Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 3
IggPiHf
ImJ [ö] g] [ö] [u] Lm] |il E | a| löl [11 [D [S (s)
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna-
son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Á forsíðunni er myndverk eftir Björgu Þorsteinsdótt-
ur listmálara og grafíker, sem heldur nú sýningu í
Listasafni ASÍ við Grensásveg á málverkum unnum
með olíukrít á pappír og vatnslitamyndum. Sjá nán-
ar um Björgu og list hennar á bls 8. Myndin á fors-
íðunni heitir „Jarðarspeglar" og er unnin með olíukrít
á pappír. Hún er 120x150 sm og máluð á þessu ári.
Kristín
Bjamadóttir, leikkona og skáld, býr í Svíþjóð núna.
Snemma sl. vor tók hún sér far til íslands með m/s
Reykjafossi og lýsir hvunndagslífínu um borð með
augum aðkomumanns og landkrabba norðan úr
Húnavatnssýslu.
Vínarborg
hefur verið á góðri leið með að verða að einskonar
tónlistarsafni með sinn mikla arf frá Vínarbúum
eins og Beethoven, Mozart, Haydn og Mahler - að
ógleymdum Strauss. Nú er hinsvegar mikil gerjun
og nýsköpun á ferðinni í Vínarborg og um þá þróun
skrifar Jósef Ka-Cheung Fung, nútímatónskáld, sem
býr bæði þar og á íslandi.
Bflar1991
Bílaumfjöllun Lesbókar er að þessu sinni um það
sem framundan er alveg á næstunni í bílaiðnaðinum.
Tækninni fleygir fram og nú er áherzlan ekki bara
á hraðskreið tryllitæki, heldur á „græna bíla“, sem
svo eru nefndir. Það eru bílar með hreinan útblástur
og verulegan hluta af efninu í þeim verður hægt
að endurvinna. Bílaframleiðslan er líka sífellt að
verða óháðari landamærum. Þeir japönsku eru
kannski framleiddir í Evrópu eða Bandaríkjunum
og fluttir þaðan til Japan.
HJÁLMAR JÓNSSON
Umkvörtun
Eftir fimmtíu ára dvöl
í Akrahreppi, eg má nú deyja
úr sulti, nakleika, kröm og kvöl;
kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.
Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur mega.
Guð veit, eg hef þar árin öll
erfíðiskröftum veikum slitið,
öreiga vildi forðast föll,
fældist því hvergi mæðustritið.
Líkaminn sýnir leifarnar
og lúamerkin á veiku holdi,
að eg sérhlífinn varla var
við hann, á meðan fjörið þoldi.
Hataði Ieti og óhóf allt,
einfalda lífið hentast þótti,
barmaði lítt þó blési kalt,
brauð til nágranna, skjaldan sótti.
Attræðum mér nú enginn sést
ávöxtur meir en letingjanna,
atvinnu þoli allan brest,
upp á svo kominn björgun manna.
En eg sé hvergi brauð né björg,
bæn mín er forsmáð gjörsamlega;
ellinnar skapraun mín er mörg,
mig sem umkringir alla vega.
Veröldin aldrei var mér góð,
vottaði æ sitt dyggðaleysi,
en á meðan eg uppi stóð,
ei gat hún varpað mínu hreysi.
Synjað er mér og settur hjá
sveitarstyrk þeim, sem aumir þiggja,
hjálparmanninn eg engan á,
úrræðalaus má flatur liggja.
Almáttkur faðir einn er til,
aðstoð mannleg þá flýr og dvínar,
til hans eg stöðugt vona vil,
veit hann og telur þarfir mínar.
Illa mig bar á ólánsstund
í þennan hrepp á fyrri árum,
hvar nú finnst engin mannleg mund,
mínum sem líkni gráu hárum.
í eymd minni eg svo útaf dey,
ei skal tefjast við kveðjur vina.
Haf þú nú, Akrahreppur grey,
heila þökk fyrir meðferðina.
Hjálmar Jónsson. f. 1796, d. 1875, löngum
kenndur við Bólu í Blönduhlíö, þar sem hann
bjó um tíma við mikla fátækt. Kvæðið orti hann
eftir að hafa fengið synjun um sveitarstyrk frá
hreppsnefnd Akrahrepps. Síöar birtist kvæðið
á prenti og varð til þess að aðdáendur skálds-
ins, einkum í Reykjavík, réttu því hjálparhönd.
Tsandkössum leikskólanna er tekist I
á um völd. „Pabbi minn er stærri |
en pabbi h.W‘ pr sígjjn Zr~*_
Iursklisja barna, sem æfa sig í
samanburðarfræðum, sem í sum-
um tilvikum þróast upp í meting
eða metnaðargimd. Metorða-
gimd er fyrst og fremst árátta
til að reyna að hefja sjálfa sig á loft með
tilvísun til hæfíleika eða kosta annarra.
