Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 16
B I L A R Primera frá Nissan er látlaus bíll. Þetta er GT útgáfan. kg en hinar gerðirnar 1075 til 1210 kg. Primera býður þrjár megin vél- argerðir. Tveggja lítra, 150 hest- afla og 16 ventla vél með raf- stýrðri íjölinnsprautun, 1600 rúmsentimetra vél sem er 90 he- stöfl og 2,0 og 75 hestafla dísil- vél. Bensínvélarnar eru sérlega sparneytnar og er eyðslan á 90 hestafla vélinni sögð vera rúmir 5 lítrar á 90 km meðalhraða á móti 6,6 á 84 hestafla vélinni í Nissan Bluebird sem Primera á að taka við af. Er það meðal ann- ars að þakka endurskoðun á allri hönnun vélanna. Hámarkshraðinn er 185 km á minnstu vélinni, 220 á tveggja lítra 150 hestafla vél- inni og 165 á dísilvélinni. Kraftur og góð vinnsla Er þá komið að sjálfum akstrin- um. Svo sem fyrr er sagt getur ökumaður komið sér vel fyrir und- ir stýri og ekki þarf hann að hafa áhyggjur af að illa fari um far- þega hans. Ökumaður er fljótur að ná tökum á bílnum og augljóst er strax að bíll með tveggja lítra vélinni er vel viljugur. Hann er fljótur að ná upp hraða og við framúrakstur á hraðbrautum eða góðum þjóðvegum þar sem hrað- inn er vel yfir 100 þarf ekki að skipta úr fimmta gír í fjóra, hann er nógu snöggur að bæta við sig. Þetta á þó ekki eins vel við um bílinn með 1600 vélinni enda má telja víst að hingað muni einkum verða fengnir bílar með stærri vélinni. Vinnslan er því góð og fjöðrun- in sem er tekin úr 300ZX gerir það að verkum að bíllinn liggur sérlega vel. Atak hemlanna er jafnt og mjúkt en hægt er að fá GT útgáfuna með læsivörðum hemlum (ABS). Bíllinn er hljóðlát- ur, lágvær þytur heyrist frá gírkassa þegar ferðin er orðin mikil en vegar- og vélarhljóð eru hverfandi. Eftir fyrstu kynni má hiklaust telja Primera aðlaðandi bíl sem óhætt er að gera kröfur til. Það gerðu hönnuðir hans fyrir hönd væntanlegra kaupenda og nú er komið að þeim að sannreyna það. Sjálfsagt getur hann auðveldlega sannað nafngiftina, sá fremsti - Primera verður ekki í vandræðum með að svara kröfum notenda. jt Mörgum markmiðum náð Markmið hönnuða voru að framleiða rúmgóðan bíl, hentugan og sparneytinn sem klýfur mjúk- lega loft og vatn á miklum hraða. Jafnframt varð að sjá til þess að í engu væri gefið eftir í öryggiskr- öfum varðandi sjálfan skrokk og byggingu bílsins. Þess má geta að bensíntankur er úr plastefnum sem gaf hönnuðum betri mögu- leika á að aðlaga hann því rými sem honum var ætlað. Jafnframt er hann stærri en tíðkast í bílum í þessum stærðarflokki eða 60 lítrar. Að innan er Primera einnig lát- laus og rúmgóður bíll. Mælaborð Mælar eru skýrir og góðir aílestrar og snýr allt vel að ökumanni. Japanskur Nissan Prim- era er hannaður fyr- ir þarfir Evrópubúa Nissan Primera heitir- nýjasta stolt Nissan verksmiðjanna jap- önsku en Primera, sá fremsti, er framdrifinn fólksbíli af með- alstærð sem forráðamenn Niss- an hyggjast nota til að ná betri stöðu á Evrópumarkaði. Hér hafa þeir hannað bíl eftir evr- ópskum stöðlum sem ætlaður er Evrópubúum og hann er líka smíðaður í Evrópu, nánar til- tekið í Bretlandi. Verið er að kynna Primera fyrir bílablaða- mönnum um þessar mundir og hér er fjallað um hann eftir akstur og skoðun í Luxemborg í byrjun vikunnar. Primera er hikstalaust vel heppnaður og sannfærandi bíll og hann á er- indi til Islands rétt eins og ann- arra landa í Evrópu. Umboðið hefur Ingvar Helgason og er gert ráð fyrir að Primera birt- ist hérlendis um mánaðamótin. Primera er fremur látlaus bíll og segja má að hann veki ekki sérstaka athygli fljótt á litið. Framendinn er ekki of lágur en allmikill halli er á framrúðu og síðan er afturendinn nokkru hærri en framendinn þannig að bíllinn er straumlínulaga. Lárétt lína er milli stuðara að framan og aftan og framljós og afturljós falla vel inn í skrokk bílsins. Primera Salo- on eða stallbakur er látlausasta gerðin, hlaðbakur er með hefð- bundnu lagi á afturenda og líka laus við allt pijál en GT útgáfan er komin með vindskeið að aftan