Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Qupperneq 8
á eftir. Þú sérð í land í klukkutíma og búið. Svo er bara himinn og haf ef þú sérð það þá fyrir þoku. Þegar við sigldum í septem- ber 1988, þá sáum við ekki í sjóinn úr brúnni. Ekki fyrr en við komum til Garðs- skaga. Það er leiðinlegt að sigla á veturna. Fyrir ís. Rekís og borgarís. Fleiri klukkutíma krókar fyrir ís.“ Hefur hvarflað að þér að hætta? „Já, oft. Oft ætlað að hætta. En hvað á maður að fara að gera? Hefur ekki einu sinni próf á öskubíl. Ég hef reynt að vera í landi. Eitt árið var ég á skrifstofunni. Það á bara ekki við mig. Að glápa á sömu gardínurnar dag eftir dag. Sitja á sama stólnum frá níu til fimm. Ég er þannig byggður að ég verð að vera á ferðinni." Jón segist líka hafa unnið í skemmu, það hafi verið skárra, en sé sjórinn einu sinni búinn að ræna mann skynseminni, þá skili hann henni ekki aftur. „Það er allt í lagi að læra þetta, en það getur ekki verið heilbrigt að eyða í það ævinni." Hann segist aldrei hafa slitið barns- skónum. Þeir hafi farið með hann í sveit öll sumur frá íjögurra til sautján ára ald- urs. Og hann fór í Hólaskóla. Þá var Gunn- ar Bjarnason skólastjóri og veturinn varð afdrifaríkur á annan hátt en margir höfðu hugsað sér. Hópurinn tvístraðist á miðjum vetri og Jón fór á sjóinn. Svo var það sjó- mannaskólinn. Og aftur var það sjórinn og er það enn ... „Það hefur margt breyst síðan ég byijaði og menn á rútuskipum taka sér meira frí, eru meira heima hjá sér en áður. Enda ekk- ert stopp í höfnum. í gamla daga var stopp- að í tvo, þrjá daga í hverri höfn, nú eru það tveir, þrír tímar. Ég myndi ekki vilja breyta því aftur. Ekki á mínum aldri. Mikið betra að ljúka þessu af. Eiga svo frí.“ Best að spyija þá sem eru yngri. Um það sem mig grunar að sé galdur. „Hvað heldur í mann? Ég veit það nú ekki. Kannski það að maður opnar ekki gluggabréf á hveijum degi. Ég veit það ekki. Hvað er það annað sem heldur okkur á sjó, Halli?" segir Lenni, þegar ég spyr hann niðri í messa. Og Halli segir að þetta byiji í ævintýraþrá og rugli, en maður sigli fyrir fríin. „Þú færð ekki vinnu þar sem þú gerir það jafn gott og ert svo ekki neitt að gera í hálfan mánuð, kannski mánuð.“ Lenni tekur undir: „Já, bara beint í frí, þarft ekki einu sinni að fara niður á höfn að horfa á skipið." Að baki liggja sögur, líklega jafn langar og ævi hvers og eins. Farmannssaga Lenna byijaði á Fjallfossi fyrir meira en tuttugu árum. En snemma átti hann sér draum um að verða sjómaður á fiskiskipi, byijaði seinna í skóla til þess. „Svo er ég kominn með fjölskyldu, fer að vinna í landi og lesa undir stúdentspróf á kvöldin. Það gekk bara ekki upp. Dæmið gekk ekki upp. Þá lofaði ég konunni minni að nú færi ég bara einn túr, kæmi svo í land. Það eru fimm ár síðan.“ Það er látið reka við Bjarnarey. Enginn lóðs í augsýn. Annað skip fyrir í höfninni. Eyjarnar snævi þaktar og bráðum fer Jón að bölva, af því enn þarf að láta reka. í messanum heitir það Háskóla-Ólsen, það sem þeir spila. Af því þá er hægt að breyta svo mikiu, segja þeir. Allir í galla, tilbúnir í vinnu. Það á að taka ísfisk í Eyjum. Komin úr vori yfir í vetrarríki. Það skell- ur á okkur lægð. Komin framhjá fuglaskeij- um og fiskeidisstöðvum. Ég hringi heim. Pabba hefur versnað yfir páskana. Bærir varla á sér. Ég stend í brúnni og horfi á kafaldið. Háseti kemur haltrandi. Það er Óli. „Vinn- andi menn geta meitt sig,“ segir hann með skrýtið bros í augunum. Hann fékk á sig gámaskó og er með bólgna rist. Það er bókað í brúnni. Sjórinn er lygn og ísland hvítt í ijarska. Eitthvað barnslegt grípur um sig. Órabland- in eftirvænting. Er ekki eitthvað sem getur gert kyrrðina áþreifanlega? Eitthvað til að sjá framúr. Horfa í gegnum. Ég stilli mér upp í eldhúsinu og horfí á brytann við störf sín, þar til ég veit það fer í taugarnar á honum. Og svolítið lengur. Eins og krakki. Drengurinn Gunni býðst til að bera þann halta á ball. Óla. Eins og í ævintýri, sem hann semur upp á nýtt. Lætur aðdragand- ann vera afdrifaríkan. „Svo þegar við kom- um á staðinn, greip okkur gínandi tómið." Stýrimaður stefnir á Reykjanestá. Leiðin tekur sinn tíma. Nú er það Miðnessjór og þarna er það sem fiskimenn kalla Garðsjó. Dagurinn flýtir sér ekki. Síðasti vetrardag- ur. Verður komið kvöld áður en