Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 10
A. og hina íhaldssömu ímynd, sem Vínarborg hefur fengið í hugum manna. Þeir hafa beinlínis sett borgina á annan endann til að snúa þessari þróun við, því að tónlist er svo inngróinn og mikilvægur þáttur í lífi þeirra, sem hér eiga hlut að máli. Hér eru á ferðinni hugmyndasmiðir, skipuleggjend- ur, listamenn, styrktarmenn og áheyrendur, sem hafa á þessum stutta tíma, sigrast á öflugri íhaldssamri andstöðu og endurskap- að móttökuskilyrðin fyrir nútímatónlist í Vín. Það sem hingað til hefur verið af skorn- um skammti og í hálfgerðum felum, er 'nú orðið að sumum meiri háttar árlegum, opin- berum tónlistarviðburðum borgarinnar. Nú eru haldnar tvær nútímatónlistarhá- tíðir árlega, á þeim 9-10 mánuðum, sem tónleikahald er í gangi. Önnur heitir „Öster- reich Heute“ (Austurríki í dag), og er haldin í febrúar. Hin heitir „Wien Modern" (Vínar- borg nútímans), og er haldin í október. Og ef með eru taldir aðrir nútímatónlistarvið- burðir á öðrum árstímum, eru að minnsta Beethoven, Mozart og Mahler - þrír snillingar úr tóniistarsögunni, sem allir störfuðu í lengri tíma í Vínarborg og eiga þátt í arfinum, sem sumum finnst að hafi gert borgina að „tónlistarsafni“. kosti einir tónleikar á fjögurra daga fresti, sem eru eingöngu helgaðir nútímatónlist. Þetta gerir Vínarborg eina af þeim borgum, sem standa fremstar í flokki, þar sem um er að ræða fjölbreytt úrval nútímatónlistar fyrir áheyrendur. „Österreich Heute“ býður aðeins upp á tónlist núlifandi austurrískra tónskálda. Á undanfömum ámm, eða frá því um haustið 1986, hefur þar verið leikin tónlist, bæði eftir hin eldri og þekktari tónskáld og ung tónskáld, undir 35 ára aldri, en eru að mestu óþekkt, bæði af gagnrýnendum og áheyrendum. Þessi hátíð hefur verið haldin á öðrum helsta tónlistarvettvangi Vínar, Konzert- haus. Stjómandi þess, Alexander Pereira, sem er jafnframt óþreytandi við að sjá um aðalskipulag „ÖH“ og tekur einnig þátt í NÁZIM HIKMET Næturljóð til Ijúfunnar minnar Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Það er svo gott að mega muna þig þó mörg berist fregn af dauða og sigurgöngu og ég hér fangi fertugur orðinn fyrir margt löngu ... Það er svo gott að mega muna þig marggleymda hönd á bláu sængurveri og hársins gljúpu reisn sem minnir mig á moldina kæru heima í Istambúl. .. Líktog vakni annar maður í mér að mega þér unna sem blágresisilmur loðandi lengi á höndum lágsólarylur vermandi fegið holdið ellegar kolniðamyrkur klofið eldrauðum röndum ... Það er svo gott að mega muna þig mega skrifa þér línu leggjast uppí bálkinn minn og muna eftir þér muna orð sem einhvemtíma forðum léstu falla finnast merkingin gleymd geta þó munað hljómkyngi þess alla . .. Það er svo gott að mega muna þig má ég nú ekki tálga handa þér skrínu ellegar skrautlegan hring skal líka vefa þér klæði úr silki fínu. En helst þó spretta framúr fingrum læsa um fangelsisrimlana hér og hrópa það útí heiðríkt mjólkurblátt frelsið sem hef ég í laumi verið að skrifa þér.. . Það er svo gott að mega muna þig þó mörg berist fregn af dauða og sigurgöngu og ég hér fangi fertugur orðinn fyrir margt löngu.... Tyrkneska skáldið Názim Hikmet sat lengstaf fangi vegna skoðana sinna. Mörg af fegurstu kvæðum hans eru nokkurs- konar bréf til eiginkonunnar úr þeirri fangavist. Þetta er eitt þeirra Ijóða. að skipuleggja „WM“, hefur að markmiði „að stuðla að því að leysa gáfur úr læðingi". Og hann ætlar sér að halda þessari til- raun áfram, fram til ársins 1991, þrátt fyrir hina viðtæku skoðun, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Tilgangurinn er að mýkja dálítið hina íhaldssömu tón- listarhefð og koma á sambandi milli tón- skálda, tónlistarmanna, fjölmiðla og áheyr- enda og skapa hjá þeim gagnkvæma for- vitni. Hann vill komast að því, hvað er að gerast með þjóðinni og reyna að læra af því sem hann uppgötvar í þeim tilgangi að halda austurrískri tónlistarhefð lifandi. Þarna vom málþing, fyrirlestrar, vinnu- fundir, óformlegar matarveislur, þar sem tónskáld og áheyrendur fengu tækifæri til að hittast. Einnig tónleikar, m.a. maraþon- tónleikarnir „Hin langa nótt hinna nýju hljóða" og tónleikaröð, sem bar heitið „Ung tónskáld klukkan hálf sex. Flestir tónleik- arnir fengu þó