Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Page 2
Kantor kemur aldrei aftur Tadeusz Kantor, einn helzti leikhúsfrömuður okk- ar tíma, er nýlega látinn. Hann lætur eftir sig erfðaskrá er felur í sér yfírlit um alla þá viður- styggð og — eins og hann sjálfur orðaði það — „les stupidités“ sem þessi öld, er nú hefur r Islendingar kynntust einum mesta leikhúsfrömuði okkar tíma, Pólverjanum Tadeuz Kantor, á síðustu listahátíð. Þegar samtalið átti sér stað, var Kantor önnum kafinn eins og venjulega, en tæpri viku síðar var hann látinn. Þetta er síðasta viðtalið, sem tekið var við hann. Eftir CHRISTINA LUNDBERG - Halldór Vilhjálmsson þýddi. brátt runnið sitt skeið á enda, bar í skauti sér. En það er líka margt og mikið annað sem Kantor lætur eftir sig... AðLeikslokum Ég hitti Tadeusz Kantor í fyrsta sinn í sambandi við Listahátíð í Reykjavík á síðast- liðnu sumri, og það vakti þá forvitni mína, að næsta leikrit sem hann hugðist hefja sýningar á, ætti að hljóta heitið „/ dag er afmælisdagurinn minn“. Þessi titill kom ímyndunaraflinu óneitanlega af stað, þar sem það leikrit Kantors sem við fengum að sjá í það skiptið heitir „Ég kem aldei aftur" og gaf alveg ótvírætt til kynna að straum- hvörf höfðu þegar orðið í leikhússtarfi þessa framsækna leikstjóra. Átti ef til vill að líta á þessa leiksýningu sem vísbendingu um að hann væri í þann veginn að 'kveðja og væri að binda enda á feril sinn sem skap- andi listamaður? Var hann þá ef til vill líka að búa sig undir dauðann sem stóð og beið álengdar? Hafi svo verið, þá var vinnutitill- inn á hinu nýja leikverki hans þeim mun ótvíræðari og laus við alla tæpitungu: Var þarna verið að halda hátíðlega innreið dauð- ans að lokinni erfiðri eftirleit í öllum innstu skúmaskotum minninganna? Listrænar LEIKFLÉTTUR í sviðsetningu Kantors voru snögg um- skipti og skyndilegar þverstæður alls ekki óalgeng uppátæki; má raunar segja að það hafí öllu heldur verið reglan hjá honum. í kjölfar ósköp rólegra, átakalítilla sviðsatriða fylgdi gjarnan algjört öngþveiti á sviðinu; ýmis atriði Ieiksins af ólíku tagi gátu þá allt í einu tekið að blandast kyrfilega saman á sviðinu og það í svo miklum mæli, að áhorf- andinn vissi ekki almennilega að hveiju hann helzt ætti að beina augunum: Samtöl eða eintöl (ýmist á pólsku, ítölsku, frönsku eða á ensku) leystust upp, fengu aftur á sig „eðlilegan" blæ en gátu svo farið að lognast aftur út af eða þá að dadaískt skammhlaup gat skyndilega og óvænt rofíð atburðarás leiksins eða ný atriði farið að myndast. Uppstillingar með skúlptúrblæ og tízkusýningardömur voru á sviðinu í einu og öllu til jafns við leikarana. Tadeusz Kant- or var lítið um að nota textann til þess að „kynna“ veruleikann og var heldur ekki gjarn á að nota efniskennda hluti eða leik- ara í því augnamiði; þeir voru með í krafti eigin verðleika. Allt þetta var áréttað með svart-hvítum lit, með gulnuðum litblæ (gamlar ljósmyndir o.s.frv.), stundum rofínn af eldrauðri málningarklessu; atriðin undir- strikuðu með „kantórskum“ leikbúningum og þessari furðulegu blöndu af tónlist sem mannanna á sér. Honum tókst að komast út í skóginn og hóf þar sína löngu ferð á vit frelsisins. En einmitt þessi flótti var ein af fyrirmyndunum að þessu nýja leikverki Kantors. Jonasz Stern var annar tveggja lista- manna sem voru á lífi eftir stríðið af hópi tólf framúrstefnulistamanna í Cricot 1- flokknum pólska. Tadeusz Kantor hélt áfram að segja frá því með mikilli hrifningu — að hinir „mjög svo guðlastandi“ listamenn hefðu átt sér samastað í kaffíhúsi einu fýr- ir stríð. Kantor sagði, að Listaakademían í Varsjá hafí reyndar bannað sér að sækja þetta kaffíhús þegar hann var þar við nám. CRICOT 2 LEIKFLOKKURINN Nafnið á hans eigin leikflokki sem hann stofnaði árið 1955, var sem sagt hugsað sem heiðursvottur við þennan fyrmefnda hóp sérsinnaðra pólskra listamanna. „Cric- ot“ er að sögn Tadeuszar Kantors pólskur umritunar-orðaleikur sem hafí orðið til kvöld eitt á leiksýningu þeirra félaga á kaffíhús- inu, en við það tækifæri hafði einn af áhorf- endunum látið þau orð falla, að „þetta væri alls engin leiksýning, heldur sirkus!" Þegar sagt hefur verið á stundum um leikflokk Kantors sjálfs, að þetta væri hrein- asti sirkus, hundakúnstir