Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 6
Brautryðjandi í atferlisvísindum UmBURRHUS FREDERIC SKINNER, sem lést á síðastá ári. Á Qórða og fimmta áratugnum greindi hann sig frá öðrum, sem verið höfðu eins og hann að rannsaka viðbrögð í anda Pavlovs. Skinnerhafði áhuga á að vita hvernig hegðun lærðist og það varð upphafið að nýrri og sjálfstæðri vísinda- grein, atferlisgreiningu, sem líka er kölluð „óperant“ sálarfræði. Eftir GUÐRÍÐIÖDDU RAGNARSDÓTTUR Við upphaf fjórða áratugarins þegar atferlisvísindin voru enn í frumbemsku hóf Skinner að vinna að atferl- isrannsóknum. Um Skinn- er er óhætt að segja að hann hafi mótað atferlisvísindin bæði sem raungrein og áhrifaríka heimspekistefnu. Hann skoðaði hegðun manna og dýra, og þóttu tilraunir hans bera vott um framúr- skarandi hugkvæmni. Hann ól þá von í brjósti að niðurstöður rannsóknanna gætu hjálpað mannkyninu við að búa til betri heim. Heim, án öfundar og illgirni, klafa og kúgunar. Heim, sem umbunar atorku og örvar alla listræna tjáningu. Skinner var fæddur í Pennsilvaníu árið 1904 og ætlaði sér að verða rithöfundur. Eftir nám á listasviði kúventi hann og sneri sér að vísindum. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði frá Harvard-háskóla árið 1931. Styrkur frá bandaríska vísindaráðinu gerði honum kleift að halda áfram rannsóknum í tvö ár eftir það. Þá var hann þrátt fyrir ungan aldur, kosinn í vísindafélag Harvard- háskólans. Þannig gat hann unnið þar áfram að rannsóknum í þijú ár til viðbótar. Árið 1936 fór Skinner frá Harvard og kenndi við háskólann í Minnisota, sama ár og hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Yvonne. Þau eignuðust tvær dætur. Önnur er myndlistarkona og hin sálfræðing- ur. Skinner kenndi einnig við Indiana-háskól- ann í Bloomington. Arið 1948 var hann kominn til Harvard aftur, þá sem prófessor og var þar til dauðadags. Sem títt er um afburðamenn var B.F. Skinner mjög afkastamikill og liggur eftir hann sægur ritsmíða; 16 bækur, auk bóka- kafla, erinda, og vísindagreina. Skinner fór á eftirlaun (professor emerit- us) árið 1974. Hann hélt samt starfi sínu áfram og leiðbeindi stúdentum við rannsókn- astörf, stundaði sínar eigin rannsóknir og skrifaði. í frístundum naut Skinner góðra lista, spilaði á hljóðfæri, málaði og gleymdi sér við ljóðalestur. Skinner var fullur starfs- orku til dauðadags. Viku fyrir andlátið ávarpaði hann bandaríska sálfræðingafélag- ið og hélt stutt erindi um ævistarf sitt. Við það tækifæri var hann sæmdur viðurkenn- ingu fyrir ævilangt afreksverk (I). Á löngum og gifturíkum starfsferli hlotn- aðist Skinner margvíslegur heiður og dylst fæstum að hann hefði hlotið Nóbelsverðlaun væru þau veitt í sálarfræði. Á 4. og 5. áratugnum greindi Skinner sig frá öðrum sem höfðu eins og hann ver- ið að rannsaka viðbrögð í anda Pavlos. Skinner hafði áhuga á að vita hvernig hegð- un lærðist. Það var upphafið að nýrri og sjálfstæðri vísindagrein; atferlisgreiningu, líka kölluð óperant-sálarfræði. Eins og aðrir vísindamenn sem borið hafa höfuð og herðar yfir samtímamenn sína var Skinner listrænn, hagur og hugmyndaríkur. Hann hannaði og þróaði og smíðaði oft sjálf- ur þau tæki sem hann þurfti við rannsókn- irnar. Má þar m.a. nefna þjálfunarbúr fyrir dýr sem oft er við hann kennt. í þjálfunarbúrinu var stöng tengd rafliða. Þegar tilraunadýrin ýttu á stöngina, duttu fóðurpillur inn til þeirra í litla skál. Raflið- inn var einnig tengdur í hlaðritá sem skráði hvert atvik jafnóðum. Með því einu að líta á hlaðritið var hægt að sjá hve oft athöfnin átti sér stað þann tíma sem dýrið var í þjálf- unarbúrinu, þ.e. rauntíðni hegðunarinnar. Brattinn á hlaðritinu sagði til um það. Þar með var í fyrsta sinn í sögu sál- fræðinnar komin fram á sjónarsviðið stöðluð mælieining fyrir hegðun. Með þjálfunarbúrinu og hlaðritinu gat Skinner greint hvernig sumar athafnir völd- ust úr fjölda annarra athafna samkvæmt þeim afleiðingum sem þær höfðu. Skinner tók eftir því að tilraunadýrin, sem oft voru hvítar rottur, endurtóku strax að áti loknu það sem þau höfðu verið að gera þegar þeim var gefið. T.d. ef tilraunadýrin fengu fóðurpillur umsvifalaust eftir að hafa ýtt á stöngina varð enn líklegra að þau ýttu strax á stöngina aftur. Skinner kallaði það að styrkja