Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 7
börnum að lesa. Hann var skiljanlega stolt- ur af þeirri staðreynd að þegar óperant-lög- málum var beitt við lestrarkennsluna, lærðu börnin fljótt og auðveldlega að lesa. Það skipti engu af hvaða þjóðerni þau voru. Það hafði heldur engin áhrif hvaða tungumál var talað heima hjá börnunum, hver þjóðfé- lagsstaða þeirra var, eða hvort foreldrar þeirra væru yfirleitt læsir (II). Nú er það kunnara en frá er þörf að segja, að enginn kennari kemst vfir það í heilum bekk að styrkja umsvifalaust allar þær athafnir sem hann vill sjá meira af. Skinner áleit að væru skólastofurnar vædd- ar vélum, sem matreiddu námsefnið í nem- andann, öðlaðistTíennarinn aukið og kær- komið olnbogarúm til að sinna hvetjum og einum nemanda, hvetja hann og örva og eiga með honum ánægjustund. í því skyni hannaði Skinner kennsluvél- ar. Kennsluvél er í grundvallaratriðum kassi með a.m.k. tveimur gluggum á. Bak við hvorn glugga er spóla með pappírsstrimli. Á öðrum strimlinum eru verkefnin, en svör- in við þeim á hinum. Snúi nemandinn verk- efnaspólunni, birtist rammi með spurningu, t.d. eyðufyllingu í glugganum. Nemandinn svarar með því að skrifa svarið á þar til gerðan stað í rammanum. Snúi hann hinni spólunni birtist rétta svarið skrifað í þeim glugga og nemandinn getur borið það við eigið svar. Hafi hann svarað rétt getur hann snúið verkefnaspólunni áfram og fengið næsta ramma í gluggann. Þótt engar séu kennsluvélarnar er einnig hægt að setja námsefni fram með þessum hætti, með því að boðrita kennslubækur. Boðritaðar kennslubækur hafa m.a. það umfram þær kennslubækur sem við almennt þekkjum, að nemandinn veit alltaf hvar hann stendur og þarf ekki að bíða til prófs. Hins vegar er ekki hægt að tryggja að nem- andinn svari fyrst, áður en hann flettir upp réttu svari. Nú á tímum er sjálfsagt að nýta tölvur sem kennsluvélar með því að boðrita kennsluforrit (sjá nánar t.d. III). Þegar námsefni er boðritað fær sérhver nemandi greinargóðar vísbendingar um það sem ætlast er til að hann geri. Síðan fær hann umsvifalausar upplýsingar um (góða) frammistöðu beint og milliliðalaust. Viðgjöfin (feedback) varðar veginn að settu marki og gerir nemandanum kleift að rétta sig af jafnóðum ef út af ber. Með þessu móti minnka líkur á villum, og ef grannt er stýrt er jafnvel hægt að koma í veg fyr- ir þær. Nemandinn stýrir sjálfur hraða fram- vindunnar og ólíklegt er að hann fái óbeit á efninu, því öll verk enda vel. Þekkingu á reglum óperant-hegðunar, sem fengist hafa úr rannsóknum Skinners og annarra atferlissinna, er beitt þegar fólk er þjálfað í að hlutast til um eigin athafnir og afleiðingar þeirra. Ávinningurinn er að það lifir virkara og þar með væntanlega innihaldsríkara lífi en ella. Það sem þessi hegðunarverkfræði (be- haviour engineering) hefur umfram aðrar aðferðir, sem einnig geta haft áhrif á breytni manna, er að með atferlisgreiningunni er hægt að meta með raunprófunum hvernig þær breytingar, sem á hegðun- inni verða, eru til komnar, þ.e. hvort þær eru vegna markvissrar íhlutunar; kennslu og meðferðar eða ekki. í byijun var atferlistækni aðallega