Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 8
Æskulist frá Japan og íslandi Drekamynd eftir Sachiko Komiya, 6 ára telpu. Skýring hennar: „Ég lilustaði á sögu um dreka. Ég veit að hann er frekar blíðlegur en ógnarlegur. Eg reyndi að ná því með því að hafa hann stóran“. Ilok síðasta árs fór fram í borginni Koshigaya alþjóð- leg sýning á æskulist og var það Rotaryklúbburinn á staðnum, að að því stóð. Það var umfangsmikil sýning á 438 myndum eftir börn og unglinga á grunnskólaaldri, 6-15 ára. Um það bil helmingur Japan: Borgarumhverfi eftir Aya Adac- hi, 11 ára telpu. Skýring hennar: „Eg teikna tré og blóm á bak við rafmagns- staurana vegna þess að plöntunum ann ég svo mikið“. sýningarinnar var eftir nemendur úr skólum í Koshigaya og helmingurinn frá 9 Rotary- klúbbum víðsvegar úr heiminum; þar á meðal frá Rotaryklúbbi Reykjavíkur. Núver- andi forseti hans, Ragnar Halldórsson, sneri sér til Rakelar Pétursdóttur í Listasafni ís- lands, þegar til þess kom að velja myndir héðan. Rakel hefur þann starfa á vegum Listasafnsins að sjá um það sem nefnt er safnakennsla. Hún tekur á móti hópum eða bekkjum og fer með nemendurna um ríkis- listasöfnin þijú og fræðir þá um íslenzka myndlist. Til þess að fá myndir til Japan, sneri Rakel sér til Laugarnesskóla og Austurbæj- arskóla í Reykjavík og Mýrarhúsaskóla á Seltjarnamesi. Valið var úr því sem barst og þær myndir sendar til Japan. Þetta tæki- færi notuðu Japanir síðan til þess að kynna japanska æskulist og komu af þessu sama tilefni 12 valdar verðlaunamyndir hingað. Rotaryklúbbur Reykjavíkur lét það í hendur Rakelar að fínna þeim samastað og telur hún líklegast, að þeim verði skipt á milli skólanna þriggja, sem að ofan eru taldir. Rakel hafði verið svo forsjál að taka ljós- myndir af íslenzku teikningunum áður en þær voru sendar til Japan. Þessvegna var hægt að bera saman árangurinn hjá íslenzk- um grunnskólanemendum og japönskum; að vísu af mjög litlu úrtaki. Þar kom samt í ljós verulegur munur. Sameiginleg hjá þeim yngstu er þessi fijálslega túlkun, sem við þekkjum öll af barnamyndum. Bæði jap- anskir og íslenzkir grunnskólanemendur virðast halda þessum yndislega hæfileika til að sjá veröldina sem fantasíu og þau eru gersamlega óbundin af eftirlíkingu. Skáld- skapurinn er af fingrum fram og stundum er hann svo stórkostlegur, að reyndir lista- menn mættu öfunda bömin af árangrinum. Þegar þetta viðhorf fer að breytast uppúr ísland: Nafnlaus mynd eftir Kára Gunnlaugsson, 10 ára, úr Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Hún og aðrar myndir íslenzku grunnskólanemendanna verða varð- veittar í Japan. 10 ára aldri, fer að skipta meira og meira máli að gera sem nákvæmasta eftirmynd eftir einhverri fyrirmynd og þá vilja hinir sérstöku töfrar barnateikninganna fara for- görðum. Og nú skilur nokkuð á milli ís- lenzku nemendanna og þeirra japönsku, sem fara fljótt að gaumgæfa umhverfi sitt og teikna borgarlandslagið með augljósri natni við smáatriðin. En um leið er hin skáldlega fantasía, sem áður var fyrir hendi, fokin út í veður og vind. Eftir það bera myndirnar vott um samvizkusemi og elju fremur en hugmyndaflug. Reykvískir skóianemendur hafa ekkert viðlíka borgarlandslag til að spreyta sig á. Þeir leggja meiri áherzlu á fólk við allskon- ar kringumstæður og eftir þeim fáu mynd- um að dæma, sem ég sá, er ögunin við að likja eftir smáatriðum er ekki nærri eins áberandi. Kannski segir það eitthvað um ólíkt upplag og uppeldi í þessum tveimur löndum. GS. Japan: Kýr og menn eftir Yoshihiro Ogino, 6 ára dreng. Hann lætur þessi orð fylgja: „Á laugardögum og sunnudögum leik ég mér heilmikið. Á laugardögum fer ég venjulega í stórverzlun og lít í bækur. A sunnudögum fer ég í gosbrunnagarðinn og nýt þess að sjá vatnið.“ ísland: Drengur á lijólabretti. Myndin er eftir Svein Gunnar Jónsson, 12 ára, iír Austurbæjarskólanum í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.