Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 10
Tveir vinir
París var umsetin, matur af skomum skammti,
hungursneyð vofði yfir. Spörvum fækkaði á
þaksyllunum og rottumar vom horfnar úr skolp-
ræsunum. Fólk lagði sér til munns hvað sem var.
Það var fagur janúarmorgunn, monsieur Moris-
sot, úrsmiður að atvinnu, hæglátur maður,
• klæddur hermannabuxum, lallaði, dapur í
bragði, með hendur í vösum eftir ytri breið-
götunni. Þar gekk hann fram á vopnabróður
sinn og vin, monsieur Sauvage. Þeir höfðu
■ kynnst við ána.
SMASAGA
eftir Guy de Maupassant
Fyrir stríð var Morissot vanur að halda
að heiman í birtingu á sunnudagsmorgnum
með stöng í hendi og blikktösku á baki.
Hann tók lestina til Argenteuil, fór úr henni
við Colombes, hélt síðan fótgangandi allt
út undir Marante-eyju. Þar var eftirlætis-
veiðistaður hans og þegar þangað kom beið
hann ekki boðanna, kastaði út og undi við
veiðar fram á kvöld. Á hverjum sunnudegi
hitti hann þar iágan, gildvaxinn og glaðlynd-
an mann, monsieur Sauvage, veggfóðrara
úr Notre Dame de Lorette-götu, hann var
líka áhugasamur veiðimaður. Oft sátu þeir
saman á árbakkanum, létu fætur hanga út
yfír vatnið og veiddu langt fram á kvöld;
þeir urðu góðir vinir. Suma daga mæltu
þeir ekki orð af vörum, aðra spjölluðu þeir
saman. Þeir skildu hvor annan fullkomlega
þótt þeý' segðu ekki margt því að skyn
þeirra og skoðanir féllu saman.
Á vormorgnum, um tíuleytið þegar sólin
sindraði gegnum mistrið yfir hægum
straumi árinnar, vermdi bök veiðimannanna
og boðaði með yl sínum nýja árstíð, sagði
Morissot stundum við félaga sinn: „Er þetta
ekki dásamlegt?“ 0g monsieur Sauvage
svaraði: „Gæti ekki verið betra!" Þeir þurftu
ekki að segja fleira, hugir þeirra voru sam-
stilltir.
Á haustin þegar daginn stytti og aftansól-
in roðaði himininn, spegluðust skarlatsrauð
ský í vatnsfletinum og lituðu ána blóð-
rauða. Þá logaði úti við sjóndeildarhring og
vinirnir virtust í björtu báli. Trén sem stóðu
nakin og skjálfandi af návist vetrarins tóku
á sig gullinn lit. Þá horfði monsieur Sauvage
brosandi til Morissots og sagði: „Hvílík feg-
urð!“ Morissot, sem ekki leit af flotinu sínu,
svaraði í hrifningu: „Þetta er engu líkt.“
. Um leið og þeir bárú kennsl hvor á ann-
an, heilsuðust þeir hjartanlega með handa-
bandi, hrærðir af að hittast við svo annarleg-
ar aðstæður.
Monsieur Sauvage andvarpaði og sagði
lágt: „Þetta er þokkalegt ástand!“
Morissot stundi þungan: „En hvílíkt veð-
ur! Fyrsti góðviðrisdagur ársins!“
Himinninn var heiður og blár.
Þeir röltu af stað í þungum þönkum hlið
við hlið, daprir í bragði. Morissot lét hugann
reika. „Við áttum oft góðar stundir við ána.“
„Hvenær skyldum við aftur fara til
veiða?“ spurði monsieur Sauvage.
Þeir fóru inn í litla veitingastofu, fengu
sér hvor sitt absintglas, héldu síðan áfram
göngu sinni eftir stéttinni. Allt í einu stans-
aði Morissot. „Viltu annan absint?“ sagði
hann.
„Ég fylgi þér!“ svaraði monsieur Sauvage.
Þeir fóru inn í aðra krá. Þaðan komu þeir
út eilítið kenndir því þeir drukku á fastandi
maga. Veðrið var milt og hlýr andblær
strauk vangann.
Monsieur Sauvage var allt eins ölvaður
af góða veðrinu, snarstansaði og sagði:
„Heyrðu, komum bara!“
„Hvað áttu við?“
„Að veiða!"
„Hvar?“
„Nú, úti við eyju. Frönsku verðirnir eru
hjá Colombes. Ég þekki Dumoulin, ofursta;
hann hleypir okkur áreiðanlega í gegn.“
Morissot svaraði og skalf af æsingi: „Gott
og vel, tjl er ég!“
Þeir fóru heim að sækja veiðitækin.
Klukkustund síðar þrömmuðu þeir eftir
þjóðveginum og héldu rakleitt að húsi
ofurstans. Hann hafði gaman af uppátækinu
og greiddi för þeirra. Með leyfi frá honum
upp á vasann héldu þeir áfram ferðinni.
Þeir voru komnir framhjá vörðunum, fóru
þvert í gegnum yfirgefið þorpið Colombes
og að vínekru sem lá niður undir Signu.
