Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1991, Blaðsíða 16
8 a reer ota er HUOAaaAOiJAJ aiGAjauuoHOM Rannsóknir í Háskóla íslands/umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Áhættuþættir tannátu á íslandi ækkun á tíðni tannátu í Evrópu hefur verið tengd notkun flúortannkrems, en slíkt tannkrem hef- ur verið notað jafn lengi á íslandi. Það er líklegt að mikil sykumeysla hér á landi, sérstaklega í formi gosdrykkja og sælgætis, hafi þar til nýlega komið í veg fyrir verndaráhrif tannkremsins. Árið 1987 var hafrn skipulögð rannsókn á hópi fjögurra ára bama með tilliti til ýmissa þekktra áhættuþátta fyrir tannátu. Þessum hópi var síðan fylgt eftir næstu tvö árin og aukning tannátu skráð með hliðsjón af þeim áhættuþáttum sem metnir höfðu verið. Eitt hundrað fimmtíu og átta fjögurra ára börn fengu nákvæma tannskoðun og tannáta var skráð eftir viðurkenndum skil- merkjum. Börnin voru svo kölluð inn til ro c i— ra JQ rö r 3 50 - 40 - 30 - 20 - 10 - 0 I I I I Tiðni tannátu meðal reykvískra barna á forskólaaldri skráð f langtímakönnun við 4, 5 og 6 ára aldur. I f. Ip É I ii I I II p I I m £ wm I 4ára 5ára 6ára o >13 1-4 5-8 9-12 tannátu (dmfs) Viö 6 ára aldur höföu 25% þessara barna 68% af tannskemmdunum. Mynd 1: Tíðni tannátu á íslandi var hærri en víðast hvar annars staðar í heiminum þar til fyrir fáum árum og virtist tíðnin ekki fara lækkandi í sama mæli og gerðist í flestum vestrænum löndum. u. 41-45 36-40 31-35 26-30 21-25 16-20 11-15 6-10 1-5 //////// \ i.li \ .V A.A..V.A .\\\\\\\\'....... '/////////////. . \ \ \ \ \ \ \ ' • 'Á 'ó ' ' ' > \ \ \ \ ’////////////////////// /./^/,/ \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\,\ •///////////////////////./././ \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\ •/////. 7TT / /'/’/'/'/ . \ \ / / . . \ \ / / ■ / / / . . \ \ \ / / / . . \ \ \ 0 2 lengsl sykurneyslu og lannálulíðni. 1 0 dmft Eftir PETER HOLBROOK Mynd 2: skoðunar þegar þau voru 5 ára og 6 ára. Niðurstöður eru sýndar á mynd 1. Þegar börnin voru fjögurra ára hafði tæplega helmingur þeirra engar tannskemmdir. Tveimur árum seinna hafði þetta hlutfall lækkað í 35%. Athygli vekur fjölgun barna með fleiri en 8 tannskemmdir. Vert er að benda sérstaklega á misdreifingu tann- skemmda, þannig voru 68% af tannskemmd- um í fjórðungi 6 ára barna. Þetta þarf að hafa í huga við skipulagningu tannverndar á íslandi í náinni framtíð. Nokkrir þekktir áhættuþættir tannátu voru skoðaðir í þessum hópi barna: 1. Strokin voru 10 gl sýni ofan af tungu með einnota bakteríulykkju og sett í bakt- eríuræktun til að ákvarða fjölda tveggja bakteríutegunda (Streptococcus mutans og Lactobacillus) sem eiga þátt í myndun tann- átu. 2. Safnað var sýnum af munnvatni til að mæla hæfni þess til að hlutleysa sýru. 3. Foreldrar hvers bams gáfu nákvæma mataræðisskýrslu og var þar getið um notk- un á flúortöflum og lyfjum handa börnum. 2. mynd sýnir bakteríuræktun með háa talningu. 3. mynd sýnir tengsl sykumeyslu og tann- átu. Það er fróðlegt að sjá að hætta á tann- átu eykst verulega við ákveðin mörk sykur- neyslu. Meðal nýgengi tannátutfðni hjá börnum í þessari könnun sést á 1. töflu. Meðalgildi tannátu Aldur 4ár 5ár 6 ár Meðal dmfs 3,3 4,1 5,8 Meðal dmft 2,4 2,9 3,5 Meðal DMFS — 0,3 Meðal DMFT — — 0,3 Fjöldi (%) 158 128 110 í 2. töflu eru teknir saman allir þeir þættir sem skoðaðir voru þegar börnin vom 4 ára og bornir saman við tannátugildi þeirra þegar þau voru orðin 6 ára. 2. tafla. Ilverjir af áhættuþáttum sem skoðaðir voru við 4 ára aldur hefðu bent á þau börn sem höfðu mestar tann- skemmdir þegar þau voru orðin 6 ára? Þetta barn hafði jákvætt tannátupróf 4ra ára, en tveimur árum seinna voru komnar 6 nýjar skemmdir. tannátugildi við 6 ára aldur § talning á S. mutans við 4 ára aldur dmfs DMFS (%) cnga skcmnid liá (alOVml) 9,3 0,4 11 lág (<10Vml) § talning á lactobacillus 4,6 0,3 43 há (2l0'/ml) 8 0,6 13 lág (<10Vml) § tannátugildi við 4 ára aldur 5,2 0,3 41 hátt (dmfs25 13,2 0,8 lágt (dmfs<5) 2,9 0,1 * (* við 6 ára aldur höfðu 95% barnanna enga skemmda fullorðinstönn. Ef litið er sérstak- lega á þau börn