Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 15
FERÐAFRETTIR Utsölur á raftækj- um í New York Oft tálbeita fyrir kaupglaða ferðamerín FERÐAMENN á leið til New York, sem ætla sér að festa kaup á myndbðndum, ljós- myndavélum eða raftækjum í stórborginni ættu að gæta sín. Margar verslanir sem auglýsa útsölur eða rýmingarsölur í sýningargluggum eru að lokka til sín ferðamenn á fölskum forsendum. „Útsöluverðið" er oft margfalt hærra en hjá heiðarlegum versl- unum, sem kannski er að finna á næsta götuhorni. Dæmi eru um margfalda álagningu á vöru, sem auglýst er á útsöluverði. í New York er hægt að gera ein bestu kaup á rafmagnsvörum í heiminum sem stendur. En raf- tækjaverslanir eru dreifðar um miðbæ Manhattan (frá 30. til 59. stræti) og yfirvöld segja það töl- fræðilega martröð að hafa stjórn á þeim. Þær spretti upp eins og gorkúlur en hverfi jafnskjótt af yfirborðinu ef þörf krefur. Og söluaðilar svífast einskis. Menn geta átt á hættu að kaupa köttinn í sekknum, þ.e. notaða vöru og úr sér gengna (eins gott að opna kassann og líta á vörumerkið). |{g SELLING lEi PMTIPC m ! fti« * v W ct * **** pr- STOCX Varhugavert að treysta „raf- tækjafrumskóginum" í New York. Hvernig á að nálgast „raftækjafrumskóginn“? Notaðu sömu aðferð og þú beit- ir á basar í Mið-Austurlöndum. Gerðu ráð fyrir að allt sé með 50-100% álagningu og prúttaðu eins og þú getur. Það er ekki óalgengt að verslanir verðmerki ofan við löglega álagningu og slái síðan af til að gera viðskiptavininn ánægðan. Aður en þú festir kaup, finndu út löglegt verð og prúttaðu út frá þvi. Skrifaðu niður (með grunsemd- arsvip) allt verð sem þú færð upp- gefið, til þess að þeir haldi að þú sért frá Verðlagseftirlitinu. Vertu tilbúinn í slaginn með því að vinna þína heimavinnu: Vertu búinn að lesa þér til um síðustu dóma á vörunni, kannaðu vöruverð í ábyrgum neytendablöð- um, vertu viss um nöfn og vöru- númer á bestu tegendunum; vertu búinn að ákveða hvaða tegund þú ætlar að kaupa og haltu þér við hana sama hvað sölumaðurinn segir. Berðu saman vöruverð í nokkr- um verslunum. Það er ótrúlega misjafnt. Oft er hægt að fá sölu- fólk til að lækka verðið ef minnst er á lægra verð hjá kaupmannin- um á horninu. Opnaðu alltaf kassann til að bera saman vörunúmer á umbúð- um við vörunúmer á viðkomandi hlut. Annars áttu á hættu að vera að kaupa gamla vöru í nýjum umbúðum. Vertu sérstaklega varkár í verslunum sem auglýsa að þær séu að hætta. „Verstu dæmin koma oft fram 1—2 vikum áður en verslunin hættir," segja þeir hjá bandaríska neytendaeftirlit- inu. „Um það leyti sem kvartanir berast til okkar, er búið að loka viðkomandi verslun og við getum ekkert gert í málinu." „Islensk“ ferðaskrifstofa tek- in til starfa í Orlando í Flórída Frá Atla Steinarssyni fréttaritara Morgunblaðsins Segja má að íslensk ferðaskrifstofa liafi nú tekið til starfa í Orlando í Flórída. Baldvin Berndsen og kona hans Ester Franklín hafa fest kaup á ferðaskrifstofu í fullum gangi í miðborg Orl- ando. Eftir eigendaskiptin heitir hún American-Atlantic Travel & Tours. Lögð verður áhersla á þjónustu við Norðurlanda og Vestur-Evrópubúa og hyggjast þau hjón leggja sérstaka áherslu á þjónustu við Islendinga. Baldvin var til skamms tíma yfir- maður bókunardeildar General- bílaleigunnar, en áður var hann m.a. stöðvarstjóri Flugleiða í New York og framkvæmdastjóri hjá Hafskipum í Bandaríkjunum. Margir munu fagna þessum nýja möguleika í