Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 5
Þar sem einu sinni var gjöfult og fiskisælt vatn, eru nú saltsléttur. Afkomu fjölda fólks, sem byggði á veiðum úr vatninu, hefur verið stefnt í voða. geymir vatnið, hefur lokað vatnskerfi án frárennslis safnast eiturefnin fyrir í grunn- vatni jarðvegsins og menga það. Neysluvatn íbúanna er tekið úr brunnum, þannig að þeir drekka blöndu af vatni og eiturefnum. Það er engin furða þótt sjúkraskýrslur séu fullar af frásögum um vansköpuð korna- börn, íjölgandi tilfelli lifrar- og nýrnasjúk- dóma, ólæknandi magasár, vaxandi ung- bamadauða og aukningu krabbameinstil- fella. Sem dæmi um hið síðastnefnda má benda á þá staðreynd, að í ríkinu Uzbekistan við suðurströnd Aralvatns er ákveðin tegund krabbameins sjö sinnum algengari en í öðr- um hlutum Sovétríkjanna. Einn af sovézku vísindamönnunum sem hafa rannsakað heilbrigðisástandið á svæð- inu lýsir því í tímaritinu „Soviet Industry" með þessum orðum: Allt þetta (heilbrigðis- ástandið) er gjaldið sem greitt er með heilsu íbúanna til þess að Sovétríkin geti verið sjálf- um sér nóg um baðmullarframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Sovézku vís- indaakademíunni hefur ungbarnadauði auk- ist hröðum skrefum á árunum 1970-1985 í lýðveldunum 5 við Aralvatn. Sem dæmi er bent á héraðið Bozatus í Karakalpak. Þar fara saman léleg skolpræsakerfi, ófullnægj- andi heilbrigðiseftirlit með barnshafandi konum og ungbörnum, og vaxandi magn skordýraeiturs og efna sem notuð eru gegn jurtasjúkdómum í drykkjarvatni. Af hveijum 1.000 börnum sem fæðast deyja 110 áður en þau hafa náð eins árs aldri. Samanborið við önnur lönd deyja t.d. 109 í Afríku, 95 í Indlandi og 37 í Kína. Smá Skammtur Af Skynsemi Einn af eftirtektarverðari ávöxtum glasn- ost var ráðstefna sem haldin var í október 1990 í borginni Nukus, höfuðborg Karakalp- ak, sem stendur á bökkum Amu Darya. Ráðstefnan bar yfirskriftina: Aralkreppan: orsök, afleiðingar og leiðir til úrbóta. Á ráðstefriunni voru saman komnir nálægt 100 sovézkir vísindamenn og stjórnmálaleiðtogar ásamt 13 erlendum vísindamönnum sem Sovézka vísindaakademían hafði boðið þang- að. Mörgum erlendu þátttakendunum varð það ljóst, að aðalatriðin í áætluninni um að snúa þróuninni við voru: að selja bændunum vatnið, fá þá til þess að rækta nytjajurtir sem þurfa minni vökvun en baðmull, koma á fót áætlun um svæðisbundna stjórnun vatnabúskaparins þar sem gert er ráð fyrir vökvun með grunnvatni og árvatni að hluta til. Einnig gerðu þeir ráð fyrir stórátaki í skipulagningu fjölskyldustærða. Allar þessar aðgerðir kalla á yfirstjórn sem yrði skipuð fulltrúum frá lýðveldunum 5 sem verst hafa orðið úti, ásamt leiðandi vatnafræðingum, jarðyrkjufræðingum, þjóðfræðingum og öðr- um vísindamönnum. Þessi yfirstjórn yrði að hafa óskorað vald til þess að framkvæma þessar aðgerðir. Það má vera hverjum manni ljóst að þessi áætlun er næsta ófrarnkvæmanleg. Ef veita á vatni frá ánum Irtysh og Ob sem eru í lýðveldinu Rússlandi og renna norður í íshaf suður á bóginn yrði það stórkostlegasta verk- lega framkvæmd hins opinbera tii þessa. Kostnaðurinn yrði svo mikill að skipti hundr- uðum milljarða króna þannig að bágborið efnahagsástand Sovétríkjanna kemur örugg- lega í veg fyrir þessa framkvæmd. Fram- kvæmd áætlunarinnar er einnig háð því hvort lýðveldið Rússland sé tilbúið til þess að láta vatnið