Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 3
fggmw II @ 1] [ö] [0] H H B S [1 [s] IH 011. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsiðan Myndin er af Jóni Leifs, tónskáldi. Hún er eftir Pétur Halldórsson og sérstaklega gerð fyrir Lesbók vegna umfjöllunar um tónskáldið. Ævistarf í íslenzkri tonlist, er yfirskrift ítarlegrar ritgerðar um Jón Leifs, tónskáld, eftir Carl-Gunnar Ahlén úr sænska tónlistartímaritinu Tonfallet. Tímaritið gaf út sérstakt hefti, helgað Jóni, og er honum þar gerður mikill heiður. Lesbók vill fyrir sitt leyti gera Jón Leifs þann heiður að birta ritgerðina alla, en henni verður skipt og birtist síðari hluti í næsta blaði. Söngför Þeim Sieglinde Kahmann og Sigurði Björnssyni, óperusöngvurum, var boðið til Japan, Hong Kong og Taiwan til að syngja einsöngslög og dúetta eftir Strauss og Lehar með hljómsveit frá Vínarborg. Þau sungu í 6 borgum í Japan og segja frá þessu ævin- týri í samtali við Lesbók. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON Þönglar Hve dapur án djúpheims er þarinn á drifhvítri strönd þegar morgnar; hann liggur þar máttlaus og marinn hjá mölbrotnum skeljum og þornar. Hann dreymdi um að stíga til stjarna, þvístjarna hver—þöngulhaus virtist; hann hugði að hátt uppi þarna sér hafdjúpsins tilgangur birtist. Hans birtuþrá velktist í brimi og bar hann á Ijósgrynni stranda; með gljúpa og gapsára limi þar grefst hann í yfirborð sanda. Og draumlausa djúpið er yfir, hvar dagurinn stjörnur út máði; en ljósið sem þöngulhaus lifir erlíkfylgd þess draums sem hanh þráði. Er ljósið sá lokkandi öngull sem lífið æ dregur á tálar? hve þögull og dapur hver þöngull í þrá minnar Ijósnæmu sálar. B „Laxa skulum vérveiða“ Af nafntogaðri smekkvísi sinni hengdu nasistar skilti fyrir ofan inngang að alræmdustu vinnu- búðum sínum í Þýska- landi. Þar gátu gestir þeirra, áður en þeim var breytt í sápu, lesið ein- kunnarorðin „Arbeit macht frei“ - Vinnan mun gera ykkur fijálsa. Er ekki að efa að mörgum manninum hefur yljað um hjart- aræturnar er hann las svo jákvæð skilaboð. Þetta er auðvitað liðin tíð - eða hvað?, Má ekki með nokkrum rétti segja að við höfum hér á íslandi stofnað til n.k. vinnu- búða, þótt sápuframleiðsla sé í lágmarki (enn)? Ekki með því að taka fólk höndum á þann brútala hátt sem í þá daga tíðkað- ist, heldur með þeim lævísa hætti að greiða svo smánarleg laun fyrir vinnuna að öllum má ljóst vera að föst laun fólks nægja eng- an veginn fyrir nauðþurftum. Menn festast því í neti slíks þrældóms sem óvíða þekkist meðal fijálsra manna. Þeir starfa því aug- ljóslega ekki undir einkunnarorðunum Vinn- an gerir ykkur fijálsa. Einhvers staðar í afkimum sálarinnar hljóta hins vegar að hljóma hátt önnur einkunnarorð: Aukavinn- an gerir ykkur fijálsa. Allir sannfærast þó áður en yfir lýkur um að frelsi manna er ekki fólgið í auka- vinnu. Hún aflar fólki í mesta lagi örfárra króna (sífellt færri) en skilur eftir sig fleiri sár en hún græðir, veldur upplausn heimil- anna, sjúkdómum, ómældum sálarkreppum auk þess sem börn og unglingar verða að miklu leyti að ala sig upp sjálf með mismun- andi skelfilegum afleiðingum - sem raunar eru sífellt að koma betur í ljós. Nú um alllangt skeið hefur verið reynt að telja fólki trú um að íslenskir mennta- menn séu vegna hárra launa sinna