Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 5
Haustið 1957 flutti Jón Leifs ásamt fjölskyldu sinni í þetta hús, sem er nr. 3 við
Freyjugötu. Þar lauk hann við að semja tónaljóðin Þrjár myndir, Geysi og Heklu.
Islendingasagna, til hnökrótts mynsturs
rúnanna, hins hijúfa hljómblæs norrænnar
menningar og þeirrar tónlistar sem á rætur
sínar beint hjá alþýðunni. Hann leitar fanga
í íslenzka miðalda kórsöngnum, hinum svo-
kallaða tvísöng í fornri samstiga raddsetn-
ingu með fimmtundarbilum, auk þess reyn-
ist honum óreglulegar áherzlur rímnasöngs-
ins notadijúgar.
FORVÍGISMAÐUR RÉTTINDA
ÍSLENZKRA TÓNSKÁLDA
Frá því um haustið 1916 og allt fram á
haustmánuði ársins 1943 var Jón Leifs bú-
settur í Þýzkalandi, þar sem hann reyndi
eftir mætti að vekja athygli manna á
íslenzkri menningu og afla henni virðingar.
Varð honum reyndar á margan hátt allvel
ágengt í þeim efnum. Eftir heimkomuna til
íslands í styijaldarlok árið 1945, átti hann
frumkvæðið að stofnun Islenzka tónskálda-
félagsins svo og að stofnun Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar og STEFs
(1948). Þá varð Jón Leifs og til þess að
koma á fót fyrsta íslenzka músíkforlaginu,
Islandia Edition (1949). Tvisvar sinnum var
hann kjörinn forseti Tónskáldaráðs Norður-
landa, og hann átti einnig frumkvæðið að
stofnun alþjóða tónlistarráðsins, CIC,
(1954-1963).
Sem ötull forvígismaður í baráttunni fyr-
ir framgangi tónlistarmála naut hann virð-
ingar og hlaut viðurkenningu fyrir, en sem
tónskáld mátti hann í lifanda lífi þola háð
og spé og fýrirlitningu í mun meira mæli
en nokkurt annað tónskáld á Norðurlöndum
á okkar tímum. Síðustu æviárin vann hann
í kyrrþey að því að semja nokkur sinna
merkustu tónverka og varð á meðan að láta
rætnistal, þvaður og fákænsku manna um
hans hagi yfír sig ganga, kvalinn af óhugn-
anlegum atvikum innan fjölskyldunnar,
grunaður að ástæðulausu um að fylgja nas-
istum að málum.
Hefði hann verið rithöfundur, þá hefði
hver sem er getað lesið verk hans og sann-
færzt um þá stórbrotnu hæfileika sem hann
bjó yfír. En sem fulltrúi jafn lítillar og van-
þróaðrar þjóðar, einangraður úti í miðju
Norður-Atlantshafí, þar sem honum var
ekki unnt að koma verkum sínum á fram-
færi við hljómsveitir og hæfa hljómsveitar-
stjóra, fengu innblásnar tónsmíðar hans
aldrei neinn hljómgrunn. Þeir eru ekki ýkja-
margir sem kynnzt hafa músík hans, því
að hún er sjaldan leikin utan íslands. Á
hinn bóginn hefur þó einangrunin átt sinn
þátt í að varðveita íslenzkan grandvara
hans og renna stoðum undir ófrávíkjanleg
listræn markmið hans.
Vaxandi áhugi á Verkum
JónsLeifs
Ennþá hvílir ævistarf Jóns Leifs nær
óbreytt í 36 málmhylkjum í íslenzku tón-
verkamiðstöðinni á Freyjugötu 1 í Reykjavík
— nágrannahúsinu við einbýlishúsið, þar
sem Jón Leifs bjó síðustu ellefu æviárin.
Meira en helmingur þessa efnis eru torlesin
frumhandrit sem félítil stofnunin hefur enn
ekki haft efni á að láta hreinskrifa.
Merkustu og viðamestu v erk hans, fram-
ar öllu hin þijú stórbrotnu Etídu-oratoríum
(1936-39), (1951-66) og (1966-68), svo og
dramatíski söngleikurinn Baldr (1930-48),
hafa aldrei verið flutt, en samt eru uppi
áform um að flytja þessi verk innan ramma
samnorrænna hljómleikaáætlunar.