beitt á vandkvæði í hegðun barna og vistmanna á stofnunum. En þekking á lögmálum atferl- ismótunar og leikni í að beita þeim, kemur að gagni eðli máls vegna, alltaf og alls stað- ar þegar hlutast skal til um'það hvernig fólk hagar sér, s.s. í uppeldi, áróðri, fræðslu, ráðgjöf, þjálfun og meðferð. Enda er óp- erant-sálfræði núorðið nytjuð á flestum svið- um mannlífsins, ekki síst í forvarnarstarfi ýmiss konar. Einnig á þeim sviðum sem oftast hafa verið aðgreind í a) iðnaðar-, b) skóla-, og c) klíníska sálfræði. Nokkur dæmi um slík viðfangsefni eru að kenna fólki aðferðir til að a) stýra frammistöðu; gæðum og afköstum, koma í veg fyrir slys á vinnustöðum, undirbúa verðandi geimfara, þjálfa sirk- usdýr eða leitar- og hjálparhunda, b) boðrita námsefni, örva virkni nemenda, þjálfa unglinga í ákveðni gegn ávanaefn- um, greina hvort ótæku atferli bams er viðhaldið af athygli kennara og foreldra, eða öðrum umsvifalausum afleiðingum, c) bæta úr ófullnægjandi samlífí, draga úr of- eða vaneldi, þunglyndi, spennuverkj- um, kvíða og fælni. Önnur svið má ogtelja, s.s. endurhæfingu afbrotamanna, öldrunar- og íþróttasálfræði, og síðast en ekki síst umfangsmikil þjálfun- arkerfi fyrir þroskahefta. Á undanförnum árum hafa óperant-lögmál einnig verið nytj- uð þegar koma skal skikkan á umhverfið, t.d. með umsvifalausum upplýsingum til ökumanna um eigin ökuhraða, sem gefnar eru við (feeded back) á vegkantinum. Þótt óperant-atferli hafi í upphafi verið það atvik að hvít rotta ýtti niður slá, þá er skilgreiningin á óperant-hugtakinu ekki háð tiltekinni athöfn, heldur því hvort hún reynist birtast aftur eftir að hafa tengst tilteknum afleiðinguin. Þessi sveigjanleiki óperant-tengsla (að ekki þurfi ákveðið áreiti til að framkalla ákveðið viðbragð) er forsenda fyrir því, að hægt er að nytja reglur óperant-sálfræði við jafn margbreytilegar og ólíkar aðstæður og ofangreind dæmi bera vott um. Framlag Skinners vann honum álit, ýmist sem djúpvitrum og snjöllum hugsuði eða köldum og ómannúðlegum drottnara, sem mannkynið þyrfti að vaf'a sig á vegna þeirr- ar hættu á alræði sem þekking á lögmálum atferlisstýringar gæti falið í sér. Við kappræður sem haldnar voru í Mont- real árið 1980, hafði sá kunni breski sál- fræðingur, Hans J. Eysenck (hann kom til íslands árið 1985), orð á því að líklegast væru fáir vísindamenn jafn misskildir og Skinner. Eyseck innti Skinner einnig eftir því hvernig honum gengi að þola slíkt álag? „Mér finnst,“ svaraði Skinner með hægð, „að ég þurfi ekki að vera skilinn nema svona þrisvar til fjórum sinnum á ári“ (I). í umfjöllun um vanda stjómunar minnist Skinner m.a. þess, að það hafi alltaf verið hið vanþakkláta hlutverk vísindanna að svipta manninn þeirri trú sem hann ól í bijósti um stöðu sína í alheiminum (IV). Hvað atferlistækni varðar, þá er það með hana rétt eins og með aðra þekkingu, henni er hægt að beita jöfnum höndum við þau verk sem til heilla horfa fyrir mannkynið sem og annarra. Rannsóknir á lögmálum hegðunar er leið til að afla þekkingar á því sem er, og auka við þann forða. Ef iila tekst til er það ekki vegna móður náttúru eða vísindanna, þ.e. hvorki