Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Qupperneq 8
Menning eskimóa við Beringsund arla mun ofsagt, að við höfum haft næsta lítil kynni og samskipti við næstu nágranna okkar í norðri, eskimóana, sem byggja víðáttumikil flæmi frá Síberíu, Alaska, norðurhluta Kanada og á Grænlandi. Líf þessa fólks er kannski eitthvert bezta dæmi um aðlögunarhæfni mannsins á landsvæðum, sem aðrir jarðarbú- ar telja utan við takmörk hins byggilega heims. Þessi aðlögun eskimóa hefur ekki orðið á skömmum tíma. Hvar þeir eiga uppruna sinn, veit enginn nákvæmlega. Mannfræðingar telja, að þeir hafi verið á ferli í Alaska og Síberíu fyrir um 3000 árum og fyrir um 1500 árum voru þeir famir að leita austur um norðurhluta Kanada og þaðan lá leið þeirra til Grænlands. Þá er talið að loftslag á norður- slóðum hafi verið mun hlýrra en nú er, og að siglingaleiðir með norðurströnd Kanada, til Baffinslands og Grænalnds, hafi verið greiðfærar og lausar við ís. Alla tíð hafa eski- móar séð sér farborða með veiðum, en þó er mismunur á lifnðarhátum þeirra. Til dæmis voru snjóhúsin, sem grænlenzkir eskimóar hafa orðið frægir fyrir, óþekkt í eskimóa- byggðunum við Beringsundið. Kajakinn hefur hinsvegar orðið grundvallartæki til lífsbjargar hjá öllum eskimóum og allsstaðar er sami hundastofninn og samskonar hundasleðar. Nú hafa þeir vikið fyrir vélknúnum snjósleðum eins og við þekkjum hér og hundasleðar eru einungis notaðir handa ferðamönnum. Eskimóar eru náttúrufólk í mjög nákomnu sambandi við hvaðeina úr ríki náttúrunnar og þeirra andlega veröld hefur í tímans rás orðið samtengd þessu. En um leið hafa þeir líkt og indíánar farið illa út úr því, þegar þeir reyna að aðlagast nútíma vestrænum lifn- aðarháttum. Einkum hefur þeim orðið hált á kynnum við áfengi. Yfirleitt famast þeim svo bezt, að þeir geti verið í sínum hefðbundnu heimkynnum við hverskonar veiðar. í seinni tíð hefur þó sótt að þeim áður óþekktur óvin- ur, nefnilega Greenpeace-samtökin, sem hafa fullkomlega eyðilagt selskinnamarkaðinn. Gríma töframanns eða miðils, sem séð gat anda úr andaveröldinni og jafnvel sigrað hann. Þá lét hann á eftir gera grímu, sem lýsir þessarí óskaplegu upp- lifun. Nokkur atriði um menningu eskimóa í vestanverðu Alaska í tilefni sýningar á nytja- og helgigripum á vegum Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar og Menningarstofnunar Bandaríkjanna á íslandi, sem nú stendur yfír á Kjarvalsstöðum. Stresstaska veiðimannsins við Bering- sund var saumuð úr fjórum höfuðleð- rum af úlfynjum, því þær voru taldar erfiðasta veiðidýríð. Handfangið er úr rostungstönn, ríkulega útskorið. Með sýningunni á Kjarvalsstöðum er at- hygli okkar beint að eskimóum við Bering- sundið, vestast í Alaska. í tengslum við sýn- inguna kom hingað William Fitzhugh, mann- fræðingur á vegum Smithsonian Institut í Bandaríkjunum og hélt fyrirlestur á Kjarvals- stöðum. I samtali, sem ég átti við hann fyrir Lesbók, kom fram, að eskimóar hafa raunar alltaf verið báðum megin Beringsundsins. En þegar Síberíu-eskimóarnir lentu undir ráð- stjóm, voru hreindýrahjarðir teknar af ein- staklingum og mynduð samyrkjubú. Aftur á móti fengu fámennir hópar veiðimanna á ströndinni að vera að mestu óáreittir fyrir dýrð kommúnismans, en var þó bannað að sigla nema skammt út frá ströndinni. En þar sem mjóst er yfir sundið, um 100 km., hægt að sigla yfir það á einum degi, enda voru samskipti veruleg áður fyrr. HVERSVEGNA SELAVIK? Á korti af þessu landsvæði rak ég augu í íslenzkt örnefni, sem sker sig gersamlegá úr eskimóanöfnum eins og Nubviukchuagaluk, sem ómögulegt er að bera fram. Þetta ör- nefni er Selavik, sem getur hugsanlega verið eskimóamál, sagði William Fitshugh. A gífur- lega stóru flæmi meðfram vesturströnd Al- aska er engin byggð utan þorp eskimóa. Þarna er ekkert vegakerfi til og þessvegna eru þetta ekki nútíma ferðamannaslóðir. Aðeins væri hægt að vera á bílum á götum sumra þorp- anna, ef þá er hægt að koma þeim þangað. Þama eru tvö ólík málsvæði. Norðantil búa Inupiak-eskimóar og tala mál, sem skilst meðal eskimóa í Norður-Kanada og á Græn- landi. En sunnantil búa Yupik-eskimóar, sem tala alveg sérstaka tungu og aðrir eskimóar skilja hana ekk,L Mest af þeim menningarverð- Gríma, notuð á minningar- hátíð um hina dauðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.