ferðamálum, því Flórída hefur, þó undarlegt megi virðast, orðið nokkuð útundan í svokölluðum sólarlandaferðum íslenskra ferðaskrifstofa, þó flest- ar ferðir Flugleiða til Orlando séu fullskipaðar og færri komist þang- að en vilja á ýmsum árstímum. Ferðir til Orlando hafa líka verið óeðlilega dýrar miðað við aðrar sólarlandaferðir. í Orlando opnast ferðafólki margir nýir heimar bæði með því sem því stendur þar til boða og með siglingum um Karíbahaf, ferðum til S-Ameríku og ferðum um suðurhluta Bandaríkjanna, t.d. Texas, Louisiana, Arizona, Nevada og Kaliforníu. American-Atlantik hyggst upp- fylla allar ferðaóskir íslendinga og býður upp á alhliða þjónustu, s.s. útvegun hótela og/eða íbúða, bílaleigubíla og flugferða í allar áttir. Þar er unnt að fá far í hvaða siglingu sem er um Karíbahaf og útveguð eru hótel eða íbúðir á St. Thomas, St. Croix, Puerto Rico, Mexico og fjölmörgum öðrum stöðum. Unnt er að komast í vel skipulagðar ferðir til Kaliforníu, Hawai og Alaska. Baldvin hefur þegar samið við ýmsa helstu golf- og tennisstaði Flórída um hagstætt verð á dvöl þar fyrir einstaklinga og hópa. Einnig býður hann upp á ótrúlega ódýrar sjóstangveiðiferðir fyrir minni og stærri hópa m.a. á „einkabátum“ með kunnum leið- sögumanni og skipstjóra. A boð- stólum er einnig ferð milli staða í og við Florída með litlum einka- flugvélum. I boði eru einnig skíða- ferðir til Colorado og Nevada og nánast hvað sem er í ferðamálum. Séð er um móttöku ferðafólks á flugvellinum í Orlando og ýmsa fyrirgreiðslu við þá þar ef óskað er. Um allt þetta er sem sagt hægt að semja á íslensku í síma eða á faxi. American-Atlantic Travel er til húsa í Suite 140, Landmark Center, 315 East Robinson Street, Orlando FL 32801. Síminn er 407-422-6133 og faxnúmer 407- 839-3749. Geymið kortið. Kaupið ekki flugmiða hjá bandarískum flugfélögum! „ÉG ÆTLAÐI að hringja í viðkomandi flugfélag og spurjast fyrir um miðaverð,“ sagði kona sem var nýlega á ferð um Bandaríkin, „en var vöruð við því. Enginn Banda- ríkjamaður kaupir miða hjá flugfélagi. Þar eru þeir lielm- ingi dýrari!" Hvernig stendur á svo miklum verðmun? Jú, söluskrifstofur nýta sér afsláttarkjör hjá þeim sem fljúga oft; kaupa miða hjá „frequent fliers“. En ákveðin áhætta fylgir slíkum miðakaup- um því flugfélögin geta gert þá upptæka. Samkvæmt fréttabréfi „frequent flier“ er áhættan þó sáralítil, líkumar eru aðeins um 1-3% og nokkrir söluaðilar ábyrgjast endurgreiðslu. Reyndu að spuijast fyrir um verð sem víðast, því miðaverðið hjá söluskrifstofunum er mjög breytilegt. Og áður en þú festir kaup á flugmiða, verðurðu að vera viss um að viðkomandi sölu- skrifstofa sé ábyggileg. Biddu unt meðmæli. Talaðu við aðra sem hafa notfært sér þjón- ustuna. Biddu um „skriflegar"^ upplýsingar um: 1. dagsetningu á miðanum, 2. takmörkun á notkun miðans, ef einhver og 3. greiðsluskilntála og hugsan- lega endurgreiðslu. Vistfræðisafn opnað í London í mars var opnuð í Náttúru- gripasafninu í London sér- stæð sýning, sem talin er vera sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin er ætluð fyrir þá sem langar til að vita meira um undirstöðu lífríkis- ins. Hún beinist að jarðstjörn- unni í geimnum — að and- rúmslofti, mold, vatni og sól- arorku. Vistfræðisafninu er komið fyrir í turnljiga glerhúsi í líkingu við gróðurhús. Gestir koma fyrst inn í líkan af regnskógi sem virð- ist iða af líft og þaðan inn í aðal- sýningarskála. Veggir sýna ljós- brot