Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Qupperneq 15
ál-, pappa- eða sellófanumbúðir utan um mat nauðsynlegar og plastpoki að auki? Framleiðsla álumbúða krefst mikillar orku. Endurvinnsla þeirra er enn skammt á veg komin. Forðist því að kaupa drykki í ál- dósum. Notið glerflöskur heima og ílát, t.d. hitabrúsa, í ferðalög. Sérstök ábending Takið ekki ónauðsynlegar um- búðir með ykkur heim þegar þið gerið innkaup. Fáið framleiðendur til að hugsa sinn gang. Að kvöldi geta mörg fegurstu útivistarsvæðin líkst öskuhaugum á sama tíma og bæði þið og þeir sem á eftir ykkur koma, vilja njóta óspilltrar náttúru. Takið allan úrgang með ykkur. Gerið ykkar til að halda óbyggð- unum hreinum. Gömul Alparegla í fjallaskálum, sem aðeins fót- gangandi kom- ast að, er sjálf- sögð regla að göngufólk taki allan úrgang með sér niður í dal. Rafhlöður (t.d. úr mynda- vélum) eru mjög hættulegar fyrir umhverfið. Um allt Austurríki (á ferðamannastöðum og i verslun- um) eru sérstök ílát fyrir notaðar rafhlöður. Takið úrgang með ykkur heim aftur. Hávaði „Að fara á vit náttúrunnar“ felur í sér að losna undan þeim hávaða sem umlykur okkur daglega. Við vilj- um hvíla okkur. Allir hafa sinn hátt á að gera Hávaði getur gert það, en við verð- ^lg veikan- um að taka tillit til fólks og dýra í kringum okkur. Taktu ekki útvarp með þér í gönguferðir eða niður á strönd. Nágrannar þínir eiga rétt á friði og kyrrð. Ef þið getið ekki verið án tónlistar, takið þá vasaútvarp með heymartækjum. Talið ekki hátt til að trufla fugla á hreiðrum eða villt dýralíf. Náttúran Margar plönt- ur eru friðaðar. Veggspjöld og leiðarvísar sýna ykkur hverjar þær em. En margar plöntur eru líka undir- staða fæðu fyrir skordýr og fiðr- Traðkið ekki niður lldl, þo þær seu viðkvæman gróð- ekki friðaðar. ur. aftur, ef hann er troðinn niður og eyðilagður. Sérstök ábending Reynið gönguferð undir leið- sögn. Þannig lærið þið meira um villtan gi’óður og dýralíf og heyrið líka skemmtilegar sögur um hér- aðið og fólkið sem þar býr. Leggið ekki bílum ykkar hvar sem er. Náttúran jafnar sig ekki auðveldlega af skemmdum frá hjólförum sem orsakast vegna leti. „Akstur utan vega og merktra vegaslóða“ heitir merkur bækl- ingur sem Náttúmverndarráð, Vegagerð ríkisins og 'fleiri gáfu út í ár. Þar er m.a. varað við akstri yfir mosabreiður, sem em sérkennandi fyrir íslenskt gróður- lendi. Margir útlendir ferðamenn falla í stafi yfir fegurð og litadýrð íslenska mosans. En hann er mjög viðkvæmur og hjólför sjást lengi í honum jafnvel 50 ámm eftir að ekið var síðast yfir hann. Oddný Sv. Björgvins Njótið náttúrunnar. Horfíð, hlustið, fínnið ilman og þreifið á. En leyfið plöntunum að vera kyrr- um í sínu náttúrulega umhverfi. Tínið eins mikið af beijum og sveppum eins og ykkur lystir. En er paradís sumar- leyfum og framtíð okkar. Ifjólför sjást í mosan- um, jafnvel 50 árum síðar. skerið alltaf sveppina af með hníf svo að þið eyðileggið ekki rótina. Haldið ykkur á göngustígum. Háfjalla- og óbyggðagróður er viðkvæmur. Það tekur langan tíma fyrir hann að ná sér á strik VELKOMIN í ríki náttúrunnar VIÐ STÁTUM okkur af því að búa í einu hreinasta land í heimi. Vissulega eigum við margt sem ætti að auðvelda okkur það; hreint vatn, ómeng- að loft, stijálbýli og fjarlægð frá stóriðjuverum meginlands- ins. En margar Evrópuþjóðir eru okkur miklu fremri og við eigum ótrúlega langt í land, einkum hvað varðar almenna umgengni á útivistarsvæðum eins og fram hefur komið áður í blaðinu og almenna virðingu gagnvart sjálfum okkur og umhverfinu. Iijallgöngu um almenn úti- vistarsvæði í Austurríki, komst undirrituð ekki hjá því að veita eftirtekt, að hvergi sást pappírssnifsi, sígarett- ustubbur eða bjórdós. Samt gengu þar um garða þúsundir unglinga og fullorðinna, bæði austurrískir sem og erlendir ferðamenn. Hvemig fara þeir að því að halda náttúrunni svona hreinni? Austurriskt landverndarrit ber titilinn „Ég er paradís þín í sumar- leyfum og framtíð okkar.