Á árunum kringum 1980 komu fram-
greinileg merki um vaxandi áhuga á verkum
Jóns Leifs. Frumkvöðull þeirrar vakningar
er tónskáldið Hjálmar Helgi Ragnarsson,
en í ritgerð sem hann lagði fram til meist-
aragráðu við Cornell-háskóla í Bandaríkjun-
um árið 1980, leitast hann við að varpa ljósi
á menningarbakgrunn Jóns Leifs, æviferil
hans og þau tónverk sem einkenna hann
sem tónskáld öðrum fremur. Það var líka
Hjálmar H. Ragnarsson sem minntist Jóns
Leifs í ræðu við tónleikana í Norræna hús-
inu hinn 18. febrúar 1989, en þeir tónleikar
voru haldnir á Myrkum músíkdögum í
Reykjavík.
Á tvennum tónleikum sem hinn kunni
sænski orgelleikari Gunnar Idenstam hélt
ásamt Fílharmoníusveit Stokkhólmsborgar
20. og 21. janúar 1988 var orgelkonsert
Jóns Leifs fluttur aftur við frábærar undir-
tektir áheyrenda og gagnrýnenda, sem luku
miklu lofsorði á verkið. Orgelkonsertinr.
verður gefínn út á hljómplötu, og loksins
eiga núna að koma út hljómplötur með
nokkrum af merkustu og aðgengilegustu
verkum Jóns Leifs, en það er Islenzka tón-
verkamiðstöðin sem annast þær upptökur.
Er þarna um að ræða sömu verkin og flutt
voru á hátíðatónleikunum í fyrra, þ.e.a.s.
Þrjár myndir, Landsýn, Minningar úrnorðri,
Geysir og Fine II.
Það verður vart lengur við það unað, að
tónlist Jóns Leifs sé einskorðuð við ísland,
því að hún er eign alls heimsins og nú virð-
ist tími til kominn, að menn fari almennt
að leggja eyrun við þessari músík og til-
einki sér hana. Á síðustu áratugum hafa
menn fyrst fengið að kynnast fegurðinni í
þjóðlegri tónlist frá öðrum löndum og sama
má segja um alþýðlega tónlist í listrænu
samhengi að henni er sýndur áhugi og verð-
skulduð virðing.
Jón Leifs er einnig á margan hátt frum-
kvöðull í beitingu ásláttarhljóðfæra og þau
má raunar kalla einkennandi hljóðfæri okk-
ar tíma. Rokktónlistin hefur gert sitt til að
festa hijúfleikann enn í sessi í tónlistarvit-
und manna: í eyrum nútímans er Hekla
engan veginn drynjandi hávær.
Vonandi fara menn brátt að gera sér
fulla grein fyrir því, að tónverk Jóns Leifs
eru jafn ómissandi fyrir skilning okkar á
tónlist tuttugustu aldar eins og framlag
þeirra Béla Bartóks, Jeans Sibeliusar, Leos
Janáckes eða Charles Ives. Verk Jóns Leifs
eru engu síður frumleg og kynngimögnuð,
ekki síður krefjandi og um leið gjöful heldur
en tónverk ofangreindra meistara.
Sautján ára að aldri kynntist ég heimi
sem var mér algjörlega nýr. Allt var mér
framandi, allt frá hinu hversdagslega upp
í það sem varðar æðri listir; ef til vill var
þetta mér framandlegar heldur en nútíma
Evrópumanni sem kemur til Austurlanda. í
fyrsta skipti sá ég sporvagn, járnbraut og
margt annað. Orðavana og óframfærinn
hlaut ég að taka mér bólfestu meðal Miðevr-
ópubúa sem oft á tíðum virtust vera af öðr-
um kynstofni og með framferði sem ég
botnaði ekkert í, fyrr en eftir allmörg ár,
og aldrei var ég í vafa um yfirburði evr-
ópskrar siðmenningar.
Með þessúm orðum lýsir Jón Leifs sínum
fyrstu kynnum af Miðevrópu. Þau urðu hon-
um menningarlost og áhrifanna átti eftir
að gæta í þau rúm fimmtíu ár sem hann
þá átti ólifuð. En þótt hann léti frá upphafi
heillast af lífsvenjum og siðum meginlands-
búa, þá kaus hann samt að vera sér á báti
— enda þótt hann byggi um langt skeið í
Evrópu miðri — og reyna að fara sínar eig-
in götur sem íslendingur. En fyrstu dagana
þar ytra virtist honum allt vera svo undar-
legt og stórkostlegt.
Fyrsta gönguferð mín gegnum háhvelfd
tijágöng var táknræn: Fallandi lauf svifu
niður. Aldrei hafði ég séð neitt svipað þessu.
Álíka táknrænt varð það fyrir mig að heyra
í hljómsveit í fyrsta sinn; það var Faustsin-
fónían eftir Liszt. Mér fannst næstum því,
að ég hefði.getað fleygt mér á gólfíð og
æpt upp yfír mig af undrun.