sem höfðu hátt tannátu- gildi þegar þau voru 4 ára voru aðeins 66% með enga skemmda fullorðinstönn, P<0,001). § mikil sykurneysla já 11,1 0,7 7 nei 4 0,2 44 fluortöflur teknar oft eða stundum 4,6 0,4 45 teknar sjaldan § fluortöflur 6,7 0,2 25 teknar reglulega 2,1 0,5 64 teknar óreglulega lyf handa börnuni 6,7 1,1 28 notuð oft 6,5 0,2 25 notuð sjaldan til að hlutleysa sýru 5,5 0,4 39 mikil 6,7 0,4 34 lítill 5,1 0,3 37 § sýnir áhættuþætti tannátu sem höfðu mark- tæk áhrif á tannátutíðni í þessum rannsóknar- hóp. Auk þess var marktæk fylgni við notkun lyfja þegar bórn voru 4 og 5 ára. ÁLYKTANIR Tíðni tannátu fer nú minnkandi á ís- landi. Rannsókn sú sem hér hefur verið lýst staðfesti að tíðni er lág meðal reykvískra barna undir skólaaldri og hlutfall barna með enga skemmda tönn sambærilegt við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Mikill munur er milli einstaklinga hvað varðar fjölda skemmdra tanna og greinilegt er að lítill hópur (fjórðungur) barnanna sker sig úr og er með langflestar tannskemmdir (sjá súluritið). Við upphaf þessarar rann- sóknar þegar börnin voru 4 ára höfðu eftir- taldir þættir fylgni við fjölda tannskemmda: há talning á S. mutans, há talning á lact- obacilli, ofneysla á sykri, tíð notkun á lyfjum handa börnum. Þessir þættir voru því metn- ir í tannátuprófí. Eini þátturinn sem tengdist ákveðið lágri tannátutíðni var regluleg notkun á flúortöfl- um. Þegar börnin voru skoðuð aftur þegar þau voru 6 ára var greinilegt að tannátu- prófið hafði haft mjög gott forspárgildi og sagt rétt til um hvaða börn myndu hafa flestar tannskemmdir og hver þeirra myndu sleppa við tannskemmdir. Kostnaður við tannlækningar barna undir skólaaldri eru nú 81 millj. kr. á ári og þar af endurgreiðir Tryggingstofnun 60,5 millj. Bakteríuræktun með háa talningu. kr. til foreldra (1989). Meðferð tann- skemmda kostar 4,5 sinnum meira á hvert barn í mesta áhættuhópnum miðað við barn með litla áhættu. Tannverndaraðgerðir eru kostnaðarsam- ar. Unnt er að minnka þennan kostnað og ná jafnframt betri árangri við að draga úr tíðni tannátu með því að nota tannátuprófið til þess að: I) Finna þau börn sem eru líklegust til að fá tannskemmdir og beina forvarnar- starfinu á mun markvissari hátt til þeirra. II) Finna þessi börn snemma, áður en þau fá fullorðinstennur. Heimildir Bjarnason, S. and Koch, G. (1987): Dental health in Icelandic urban children aged 11 and 12 years. Community Dentistry Oral Epidemiology 15: 288-292. de Soet, J.J.: Holbrook W.P.: van Amerongen, W.E.; Schipper, E.: Homburg, C.H.E. and de Graff, J. (1990): Prevalence of Streptococcus sobrinus in relation to dental caries in children from Iceland and the Nether- lands. Joumal of Dentistry of Children 57:337-342. Dunbar, J.B. Möller, P. and Wolf, A.E. (1987): A survey of dental caries in Iceland. Archives of Oral Biology 13 (5): 571-581. Hoibrook W.P. and Beighton D. (1987): Streptococcus mutans levels in salvia and distribution of.serotypes among 9 year-old Icelandic children. Scandinavian Journal of Dental Research 95:37-42. Holbrook, W.P.; Kristinsson, M.J.; Gunnarsdóttir, S. and Briem, B. (1989): Streptococcus mutans and sugar intake among 4-year-old urban children in Ice- land. Community Dentistry Oral Epidemiology 17: 292-295. Holbrook W.P. (1990); Longitudinal study of dent- al caries in preschool Icelandic children. Internationa! Association of Dental Research, Scandinavian Division Abstract no 75. Köhler, B. and Bjarnason, S. (1987): Mutans streptococci, iactobacilli and caries prevaience in 11 and 12-yeaf-old Icelandic children. Community Dent- istry Oral Epidemiology 15: 223-335. Möller, P. (1963): Oral helath survey of preschooi ctiildren in Iceland. Acta Odontologica Scandinavica 24: 47-97. Möller, P. (1985): Caries prevalence in Icelandic children in 1970 and 1983. Community Dentistry Oral Epidemiology 13: 230-234. Sæmundsson, S.R. and Bergmann, H.B. (1990): Algengi tannskemmda í ungum börnum á Vopna- firði. Tannlæknabiaðið. 8: 16-20. Höfundur er dósent í tannlæknadeild Háskóla íslands. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.