Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Page 2
Nýtt töfraorð
í íslenzku
Þegar menn rekur í vörðurnar í mæltu
máli, eða þurfa andartaks frest til að
hugsa næstu setningu, hefur löngum
verið gripið til þess að segja hérna, og
ef setningin lét á sér standa, gat þetta
orðið og hérna - og hérna - og héma.
Þetta gat orðið dulítið þreytandi og
tilbreytingarlaust í útvarpinu og sjón-
varpinu, en á blöðunum er frekar reynt
að pússa og lagfæra það sem menn
láta út úr sér og þá er þessu að sjálf-
sögðu sleppt. Það er merkilegt, að eng-
inn hefur í staðinn sagt þarna, sem
hefði verið ágæt tilbreyting, svona í
annað hvert skipti.
Nú þarf hinsvegar ekki að hafa
áhyggjur af því. Komið er til skjalanna
nýtt töfraorð, sem gerir hérna gersam-
lega úrelt og héðan í frá tekur enginn
sér það í munn lengur. Nýja töfraorðið
er SEMSAGT. Þar hefur verið búið
eitt orð úr tveimur; upphaflega var
þetta sem sagt, en fáir eru svo skýr-
mæltir, að þeir fari að skipta nýja töfra-
orðinu í tvennt, enda alger óþarfí og
tímasóun.
Aðeins einstaka málvöndunarmenn
eru svo agaðir, að þeir segi sem sagt,
ef þeir á annað borð bera sér það í
munn. Aftur á móti er ótrúlegur fjöldi
manna, lærðir og leikir úr öllum stétt-
um og af báðum kynjum, sem varia
geta stunið upp setningu án þess að
skjóta inní hana töfraorðinu, sem oft-
ast er orðið að sennsatt. Samkvæmt
þekktum lögmálum hefur m-ið orðið
að tveimur n-um og g-ið fellur niður
um leið og endásamhljóðinn tvöfaldast.
Þetta er þó ekki einhlýtt. Æði margir
eru alls ekki nógu skýrmæltir til að
segja sennsatt, heldur verður úr því
sessat. Það er mikið mál og tímafrekt
að skjóta þessu orði inn í svo til hveija
setningu og varla nema von, að reynt
sé að stytta það enn frekar. í munni
þeirra, sem lengst hafa þróað töfraorð-
ið, er sesst það eina sem eftir stendur.
í þessu felst ótvíræð hagræðing og
orkuspamaður og nú á eftir að koma
í ljós, hvort hægt verður að stytta þetta
enn frekar. Það er aldrei að vita nema
það takist.
Sem sagt gott, sagði Jón grindvík-
ingur í íslandsklukkunni. Nú mundi
hann segja sesst gott. 0g þá er sesst
kominn tími til að Ijúka þessum pistli
og vonandi láta menn ekki deigan síga
og sesst nota töfraorðið sem oftast,
sesst bæði í ræðu og riti.
Gísli Sigurðsson
Nöfn Arnes-
inga 1703-1845
Athugasemdir og
leiðréttingar
Um leið og ég þakka Lesbókinni
fyrir að birta hina löngu grein mína
um þetta efni, vildi ég koma þessu á
framfæri:
1) í fyrsta hluta sagði: Emma varð
snemma mikið nafn með Norðmönnum.
Síðasta orðið er prentvilla fyrir Nor-
mönnum.
2) í þriðja hluta féll niður athuga-
semd neðanmáls (hin 10. talsins) varð-
andi nafnið Æsa, sjá Nöfn íslendinga
árið 1703 eftir Ólaf Lárusson.
3) í fimmta hluta fór athugasemd
sem átti að vera neðanmáls við Arný
(tölusett 11) og birtist sem 10. liður í
niðurstöðum í sjötta hluta, þar sem
hún á ekki heima.