og þokuljós f framstuðara. Að öðru leyti er útlit þessara gerða svipað og það er að því leyti evr- ópskt að það minnir til dæmis á Vectra og jafnvel BMW en Pri- mera hefur þó alveg sinn svip. er með öllum venjulegum mælum og liggja allir rofar og tæki vel við ökumanni. Ofan við mæla- borðið er bogadregin lína sem liggur niður til beggja hliða og afmarkar alla mæla, svo og mið- stöðvarstillingar og útvarpsrofa þannig að þeir snúi sem best að ökumanni. Gott grip er á stýri, sem í GT bílnum er veltistýri og ökumaður hefur einnig góð tök á gírstönginni. Lögð var mikil vinna í frágang rofanna m.a. til þess að ökumaður viti á augabragði og með snertingunni einni hvort hann hefur kveikt eða slökkt og þurfi því ekki að snúa athyglinni frá veginum framundan. ' Nóg rými Sætin eru þó það sem mest má hæla Primera fyrir að innan. Framstólar eru stífir og auk venjulegra stillinga er hægt að stilla hæð á ökumannssæti. Einn- ig er gott höfuðrými bæði í fram- og aftursætum og þar er kannski einn áþreifanlegasti votturinn fyr- ir því að hönnuðirnir fóru eftir evrópskum stöðlum. Almennt er gott pláss í fram- sem og aftur- sætum og þótt ekki hafi verið eknir nema um 250 km má telja að vel fari um menn í Primera jafnvel á enn lengri ferðum. Út- sýni er gott og þægilegur stuðn- ingur er við handleggi á örmum á hurðunum. Annað skemmtilegt atriði sem hæla má Primera fyrir er skottið. Það er rúmgott, tekur 480 lítra (470 í hlaðbak) og það opnast upp á gátt. Það er því engin hætta á að rekast í lokið þegar skottið er notað og þegar það lokast þvæl- ast hjarirnar ekki fyrir eins og oft vill verða. Helstu mál eru eftirfarandi: Lengd 4,4 m, breidd 1,7 m, hæð 1,39 m en langbakurinn er 4,46 m langur og 1,46 m hár. Lengd milli hjóla er 2,55 metrar. Primera langbakur vegur 1155 til 1290 Langbakurinn er líka stílhreinn. Nissan hyggst auka markaðs- hlutdeild úr 3% í 5% í Evrópu Nissan verksmiðjurnar japönsku hyggjast auka hlutdeild sína á bílamarkaði í Evrópu úr 3% í 5% á næstu fimm árum og er hin- um nýja Nissan Primera ætlað að eiga stóran þátt í því. Með nýjum aðalstöðvum Nissan í Amsterdam sem teknar voru í notkun í apríl á þessu ári og hinni nýju verksmiðju í Bretlandi þar sem Primera er framleiddur telja forráðamenn Nissan að nú hafi þeir komið sér þannig fyrir í Evrópu að eftir því verði tekið. Primera fæst með ýmsu sniði. Langbakur, hlaðbakur, stallbakur eða GT útgáfa. Vélar eru af tveimur stærðum 1,6 eða tveggja lítra. Á síðasta ári seldust 510 þús- und bílar frá Nissan í Evrópu og er það 3% markaðshlutdeild. Til að ná 5% hlutdeild þarf að auka söluna um 200 þúsund bfla. Pri- mera tilheyrir svokölluðum D flokki sem eru meðalstórir bflar. Alls seldust um þijár milljónir slíkra bíla í fyrra og þar átti Niss- an yfir 80 þúsund bíla af gerðinni Bluebird. Primera er ætlað að taka við af Bluebird og er gert ráð fyrir að um 130 þúsund bílar seljist í Evrópu á næsta ári sem er um 5%. Má sjá af því að forr- áðamenn Nissan eru bjartsýnir á að Primera verði vel tekið. Sérhannaður fyrir Evrópu Fjögur ár eru síðan Nissan tók að undirbúa framleiðslu hins nýja bíls sem valið var nafnið Primera, sá besti. Ákveðið var strax að hanna hann og smíða fyrir Evr- ópubúa og í Evrópu. Tekin voru mið af öllum evrópskum stöðlum varðandi öll innri mál og rými, svo og kraft, notagildi og öryggi. Þessu telja tæknimenn Nissan sig hafa náð en einnig því að smíða hagkvæman bíl með góða aksturs- eiginleika. Primera var smíðaður til að mæta þeim kröfum evróp- skra bílstjóra að bera þá hratt og þægilega um langan veg, hvort sem er erfiður vegur, malbikaður þjóðvegur eða hraðbraut. Allt þetta virðist hafa tekist með Pri- mera. Það eru að minnsta kosti viðbrögð eftir 250 km langan akstur út frá Luxemborg í byijun vikunnar. Primera er rúmgóður og kraftmikill bíll og hann verður á góðu verði þegar hann kemur hingað um næstu mánaðamót eða á bilinu 1100 til 1300 þúsund krónur eftir gerðum. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.