ein helsta ógæfa landsins og ógni afkomu allra hinna. Kveður svo rammt að þessu að sumir eru famir að fyrirgefa bændastéttinni og jafn- vel sauðkindinni. Sjálfur tilheyri ég þeirri stétt mennta- manna sem einna verst hefur farið út úr þessu áróðursstríði, kennarastéttinni — með þeirri afleiðingu að sanngjarnt hefur verið talið að svipta hana dijúgum hluta tekna sinna. Það er alkunna að kennarar hafa þurft að þola hatursfullar árásir ljölda fólks á undanförnum árum vegna launabaráttu sinnar sem þó hefur jafnan verið háð í nauð- vörn. Sem dæmi má nefna að lengi hefur því við logið að fólki að kennara tækju sér lengra sumarleyfi en támm tæki. Ahuga- fólki um sannleikann í því máli skal bent á að flestir kennarar sem ég þekki taka sér nánast ekkert sumarleyfi (þetta á þó meir við um kennara af því sterka kyni (með typpi)). Þegar á vordögum fer stór hópur kennara að keppa við nemendur sína á sum- arvinnumarkaðnum. Kann margur nemand- inn af því hroðalegar sögur er hann kvaddi kennara sinn að loknum vetri allfeginn - og hitti síðan þann hinn sama kennara næsta dag, t.d. í byggingavinnu, skugga- legri en nokkru sinni fýrr, vopnaðan hamri og kúbeini og til alls líklega. Vísan þekkta „Löngum var ég læknir minn/ lögfræðingur, prestur" o.s.frv. orkar því eins og brandari á íslenska kennara sem flestir geta bætt við mörgum vísum um afrek sín í óteljandi atvinnugreinum til að hafa efni á því að vera kennarar. Það liggur í augum uppi að nemendur hafa lent milli steins og sleggju í launabar- áttu kennara við yfirboðara sína. Flestum þeirra er þó ljóst að lærifeður þeirra og -mæður eru að reyna að draga fram lífið á sultarlaunum. Á móti kemur að nemendur fýsir vitaskuld að ljúka námi sínu á eðlileg- um tíma. Nýleg ályktun Iðnnemasambands íslands, þar sem skorað er á kennara að láta ekki reiði sína bitna á nemendum skólanna, er því skiljanleg - jafnvel þótt flestum meðlimum sambandsins sé það harla ljóst að reiði kennara hlýtur að einhveiju marki að bitna á starfi þeirra. Sjálfsagt er iðnnemum einnig ljóst að nemendum er al- mennt lítill akkur að reiðum kennurum. Mörgum sögum fer jafnan af vondum og óhæfum kennurum, ýmsum þeirra sönnum, öðrum lognum eins og gengur. Á því skulu menn hins vegar átta sig að vondum kennur- um og óhæfum fjölgar og mun enn fjölga á næstu árum ef ekki verður gripið í taum- ana. Ef svo illa tekst til er ekki við aðra að sakast en stjórnvöld landsins. Allt sumarið, ekki síst er líða tekur að hausti, má sjá og heyra auglýsingar eftir kennurum, einkum í skóla úti á landi. 'Oft fer það svo að ekki tekst að fá hæfa kenn- ara til starfa. Það vill þá brenna við að stöð- urnar séu mannaðar með fólki sem enga burði hefur til að sinna þeim sómasamlega. Halda menn almennt að þeirri óheillaþróun sé lokið? Telja menn að nemendum sé meiri akkur í slíkum kennurum en reiðum kennur- um? Sannleikurinn er sá að kennarastéttin býr við atgervisflótta sem stundum er nefndur svo. Fólk gerist kennarar meðan ekki býðst neitt annað - kemur og fer - og kemur kannski aftur. En ætlar sér ekki að vera kennarar til frambúðar. Margur hæfur kennarinn þarf ekki að bíða lengi eftir bet- ur launuðu starfi. Auk þess fjölgar hluta- störfum í kennslu mjög. Þetta veldur því að lítil festa verður í starfi skólanna frá ári til árs. Við þetta bætist