„Þótt ég sé bara lítill kall skaltu vita það
að pabbi minn á miklu betri, flottari, dýrari
etc. bíl en pabbi þinn.“
Þetta datt mér í hug þegar ég las í blöð-
um um meting nokkurra bæjar/borgarstjóra
um laun sín. Þeir vildu (og fengu) hækkun
launa sinna vegna þess að „mín borg/bær
er stærri en hins og þess vegna á ég að fá
miklu hærri laun“. Var einhver að tala um
sandkassa?
Launahækkanir þessara litlu stráka vora
ekki 0,27% eins og þorri launafólks fær um
þessar mundir í samræmi við þjóðarsátt.
Nei, þeirra launahækkun nam sem svarar
mánaðarlaunum þorra launamanna, þetta
40-60 þúsundum á mánuði. Stjórastörf eru
að sjálfsögðu mikilvæg fyrir samfélagið.
Og stjórar eiga vissulega að fá mannsæm-
andi laun. Laun með öðrum orðum, sem
sæma mönnum.
En það eru bara önnur störf líka mikilvæg
fyrir samfélagið. Mat á mikilvægi starfa
hefur oft farið of mikið eftir tengslum starfa
við peninga. Því meiri peningar, sem starfið
kemur nálægt, því hærri laun. Eins og pen-
ingar séu það mikilvægasta sem hægt er
að miða við. Rökin fyrir háum launum eru
oftast byggð á hugmyndum um ábyrgð.
Bankastjórinn ber ábyrgð á svo miklum fjár-
munum að hann verður að fá há laun fyrir
vikið. Bæjarstjórinn veltir svo miklum opin-
berum fjármunum, því þarf hann að hafa
mikil laun.
A hinn bóginn em laun þeirra, sem bera
ábyrgð á lifí, þroska, leik og starfi þeirra,
sem eiga eftir að erfa landið, svo lág sem
raun ber vitni, vegna þess að þeir bera enga
ábyrgð. Les: bera enga ábyrgð á fjármun-
um! Þarna hefur orðið einhver hrapalleg
kórvilla í hugsun og röksemdafærslu. Hvaða
fjármunir eða peningar eða velta er meira
virði en framtíðarheill nýrrar kynslóðar?
Hvaða störf em í raun mikilvægari en
umönnun , eftirlit, kennsla og aðhlynning
barna og unglinga. Hvemig í ósköpunum
stendur á því að starfsfólk leikskóla, bæði
fóstmr og aðstoðarmenn, skuli vera með
einna lægst laun allra í okkar nútíma vel-
ferðarþjóðfélagi?
Treystir einhver sér til að standa upp og
lýsa því yfir að þessi störf séu ekki meira
virði en þetta? Getur borgarstjórinn í henni
Reykjavík komið með gild rök fyrir því að
laun starfsmanns á leikskóla súe ekki meira
en 50.000 króna virði á mánuði? Þorir bæjar-
sjórinn í Kópavogi að halda því fram að
hans ábyrgð sé meiri en nemur fímmföldum
launum aðstoðarmanns á leikskóla?
Svo vikið sé að sóma manna, hvar er
sómi þeirra manna, sem leyfa sér að
skammta laun annarra langt undir viður-
kenndum framfærslukostnaði einstaklinga?
Hvernig má það vera að þegar visitölufjöl-
skylda þarf um 190.000 kr. á mánuði til
að skrimta skuli opinberar stofnanir, eins
og bæjar- og borgarfélög, bjoða starfsmönn-
um sínum laun á bilinu 45-60 þúsund á
mánuði.
Það þarf tvo til, bæði til áð búa til börn
og núna til að sjá þeim farborða. Konur
börðust fyrir jafnrétti, þ.e. jöfnum rétti
beggja kynja til að vinna úti. Þær sögðu
réttilega að það ætti að vera valkostur hvers
einstaklings að vinna heima hjá sér eða
utan heimilis. Það væru sjálfsögð mannrétt-
indi. Nú er svo komið að þetta er ekki leng-
ur val. Nú verða báðir foreldrar að vinna
utan heimilis, hvort sem þeim líkar vel eða
illa, og í mörgum tilvikum þurfa þeir að
vinna miklu lengur en jögboðna dagvinnu.
Bara til að lifa. Leikskólar vora upphaflega
valkostur fyrir þá, sem kusU að vinna utan
heimils og greiða fyrir gæslu og uppeldi
barna sinna. Nú eru leikskólar nauðsyn.
Nú era leikskólar hluti af menntakerfí lands-
ins okkar. Fóstrur og aðstoðarfólk á leik-
skólum gegna einna mikilvægustu störfum
í samfélaginu, því meðan við eram að vinna,
oft myrkranna á milli, til þess að hafa í
okkur og á, gætir þetta fólk barnanna okk-
ar, snýtir þeim og skeinir, huggar þau og
hastar á, elur þau upp og kennir þeim góða
siði og reynir, vonandi, að aftra þeim frá
að byggja þá sandkastala valda og met-
orða, sem stjórar þessa lands virðast enn
lifa og hrærast í alla daga. Fyrir ofurtekjur.
HRAFN harðarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS '20. OKTÓBER 199(1 3