hegðunina, þegar líkur voru auknar á því að hegðun birtist aftur eftir þeim afleiðingum sem hún hafði. Afleiðing- ar sem hafa þessi áhrif, kallaði Skinner styrkja. Þær athafnir sem styrktust, þ.e. birtust aftur þegar þær höfðu tilteknar afleiðingar en annars ekki, kallaði Skinner óperanta. Aðeins ein pörun milli óperant-hegðunar og styrkis nægir til að breyta tíðni hegðunar- innar. Þannig geta styrkjar haft mjög hrað- virk áhrif á atferli; — frá einu augnabliki til annars. Þegar ein athöfn velst úr atferlis- streyminu á þennan hátt og birtist síendur- tekið, verður hlutfallslega minni tími fyrir aðrar athafnir. Skinner greindi styrkja í jákvæða og nei- kvæða styrkja. Neikvæðir styrkjar og refs- ing eru ekki samheiti. Hvorir tveggju, já- kvæðir og neikvæðir styrkjar, auka líkur á að sú athöfn sem á undan þeim fór verði endurtekin að óbreyttum aðstæðum, en hvorir með sínu lagi. Hafi athöfn ekki styrkj- andi afleiðingar, slokknar hún. Þetta gildir jafnt um hegðun manna og dýra. En Skinn- er hélt því ekki fram að öll hegðun væri lærð á þennan hátt. Atferlisgreining Skinners og rannsóknar- aðferðir eru grundvöllurinn að tækni sem almennt hefur reynst mjög áhrifarík við kennslu, verkstjórn og margvíslega meðferð barna og fullorðinna. Ekki er þó alltaf vísað til uppruna hennar. Það gildir einu hvort athöfn á sér stað innan veggja rannsóknastofunnar eða utan. Því eins og listamaðurinn mótar leirinn mótast flókið atferli af einfaldari áföngum sem hlaðast hveijir á aðra. Árið 1937 sýndi Skinner hvernig hægt er að kenna skepnu, sem ekki eru ætlaðir mannlegir eiginleikar, flókna leikni. Hvítri rottu skyldi kennt að eyða peningum. í stað seðla notaði hann litlar glerkúlur. Með því að toga í keðju gat rottan unnið sér inn glerkúlu. Kúluna varð hún að bera yfir á annan enda í þjálfunarbúrinu. Þar var rör sem stóð 5 sm upp úr gólfinu og ofan í það skyldi kúlan. Vonlaust var að bíða þess að svo flókin hegðun birtist af sjálfu sér áður en hægt væri að styrkja hana. Því þurfti að móta atferlið. Það var gert með því að greina það niður í röð athafna sem rækju hver aðra og styrkja aðeins þær sem vörð- 'uðu veginn að endamarkinu. Pliny eldri, en svo hét rottan, var að sönnu klaufalegur þegar hann rogaðist þvert yfír búrgólfið með kúluna í framloppunum. En engin þeirra athafna sem áskildar voru höfðu upphaflega verið sýnilegar í atferli rottunnar. Því var byijað á að styrkja eitt- hvað sem rottan gerði og síðan byggt ofan á það, þrep við þrep. Hvert nýtt þrep var sértækara en það næsta á undan. Til dæm- is voru fyrst styrktar allar athafnir rottunn- ar sem höfðu þau áhrif að kúlan rúllaði. Síðan aðeins þegar hún rúllaði í rétta átt. Þar á eftir, aðeins þegar rottan rúllaði kúl- unni yfir á hinn búrendann. Svipað er að segja um rörið sem kúlan skylöi sett ofan í. Fyrst var búrgólfið alveg slétt. Síðan var settur á það örlítll halli á einum stað. Þessi halli var hækkaður jafnt og þétt þar til loka- hæð var náð. Ummál hans var og smá- minnkað að sama skapi (II). Á þennan hátt var rottan vanin við. Á sama hátt má venja fólk við, bæði börn og fullorðna. Skinner sýndi t.a.m. fram á að ef lögmál óperant-atferils væru nytjuð í skólastofunni, væri hægt að bæta kennslu- tæknina til muna og þ.a.l. námsárangur allra nemenda. í mjög stuttu máli er aðferðin hliðstæð. Námsefnið er greint niður í örsmáar eining- ar með einu þekkingaratriði í hverri þeirra. Einingunum er síðan raðað upp í þrep eftir þyngd, með léttasta þreþinu fyrst. Þegar nemandinn hefur svarað því atriði, sem sett var fram í þrepinu, fær hann umsvifalaust upplýsingar um það hvort svarið hafi verið tækt. Hafi svarið verið það, getur nemand- inn haldið áfram þrep af þrepi, þar til hann hefur farið yfir allt námsefnið. Þessi upp- setning kemur í veg fyrir göt og gloppur. Hafi svar nemandans hins vegai verið ótækt verður hann að glíma við fleiri atriði í þrep- inu, eða þar til sýnt er að hann notar þekk- ingaratriði þess rétt. Þá opnast leiðin á næsta þrep. Svona koll af kolli. Þessi kennslutækni (Programmed in- struction) sem hefur verið kölluð boðritun á íslensku, er tekin beint úr tilraunastofu óperant-sálfræði. Skinner sýndi einnig fram á hversu áhrifarík boðritun er til að kenna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.