auðvitað að við sem þorrann þreyjum og kennum áfram verðum að búa við það orðspor að við séum þvílíkir skussar að enginn vilji ráða okkur til vinnu; við séum dæmd til kennslu! Ég hygg þó að kjör kennara á Islandi séu ekki einungis dæmigerð fyrir viðhorf manna til menntunar, heldur - og ekki síður - dæmigerð fýrir það viðhorf sem ríkir í sam- félaginu til barna og unglinga - og segir það langa og ljóta sögu um okkur. Ekki síður blasir við okkur viðhorf samfé- lagsins til kvenna og kvennastarfa. Það er ljóst að konum í kennarastarfi fjölgar mjög á kostnað karla sem eru víðast hvar í mikl- um minnihluta í skólum landsins. Enginn vafi leikur á því að samhliða þeirri þróun lækka laun. Allt tal manna um jafnrétti kynjanna orkar sem kjaftæði meðan þannig gegnir. Það hefur verið skemmtileg lesning eða hitt þó heldur undanfarnar vikur, eftir að tekjur manna á síðasta ári lágu fyrir, að kynna sér laun þeirra manna sem samfélag- ið metur hæst til launa (sumir þeirra voru einu sinni kennarar). Þeim mönnum virðist ekki veita af tekjum sem eru 10-20 sinnum hærri en launaþrælanna. Mér er tjáð að sumarvinna þessara manna sé að nokkru leyti fólgin í því að reyna að tæma gjöful- ustu laxveiðiár landsins, og að þeir borgi ekki einu sinni brúsann sjálfir. Svo blasa náttúrlega sem fyrr við dæmin um þá sem engin laun virðast þiggja og því síður greiða gjöld - en virðast af neyslu sinni hafa tekjur á við heila ríkisstjórn. Þegar þetta er skrifað eru skólarnir að hefja störf sín. Nú streyma til starfa nem- ■endur sem heimta sitt réttilega og kennarar sem heimtuðu sitt réttilega, fengu leiðrétt- iingu nokkra og misstu að bragði - m.a. fyrir tilstilli þeirra manna sem sannarlega áttu að veita okkur brautargengi. Á ég þar við forkólfa ASÍ og BSRB. Frammistaða þeirra mun án efa draga þann dilk á eftir sér í launaþróun næstu ára að hugmyndin um að verða að sápu er bara ekkert fráhrind- andi. Eftir tveggja áratuga starf við kennslu blasir við að kaupmáttur launa minna hefur líklega aldrei verið jafn lýr. Án efa mun ráðamönnum takast að draga enn úr hon- um. Ég mun því krækja mér í enn meiri aukavinnu, sumarleyfi verður fjarlægur draumur, rauðvínstár lúxus, koníaksstaup óráðsía. En innst inni er ég enn að vona að eihn góðan veðurdag verði starf mitt metið að verðleikum; ég fái prýðileg laun og sumar- leyfi. Auk þess fái ég nokkra veiðidaga í dýrustu laxveiðiám landsins sem vinnuveit- andi minn, ríkið, greiði með glöðu geði eins og önnur fyrirtæki. Svona geta menn nú verið ferlega vitlaus- ir inn við beinið. P.S. Til að vera nú einu sinni jákvæður skal þess getið að við hjónin blésum í gær til kvöldvérðarboðs að heimili okkar. Tilefn- ið var það að við áttum fyrir matnum. Eftirtaldir sátu boðið: 1. Húsráðendur, við hjónin, sonur okkar, Haukur, og kötturinn Virgill, fress (fyr- ir aðgerð), gulbröndóttur Gestir 2. Kristinn Guðjónsson, forstjóri 3. og frú Soffía Magnúsdóttir, stud. phil. 4. Guðmundur Steinsson, rithöfundur 5. og frú Kristbjörg Kjeld, leikkona Opinbert fylgdarlið gesta 6. Ragnheiður Kristinsdóttir, nemandi 7. Kristinn Kristinsson, nemandi 8. _ Þórunn Guðmundsdóttir, nemandi Óopinbert fylgdarlið gesta 9. Skundi, hundur af Labradorkyni, gulur 10. Kúra, tík af Labradorkyni, svört. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.