vegna eðlis þeirra sambanda sem eru á milli atferlis og um- hverfis, né aðferðanna við að finna þau. Af eigin rannsóknarniðurstöðum og ann- arra dró Skinner þá ályktun að refsingar væru ónothæf kennslutækni. Gildir það einu hvort temja skuli og þjálfa dýr, upp- fræða börn, stýra fólki til verka eða eiga við afbrotamenn. Niðurstöður úr rannsóknum sem unnar hafa verið síðustu þijá áratugina styðja þetta enn frekar. Þær hafa sýnt, að refsing- ar og afleiðingar þeirra eru mjög flókið fýrirbæri og §arri því að vera hrein sþegil- mynd styrkingar. Að vísu geta refsingar slegið strax á atferlið, en valda jafnframt ýmsum hliðarverkunum sem geta verið jafn ótækar og þær gerðir sem refsa skal (V). Nú þegar Skinner er allur, má segja að innan óperant-sálfræði sé fjórða kynslóð vísindamanna að hasla sér völl. Um allan heim; frá íslandi til Ástralíu og Kaliforníu til Kína, starfa konur og karlar við að greina atferli manna og dýra, og við að nytja þá þekkingu sem úr slíkum rannsóknum fæst. Þekkingu, sem öllum er aðgengileg, og er án þeirrar dulúðar sem sálfræðin hlaut í vöggugjöf. I þessum eftirmælum um B.F. Skinner og þau áhrif sem hann hefur haft hef ég reynt að draga upp útlínur í mynd af manni sem með einurð og iðjusemi, frumleika og e.t.v. einhverri heppni, braut það land sem í hálfa öld hann horfði yfir. Úr þeim far- vegi hefur hvert blómið af öðru skotið upp kollinum og sáð sér. Sé myndin fullunnin opnast áhorfandanum sýn að öguðum vinnu- brögðum og óhefðbundinni hugsun sem spila saman létt og leikandi. Slíkt samspil er í senn uppspretta og einkenni á verkum hins fijóa og skapandi vísindamanns. Scientia sine arte nihil est. En mikið er enn eftir ómálað og myndin ekki hálfgerð. Á hana vantar t.a.m. einstæð- ar kenningar Skinners um málrænt atferli, sem hann sjálfur áleit að væri merkasta framlag hans. Er það von mín, að þeir drætt- ir og aðrir hér afskiptir, verði dregnir af öðrum mér drátthagari. I. Sobel, D., 1990 (20. ágúst). B.F. Skinner is dead at 86; Pioneer of Behaviour Studies. The New York Times Obituiaries, bls. A1 og A12. II. Skinner, B.F., 1969. Contingencies of reinforce- ment: A Theoretical Anaiysis. New Jersey: Prentice- Hall. III. Ragnheiður Briem, 1986. Þriðja sjónarmiðið — um töivur í kennslu. Ný menntamól 4, (2), 20—23. IV. Skinner, B.F., 1953. Science and human behav- ior. New York: Macmillan. V. Michael, J., 1987 (25. maí). Behavior analysis: An overview. Erindi flutt á ráðstefnu Association for Behavior Analysis í Nashvilie, Tennessee. Höfundur er atferlisfræðingur og býr á Raufar- höfn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRÍL 1991 7 SIGURÐUR PÁLSSON Skilnaðarstund Dalalæðan kom niður fjallið á góðum gönguhraða og færðist nær okkur undarlega skipulega. Við sátum á stéttinni austanmegin við hótelið og fylgdumst með henni koma nær. A stóru svölunum vestanmegin sátu tveir brimsaltir stríðsmenn á eftirlaunum, reyktu margreyndar pípur og þögðu. Það eru óteljandi herbergi á þessu hóteli görguðu mávarnir þegar við komum. Óteljandi herbergi fyrir ástina. Inni í borðsalnum breiddu þessar þrjár ungu konur þykka hvíta dúka á borðin, bónuðu leirinn