sitt af hendi, en Rússlandi er nú stjórnað af Boris Jeltsín hinum „herskáa". Auk þessa myndi breytingin á rennsli ánna þegar byija að valda truflunum á umhverfinu sem hugsanlega gætu orðið jafn aivarlegar og umhverfisslysið á Aralvatns- svæðinu. Það er næsla víst að rennsli þessa geysimikla vatnsmagns yfir þúsundir km af eyðimörk myndi valda því að landið meðfram skurðunum yrði vatnssósa. Veðurfræðingar óttast líka að verði dregið úr rennsii tiltölu- lega hlýs vatns í Norður-íshafið gæti það valdið kælingu þess í þeim mæli að ísmynd- un þar aukist með tilheyrandi breytingu á loftslagi sem að lokum gengi gegnum allt loftslagskerfi jarðarinnar. Það sem skiptir íbúa lýðveldisins Rúss- lands mestu máli er að ef rennsli ánna verð- ur breytt, mun það hafa óheillavænleg áhrif á landbúnað þeirra. Victor Kovda, forseti sovéska jarðvegsfræðingafélagsins, bendir á að verði vatpsrennslinu beint til Aralsvæðis- ins dregur það úr rennsli á hlýju vatni um árfarvegi dalanna í norðri. Við það fellur hitastigið og ræktunartíminn styttist. Sums staðar legðist landbúnaður algjörlega af. Fjöldi annarra vistfræðilegra og hagfræði- legra atriða mæla gegn þessari áætlun en það þeirra sem vegur þyngst á metunum, er sú staðreynd að hún myndi ekki hafa nein áhrif á jarðvatnið eða saltútfellinguna eða auka framleiðslugetu akurlendis á Aral- svæðinu. Þörfin á því að lækka yfirborð jarð- vatnsins í ræktarlandi kallar á allt aðrar aðgerðir. Að Spyrna Við Fótum Verkfræðiprófessorinn Peter Rogers telur ástandið á Aralsvæðinu nú um margt líkjast ástandinu í Pakistan snemma á 7. áratugn- um en þar eyðilagði vatnsaginn og saltútfell- ingin nálega 50.000 ekrur árlega í Indus- lægðinni (dalnum). Rogers og áðrir meðlim- ir alþjóðlegs vinnuhóps hönnuðu áætlun um vatnsbúskap sem sneri þróuninni við og jarð- vegurinn endurheimti fijósemi sína og' af- rakstur landsins færðist í fyrra horf. Eitt af því sem stuðlaði að velgengninni í Pakistan og gæti sennilega orðið Aralsvæð- inu til bjargar var að nota grunnvatn og árvatn að hluta til vökvunar. Grunnir brunn- ar með dælum til vökvunar geta á ódýran hátt snúið þróuninni við. Þegar grunnvatninu er dælt upp lækkar yfírborð jarðvatnsins og vatnsaginn og saltútfellingin minnka. Um leið eykst vatnsrennslið í Aralvatni. Á stöð- um þar sem grunnvatnið er of salt til þess að vökva með því má blanda með árvatni áður en það er notað til vökvunar. Til þess að auka vatnsrennslið enn frekar þarf að vökva þannig að vatnið nýtist betur. Þegar mest lá á að auka baðmullarframleiðsl- una voru mörg þúsund km langir skurðir grafnir skipulagslaust um landið, sem verið var að taka til ræktunar. Afleiðingin var sú að óhemjumikið vatn fór til spillis. Skipuleg- ir áveituskurðir og dreypivökvun er miklu hagkvæmari en vökvun með vatnsrennsli í plógförum á ökrunum eða áveitu vatns og hefði í för með sér ótrúlega mikinn sparnað á vatni. Núna er vatnið á Aralsvæðinu svo að segja ókeypis sem þýðir það, að það er notað í miklu óhófi eins og allt það sem er ókeypis eða mjög ódýrt. Viðbrögð bænda í vesturríkj- um Bandaríkjanna þegar komið var á vatns- markaði þar gæti verið fyrirmynd hér. Þar er vatnið nú selt á hærra verði og leggja bændur sig fram um að nýta það á sem hagkvæmastan hátt. Ef greitt verður fyrir vatnið stuðlar það að betri nýtingu þess sem m.a. væri í því fólgin að velja til ræktunar tegundir