o.s.frv. þá eru slíkar athugasemdir sem sagt mjög svo í þeim anda sem hann hafði alltaf haft í hyggju, því að það hafí ekki verið „leikrit" í þess orðs venjulegu merkingu sem hann hefur verið að setja upp til sýninga. Auk þess að vera sjálfur alltaf með uppi á leik- sviðinu sem eins konar samband af leik- stjóra-leikara-áhorfanda, var þó hið ein- stæða í fari hans það, að honum skyldi tak- ast að sameina sín eigin ólíku viðhorf til eigin listsköpunar sinnar sem skáld-málari- myndhöggvari-leikstjóri-leiksviðshönn- uður-sviðsleikari, allt í eini persónu. Og þetta hefur hann unnið allt jöfnum höndum en því er reyndar auðvelt að gleyma, en það er einmitt þessi margþætta frammistaða hans sem hefur gert hveija leiksýningu hans að óviðjafnanlegri upplifun; eitthvað þessu líkt er yfirleitt hvergi hægt að sjá annars staðar. SíðastaSýningin Eitt af því sem hrífur menn mest í fari Kantors — og örugglega ein helzta ástæðan fyrir því að honum tókst að komast í snert- ingu við svo margt fólk um allan heim — var sá kjarkur sem hann hafði til að bera við að horfast beint í augu við allt hið erfið- asta og þungbærasta hér og nú ... Hvort sem það var eitthvert tímabil í heiminum, eitthvert sérstakt tímaskeið í Póllandi varð- andi „ekki-raunveruleikann“, þá skóp hann The Zero Theatre „en með því gátu menn lifað af tómleikann" o.s.frv. Ef til vill var það þessi arfleifð sem gerði það að verkum, að meðlimir leikhópsins ákváðu að halda frumsýningu í Frakklandi, þrátt fyrir allt. Hinn 22. janúar síðastliðinn var Kantor-leik- sýning á Qölunum í París — að öllum líkind- um sú síðasta um aldur og ævi. Spurningu minni um það, hvað titillinn á nýja leikverkinu hans ætti að merkja í raun og veru, svaraði Tadeusz Kantor: „Það kem- ur ekki endanlega í ljós að fullu, fyrr en daginn áður.“ Aðfaranótt síðasta æfinga- dags á leikverkinu fékk Tadeusz Kantor hjartaslag og dó. Það var rétt nýbyijað að æfa jarðarför. Höfundur er listfræðingur og hefur að undan- förnu starfað í sænska sendiráðinu í Reykjavík, en stundar nú ritstörf í Stokkhólmi og París. Tadeusz Kantor 1988. bæði virkaði kunnugleg í alþýðleika sínum og laðaði samtímis fram hugboð um hið harmræna í mannlegri tilveru ... í heild myndaði allt þetta „einingu", og það var líka ætlan Kantors; en hún átti ekki að vera af klassískri gerð sem léti reyna á skynjun okkar á því, hvar takmörk raun- veruleikans lægju; enginn veit hvar tálsýnin byijar, né heldur hvar raunveruleikinn end- ar... Byggt á Eigin REYNSLU Þegar ég heimsótti listamanninn á heim- ili hans aðeins tæpri viku áður en hann lézt, sagði hinn sí-uppreisnargjami leikhúsmaður um nýjasta sviðsverk sitt, að það ætti að vera „mjög þverstæðukennt". Meginfor- sendan fyrir leiksýningum Kantors var ákaf- lega persónulegs eðlis, þar sem örlög hans eigin fjölskyldu voru jafnan i brennideplin- um. En leikverk hans fjölluðu alveg eins mikið um örlög pólsku þjóðarinnar og sögu hennar og í víðari skilningi.einnig um örlög og sögu nútímamannsins, ekki hvað sízt í sálfræðilegu tilliti. En það var samt aldei sagt á einfaldan hátt. Þar að auki var það „listrænt leikhús" sem gat að líta með til- vísanir til heims listarinnar og til hans eigin listar (og gagnrýni!).. Það að listamaður á borð við Anselm Kiefer skyldi fara í einu og öllu eftir leiksýningum Cricot 2-hópsins skal því engan undra. Upp Úr Gröf Hinna Dauðu Meðan á æfíngunum stóð, hafði ég heyrt minnst á þá ótrúlegu sögu um það hvemig pólska listamanninum Jonasz Stern tókst að flýja upp úr fjöldagröf, en hann var sá eini sem komst þaðan lífs af. Var þetta sönn saga? Ó jú, staðfesti Tadeusz Kantor og skýrði mér frá því að nasistar hefðu smalað þar saman 10.000 gyðingum, og að umræddur listamaður hefði fyrir tilviljun hrasað og dottið, og að hann hafí á þennan hátt sloppið undan kúlnaregninu. Á meðan hann var að segja frá þessu, gerði hann teikningu af aðstæðunum þama til þess að gera frásögnina skiljanlega. Hægt og afar rólega hafði Jonasz Stern verið margar klukkustundir að mjaka sér upp úr líkahrúg- unni og hafí svo með mestu varúð læðst upp úr gröfinni um nóttina og varð stöðugt að gæta þess að vekja ekki athygli varð- Úr leikhúsi Kantors.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.