Klukkan var um ellefu. Hinum megin var
Argenteuil-þorp, að því er virtist autt og
yfirgefið. Orgemont- og Sannois-hæðir risu
upp af láglendinu. Sléttan mikla, sem náði
alla leið til Nanterre, var í eyði, þar var
ekkert að sjá nema nakin kirsubetjatré upp
úr öskugráum jarðvegi.
Monsieur Sauvage benti þumalfingri upp
í hæðirnar og tautaði fyrir munni sér:
„Þarna eru Prússarnir!" Vinirnir fylltust
óhug er þeir horfðu yfir sviðið landið. Prúss-
ar! Þeir höfðu aldrei séð þá en fundið ná-
lægð þeirra mánuðum saman um alla París-
arborg. Prússar höfðu lagt Frakkland í rúst,
matarskorturinn var af þeirra völdum, grip-
deildir, fjöldamorð — samt voru þeir ósýni-
legir. Beygur bættist við hatrið sem félag-
arnir báru til þessa ókunna en sigursæla
kynflokks.
Morissot stamaði. „En ef við ... mættum
þeim nú hérna?“
Monsieur Sauvage svaraði með ódrepandi
kímnigáfu Parísarbúans: „Þá gefum við
þeim bara steiktan fisk.“
Þeim stóð samt ekki á sama, fannst grun-
samlega þögult umhverfis og þeir hikuðu
við að fara lengra.
Loks stökk monsieur Sauvage af stað.
„Komdu! En förum varlega!"
Þeir læddust hálfbognir inn á vínekruna,
skimuðu kring um sig og létu runnana skýla
sér.
Auð spilda var milli ekrunnar og árinnar.
Síðasta spölinn hlupu þeir í hendingskasti
og fleygðu sér niður í þurrt sefið.
Morissot lagði eyra við jörð og hleraði
eftir fótataki. Ekkert heyrðist. Þeir voru
einir, aleinir.
Þeir vörpuðu öndinni léttar og byrjuðu
að veiða.
Að handan séð voru þeir í hvarfi við
Marante-eyju, sem var óbyggð. Litli veit-
ingastaðurinn á eyjunni var lokaður og þar
virtist enginn hafa komið í mörg ár.
Monsieur Sauvage veiddi fyrsta fiskinn,
Morissot næsta og síðan drógu þeir þá silfr-
aða og spriklandi hvern af öðrum.
Þeir höfðu lent í torfu!
Aflann settu þeir lifandi í fínriðinn net-
poka og sökktu niður í vatnið — nutu þess
að vera komnir á fornar slóðir. Blessuð sól-
in skein og yljaði þeim. Þeir heyrðu ekkert,
hugsuðu ekkert, voru í öðrum heimi, bara
fiskuðu.
Skyndilega heyrðu þeir daufa drunu sem
virtist koma úr iðrum jarðar og jörðin skalf.
Bardagar voru hafnir á ný.
Morissot leit við. Upp undan bakkanum
sá hann í vestri útlínur Valérien-fjalls. Af
tindinum stigu hvítir r'eykjarhnoðrar til him-
ins. Næst sáust reykjarstrókar liðast upp
frá virkisturnunum og nokkrum sekúndum
síðar. heyrðust skothvellir.
Síðar fleiri og enn fleiri. Hveija mínútu
spjó fjallið dauða yfír byggðina en hvítir
reykjarbólstrar mynduðu ský á himni.
Monsieur Sauvage setti í herðarnar. „Þeir
eru byijaðir aftur,“ sagði hann.
Morissot fylgdist áhyggjufullur með flot-
holtinu en fylltist skyndilega heift friðar-
sinnans gegn þessum brjálæðingum sem
sífellt voru að beija á öðrum og hvæsti:
„Þetta eru hálfvitar, að drepa svona hver
annan!“
„Verri en skynlausar skepnur!" sagði
monsieur Sauvage.
Morissot, sem- var að landa fiski, bætti
við: „Ég er þeirrar skoðunar að þetta gerist
meðan til eru ríkisstjórnir.“
Monsieur Sauvage greip fram í: „Lýð-
veldi hefði aldrei lýst yfir stríði..."
Morissot leyfði honum ekki að Ijúka setn-
ingunni......í konungsríkjum eru háð stríð
við nágranna en í lýðveldum er barist inn-
byrðis.“
Þeir krufðu í bróðerni stjómmálavanda
nútímans með rökum friðsamra og fáfróðra
manna og urðu a.m.k. sammála um eitt —
að maðurinn yrði aldrei fijáls. Valérien-fjall
drundi án afláts, skotin þaðan splundruðu
frönskum heimilum, eyddu lífi, limlestu fólk,
gerðu að engu margan draum, gleðivon og
hamingjuþrá, særðu hjörtu eiginkvenna,
yngismeyja og mæðra sárum sem aldrei
greru.
„Svona er lífið!“ sagði monsieur Sauvage.
„Þú átt við, svona er dauðinn," mælti
Morissot og hló.