sem þurfa minni vökvun. Ef áherslan verður Jögð á efnahagslegar umbætur verða fram- leiðslukvótar á baðmull aflagðir og bændurn- ir látnir sjálfir ákveða hvers konar ræktun er hagkvæmust fyrir þá. Vatnsþörf jurta er mjög mismunandi eftir tegundum. Sem dæmi má nefna að helmingi minna vatn þarf til þess að framleiða eitt.tonn af hveiti en eitt tonn af hrísgijónum. Verði vatnið selt er sennilegt að ræktun verði hætt á jaðarsvæð- um lýðveldanna en þau hafa notað vatn til jafns við góð ræktunarsvæði en afrakstur af þeim verið lítill. Ein af fáum nýstárlegum tillögum af hálfu sovétmannanna á ráðstefnunni í Nukus var lögð fram af Y.S. Kamalov, sem var fulltrúi grasrótarhreyfingar sem stofnuð var með það markmið að bjarga Amu Darya og Aral- vatni. Hann gekk út frá því að árnar Amu Darya og Syr Darya tilheyri Aralvatni og stakk því upp á að stofnaður yrði Aral- banki sem bændur keyptu síðan allt sitt vatn af. Verðið átti að vera það hátt að . árvatnið næði að renna út í vatnið og bæta þar með að hluta til úr tjóninu sem orðið er á Aralvatni. Hagnað bankans á svo að nota til þess að íjárfesta í brunnum og vatnsdæl- um sem eru nauðsynlegar til þess að lækka yfirborð grunnvatnsins. Einnig má nota fé bankans til þess að kenna bændum að nýta vatnið betur og að skipuleggja varnir gegn skordýrum þannig að þeir þurfí ekki að reiða sig jafn mikið á. notkun skordýraeiturs eins og nú er raunin. Ekki verður annað séð en þessar hugmyndir Kamalovs lofi góðu. Ofsetið Landsvæði Þótt aðgerðir til þess að snúa þróuninni við takist og fijósemi og afrakstur ræktar- lands verði endurheimt, batna lífskjörin ekki nema dregið verði úr fólksfjölguninni. Reynsla Japana í þessum efnum á síðari hluta 5. áratugarins er lærdómsrík. Þá höfðu Japanir tapað heimsveldinu og miklu af nátt- úruauðlindum sínum. Þeir urðu að velja á milli versnandi lífsafkomu eða fámennari ijölskyldna. Þeir völdu síðari kostinn og á árunum 1948-1955 dró um helming úr fólks- fjölguninni. Heitt og þurrt vistkerfi þar sem skortur er á vatni þolir ekki 3% fólksfjölgun á ári en erfitt verður að draga úr henni. I lýðveld- unum 5; Kazakhstan, Uzbekistan, Kirghizia, Tajikistan og Turkmenistan, þar sem íbúarn- ir eru flestir múslimar, leggja þjóðarleiðtog- arnir áherslu á þá staðreynd aðaneðal músl- ima séu mörg börn og stórar fjölskyldur heilög erfðavenja. Þeir halda því fram að með efnahagslegum og félagslegum fram- förum dragi úr fjölskyldustærðum. Þetta er að vísu rétt en staðreyndin er' sú að ef hag- stjórnin fer fram úr vistkerfinu sem efna- hagsafkoman byggist á verða hvorki efna- hags- né félagslegar framfarir til staðar. Þegar fólksfjöldinn fer fram úr framleiðslu- getu landsins versna lífskjörin. Það má vera að 10. áratugurinn bjóði þjóðunum á Aral- svæðinu síðasta tækifærið til þess að leysa fólksijölgunarvandamálið á mannúðlegan hátt. Aukning ungbarnadauða, krabba- meinstilfella og annarra sjúkdóma á síðustu árum er nú komin á það stig að vaxandi dánartíðni er farin að draga úr fólksfjölgun- inni. Þar sem stjómmálamennirnir eru ófær- ir um að sjá auknum fólksfjölda farborða og veija hann fyrir ógnum þeim er stafa frá umhverfínu, verða þeir nú annaðhvort að stuðla að því með ráð og dáð að fjölskyldur verði fámennari eða taka á sig ábyrgðina af aukinni dánartíðni. _ Eigi að takast að koma á umhverfis- og efnahagsumbótum tekst það aðeins með mjög