Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 2
ÞORBJÖRG HRÓARSDÓTTIR Fyrsta- persónu- fornafnið Fyrstapersón ufornafnið stendur fyrir framan spegilinn. Starandi augnaráðið mætir sjálfu sér á miðri leið. Stórskotaárás stingandi augnasteina myndar sprungur í speglinum. Fyrstapersónufornafnið stendur fyrir framan sprunginn spegilinn og starir á fleirtölumynd sína. Máninn Hún laut þungu höfðinu og horfði á andlit sitt speglast í tæru vatninu og fölur máninn mætti þögulu augnaráði hennar neðan úr djúpinu, blikkaði augunum og brosti vingjamlega og hún reyndi að mynda bros á móti en gafst upp og dýfði höfðinu niður í vatnið og gárurnar leystu upp vingjarnlega mánann. Höfundur er nemi í Háskóla íslands. HERBORG FRIÐJÓNSDÓTTIR Endurfundur Þú varst farinn, horfinn, og ég fann hve sárlega ég þarfnaðist þín. Ég leitaði þín lengi og ákaft, vissi óljóst hvernig það hafði gerst sá í svip leiftur augna, fálmandi hendur, heyrði hratt fótatak fjarlægjast. Ó hefð’ ég skynjað sem starð’ ég mállaus í mjúkan vökvann, náð að kalla: Nei — ekki! Ráðleysi og ringl, stjákl um stofur og ganga. Fengi ég haldið áfram? Myndir í skotum en allt í kring bert og tómlegt af því þig vantaði. — Og svo loksins fann ég þig aftur — íefstu kommóðuskúffunni í ganginum — undiröllum vettlingunum. Þar hafði hann sett þig meðan ég málaði stofuna, alls staðar fálmandi óvitinn minn. En nú varstu fundinn, langþráði HAMAR, og ég gat farið að hengja myndirnar upp aftur! Höfundur er ritari hjá Alþingi. Verður hægt að lækna æðakölkun? Tveir vísindamenn við háskólann í Texas, Michael Brown og Joe Goldstein, hafa samtengt rannsóknir sínar og uppgötvanir á því á hvern hátt kólesteról kémst inn í frumur. An kólesteróls myndum við deyja. Sérhver fruma í líkama okkar þarfnast þessarar eggjahvítufitu, til þess að vöðvarnir öðlist þanþol og styrk. En kólesterol getur einnig drepið okkur. Ef of mikið magn þess er í blóðstreyminu get- ur það sest í æðaveggina og þá þrengjast æðarnar svo mjög að æðakölkunin eykst og þetta leiðir að lokum til stíflu. Sjúkdóm- ur þessi er flókinn og erfiður viðfangs, en inntak hans er þetta: Þegar frumur æða- veggjanna þekjast kólesteróli, ummyndast þær í þrútnaðar froðufrumur og mynda samhangandi fitu-flekki, sem stífla innsta frumulag æðanna og mynda slímlag frumu- anga og fitu, sem tefur blóðstreymið, eðli- legt blóðstreymi. Að lokum veldur ónóg blóð- streymi og súrefnisskortur hjartaslagi eða alvarlegu hjartaáfalli. Það er augljóst, að til að vinna á þessari myndun varð að útbúa eða finna upp fín- tækni til þess að halda kólesteróli í skefjum og skilja eðliseinkenni þess. Það er stutt síðan framfarir urðu í einhveijum mæli á þessu sviði. Það gerðist skömmu eftir 1970 að tveir vísindamenn við háskólann í Texas, Michael Brown og Joe Goldstein, samtengdu rannsóknir sínar og uppgötvanir um það á hvern hátt kólesteról kemst inn í frumur. Fyrir þessa uppgötgvun hlutui þeir Nóbels- verðlaunin í læknisfræði. Jack Oram líffræð- ingur við háskólann í Washington telur að hann hafi fundið hvernig megi draga kól- esteról út úr frumunni, og aðferð til þess. Ef hann hefur rétt fyrir sér, þá má ætla að hann hafi uppgötvað bestu aðferð, sem byggist á notkun náttúrutækni til að hindra skaðvænleg áhrif kólesteróls, aðferð, sem gerir okkur fært að sigrast á kólesteróli. Oram var rétt að heija rannsóknarferil sinn, fyrir meira en áratug, þegar áhugi hans vaknaði á efnaskiptum og breytingum á kólesteróli. Um þetta leyti urðu Brown og Goldstein heimskunnir fyrir brautryðjendauppgötv- anir sínar á lipópróteini, fituhvítu, sem bar kólesteról um æðakerfíð. „Þessar rannsókn- ir voru ævintýri líkastar," sagði Oram. „Hér vorum við, Seattle-hópurinn, að dunda og svo voru Brown og Goldstein þama niður frá, að lifa ævintýrið." Þeir í Texas komust að því að ein tegund lipópróteins, sem nefnd var létt lipóprótein (low density lipópró- tein), skammstafað LDL, flutti kólesteról í frumur með því að tengjast frumuviðtaka á yfírborði frumunnar. Þessir frumuviðtakar voru prótein, gædd lífefna-segulmagni, sem drógu LDL-próteinin að frumunni og sam- einuðust síðan frumunni með innihaldinu, kólesteróli. Frumur sem voru svo til snauð- ar af kólesteróli drógu á þennan hátt sem mest kólesteról til sín en þær (frumur) sem voru birgar af efninu framleiddu ekki við- taka. Vísindamenn höfðu komist að því að frumur taka við meiru af kólesteróli en þær þarfnast. Því var nærtæk ályktun að það hlyti að vera til líffrumukerfi, sem fjarlægði kólesteról úr frumunum, ef svo væri ekki myndu allir vera komnir með æðakölkun innan nokkurra vikna. Og svo var farið að leita, grunur féll á aðra tegund lipó- próteins, sem nefnist þungt lipóprótein (high density lipóprótein), skammstafað HDL. Síðan var ályktað að HDL hreinsaði frumur ofhlaðnar kólesteróli og flytti það síðan um æðakerfið með blóðinu í lifrina, þar sem það eyddist. Þessi grunur staðfestist við það, að rannsóknir sýndu að einstaklingum með háa HDL-gráðu var lítt hætt við æðakölkun og hjartaáföllum. Og Oram útskýrði: „Ef þetta kerfi starfar vel, þá skiptir engu máli hvað mikið er látið í sig af kólesteróii í mat og drykk, menn geta borðað eins fituríkan mat og menn hafa smekk fyrir, líftækni lík- amans hreinsar það burt.