Það var auðvelt að ganga úr skugga um
það hvenær og hvar þetta atvik gerðist.
Umræddir hljómleikar voru haldnir 26. októ-
ber 1916 í Leipzig, en það kvöld flutti Gew-
andhaus-hljómsveitin undir stjórn hljóm-
sveitarstjórans Arturs Nikisch eingöngu
verk eftir Franz Liszt, þeirra á meðal áður-
nefnda Faustsinfóníu. Hún hafði svo mikil
áhrif á Jón Leifs, að aldarfjórðungi síðar
notaði hann hana sem fyrirmynd Sögu-
sinfóníu sinnar opus 26, en hún er einnig
prógrammísk með vissum hljóðlíkingum eins
og sinfónía Liszts.
Jón Leifs 15 ára í Reykjavík. Það ár
samdi hann fyrsta píanóverk sitt, Vöku-
draum.
Uppvaxtarár í Reykjavík
Hver var hann þá, þessi ungi ótrauði ís-
lendingur, sem fannst hann vera svo utan-
gátta kominn til Þýzkalands einmitt þegar
heimsstyijöldin stóð sem hæst, á tímabilinu
milli Verdun og Flandem, Kronstadt og
Arges?
Ungi maðurinn hafði verið skírður Jón
og var Þorleifsson, en fyrir brottför sína
frá íslandi hafði hann fengið leyfí Alþingis
til að nota föðurnafn sitt stytt sem Leifs.
Hann var fæddur fyrsta maí 1899 á Sól-
heimum norður í Húnavatnssýslu, þar sem
faðir hans, Þorleifur Jónsson (1855-1929)
var bóndi. En hann var þar að auki alþingis-
maður, og varð það til þess að fjölskyldan
tók sig upp og flutti búferlum til Reykjavík-
ur árið eftir að Jón fæddist. Með tíð og tíma
vann faðirinn sig upp í tryggari stöðu og
varð póstmeistari.
Móðir Jóns, Ragnheiður Bjarnadóttir
(1873-1961) rak hannyrðaverzlun í
Reykjavík og gat þannig styrkt fjárhag fjöl-
skyldunnar verulega, kostaði tónlistamám
sonarins erlendis og stutt hin bömin til
mennta eftir þörfum.
Árið 1901 voru íbúar Reykjavíkur tæp-
lega sjö þúsund talsins, og tónlistarlífíð í
bænum var nær eingöngu bundið við kór-
söng og var það oftast áhugafólk sem stóð
að þeim tónlistarflutningi. Á þeim árum
höfðu afar fáir íslendingar tækifæri til að
læra að spila á píanó, en fjölskylda Jóns
gat þó veitt sér þann munað að eignast
píanó. Jón Leifs lærði undirstöðuatriðin í
píanóleik hjá Herdísi Matthíasdóttur og var
síðar í tímum hjá Mörthu Stephensen. Auk
þessa var hann í fiðlutímum hjá Oscar Jo-
hansson.
Það verður að teljast heldur óvenjulegt
að íslenzkur piltur skyldi á þennan hátt fá
vissa hlutdeild í menningarlífi hinna betri
borgara á þeim tímum, því að ísland hafði
þá um aldaraðir verið einangrað frá um-
heiminum. Það er ekki langt um liðið frá
því að til Islands hafði einungis komið eitt
skip á vorin og eitt skip á haustin. Landslýð-
ur bjó almennt við afar bág lífskjör, kúgað-
ur á margvíslegan hátt af dönsku alræði
sem komið hafði verið á 1660, en frá árinu
1602 innleiddu dönsk stjómvöld einokunar-
verzlun í landinu og mátti þjóðin búa við
þau aumustu verzlunarkjör allt fram til árs-
ins 1854, þegar verzlunin var loks gefín
fijáls. Auk þessa heijuðu drepsóttir og nátt-
úmhamfarir landið oftar en einu sinni —
svarti dauði 1402, bólusótt 1707 og Skaftár-
eldarnir 1783 vom upphafíð af svokölluðum
móðuharðindum er leiddu til dauða fímmta
hvers íbúa landsins og felldu um tvo þriðju
hluta alls búfénaðar á íslandi.
Árið 1874 kom danskur konungur í fýrsta
sinn í heimsókn til íslands; það var Kristján
konungur IX. í farteskinu hafði hann nýja
stjómarskrá handa þjóðinni og hlaut hið
endurreista Alþingi Islendinga (1843) við
það löggjafarvald að nýju.
30. nóvember árið 1918 varð ísland sjálf-
stætt ríki í konungssambandi við Dan-
mörku; það var svo ekki fyrr en 17. júní
1944 að landið var lýst lýðveldi.