náinni samvinnu lýðveldanna 5 en þjóð- ernisdeilur flækja málið. Um leið og dró úr stjórn Moskvuvaldsins fór að bera á þjóðern- isetjum í lýðveldunum, sem höfðu verið nið- urbældar í áratugi. Þessar eijur hafa oftar en ekki leitt til ofbeldisaðgerða. Tíminn vinnur ekki með Aralvatni. Ef fólkið á Aralsvæðinu grípur ekki í taumana og gerir sem skjótast framtíðaráætlun um aðgerðir, mun náttúran sjálf setja þeirn miklu harðari kosti. Þekking er fyrsta skrefíð við lausn hvers vandamáls. Hún er fyrir hendi. En þá er komið að því erfíðasta, sem er að hrinda björgunaraðgerðum í framkvæmd. í vissum skilningi er Arallægðin jörðin í hnotskurn. Hún er eitt af fyrstu svæðunum á jörðinni þar sem skemmdir á umhverfinu leiða til minnkandi arðsemi og valda stöðugt versnandi lífskjörum. Fólkið sem býr þar hefur aðeins örfá ár til þess að snúa óheilla- þróuninni við. Hvort það tekSt eða ekki get- ur sagt okkur eitthvað um getu þjóða jarðar- innar til að fást með árangri við gróðurhúsa- áhrifín, eyðingu ósonlagsins og björgun dýra- og jurtategunda, sem eru að deyja út. Þýtt og tckið saman úr tímaritinu World Watch. JÓNAS GUÐLAUGSSON Kristinn á Nesi - brot - Guðmundur Arnfinnsson þýddi úr dönsku A útnesi einu við fjörðinn er einsetumannsins bær, í tj'aliinu byljir blása og brotnar á skerjum sær. Um nesið með háværu hlakki hringsólar mávager, og örninn á hamrinum hæsta hreiður byggði sér. Kristinn unir hjá ægi sem örninn sívökull; hann eijar ölduna salta og uppsker hið lifandi gull. Hann á hvorki víf né vini og vitjar ei nokkurs manns, en elskar aðeins varginn og unir í návist hans. Hann þarf ekki annarra aðstoð sinn öngul og færi við, um bólið sitt býr hann sjálfur og báti rær einn á mið. XXX Er örninn flýgur ei framar, því fleygt niðrí dalnum er, að Kristinn hafi sig hafnað handan við yzta sker. Á síkviku sævardjúpi svæfir hann aldan hrein, en sól skín á hamrínum háa á hvít og skinin bein. Á nesinu líkt og legsteinn á leiði er auður bær, í storminum hræfuglar hlakka, og hrynur að björgum sær. Jónas Guðlaugsson, skáld, orti nokkur Ijóð á dönsku, sem ekki hafa verið þýdd á íslenzku fyrr en nú og er hér eitt þeirra. JÓN Þ. HARALDSSON Finndu sann- leikann Taktu engan trúnað svo tryggan að ei þoli rýni reyndu að sjá sjálfur hvað sérðu eigin augum, lát aldrei sýn annars umbreyta þinni hegðan, nema þú eygir áður yfirlit grannt skoðað. Varastu vinar hjalið valt er því öllu að treysta, því skaltu velja vini vandlega þér til handa. Hugsun má hvergi hefta, hafðu skoðanir fijálsar, bint’u ekki traustum böndum við brigðular sálir tála. Þó skaltu vinum veita vel, það, sem best máttu, ekkert má undan skilja, allt láttu af hendi rakna, orð, sem til heilla horfa, hugsun og allar gerðir gefðu af heilum huga, hulið má ekkert vera. Byggðu svo bróðurþelið sem best verður á kosið, segðu og svíktu engan, sannleik um allt, sem þekkir. Gefðu vonir og glæddu, grátþrungnar hugga sálir, lofa þó engum lengra, en Ijóst þú náir að efna. Völt er vinar hyggja, sem veldur ei góðum gjöldum græddu með göfgu hjarta gleddu sálir lujáðar, gerðu hvað geta máttu, gakktu heill til verka, hikaðu aldrei að hafna hveiju, sem rangt má telja. Höfundur, f. 1917, hefur verið verkamað- ur í Reykjavík, en jafnframt ort Ijóð og stundað myndlist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. APRÍL 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.