Líklega hrifu þó lögin úr Kátu ekkjunni áheyrendur mest. Við gætum vel hugsað okkur að fara aftur og syngja, en ekki á þessum árstíma. Fólk verður svo þreytt í þessum hita og maður er alltaf að leita sér að skugga.- Sieglinde klyljuð blómum eftir tónleika í Suntory Hall. Allsstaðar er tandurlireint, hversu mik- ill sem mannljöldinn er. í baksýn er pagóða í Nikó. flugvélin hafi rennt sér niður á milli þeirra á leið til lendingar. Landrými er lítið og því verður að byggja upp í loftið. En nú eru menn byijaðir að flýja land, einkum þeir fjáðu, sem treysta ekki því sem kann að gerast eftir áð borgin kemst undir kínversk yfirráð 1997. Ferðamaður sem staldrar þar stutt við, getur þó ekki komið auga á, að neinar stór- breytingar séu í vændum. Fólk býr þarna óskaplega þétt; svo þétt, að hver Hong Kong-búi hefur aðeins til umráða 9 ferfet, sem er nálægt því að vera ejnn fermetri. Við héldum tvenna hljómleika í Hong Kong áður en farið var til Taiwan. Þaðan þurfti síðan að fljúga aftur til Tokyo áður en lagt var af stað vestur á bóginn með millilendingu í Anchorage i Alaska. Á aust- urleið var hinsvegar flogið í einum áfanga frá Frankfurt og yfir Sovétríkin. Þetta er mikið flug og þreytir mann, enda þótt flog- ið sé með jumbó-þotum, þar sem hægt er að rétta úr sér og ganga örlítið um gólf. Frá því við lögðum af stað heim frá Taipei og þar til við komum til Vínarborgar, voru liðnir 36 tímar og allir búnir að fá nóg. gs. Lesbók: -En hvernig kom Japan ykkur fyrir sjónir? Sigurður: -Japan er annar heimur. Það sem maður tekur kannski fyrst eftir er Hreinlætið, sem þeir skrifa með stórum staf. Það er allsstaðar. Á hótelum er skipt á rúm- unum á hveijum degi, einnig um handklæði - og á hveijum degi er kominn nýr tann- bursti og ný rakvél. Og að sjálfsögðu nýr japanskur sloppur, kímonó. Allt er tandurhreint, eins þar sem mikill mannfjöldi er, svo sem á járnbrautarstöðv- um. Þar sést hvergi pappírssnifsi eða síga- rettustubbur á gólfum, og eins eru lestirnar tandurhreinar. Leigubílstjórar og rútubíl- stjórar aka með hvíta hanzka og í leigubílum eru hvítar ábreiður á bökunum. í umferð- inni eru Japanir mjög kurteisir og maður heyrir ekki flautur þeyttar,- Sieglinde: -Á veitingastöðum borða þeir ekki án þess að þvo sér fyrst um hendur; til þess eru bornir fram heitir og rakir klút- ar. Það er gert jafnvel þótt maður fái sér aðeins kaffibolla: Fyrst af öllu er komið með klútinn, Japanir bukka sig mikið og beygja. Og þeir sem standa neðar í þjóðfélagsstiganum bukka- sig meira og dýpra. Allsstaðar ríkir mikil kurteisi og við kunnum vel við þetta kurteislega viðmót. Þeir heilsast bæði með handabandi og með því einu að hneigja sig. Þegar tekið var á móti okkur á nýjum stað, byijaði móttökunefndin á því að bukka sig margsinnis. Þá er ekki heilsað með handa- bandi, en kannski urðum við einhverntíma fyrri til og heilsuðum þeim með handa- bandi. Oft er hneigingin ein látin duga, til dæmis þegar fólk kom og bað okkur um eiginhandaráritun. Þá bukkaði það sig og við líka. Sigurður: -Nokkrum sinnum voru okkur haldnar veizlur. Einkum var sú viðhafnar- mikil, sem haldin var í Takamatsu. Þar voru á borðum mjög fjölbreyttir kjöt- og fiskréttir. Og Japanir brugga góðan bjór. Aftur á móti vorum við orðin svolítið leið á sushi, hráum fiski, sem þeir borða mikið ásamt soyasósu. Yfirleitt er japanskur mat- ur léttur. En það er líka hægt að fá vestræn- ar steikur og ítalskar pitsur. Verðlagið sýndist okkur vera hátt. Það er dýrt að borða á veitingahúsum, svona viðlíka dýrt og hér. En tæknivörur ýmiss- konar, svo sem myndavélar, sjónvarpstæki og tölvur eru ódýrar. Fatnaður er aftur á móti dýr, enda er mikið þarna af innfluttum fatnaði frá Ítalíu og Frakklandi. En japansk- ur fatnaður er ekki síður fallegur og þeir virðast eiga snjalla hönnuði. En þeir eru ekki með sundurgerð í klæðaburði. Allir bísnismenn eru dökkklæddir með bindi og stresstösku og raunar ganga allflestir karl- menn í jakkafötum og með bindi.- Lesbók: -Þið sunguð líka í Taipei á Taiw- an, þar sem hluti af kínversku þjóðinni býr. Sýndust ykkur vera sömu megineinkenni á fólki þar og í Japan?- Sieglinde: -Nei, það er frábrugðið. Fólk klæðir sig öðruvísi á Taiwan, það er tals- vert óhátíðlegri klæðnaður og léttari. En óhreinindin þar komu mest á óvart. Þetta virtist allsstaðar vera áberandi þar sem við fórum um. Götur eru subbulegar og mikið um rusl. Yfirleitt þótti okkur Taipei ekki hrífandi borg, nema hvað tónlistarhöllin var stórkostleg. Þarna er gífurlegur bíla- og mótorhjólafjöldi og mengunin eftir því, enda var hitinn mestur þarna, um 40 stig og mjög mikill raki. Því miður sáum við ekki annað af Taiwan en höfuðborgina í „Lýðveldinu Kína“ eins og þeir kalla það.- Lesbók: -Þið hafið áður komið til Hong Kong. Sjást á ytra borðinu nokkur merki um þær breytingar, sem farnar eru að gera vart við sig vegna yfirtöku Kínveija á borg- inni eftir nokkur ár?- Sigurður: -Við komum þar við 1979 þeg- ar við sungum með Karlakór Reykjavíkur í Kína. Breytingarnar sem sjást á ytra borð- inu er helzt þær, að haldið hefur verið áfram að byggja skýjakljúfa og það má segja, að TónleikahöIIin Suntory Hall í Tokió. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -8. SEPTEMBER 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.