og fægðu silfrið. Alltaf virtust þær brosa útí annað þessar stúlkur og augnaráðið var þeirra sérgrein. Dalalæðan sveif nokkrum metrum ofar jörðu og breiddist á jöfnum hraða yfir allt sjónarsviðið eins og Ijósgrátt teppi og allir bátarnir hurfu skyndilega og' hafnargarðurinn en ofar var ennþá alveg heiðskírt og fjallseggjar stóðu í loga kvöldsólar. Við heyrðum allt í einu að mávarnir voru þagnaðir og ákváðum að leiðast inn í veitingasalinn að borða kveðjumáltíðina. Augnaráð stúlknanna .fylgdi okkur. Höfundur er skáld í Reykjavík. Konungsríki Örsaga eftir MARGRÉTI GUÐMUNDSDÓTTUR Heima hjá mér uxu fallegar blómabreiður ... það voru njólar þegar ég var lítil byggði ég mér bú þarna þarna var ég alveg hult fyrir umheiminum. Búið, voru flekar sem mynduðu gólf og tvo veggi í vínkil sem gerðu gott skjól. Eg byggði þetta sjálf þó að ég væri ekki há í loftinu. Ég sló upp borði og bjó til hillu. Þetta var mitt konungsríki. Svo fékk ég gamlan höldulausan bolla og undirskálar með sprungum hjá mönnu. Og gamla svuntu sem ég hafði fyrir dúk. Svo fór ég inn í blómabreiðuna — sem var njólar og tíndi njólablöð og setti þau í gamla loklausa sultukrukku og þá var fallega dúkaða borðið mitt skreytt blómum. Ég náði í mold í gamla málningardós og sótti vatn í þvottahúsið og bakaði. Kökurnar setti ég á undirskálarnar með spmngunum og skreytti þær með sóleyjum og fíflum sem ég hafði tínt í blómabreiðunni inn á milli njólanna. Og það var enginn vandi að búa til kakó. Ég átti könnu sem einu sinni hafði verið með haldi og loki og fjórum litlum fótum og fallegu blómamynstri. En þó svo að haldið væri brotið og tveir fætur líka brotnir og lokið horfið — og blómamynstrið nánast því af máð sótti ég vatn í hana í þvottahúsið og setti eina teskeið af mold út í. Þá átti ég kakó með kökunum sem voru alveg að verða tilbúnar í sólinni. Njólarnir voru svo hávaxnir að búið og ég — sáumst ekki frá húsinu. Það var svo gott. Það var svo öruggt. Ég gat fylgst með fólkinu sem fór hjá — án þess að það vissi. Það gat verið ótrúlega spennandi. Þetta var mitt ríki. Þarna var ég í mínum eigin heimi. Bakaði kökur, bauð fólki í heimsókn átti í skemmtilegum samræðum. Breytti heiminum. Vaskaði upp, þreif og gekk frá. Hugsun mín fór á flug. Og það var gaman. WILLIAM HEINESEN Tileinkun Baldur Pálmason þýddi Myrkvast frostheiður himinn á marzkvöldi hægt og hægt. Sigin er sól. Tendrast stjörnur að baki dimmum fjöllum. Lágt yfir haffletinum til austurs má greina loftkenndan nýmána, áþekkan kóngulóarvef. Vegirnir allir og stígamir sem ég steig! Ógenginn á ég bara einn, torleiðið hinzta yfir sortnandi mar, inn í húmið. Þangað mun ég feta þakklátum huga. Þangað mun ég feta og beina til ykkar ástúðarhug, sem enn eruð ung hér á jörðu. ykkar sem búið við sólsetrið, þjáningar og þrár, ykkar sem njótið kvöldstjörnunnar og vonanna. Þetta Ijóð birtist í „Panorama med regnbue't kvaeðabók Heinesens, sem út kom árið .1972. Þegar á daginn kemur að skáldið endar ævi sína í marzmánuði löngu síðar (12. marz sl.), liggur nærri að geta sér til, að það hafi verið gætt sagnaranda. — B.P.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.