4) Rangt er af mér að segja í niður-
stöðum að enginn Árnesingur hafi
borið fleiri en eitt nafn 1703. Eins og
fram kom í fyrsta hluta var fluttur inn
í sýsluna Axel Friðrik Jónsson, þá bóndi
á Hömrum í Grímsnesi, bálfdanskur.
5) Mér hefur borist vitneskja um að
Inghildur sé enn til.
G.J.
Nýr rafdrif-
inn bíll með
„fljót- andi“
rafgeymi
Bandarískir vísindamenn hafa fundið
upp rafgeymi, sem gerir rafdrifn-
ar bif reiðar eftirsóknarverðar
sem regluleg flutninga- og sam-
göngu tæki í framtíðinni. í hlutfalli við
þyngd geymisins skilar hann fjórum sinnum
meira afli en venjulegir rafgeymar og það
tekur örstutta stund að endurhlaða hann.
Þessi rafgeymir er upprunninn í Kali-
fomíuháskóla og í honum er forskautið
(,,plússkautið“) zinkagnir en bakskautið
(,,mínusskautið“) er gert úr gljúpu eða hol-
óttu kolefni sem er í snertingu við andrúms-
loftið. Þegar zinkagnimar streyma í gegnum
forskautið (vökvann) fljóta rafeindir inn í
bakskautið, og mynda rafstraum.
Zinkið gengur í efnasamband við súrefn-
ið í loftinu í bakskautinu og myndar efna-
sambandið „zinkoxíð". Á meðan rafstraum-
urinn myndast (þ.e. við notkun geymisins
(breytist zink stöðugt í „zinkoxíð“. Þegar
allar zinkagnirnar hafa gengið í gegnum
þessa efnabreytingu þarf að hlaða geyminn.
í venjulegum rafgeymum er einnig notað
zink en þar er það í föstu formi. Með zink-
ögnum í „fljótandi formi“ er einfaldlega
hægt að hlaða geyminn með því að tæma
hann og fýlla hann aftur með nýjum zink-
vökva. Með nýja geyminum er sá langi
hleðslutími, sem venjulegur geymir þarf,
úr sögunni, þessi geymir skilar ijórum sinn-
um meira afli miðað við þyngd en venjuleg-
ir rafgeymar.
Með því að fylla geyminn með smáum
zinkögnum, sem þó hafa stórt yfirborð, verð-
ur hreyfillinn gangfær næstum þegar í stað
vegna þess að zinkagnirnar leysast fljótt
upp í vökvanum. Sellurnar í geyminum eru
þannig gerðar að stöðugt gegnumstreymi
fer fram í forskautinu (zinkvökvanum) án
þess að neins-búnaðar sé þörf til þess að
halda vökvanum á hreyfingu. Vökvann, sem
tæmdur er af geyminum áður en hann er
fýlltur á ný, er hægt að endurhlaða.
Áströlsku hellamálararnir notuðu fólk
sem fyrirmyndir í málverkunum og lit-
urinn var úr þeim sjálfum. Þeir máluðu
með sínu eigin blóði. Myndin er frá
Kakadu í Astralíu.
Hellamálarar
máluðu með
eigin blóði
Aldursgreining með kolefnis-
aðferðinni (C 14) leiðir í ljós,
að hellamálverk sem voru
máluð með blóði, eru 30.000
ára gömul.
Astralskir hellamálarar voru jafn
snemma á ferðinni og evrópskir
starfsbræður þeirra. Frönsku mál-
aramir notuðu einkum jarðliti í sín
málverk en málverkin á Tasmaníu, sem eru
30.000 ára gömul, eru máluð með eigin blóði
málarans. Þessi gömlu málverk fundust í
Juddas Cavern í suðvestanverðri Tasmaníu
og Laurie Creek í nórðvesturhluta Ástralíu.
Fornleifafræðingar við háskóla í Camberra
og Simon Fraser-háskólann í Bresku Col-
umbiu í Kanada, fór að gruna að myndimar
væru málaðar með mannsblóði.