“ í kynn- ingu er m.a. rætt um þær skyldur sem hvíli á þjóðinni gagnvart sínum afkomendum og gestkom- andi að viðhalda auðlindinni hreinni og óspilltri náttúru. Síðan er rakið hvað ferðamenn geti gert til hjálpar. Nokkrar ábendingar eiga fullt erindi til okkar. Úrgangur Umbúðir eru um 50% af dag- legum úrgangi. Þær kosta okkur ekki aðeins fjár- útlát. Þær geta líka verið heilsu- spillandi. Kaupið ekki fæðu í dýrum umbúðum. Eru í stað öskuhauga. ■ Hreinir fjallstindar Fjörlegt spænskunám á Spáni í gamla háskólabænum Salamanca Frá Palza Mayor í Salamanca. Spánn er trúlega það land sem dregið hefur til sín flesta íslenska ferðamenn. Sumir fara þangað ár eftir ár. En hve margir þeirra tala spænsku eða hafa kynnt sér spænska menn- ingu? Spænska er annað mest talaða tungumál í heiminum og það getur verið leikur einn að læra hana á Spáni. Málaskólinn don Quijote gefur öllum aldurs- hópum kost á líflegu spænsku- námi og veitir um leið innsýn í daglegt líf Spánverja í gömlu háskólaborginni Salamanca. Don Quijote-skólinn var opnaður í júní 1989 og síðan hafa yfir 700 manns af 20 þjóðernum stundað nám þar. Og þar mætast jafnt sextugir sem tvítugir frá Japan, Rússlandi, Nýja Sjálandi sem og Bandaríkjunum. Skólinn leggur áherslu á að kenna spænsku í hjarta Spánar, þar sem spænskar hefðir ríkja og nemendur geta reikað innan um sögulegar bygg- ingar og drukkið í sig andrúms- loft háskólahverfis, en 3 háskólar eru í bænum, að meðtöldum þeim elsta á Spáni, frá 1218. Þrjár dómkirkjur, kastalar og róm- verskar brýr prýða bæinn, enda er Salamanca gamalt rómverskt virki, „borg turnanna" handan Tormes-árinnar — eða La Dorada, „gullna borgin“, en gylltur bjarmi er yfir skrautlegum byggingum sem eru reistar úr gulum sand- steini. Salamanca, með sína 170 þús- und íbúa, geymir borgarmenn- ingu, en líka andrúmsloft þorps- ins. Allir hittast á aðaltorginu, sem þykir eitt hið fegursta á Spáni, og Don Quijote er í nokk- urra mínútna göngu þaðan. „Sam- komustaður fyrir nemendur, frek- ar en skóli með hefðbundnu bekkj- arsniði," segja forsvarsmenn skólans. Nemendur horfa á mynd- bönd og rabba saman „á spænsku" um efni þeirra. Syngja saman í tímum, fara á þjóðlaga- kvöld, á krána eða dansa saman með kennurunum, sem skipu- leggja líka og fara með nemendur í skoðunarferðir um hveija helgi. í Salamanca er töluð kastilíska, sem er opinber mállýska á Spáni, svo nemendur geta gengið beint út á götuna og æft sig. Og það má ýmist búa hjá spænskum f öl- skyldum, í íbúðum með öðrum nemendum eða vera í eigin her- bergi. Dvöl er allt frá 1 viku upp í 9 mánuði. Hægt að velja um einkakennslu, fáa í bekk eða hóp- kennslu. Don Quijote er opjnn allt árið. Nemendur eru sóttir til Madrid á sunnudögum í upphafí hverrar skólaviku. Don Quijote er líka með skóla á Malaga. Verðdæmi: Skóladvöl í 4 vikur með hálfu fæði kostar tæpar 26.000 krónur. Nánari upplýsing- ar fást hjá: Don Quijote Instituto Int- ernacional de Idiomas, Plaza de la Libertad, Apartad de Correos 333, 37080 Salamanca, Espana. O.Sv.B. Nemendur í öllum gluggum á Don Quijote í Salamanca. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. OKTÓBER 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.