Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 14
Á gullinni strönd í Miðvík á gönguleiðinni frá Sæbóli að Látrum. Mannafjall í baksýn. Göngufer ðir með Útivist Farið upp með Seðju í Kálfsklifi í Núpsárdal. Útivist hefur á stefnuskrá sinni að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi. Til þess að ná þessu markmiði skipuleggur félagið úrval styttri og lengri gönguferða um landið. Útivistarferðir eru ekki aðeins fyrir félagsmenn heldur er markmiðið að fá sem flesta til þess að koma út að ganga sem er ein hollasta hreyfing sem völ er á. Dagsferðlr Óvönu göngufólki er ráðlagt að byija á dagsferðum, sem boð- ið er upp á hvern sunnudag, ár- degisferð kl. 10.30 og síðdegis- ferð kl. 13.00. í ár verða þrjár raðgöngur hjá félaginu: Póstgangan, sem er unnin í samvinnu við Póst og síma, Heklugangan og Reykjavíkurgangan. í Póst- göngunni eru þræddar gamlar póstleiðir frá Reykjavík, suður með sjó og austur með suður- ströndinni. Heklugangan er rað- ganga í 11 áföngum frá Reykjavík austur að Heklu og lýkur með göngu á fjallið 1. sept- ember. Reykjavíkurgangan er áframhald af Þórsmerkurgöngu- ferð, raðgöngu Útivistar 1989, en hún varð svo vinsæi að fólk vildi ekki láta staðar numið í Básum heldur ganga til baka til Reykjavíkur. Póstgangan og Heklugangan verða famar til skiptis sinn sunnudaginn hvor en Reykjavík- urgangan tekur svo við er Heklu- göngu lýkur í haust. Þótt rað- göngumar séu í sjálfu sér ferða- syrpur og í þeim myndist viss kjarni fólks sem fer í allar göng- urnar, er þó hver áfangi sjálf- stæð dagsferð sem allir geta tek- ið þátt í þótt þeir séu ekki með í allri göngunni. Yfir sumarmán- uðina verður einnig boðið upp á fjallgöngur á laugardögum sem brottför er í kl. 8 eða 9 að morgni. Helgarferðir Næsta skrefíð er helgarferðir sem eru misjafnlega erfiðar. í Básum á Goðalandi, þar sem Útivist rekur tvo myndarlega fjallaskála, geta allir fundið eitt- hvað við sitt hæfi, fjallageitur jafnt sem byrjendur og tilvalið að taka bömin með. Farið verður um hverja helgi í Bása (frá maí fram í október) og njóta þessar ferðir mikilla vinsælda. Bæði Tjaldbúðir á Bjarnarnesi á Hornströndum. býður staðurinn upp á einstaka náttúrufegurð og í Útivistarskál- unum er aðstaða öll hin ákjósan- legasta. í tengslum við helgar- ferðir í Bása verður efnt til gönguferða yfir Fimmvörðuháls. Gengið er upp með Skógará þar sem fallegir fossar taka við hver af öðmm. Síðan liggur leiðin yfir hálsinn á milli Eyjafjallajök- uls og Mýrdalsjökuls. Af Heljar- kambi og Morinsheiði, síðustu áfangastöðunum áður en haldið er niður á Kattarhryggina, er frábært útsýni yfir Goðaland, Þórsmörk og allt upp á Emstmr. Gangan yfir Fimmvörðuháls tek- ur um 8 klukkutíma með hæfi- legum útsýnisstoppum. Núpsstaðarskógar Enginn skyldi missa af tjald- ferð í Núpsstaðarskóga sem eru svo til ósnortin náttúruvin í hlíðum Eystrafjalls vestan Skeið- ai'árjökuls. í Núpsstaðarskóga eru yfirleitt fjögurra daga ferðir svo að fólk hafi tvo heila daga á staðnum, enda margt að sjá. Akfært er að sumarlagi upp að tjaldsvæðjnu undir Fálkatindi þar sem Út.ivist hefur komið upp þvotta- og salernisaðstöðu. Það- an er gönguhringur inn að Tvílitafiyl og upp á Bunka annan daginn en hinn daginn á Súlu- tinda. Lýsing á gönguleiðum Leiðin inn að Tvílitahyl liggur um eyrar Núpsár og skógivaxnar hlíðar Eystrafjalls. Á vegi verða breiður af eyrarrós, tignarlegir hamrar og hrikaleg gljúfur. Við Kálfsklif, innst í botni dalsins, er farið upp aflíðandi hamravegg á keðju og er sú leið fær öllu fullfrísku fólki. Þegar upp er komið er stórkostlegt útsýni nið- ur í Tvílitahyl þar sem Hvítár- foss og Núpsárfoss falla saman. Dregur hylurinn nafn sitt af því að Hvítá er bergvatnsá en Núpsá