Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1990, Side 9
I þeir nefndu qasgiq, og ér úr sögunni núna.
Þar dvöldu karlmenn ef þeir á annað borð
voru heima og einhverntíma hafa þeir skropp-
ið yfir til kvenfólksins. Bálkar voru utanmeð
veggjum í karihúsinu; þar sátu menn og
sváfu. Drengir voru teknir þangað þegar á
unga aldri og þar lærðu þeir að búa til og
gera við veiðiáhöld og þar var endalasut hlust-
að á sögur af fræknum veiðimönnum. Þegar
ungar stúlkur fóru að hafa á klæðum, var
líkt og víða annarsstaðar litið á ástand þeirra
sem „óhreint" og þær áttu að vera í sem
mestri einangrun eftir blæðingar og alls ekki
að gjóa augum á veiðimenn, því ástand þeirra
gat þá fælt veiðidýrin. Giftingar fóru fram
með þeim hætti, að brúðguminn lét sauma
fatnað á brúðurina. Ef hún fór í hann, var
litið svo á að þau væru hjón.
Um sambúð eins og við skiljum hana, virð-
ist hinsvegar ekki hafa verið að ræða, því
karlar héldu ekki annarsstaðar til heima fyr-
ir en í karlhúsinu. Það er eftirtektarvert, að
í karlhúsinu fóru menn í gufubað; hinsvegar
er ekki getið sérstaklega um það að konur
hafi baðað sig. í miðju gólfi á karlhúsinu var
gryfja, sem fyllt var af kurluðum viði og
Klær til að plata selinn. Veiðimenn notuðu klórur nteð selaklóm til að fikra sig
í áttina að sel á ísnum og töldu að selurinn varaði sig ekki, þegar liann heyrði
hljóðið frá klónum.
Eskimóar við Beringsund fyrir rúmum 100 árum. Veiðimaðurinn lengst til hægri hefur
látið sauma hvítar ræmur á brjóst úlpunnar. Með þessu vildu menn Hkja eftir rostungs-
tönnum og gat verið hjálplegt við veiðarnar.
Hálfmánagríma með gjörðum, notuð á einni a f fjórum stórhátíðum
ársins og þá hengd uppí opið, sem ævinlega var í miðju þaki. Gjarð-
irnar voru táknrænar fyrir aðra heima, eða nokkurskonar ytri lög
tilverunnar, þar sem andar ríktu. Andi grímunnar, inua, er skorinn
í miðjuna.
Skál úr tré með mynd af veiðidýri. Andi dýrs-
ins, eða inua, birtist í öðru dýri, sem tengist
hinu með taug gegnum hálsinn.
mætum, sem sýnd eru á Kjarvalssstöðum,
tilheyra Yupik-fólkinu. Þetta er ekki myndlíst
í nútímaskilningi. Hjá þessu fólki var listin
og lífið það sama. Allt sem búið var til. í
höndunum hafði hagnýtan tilgang; annað-
hvort sem nytahlutir í lífsbaráttunni, eða eins-
konar helgigripir vegna tilbeiðslu. A sama
hátt og tíðkaðist á íslandi fyrir margt löngu,
voru nytjahlutir gerðir af alúð og listrænni
tilfinningu; allskonar smáhlutir úr beini listi-
lega útskornir. En það var ekkert til, sem
hét listin fyrir listina. Nú er hinsvegar farið
að framleiða eskimóalist, ekki sízt í Græn-
landi, og í Ameríku virðist góður markaðaður
fyrir slíkt.
Þeir hlutir sem vitna um andlega veröld
eskimóanna við Beringsundið og sjást á Kjarv-
alsstaðasýningu, hafa varðveizt fyrir dugnað
og framsýni Edwards W. Nelsons, sem var
veðurathugunarmaður og sendur sem slíkur
norður tii Alaskaj þar sem hann dvaldi árin
1877-1881. Hann bjó í þorpinu St. Michael,
en fór í löng ferðalög á kajak eða hundasleða
og varð þekktur meðal eskimóanna fyrir að
vera „maðurinn sem kaupir einskisnýta hluti“.
