Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1990, Blaðsíða 5
/
'
Hús Jóns Trausta rithöfundar á nr. 15. Trjágarðurinn er verk hans.
urt skilti. Á því stendur að hér sé vinnu-
stofa Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og
hér bjó hann lungann úr ævi sinni, skar þar
út á vinnustofu sinni og hjó í stein sínar
fögru myndir. Múrhúðaða timburhúsið reisti
annar mikill listamaður og dó þar í spönsku
veikinni 1918. Það var Guðmundur Magnús-
son, öðru nafni Jón Trausti rithöfundur.
Valtýr Stefánsson ritstjóri skrifaði einu
sinni svo um heimili Jóns Trausta:
„Kunningi Guðmundar, sem lengi bjó í
húsi hans við Grundarstíg 15, segir svo frá.
En það hús byggði hann, og þar áttu þau
hjónin, Guðrún Sigurðardóttir og hann,
snoturt heimili. Efnin voru aldrei mikil. ..
Betri sambýlismann en Guðmund Magn-
ússon gat ég ekki hugsað mér. Alltaf jafn
hæverskur og lítillátur. Þó krakkamir í
húsinu gerði hinn mesta hávaða og ég óttað-
ist að þau trufluðu hann við ritstörfín, var
hann svo niðursokkinn í sínar eigin hugsan-
ir, að hann útilokaði sig frá utanaðkomandi
áhrifum. Enda kvartaði hann aldrei um
ónæði, á hveiju sem gekk.
Hann kom heim úr prentsmiðjunni klukk-
an 4 eða 5 eftir hádegi og settist þá að
jafnaði við skrifborð um stund. Hann vann
í Gutenbergprentsmiðjunni. En um klukkan
7, er heimildarmaður minn kom heim frá
vinnu sinni, var Guðmundur oftast nær far-
inn að æfa sig á orgel. Því á þessum árum
lagði hann stund á orgelspil, keypti sér hljóð-
færi án þess að kunna nokkuð til þeirra
. hluta og æfði sig síðan án tilsagnar og sótt-
ist það vel, sem annað er hann fékkst við.
Mjög oft sat hann svo við skriftir eða
lestur fram á nætur.
Garð ræktaði hann við hús sitt á Gmnd-
arstíg og vann að öllu leyti að því sjálfur.
En svo rúman tíma hafði hann við garð-
yrkjustörfín, að ef einhver kunningi hans
fór um götuna, var honum ekkert kærara
en að þeir kæmu í garðinn til hans og hann
gæti rabbað við þá og sýnt þeim það sem
óx þar og dafnaði.“
Já, Jón Trausti hefur verið ótrúlegur
maður. Hann vann ávallt fullan vinnudag
sem prentari og er því með ólíkindum
hversu mikið liggur eftir hann sem rithöf-
und. Samt hafði hann nægan tíma eins og
ofangreind frásögn ber með sér og enn eru
tré hans í garðinum.
í þessu húsi bjuggu líka um nokkurra
ára skeið systkinin Ásta málari Ámadóttir,
Ársæll bókbindari og Magnús myndlistar-
maður.
SÖGUFRÆGAR PERSÓNUR
í SÍLOAM
Bak við húsið númer 15 er einlyft timbur-
hús, vel falið frá götunni og þetta hús ber
það sérkennilega nafn Sílóam. Það var vígt
sem trúboðshús árið 1907 og trúboðinn var
Samúel Ó. Johnson frá Krossi í Mjóafirði.
Seinna bjuggu ýmsir frægir menn í Sflóam
og Hannes Sigfússon rithöfundur var þar
um skeið sem barn. Við skulum nú gefa
Sílóani, gamla trúboðshúsið, sést hvergi
prófessor og Einar Benediktsson skáld.
Björgu, dóttur Ríkharðs myndlistarmanns,
orðið, en hún rifjaði nýlega upp æsku sína
í blaðaviðtali:
„Bak við húsið í Sílóam bjó séra Árni
Þórarinsson ásamt fjölskyldu sinni. Hann
kom daglega heim, það var alveg sama
hver kom til dyra, alltaf sagði séra Ámi:
„Er hann heima?“ jafnvel þó pabbi kæmi
sjálfur til dyra. Pabbi gerði mynd af séra
Árna, mjög skemmtilega. Einu sinni kom
séra Árni og sá myndina og spurði: „Hver
er nú þetta?“ „Þetta er prestur," svarar
pabbi. „Allan andskotann geta þeir notað ,
fyrir prest,“ sagði þá séra Árni.
í Sílóam bjó einnig Einar Benediktsson
skáld um tíma hjá systur sinni, Kristínu,
sem kenndi mér á píanó. Hún hafði verið
gift Árna Pálssyni prófessor en þau skildu
fljótt. Hjá Kristínu bjó Einar í pínulitlu her-1
bergi þar sem ekkert komst fyrir nema rúm-
ið hans sem var gyllt með hnúðum á. Þar
lá hann oft illa drukkinn."
