Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 15
Með útsýni til allra átta úr kastalahóteli. Pousadas í Portúgal - paradores á Spáni - einstæð hótel á Pýreneaskaganum - Að kafa ofan i fortíðina eða söguna, er ofarlega á óskalista ferðamannsins. Portúgal og Spánn eru rík af sögu, sem hægt er að lesa sig í gegnum með því að skoða kastala þeirra, klaustur og óðalssetur. - En ekki er hægt að gera alla kastala og klaustur að minja- söfnum. Portúgalar og Spán- verjar kunnu ráð við því og breyttu þeim í einstæð hótel fyrir ferðamenn. Paradores á Spáni Árið 1926 kom Benigno mark- greifí með þá hugmynd að byggja sumarhús í Gredos-ijöllum fyrir Alphonse 13. konung, til að hirð- menn konungs gætu notið nátt- úrufegurðar og stundað veiðar. Markgreifínn hefði aldrei getað ímyndað sér, að veiðihúsið yrði fyrsta skrefið að stórkostlegum gististöðum fyrir ferðamenn. Hin- ir spönsku - paradores - eru ein mikilvægasta uppgötvun í ferða- þjónustu á þessari öld. í stórbrotinni náttúrufegurð, á sögulegum slóðum var köstulum, klaustrum og höllum breytt f - paradores - eða glæsihótel. Þrátt fyrir pólitíska ókyrrð, stóð spánska stjórnin alltaf fast við uppbyggingu á - paradores -. Gist- Borðað við arineld undir bergmáli frá kastalaveggjum, ing í - paradores - er nokkuð dýr, enda var lítið sparað við endurnýj- un þessara miklu miðaldamann- virkja. - Paradorarnir - eru allir með sérstætt andrúmsloft, hvort sem hótelið er nýbygging eða endurnýjað sögulegt hús. I höll, klaustri og kastala er haldið fast við upprunalegt svipmót. Sérréttir úr héraði bornir fram fyrir gesti og staðarvín framreidd. Pousadas í Portúgal Gistihúsin - pousadas - í Port- úgal eru með sama markmið. - Að reisa hótel á fögru landsvæði, sem laðar til sín útivistarfólk - eða á söguslóðum. - Pousadas - þýðir hvfldarstaður og allt and- rúmsloft, innan dyra sem utan, miðar að því að ferðamenn geti notið dvalar og hvflst. Portúg- alskir kastalar og klaustur hafa verið endurnýjuð til að mæta kröf- um vandlátra ferðamanna. Og allir gististaðirnir bera sín sér- kenni - um uppruna - eða svipmót síns landsvæðis. Gistiverði í - pousadas er mjög í hóf stillt, eins og reyndar allri ferðaþjónustu í Portúgal, og skipt- ist í þijá verðflokka eftir gæðum. Það má hvetja ferðamenn til að nýta sér hina sögulegu gistiþjón- ustu, báðum megin landamær- anna. í mildu haustveðri að fara í skoðunarferðir, taka „flug og bíl“ og flakka á milli pousadas eða paradores. Fyrir hina ríkari, Spánarmegin. Fyrir þá sem meira vilja halda utan um budduna, Portúgalsmegin. O.Sv.B. Á ferð um hálendið Gamla sæluhúsið á Hveravöllum Torfhúsin okkar eru óðum að hverfa. Kafli í íslandssög- unni með þeim. Erlendir ferðamenn, hingað komnir til að kynna sér land og þjóð, leita þau uppi. Margir þeirra staðnæmast við lítið hús á hálendinu, svo skemmtilega staðsett á gönguleið að Ey- vindarrétt og Eyvindarhelli, um 1 km frá byggð á Hvera- völlum. Gamla sæluhúsið á Hveravöll- um er hvorki notað né haldið við. Samt er það ekki svo'illa farið, að miklu þyrfti að kosta til að halda því við. Jafnvel mætti hugsa sér að gera það að litlu safni fyrir göngufólk að þessum slóðum, til að sýna hvemig búið var að þreyttum ferðamönnum þess tíma. Vikuna fyrir verslunarmanna- helgi í sumar voru 160 manns Morgunblaðið/ Vilhelm Gunnarsson samankomnir á Hveravöllum, eins og oft vill verða yfir há- sumarið. Margir þeirra, sem gengu á slóðir Eyvindar og Höllu, staðnæmdust við gamla sæluhúsið. Einn þeirra var Þor- kell Guðmundsson, 98 ára gam- all, kominn til að líta á húsið í fyrsta skipti frá því að hann reisti það 1922. Vilhelm Gunn- arsson var staddur við sælu- húsið, fannst þetta merkileg tímamót og tók Þorkel tali. „Ég sá um hleðsluna, segir Þorkell. En með mér voru þeir Halldór Bjömsson formaður og Helgi Sigurðsson, síðar hita- veitustjóri í Reykjavík. Húsbygg- ingin tók okkur þijár vikur, yfir hásumarið 1922; Við notuðum 5 hesta, sem við áttum sjálfir og fengum 50 aura á hest á dag. Mig minnir að sumarlaunin, ásamt gjaldi fyrir hestana, hafi verið um 300 kr. gamlar á mann. Allir vomm við í vinnu hjá íslenska fjallavegafélaginu, sem stóð fyrir byggingu hússins." Þorkell fæddist að Galtará ofan við Akranes, en bjó að Ing- unnarstöðum í Brynjudal, þegar húsið var reist. Gamla sæluhúsið þjónaði vel sínu hlutverki og saga þess tima má varðveitast í gömlu húsi, þó að nýtt sæluhús sé ris- ið, sem þjónar landkönnuðum nútímans. O.Sv.B. Þorkell Guðmundsson mættur við gamla sæluhúsið í fyrsta skipti frá því hann reisti það, sumarið 1922. LESBÓK MÖRGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.