við erum heima? Við landfestar þar. Ég veit ekki 'að systir mín er að horfa á skipið koma. Ekki fyrr en ég sé hana. Fyrst eins og lítinn depil og annan ennþá minni, inná Sundahöfn. Síðan eins og systur mína. Það er Stella. Sá litli er sonur hennar, Jón. Höfundur býr í Svíþjóð. Björg Þorsteinsdóttir Ljósm.Lesbók/Arni Sæberg. Töfrar eru lykilorðið að kom í ljós þegar rætt var stuttlega við Björgu Þorsteinsdóttur, að 11 ár voru liðin frá því ég átti samtal við hana í tilefni málverkasýningar og ég man að það var mikið um hörð og beitt form í myndunum hennar þá. Mér fannst þær Örfá orð um Björgu Þorsteinsdóttur og myndir hennar í tilefni þess að hún opnar í dag^ sýningu í Listasafni ASÍ við Grensásveg. dálítið kaldar, en ugglaust í góðu samræmi við þetta kaldasta ár aldarinnar, 1979. Síðan hefur margt breyzt í myndheimi Bjargar, því hún hefur verið iðin eins og konum er lagið og raunar er hún ein af tiltölulega fáum myndlistarmönnum, sem alveg lifa af list sinni. Það út af fyrir sig er afrek, því Björg hefur sannarlega ekki hlaupið eftir kröfum markaðsins, sem heimtar eitthvað sætt til afmælisgjafa, svo sem sjá má í sölu- búðum. Á þessum liðlega áratugi hefur sú breyt- ing orðið hjá Björgu, að hún hefur í vax- andi mæli lagt stund á málverk og teikning- ar, en án þess að sleppa hendi af grafík- inni. Og harðlínan, sem þá var áberandi, hefur vikið fyrir ljóðrænni mýkt. Núna sýn- ir Björg verk unnin með olíukrít á pappír, en einnig vatnslitamyndir. Þetta eru fag- mannlega gerðar myndir, sem bera vott um Eitt af verkum Bjargar á sýningunni, unnið með olíukrít á pappír. langa ræktun og mikla reynslu. Þær eru abstakt eins og annað frá hendi Bjargar til þessa. Kannski örlar á einu og einu minni, svo sem rómverskum glugga eðá húsgafli. Og myndin sem hér er prentuð, gefur hug- mynd um miðaldaborg með turnum. En flestar eru myndirnar alveg óhlutbundnar og raunar sjálfsprottnar eftir því sem Björg segir. Með því er átt við, að þær verða til í meðförunum, án þess að fyrir liggi ákveð- in hugmynd, eða unnið sé eftir frumkasti eða skissu. Þetta er aðferð, sem mörgum hefur orðið notadijúg og sumir segja, að þá komi undirvitundin til skjalanna og hjálpi manni við verkið. Það er einkum í Ijóðrænu abstraktmál- verki að þessari aðferð er beitt. Mér þykir líklegt að myndir Kristjáns Davíðssonar verði til á þann hátt og ég hef vissu fyrir því, að þannig vann Jón Engilberts sínar mögnuðu abstraktmyndir. Olíukrítarmyndir Bjargar eru þó frá- brugðnar þeim í þá veru, að hún byggir meira á línunni. Ekki hélt hún þó að það væru áhrif úr grafíkinni. Og í sumum verk- anna hafa sterkar útlínur alveg vikið fyrir flæði litarins. Mér fannst áhrifin af þessum myndum bera þess vott, að höfundurinn væri borgarbarn og sækti sína hvatningu í borgarlíf fremur en náttúruna. Björg stað- festi að það væri rétt. Hún var við nám í París og hefur oft verið þar síðan, til dæmis í Kjarvalsstofu. París á mikil ítök í henni eins og vonlegt er. Björg vann einnig um tíma í norrænu vinnustofunni í Róm, sem nú er ekki lengur hjá Spánartröppunum, heldur flutt út í Trastevere, gamla hverfið handan Tíberfljóts. Það stóð einmitt í sambanBi við veru Bjargar í Róm, að tal okkar barst að Giotto og öðrum miðaldamálurum á Ítalíu, sem ég hef lengi dáð og varið lengri tíma til að skoða á söfnum en margt annað. Það kom í ljós, að þessir löngu liðnu listamenn áttu aðdáanda í Björgu einnig og hún nefndi, sem ég held að sé rétt, að þeir eru merki- lega nútímalegir og abstrakt í sinni mynd- hugsun og litarnotkun. í framhaldi af því spurði ég Björgu svo stórrar spurningar, að ég ætlaðist ekki til að fá svar, nefni- lega: Hvað er þýðingarmest af öllu í mynd- list? Björg svaraði næstum því án þess að hugsa sig um: „Það eru töfrar“. Ég held að betur verði því ekki svarað með þremur orðum. Töfrar í þessu sambandi eru sama og þegar sagt er á sumum erlendum tungu- málum, að eitthvað sé magískt. Þá er um leið verið að tala um einskonar galdur. Og það er mergurinn málsins. Gott myndlistar- verk er með einhveijum hætti gætt galdri eða töfrum. Slíkt verður ekki með orðum skýrt. Þar verður þetta svokallaða skynsam- lega vit að vera hlutlaust og láta þá upplif- un tilfinningalífinu í hendur. Gísli Sigurðsson. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.