SlGGUKOT OG HÖLL
Thorsbræðra
Á Gmndarstíg 17 var á síðustu öld gam-
all torfbær sem ýmist var kallaður Suður-
kot eða Valgarðsbær. Rétt fyrir aldamót
reisti Friðsteinn G. Jónsson þar timburhús
sem kallað var Skálholt en nú er þar fúnkis-
hús frá kreppuárunum. Frá um 1920 bjó
hér Hallgrímur Jónsson kennari og skóla-
stjóri, sem áður bjó á númer þrjú, og enn
búa dætur hans, Ánna og María læknir, í.
húsinu.
Á Grundarstíg 19 er einlyft timburhús
með háum kjallara og risi, byggt árið 1905
frá götu. Þar bjuggu þeir Árni Pálsson
af Magnúsi Stephensen frá Viðey enda heit-
ir þetta hús Viðey. Þarna bjuggu Stephen-
senar lengi.
Á Grundarstíg 21 var á síðustu öld pínulít-
ill bær sem hét Siggukot í daglegu tali en
Sigríðarstaðir á skýrslum hins opinbera. Þar
bjó Sigríður nokkur Jónsdóttir sem gætti
kúa Reykvíkinga í Vatnsmýrinni. Nú er
þama einlyft timburhús frá því fyrir alda-
mót sem heitir Skáli. í því bjó lengi Gísli
Jóhannsson verslunarmaður og fjölskylda
hans.
Þá er aðeins ótalið við Grundarstíg stóra
steinhúsið sem hýsti Verslunarskólann til
skamms tíma. Það var reist af Thorsurum
og þar bjuggu á árunum milli 1920 og 1930
bræðumir Kjartan, Ólafur og Haukur Thors
og stýrðu togarafélaginu Kveldúlfi með
styrkum höndum. Kjartan Thors bjó á
fýrstu hæð, Ólafur Thors á annarri og Hauk-
ur Thors á þriðju. Bak við hús var hesthús
mikið sem þeir bræður áttu og ekki skorti
þjónustulið. Þar voru hestasveinn, einkabíl-
stjórar, sendisveinar og vinnukonur. Og
margir lögðu leið sína þangað til þess að
þiggja aflóga föt eða matarbita og fáir fóru
bónleiðir til búðar. Árið 1931 var hús þeirra
Thorsbræðra keypt undir Verslunarskóla
Islands og þar var skólinn þar til nú fyrir
fáeinum árum. Gatan glumdi því á veturna
af galsa og gleði Verslinga sem settu mik-
inn svip á hana.
Höfundur er sagnfræðingur.
VALDIMAR LÁRUSSON
Horft um öxl
Þú situr við gluggann,
sólin hnígur til viðar,
senn lokar dagurinn brá.
Það húmar að kvöldi.
Hugurinn reikar, þú hugsar
til liðinna daga.
Varstu hamingjusamur?
Það reyndist önnur saga!
En lítirðu um öxl
og líf þitt af sanngirni skoðar,
er líklega margt, sem þú vildir
á annan veg hafa,
en sérð nú, máske of seint
að hefði mátt laga.
Þó sjaldnast það hafi
verið öðrum til baga.
Ef ættirðu kóst á
aftur að byrja að nýju,
hvað er það þá helst,
sem þú vildir af einlægni breyta?
Þú leitar í hug þínum,
heldur þig fmna svarið.
Ert hreint ekki viss,
svo þú getir tekið af skarið.
Já, svona er nú lífið,
þá litið til baka verður,
Ijósi og skuggum bregður
að sjálfsögðu fyrir.
Nú er lífskertið næstum brunnið
niður í botn á þess stjaka.
Er þá nokkurs um vert
að skyggnast um öxl og til baka?
Höfundur er leikari og fyrrv. lögreglu-
maður i Kópavogi. Ljóðið er úr nýrri
Ijóðabók hans sem heitir „Rjálað við
rím og stuðla".
SVEINN ÓSKAR SIGURÐSSON
Rauði dauðinn
Hnefar Kraftur þeirra Hamar Sigð Skilnaður Gaddavír Grátur Látin ást
Fegurð Ást og trú Jafnir Öreigar Lífið Leikfangið íhöndum Herranna
Fórnir Sálirsvifu Brottrækar Af jörðu Opnun Grátur Sálirsigra Veldið
Hungur LítiIIækkun Lenín Stalín Sjáið Veröldina Sem var Þarna
Félagar Fullir haturs Blóðguðu Frelsið Til eru Hnefar Hann er til enn Rauði dauðinn
Höfundur er nemi í Háskóla íslands.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. OKTÖBER 1990 5