elds og vatns. Stöngullaga brýr liggja yfir glerntyndanir, sem tákna plöntugróður og dýra- tegundir sem viðhalda lífskeðj- unni. Myndbönd og speglat' eru - notaðir til að mynda hnattlíkan og sýna hringrás vatnsins. Gest- ir geta líka gengið inn í líkan af laufblaði til að skynja efna- ferli blaðgrænkunnar. Og hin flókna lífkeðja breiðir úr sér í gegnum samspil myndbanda, líkana og ljósáhrifa. Náttúrugripasafnið er við Cromwell Road, London SW7 5BD (sími: 938- 9123) og er opið kl.10.00-18.00 alla virka daga, en kl. 11.00-18.00 á sunnudögum. Aðgangur um 580 kr. fyrir fullorðna, 185 kr. fyrir 5-17 ára, ókeypis fyrir yngri en 5 ára. Vegabréf inn í arfleg-ð Breta Ferðamemt í Bretlandi geta nú gert kjarakaup sem bresk- um þegnum bjóðast ekki, ineð því að kaupa „British Her- itage Pass“ (vegabréf inn í breska arflegð). En þeir verða að hafa sig alla við að skoða, því vegabréfið veitir þeim aðgang í 593 kastala, herra- garða, fornminjar, listigarða og helg menntasetur! Vegabréfið kostar um 2.750 kr. fyrir 15 daga, en 4.130 kr. fyrir mánuðinn. Kaupendur fá einnig upplýsingamöppu unt opnunartíma og hvat' söfnin er að finna í Englandi, Skotlandi, Wales eða Not'ður-írlandi. Breska ferðamálaráðið stendur fyrir útgáfu og vegabréfið er fáanlegt með því að framvísa þínu eigin vegabréfi hjá British Travel Centre í London og hinum ýrnsu upplýsingamiðstöðvum ferðamála víðsvegar í Bretlandi (gæti líka fengist hjá ferðaskrif- stofum hér). Athugið að vega- bréfið er tíniasett eftir fyrstu heimsókn á safn — í 15 daga eða 1 mánuð. Gamla gríska Rhodos end- urnýjuð HÓPUR grískra fornleifa- fræðinga, arkitekta, múrara og byggingaverkfræðinga vinna nú að endurnýjun á öll- um byggingum innan múr- veggja gamla borgarhlutans á grísku eyjunni Rhodos. Hér er bæði um einföld íbúð- arhús sem og sögulegar bygg- ingar að ræða, sem tnargar eru frá yfirráðatíma Tyrkja (1523- 1912) og 14. aldar virki byggð af Mölturiddurum. Árið 1960 var gamli borgarhlutinn gerður að vernduðu þjóðminjasvæði. Vinna við endurnýjun mun standa í mörg ár og verða mjög kostnað- arsöm. En henni er ætlað að varpa nýju ljósi á sögu borgar- innar og lífskilyrði fyrri íbúa. Egyptar lækka verðið Persaflóastríðið lagði þung- an toll á egypska ferðaþjón- ustu, en áætlað er að Egyptar liafi tapað sem samsvarar 2 milljörðum Bandaríkjadala á aðalferðamannatímanum í vetur. Nú er búið að opna aðgang að grafhýsum og forn- minjum sem voru lokuð af ótta við hryðjuverk. Og hótel og lystiskip á Níl bjóða allt að helmingsafslátt í von um að hægt sé að ná upp aftur eðlilegum ferðamannafjölda. Gistikostnaður er nú allt að 45-60% lægri og 5 daga skemmtisigling frá Kaíró til Lúxor sem kostaði um 54.000 kr. (fyrir tvo, máltíðir innifaldar) er nú á um 27.000 kr. Og gengi egypska pundsins er nú hag- stæðara gagnvart Bandaríkja- dal, (1989 var dollari 2,6; 1990 dollari 2,8) en núna er dollarinn 3,2 egypsk pund. Besta kvik- myndin hjá flugfélögrim - var„Ekið með Daisy“ EKIÐ MEÐ Daisy fékk 1. verðlaun hjá Alþjóðasambandi flugfélaga, en kvikntyndin var sýnd oftar um borð í flugvél- um en nokkur önnur. Aðrar kvikntyndir sem voru á óskalista flugfarþega voru „Turner and Hooch", „The Hunt for Red October11, „Pretty Wo- man“, „Bird on a Wire“, „Steel Magnolia,s“ „Back to the Fut- ure, Part II“, „She-Devil“ og „The Freshman." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRlL 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.