ViðNámÍLeipzig
Fjórtán ára að aldri samdi Jón fyrsta
píanóverk sitt, Vökudraum. Jón Leifs átti
sér þann draum að feta í fótspor Edvards
Griegs. Löngunin til að verða tónskáld var
svo áköf að hann hvarf frá námi í mennta-
skóla í stað þess að ljúka stúdentsprófí. Og
ekki kom annað til mála en að hann færi
til náms við sama tónlistarháskóla og hið
mikla norska tónskáld hafði numið við,
þ.e.a.s. til Leipzig.
Það vom fleiri atriði sem stuðluðu að
því, að einmitt þessi borg varð fyrir valinu.
Þangað hafði höfundur íslenska þjóðsöngs-
ins, Sveinbjörn Sveinbjömsson (1847-1927),
leitað til náms upp úr 1870. Á þeim tímum
sottu Islendingar alla sína menntun á tón-
listarsviðinu til útlanda og lá þá reyndar
beinast við að halda til Kaupmannahafnar;
en íslenskum föðurlandsvini á borð við Jón
Leifs fannst það ótækt að halda utan til
náms í Danmörku.
Ekki þurfti Jóni Leifs heldur að fínnast
hann vera með öllu einn á báti suður í Leip-
zig: þar hafði Páll ísólfsson(1893-1974)
verið við nám í orgelleik fra'árinu 1913 og
var orðinn nemandi Karls Straubes og stað-
gengill hans sem organisti við sjálfa St.
Thomaskirkjuna í Leipzig (fram til 1919).
Páll ísólfsson varð síðar dómorganisti í
Reykjavík og ötull fmmkvöðull að uppbygg-
ingu tónlistarlífs á Islandi. Fyrir alþingishá-
tíðina 1930 stofnaði Páll ísólfsson tónlistar-
félag og tónlistarskóla og sem tónlistar-
stjóri nýstofnaðs Ríkisútvarps hafði hann
yfirumsjón með öllum tónlistarflutningi
stofnunarinnar.
Tónskáldið Sigurður Þórðarson (1895-
1968) kom einnig til Leipzig sama ár og
Jón, þ.e. 1916, en dvaldist þar einungis til
1918. Síðar stofnaði hann Karlakór Reykja-
vikur og vann sem skrifstofustjóri Ríkisút-
varpsins. í hópi íslenskra tónlistarnema í
Leipzig á þessum ámm vom auk þess tón-
skáldið Emil Thoroddsen (1898-1944) og
píanóleikarinn Markús Kristjánsson (1902-
1931).
Allt bendir til þess, að Jón Leifs hafí
gegnt herþjónustu á fyrstu ámm Þýska-
landsdvalar sinnar og hafi þá verið sendur
til vígstöðvanna; þýska nafnskírteinið hans
gefur það til kynna. Eftir fimm ára nám
tók hann lokapróf 17. júní 1921 frá Landes-
konservatorium í Leipzig. Hann hafði hlotið
tilsögn í tónfræði hjá Stephan Krehl (1864-
1924) og í hljómfræði og kontrapunkti hjá
Emil Paul. Kennarar hans í tónsmíðum vom
ungverska tónskáldið Aladar Szendrei
(1884-1976) og þýska tónskáldið Paul
Graener (1872-1944). Örlög þessara tveggja
kennara Jóns Leifs áttu síðar eftir að verða
býsna ólík: Aladar Szendrei neyddist til að
flýja land upp úr 1933, þar sem hann var
gyðingur að uppruna, en Paul Graener varð
aftur á móti næstæðsti yfírumsjónarmaður
tónlistarflutnings í Hitler-Þýskalandi.
Eitt af verkum Pauls Graeners var reynd-
ar á verkefnaskránni á diplóm-hljómleikum
Jóns Leifs, auk píanókonserts í f-moll eftir
Bach. Jón hafði nefnilega einnig verið við
nám í píanóleik í Leipzig og naut tilsagnar
Roberts Teichmúllers síðustu árin fyrir loka-
próf sitt sem einleikari. Robert TeichmuIIer
(1863-1939) hafði á rúmlega 40 ára ferli
sínum sem kennari einleikara á píanó kom-
ið mörgum afbragðsnemendum á framfæri,
og nokkrir þeirra urðu síðar til að rétta
honum hjálparhönd, þegar að þrengdi.
Það var þó eiginlega hljómsveitarstjórn
sem Jóni Leifs var efst í huga sem starfs-
vettvangur; í þeirri grein var hann fyrst í
námi hjá Otto Lohse (1858-1925) við
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1990 5