er oft blönduð jökulraðningi. Til baka er gengið um kjarrivaxin heiðarlönd uppi á Eystrafjalli. Gönguleiðin í Súludal og á Súlutinda er ekki síður áhuga- verð. Gengið er upp frá tjald- stæðinu við Fálkatind eftir einu hinna mörgu gilja sem skera hlíðar Eystrafjalls. Uppi á fjall- inu taka við vinaleg heiðarlönd. Er komið er suður fyrir hnúkinn Bunka blasir við Súludalur skrýddur víðáttumiklum breiðum af eyrarrós og handan hans Súlu- tindar og hin formfagra Súla. Gangan upp úr Súludalnum á hina svokölluðu Súlutinda, sem eru í rauninni skörðóttur fjalls- hryggur, er svolítið á fótinn en þó ekki erfiðari en það að allir ættu að geta rölt þetta í róleg- heitum. Af Súlutindum er stór- brotið útsýni yfir Skeiðaráijökul, Skaftafellsfjöll og allt upp á Ör- æfajökul vestanverðan. Hér er venja að hafa nokkra viðdvöl eða þar til göngumenn era búnir að melta hið stórfenglega landslag sem við augum blasir og kulið frá jökulbreiðunni rekur þá áfram. Frá Súlu er gengið suður Súlutinda, niður með Skeiðarár- jökli og síðan sveigt til baka í átt að tjaldsvæðinu við Fál- katind. Farið verður í Núpsstaðar- skóga 14.-17. júní og um versl- unarmannahelgina 2. til 5. ágúst. Jöklaferðir Ávallt er fjölbreytt úrval jökla- ferða á ferðaáætlun Útivistar og er engin undantekning þar á í ár. Farið verður tvisvar sinnum á Öræfajökul, Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul en þær ferðir enda jafnan í Seljavallalaug. Jöklaferðir teljast til erfiðari ferða en eru þó að sjálfsögðu misjafnlega erfiðar allt eftir því á hvaða jökul er gengið. Einna auðveldast er að ganga á Snæ- fellsjökul og tekur leiðin upp 4 til 6 tíma. Hins vegar er ekki ráðlagt að reyna við Öræfajökul nema fólk sé í góðri þjálfun. Ganga á Öræfajökul tekur 12 til 14 tíma ef farin er Sandfellsleið sem talin er vera auðv'eldasta uppgönguleiðin. Svo til allar jöklaferðir Útivistar eru þó hugs- aðar fyrir almenning og ávallt fer reyndur fararstjóri og fjalla- maður með sem kann að bregð- ast við öllum þeim aðstæðum sem upp kunna að koma. Eina undantekningin á því að jökla- ferðir Útivistar 1991 séu fyrir hinn almenna göngumann — ferð sem einnig er nýjung hjá félag- inu — er skíðaganga úr Kverk- fjöllum yfir þveran Vatnajökul og verður komið niður hjá Skaftafelli. í upphafi ferðar verða undraheimar elds og ísa í Kverkfjöllum skoðaðir. Tveggja daga viðdvöl er hjá Grímsvötnum og svæðið þar kannað. Úr Grímsvötnum verður síðan skíðað niður jökulinn að Skafta- felli. Þetta er mjög erfið 7 daga sumarleyfisferð aðeins ætluð vönu skíðafólki með allan útbún- að. Þátttaka er einnig takmörkuð og verður að tilkynnast með góð- um fyrirvara. Ferðin er á dag- skrá 15.-21. júlí. Sumarleyfisferðir Það er yndislegt að rölta um óbyggðir með bakpokann sinn og vandamálin, sem voru að sliga fólk áður en lagt var af stað, sýnast þá lítil og auðleysanleg. Fáir eru þó svo miklir einfarar að þeir kjósi að fara slíkar ferðir einir síns liðs enda ekki ráðlegt því ýmsar hættur geta orðið á vegi göngumanna. Ferðafélög eins og Útivist veita því fólki kjörið tækifæri til þess að upp- lifa þessa ánægju í góðum hóp. Útivist býður upp á fjölda áhugaverðra bakpokaferða yfir sumarmánuðina, til dæmis um Hornstrandir, eyðifirði Aust- fjarða, Jökulsárgljúfur svo og hinar vinsælu gönguleiðir Eldgjá-Bása eða „Skólavörðustíg óbyggðanna" og „Laugaveginn" sem er stikuð leið úr Landa- mannalaugum niður í Þórsmörk. Þar að auki er boðið upp á lengri tjaldferðir, sumarleyfisferðir á reiðhjólum, skíðaferðir og sam- bland af rútu og gönguferðum. Sumarferðunum eru gerð góð skil í ferðaáætlun Útivistar, pésa sem fæst ókeypis á skrifstöfu félagsins, Grófinni 1 og víðar. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.