nokkra aðsókn og þar ríkti oft andrúmsloft samkenndar og eftirvænt- ingar, nú þegar allri þessari neðanjarðar- starfsemi var hleypt upp á yfirborðið fyrir hvern sem heyra vildi. Enda þótt tónlistin sjálf væri misgóð, vom flytjendur hennar yfirleitt fyrsta flokks tónlistarmenn. „Wien Modern“ er jafnvel ennþá dýrari og umfangsmeiri tónlistarhátíð, og fer fram við bestu hugsanlegar aðstæður. Þama em langar kynningar á 4-5 heimsþekktum tón- skáldum síðustu 70 ára og verkum þeirra, og er að minnsta kosti eitt þeirra austur- rískt. „Wien Modern" hefur fjárhagslegt bolmagn og/eða er nægilega virðuleg til að geta leitað til sumra bestu hljómsveita og einleikara heims. Listrænn stjómandi „Wien Modem“ er Claudio Abbado, aðaltónlistarstjómi Vínar- borgar og tónlistarstjrói Ríkisópemnnar í Vín. Hann hefur varið gífurlegri orku til þess að blása lífí í hátíðina og hefur síðan notið stuðnings borgarstjórans í Vín, Dr. Helmut Zilk. Hugmyndin á bak við „Wien Modern" er sú að breyta meðvitund Vín- arbúa þannig, að þeir líti ekki lengur á sig sem fulltrúa liðins tíma og á Vín sem íhaldss- ama tónlistarborg, heldur verði tónlist 20. aldar þar fullur sómi sýndur. Þarna á ekki að frumflytja verk, sem síðan falla í gleymsku, heldur á að festa í sessi eftirtekt- arverð verk, sem hafa varanlegt gildi. Byijað var að vekja athygli almennings á þessari hátíð meira en 10 mánuðum áður en fyrstu tónleikamir vom haldnir og fyrir- lestrar um tónskáldin og þau verk, sem átti að flytja hófust nokkrum mánuðum fyrir hátíðina. Höfundur þessarar greinar hefur ekki orðið vitni að jafn glæsilegum og vön- duðum undirbúningi annars staðar. Reglan er sú, að tónskáldið sjálft skuli ævinlega vera þungamiðja tónleikahaldsins. Þannig flutti t.d. hvert tónskáld fyrir sig, fyrirlestur um tónlist sína, og gaf áheyrend- um þannig tækifæri til opinnar umræðu um verkin. Á tónlistarhátíðinni 1988 var flutt tónlist eftir Pierre Boulez (franskur), György Kurtág (ungverskur), György Ligeti (aust- urrískur ríkisborgari), Luigi Nono (ítalskur) og Wolfgang Rihm (þýskur og yngstur þess- ara fimm). Á seinni „Wien Modern-hátíðinni bættist við kynning á myndlist, höggmynda- list, bókmenntum, leikhúsi og ballet 20. ald- ar, auk flutnings á tónlist eftir Bmno Mod- ema (ítalskur), Karlheinz Stockhausen (þýskur), Sofíu Gubaidulinu (rússnesk) og Friedrich Cerha (austurrískur). Þarna var einnig kynnt tónlist eftir hina ungu Aust- urríkismenn Hérbert Willi, Karlheinz Essl og hinn svissneska Beat Furrer sem lengi hefur búið í Austurríki. Hátíðarblærinn, sem var á þessum fyrstu hljómleikum, benti til þess, að nú væm mnn- ir upp nýir tímar fyrir tóniistarlíf í Vínar- borg. Þarna voru tónleikar með elektr- ónískri músík og uppfærslur, þar sem leik- list og tónlist er blandað saman. Auk þess mátti heyra bæði söng- og hljóðfæratón- leika. Áheyrendur vom gersamlega heillaðir af tónlistinni og uppselt var á flestalla tón- leika hátíðarinnar. Svo að nú má segja, að vönduð nútímatónlist eigi sér ömgga fram- tíð, að minnsta kosti í Vínarborg. Nútíminn virðist nú hafa haslað sér völl í tonlistarlífinu á flestöllum sviðum. Ríkis- óperan í Vín hefur tryggt sér nýjar óperur eftir Ligeti, Rihm og Furrer, og enn ein tónlistarhátíð, sem ber heitið „Tónar og andhverfír tónar“, er á döfínni, þar sem flutt verður efni frá hinum ólíkustu menn- ingarheildum. Þarna verður flutt tónlist frá ýmsum fjarlægum heimshornum, auk marg- víslegrar neðanjarðartónlistar. Það eina, sem má ef til vill segja, að enn skorti, er tónlist frá hátæknisviðinu (high-tech sonic), en þar eiga Vínarbuar enn margt ólært. Höfundurinn er tónskáld sem býr á íslandi og starfar á alþjóðavettvangi. PÁLMI EYJÓLFSSON Vid Sundin Vestur í flóa er sólin sigin í haf, við sjónarrönd er jökulhjálmurinn hvítur. A opnu hafmu glóandi geislatraf og góðviðrisskýjaslæðu þitt auga lítur. í kvöld tekur Esjan á sig blásvartan blæ borgarprýðin, sem drottning í norðrinu stendur, en dimmgræn Viðey sefur í lygnum sæ, á sundinu móka rólyndislegar endur. Og litlir bátar leggja út á sléttan sjó, en langferðaskipin kveðja höfnina síðar. Miðnættið á þessa mildu heillandi ró, á morgun birtist þér Esjan með grænar hlíðar. Höfundur býr á Hvolsvelli. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.