Þeir sendu þessvegna sýnishorn til grein-
ingar. Nýjustu fornfræðilegar greiningar
hafa leitt í ljós að sum efni í blóði geta
varðveist í mörg þúsund ár. Á þennan hátt
hefur t.d. tekist að greina blóðhvítu (eggja-
hvítuefni í blóði) á gömlum steinöxum.
Greiningin sýndi að málað hafði verið
með blóðinu ofan í teikningar sem höfðu
verið rispaðar á klettaveggina. Málverkin
sýna meðal annars hópa af „stílfærðu" fólki.
(I orðinu „stílfærður" felst að í myndform-
inu víkja einstök atriði fyrir heildinni og
meiri áhersla er lögð á gildi skreytilistar
en eftirlíkingu á náttúmnni). Málverkin eru
langt inni í hellunum og aldrei nálægt hellis-
munnunum þannig að sólarljósið hefur aldr-
ei náð að skína á þau.
Margir fomleifafræðingar hallast að
þeirri skoðun að sum málverkin séu eldri
en 30.000 ára. Það er flókinn ferill sem ligg-
ur á bak við það að tímasetja málverkin.
Venjulega verða vísindamenn að einskorða
sig við að ákvarða aldurinn á kletta- eða
hellamálverkum með óbeinum aðferðum.
Þetta er t.d. gert með því að áætla aldur
mannvistarleifa í hellunum eða þá með því
að rannsaka á hve hátt stig niðurbrotið í
málningarefnunum er komið.
Þessar aðferðir em allar mjög óömggar.
Kosturinn við það að myndirnar em málað-
ar með blóði er sá að hægt er að aldurs-
greina þær með því að rannsaka útgeislun-
ina frá geislavirku kolefni sem er í öllu lif-
andi (bæði plöntum og dýrum) en vitað er
á hve löngum tíma þessi geislun hverfur.
(Rétt er að geta þess að íslenskir jarðfræð-
ingar nota þessa aðferð til þess að aldurs-
greina hraun hér á landi. Til þess að það
sé hægt verða þeir að finna gróðurleifar
undir hraunbrúnunum og senda þær til ald-
ursgreiningar erlendis.)
Það er nú fremur óvenjulegt að nota blóð
við listmálun. Vísindamennimir í Ástralíu
og Kanada em á þeirri skoðun að notkun
blóðsins hafi tengst trúariðkunum þess tíma
alveg eins og vart hefur orðið við á síðari
árum bæði í Ástralíu og á Nýju Guineu.
Fólk sem þjá-
istafþung-
lyndi fær bata
þegar hlust-
að er á það
Vinsamleg athygli í samskiptum við
þunglynt fólk getur komið í staðinn
fyrir taugapillur og samtalsmeð-
ferð hjá sálfræðingum eða geð
læknum. Þetta á einkum við um ákveðin til-
felli þegar sjúkdómurinn er ekki á háu stigi.
Þetta er niðurstaðan af rannsókn sem náði
til 250 einstaklinga sem höfðu fengið sjúk-
dómsgreininguna: vægt þunglyndi. Enginn
þeirra var haldinn geðveiki eða „manio de-
pressiva" (sem er mjög þungbær sjúkdómur
þar sem alvarlegt þunglyndi og ofvirkni skipt-
ast á).
Á 16 vikna tímabili fékk einn þriðji hluti
sjúklinganna þunglyndismeðul samtímis því
að þeir nutu vinsamlegrar athygli, stuðnings
og ráðlegginga annars fólks en fengu sér-
staka sálfræðilega meðferð.
Annar þriðji hluti fólksins fékk óvirk með-
ul og samtímis naut hann að öðru leyti sömu
umönnunar og fyrstnefndi hópurinn. Seinasti
hópurinn fékk eingöngu sálfræðilega með-
ferð.
Það kom á daginn að þunglyndissjúklingun-
um, sem fengu óvirku meðulin, batnaði alveg
eins fljótt og sjúklingunum í hinum hópunum.