Wilson hafði fengið starfið fyrir meðalgöngu
ritara í Smithsonian-safninu, og því var það
að hann fór að safna þessum menningarverð-
mætum. í marga áratugi voru þessir gripir
hálfpartinn gleymdir og grafnir í geymslum
Smithsonian-safnsins, en hafa nú verið dregn-
ir fram í dagsljósið.
Heimskautsbaugurinn liggur nákvæmlega
yfir Selavik; um 60 km sunnar er sundið
hvað mjóst, en St. Michael, þar sem Wilson
dvaldi, er á svipaðri breiddargráðu og
Reykjavík. Þarna er þó miklu kaldara en
hér, einkum á vetrum. Byggðin hjá Yupik-
fóikinu var og er á marflötu sléttlendi, sem
ár hafa hlaðið upp. Þar er gósenland veiði-
manna. Sumar smærri hvalategundir gengu
og ganga enn upp í árnar, kannski á eftir
laxinum, sem þar er í ríkum mæli og eskimó-
arnir veiddu allan ársins hring. Milli ánna eru
freðmýrar og eskimóarnir þarna hafa aldrei
stundað hreindýrabúskap. Eftir því sem Will-
iam Fitzhugh sagði í samtali okkar, hafa
þeir heldur ekki stundað selveiðar eins og
frændur þeirra í Norður Kanada og á Græn-
landi. En þeir veiddu rostung, sem gengur
þangað norður eftir á vorin og úr rostungs-
tönn hafa þeir smíðað marga gersemi. Þeir
veiddu heldur ekki hvali nema þá sem gengu
upp! árnar. Refi og önnur loðdýr veiddu þeir
vegna skinnanna. Allir eskimóar hafa kunnað
að klæða sig og við Beringsundið gengu
menn í skinnúlpum með áfastri hettu.
Andlegt Gat á Þakinu.
Við Beringsund byggðu menn sér hús með
allt öðrum hætti en á Grænlandi; þau voru
hringlaga, veggir og þak úr tijábolum og
kringlótt gat í miðju þaki, svo reykur kæmist
út - en gatið hafði auk þess andlega þýð-
ingu. Húsið var hliðstæða við leg konunnar
og inngangurinn var bæði táknrænn fyrir
leggöngin og eins hitt, að með því að hafa
hann niðurgrafinn og koiria síðan upp um
gólfið, var kuldanum haldið úti. Metraþykku
jarðlagi var mokað ofaná viðarbolina til ein-
angrunar.
I þessum húsum dvöidu konur og börn. í
hverju þorpi var þar að auki karlhús, sem
kveikt í og síðan beðið unz hætt var að ijúka.
Á glóandi kolin í gryfjunni var þá hellt vatni
og þvagi og hitinn varð slíkur að menn önd-
uðu gegnum þéttofna grasmottu til þess að
skaða ekki lungun. Öðru hvoru voru þeir
pískaðir uppúr hlandi og svp fóru þeir út fyr-
ir og veltu sér uppúr snjó. Á þetta var einnig
litið sem andlegt þrifabað. Ljósmyndir sem
Wilson tók þarna eru ómetanleg heimild. En
þeim var meinilla við myndatökur og áiitu
líkt og múslimar, að eitthvað af sálinni kynni
að festast á filmunni.
í raun og veru lifðu þessir eskimóar kom-
múnulífi. Takmörkuð séreign virðist hafa átt
sér stað nema á veiðiáhöldum og hver maður
lagði til sinn skammt af ljósmeti á lampann
í karlhúsinu. Börnum var stranglega innrætt
að matinn ættu allíi' sameiginlega. Þau voru
sérstaklega vanin við að vera svöng. Maður
átti ekki að venja sig á að fá sér bita þegar
sulturinn gerði vart við sig. Það var líka eins
gott að liafa vanizt þessu, þegar útmánaða-
sulturinn svarf að.
í aprílmánuði fer að lifna yfir veiðinni þeg-
ar ísa tekur að leysa. Þá fóru hinir fræknu
veiðimenn af stað á kajökum og hundasleð-
um, en konur og börn urðu eftir heima og
gættu þess vandlega að styggja ekki andana,
sem trúað var að réðu veiðinni.,
Yeröld Andanna
Þá er komið að því, sem var eins og rauð-
ur þráður í lífi eskimóanna við Beringsundið.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. NÓVEMBER 1990 9