Þeir sem stóðu að rannsókninni benda rétti-
lega á að fylgjast verði með þessu fólki áfram,
áður en hægt er tjá sig um að hve miklu
leyti batinn er varanlegur.
Taugapillurnar geta legið óhrcyfðar í
pilluglasinu ef þunglyndissjúklingurinn
nýtur svolítillar athygli.
Bæði bjartar og daufar halastjörnur
framkalla gammageisla þegar þær fara
í gegnum segulsvið nifteindastjörnu.
Halastjörnur
valda leynd-
ar- dómsfullri
geislun utan
úr geimnum.
Halastjörnur, sem fara í gegnum
segulsvið nifteindastjama, eru
sennilega valdar að leyndardóms-
fullri gammageislun sem lýsir upp
himingeiminn. Nifteindastjömur geta oft ver-
ið þyngri en sólin okkar enda þótt þær séu
aðeins í mesta lagi 30 km í þvermál. Þver-
mál sólarinnar er til samanburðar 1.391.000
km. (Nifteind er hluti úr (atómi) frameind
og er hvorki hlaðin jákvæðu eða neikvæðu
rafmagni.)
Þessi geislaleiftur hafa löngum verið
stjörnufræðingum ráðgáta. I þeim leysist svo
mikil orka úr læðingi að einungis stórviðburð-
ir í himingeimnum geta valdið þeim. Sovéski
stjömufræðingurinn Roald Sagdeev hefur nú
unnið úr gögnunum, sem sovésku gervihnett-
imir Vega og Giotto söfnuðu um Halleys-hala-
stjömuna. Við úrvinnsluna kom það á daginn
að halastjarnan er 60 sinnum þyngri en áður
var talið. Þetta á einnig við um daufari hala-
stjömur.
Útreiningur Sagdeevs sýna að halastjömur
eru nógu þungar til þess að valda mikilli
gammageislun þegar þær fara í gegnum seg-
ulsvið nifteindastjörnu.
Jákvætt lífs-
viðhorf vernd-
ar fólk fyrir
sjúkdómum
Nú hafa vísindamenn fært nýja sönn-
un fyrir nánum tengslum á milli
sálar og líkama. Umfangsmikil
rannsókn hefur sýnt, að líkamlegt
heilbrigðisástand einstaklingsins er háð „sál-
arstyrk" hans. Með orðinu sálarstyrkur er átt
við einstaka hæfni mannsins til þess að taka
mótlæti án þess að bugast og hæfileikinn til
þess að sjá jákvæða mögulleika í stað þess
að fínnast hann vera hjálparvana gagnvart
erfiðleikum.
Nú hefur sálfræðingurinn R. Conrada við
Rudgers-háskólann í Bandaríkjunum skýrt
frá rannsókn, sem e.t.v. getur útskýrt sam-
bandið á milli „sálarstyrks" og líkamlegs heil-
brigðis.
Conrada lét tvo tilraunahópa leysa verkefni
við fremur streituvaldandi aðstæður. í öðram
hópnum var fólk, sem hafði til að bera mik-
inn sálaratyrk en fólkið í hinum hópnum var
„ósköp“ venjulegt fólk. Á meðan þeir sem
tóku þátt rannsókninni streittust við verkef-
nið var blóðþrýstingur þeirra mældur.
Enginn munur reyndist vera á hærra marki
blóðþrýstingsins (þ.e. mælingunni um leið og
hjartað slær). Aftur á móti var munurinn
mikill á neðra marki blóðþrýstingsins (þ.e.
mælingin mitt á milli þess að hjartað slær).
Þar hafði neðra mark blóðþrýstingsins hjá
fólkinu í viðmiðunarhópnum (venjulegt fólk)
greinilega hækkað að ráði.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að það erein-
mitt hækkun neðra marksins, sem er hættu-
merki um heilsuspillandi streitu. Þeir, sem
eru andlega sterkir, geta sem sagt mætt
streitu á þann hátt, að líkami þeirra bíði ekki
tjón af.