“ En ef þetta flutningakerfi á kólesteróli bregst, þá má vænta óþæginda og æðakölk- unar, jafnvel þótt menn borði fitusnauðan mat, eða fíturýran. Snemma á níunda ára- tugnum tók Oram að rannsaka þetta kerfi í rannsóknarstofu sinni. Hann notaði rækt- aðar vefjafrumur, sem hann fyllti af kól- esteróli með viðtökum. Síðan lét hann frum- umar liggja í upplausn sem innihélt HDL, sem álitið var að hreinsaði burt kólesteról, og það kom á daginn að kólesterólinnihald frumanna minnkaði stórum. Hann taldi þar með, að eins og DL-sameindir gætu HDL- sameindir tengst viðtaka á ytra borði fru- munnar. Nú fór Oram að leita viðtakanna, hann notaði HDL sem hann merkti með geislavirku merki. Þegar hann setti þetta geislamerkta HDL út í vökvann sá hann að HDL tengdist flekkjum, líkast til viðtök- um á veggjum frumanna. Framhaldsrannsóknir sýndu svo að ekki varð um villst, að þegar frumur innihéldu of mikið kólesteról, þá bar mikið á þessum flekkjum og þær frumur drógu að sér HDL í miklum mæli. Ef lítið var um kólesteról í frumunum þá myndaðist lítið af flekkjum. „Þessir flekkir virtust verka eins og viðtak- ar, sem tengdust HDL og stuðluðu að því að fjarlægja kólesteról úr frumunni," segir Oram. Oram taldi sig hafa gildar ástæður til að halda fram réttmæti þessara kenninga, meðal annars vegna þess að þær samhæfð- ust fylliiega sönnuðum staðhæfingum Browns og Goldsteins um LDL-ferlið. Kólesterólið varð að berast með LDL til þess að hafna í frumuviðtaka. Ef kólester- ólið lak úr frumunni, þá var flutningur HDL óþarfur og þar með þurfti ekki neina við- taka til þess að festa HDL á yfirborði fru- munnar. HDL-sameindimar gátu einfald- lega flutt kólesterólið, sem lekið hafði úr frumunum, með sér um æðakerfið. Viðtak- inn var því óþarfur og margir efuðust um að hann væri til. Þrátt fyrir þessi andmæli taldi Oram sig vera á réttri leið. Venjulega lekur kólesteról ekki úr frumunni. „Of mikið kólesteról," sagði hann, „hrúgast upp í frumunni og lokar frumuhimnunni eða stíflar hana. Fmman geymir ofgnótt kólesteróls í fítu- dropum sem bólgna út eftir því sem meira berst og rýrna þegar þeir tæmast af efninu. Ef til vill verður HDL-sameindin að þrengja að eða bindast viðtaka til þess að draga kólesterólið út.“ Til þess að sanna þennan grun sinn tók Oram að athuga fmmugróðurinn í rann- sóknarstofu sinni. Hann hlóð frumurnar með kólesteróli og merkti það með geislun- armerki. Þegar hann flutti frumurnar í vökvaupplausn sem innihélt HDL, þá flutt- ist geislamerkt kólesterólið úr fmmunni að frumuhimnunni. Oram grunaði að HDL sendi einhverskonar merki inn í frumuna, þegar það hefði fest sig við viðtakann. Nýjustu tilraunir sýna að það er einmitt það sem gerist. Tákn eða merki af efnafræðileg- um toga virðist „segja“ frumunni að koma kólesterólinu að yfirborði fmmunnar, þaðan sem það er er fjarlægt af þungum lipó- prótein-frumum. „Þeir stóðu skakkt að tilrauninni," segir Oram um gagnrýnendur sína. „Þeir skildu ekki að kólesterólið sem er í frumunni flyst ekki að himnunni án einhverskonar merkja.“ Næsta skref Orams var að reyna að finna eigindi sameindarinnar, sem líklega var pró- tein, sem var viðtaki HDL. En hvaða pró- tein var það sem hann var að leita að? Pró- teinin á yfirborði frumunnar skipta þúsund- um. Oram þvoði nokkrar frumur upp úr hreinsivökva til þess að losa próteinin og skipaði próteinunum niður eftir vigt. Til þess að finna HDL-viðtakann reyndi hann hin vigtuðu prótein með geislavirku HDL. Og hann fannst. „Þegar maður hefur loksins einangrað próteinið, sem maður álítur að sé viðtak- inn,“ útskýrir Oram, „þá er hægt að koma viðtakanum í tengsl við frumuna og þá sér maður hvort það gerist sem kenning manns telur að muni gerast." Til þess að komast til botns í þessum rannsóknum og tilraunum varð Oram að leita til líftæknifræðinga. Það voru gerðar tilraunir og eftirmyndir og að lokum tókst að einangra próteinið, rétt prótein. Nú vinnur Oram að rannsókn á gerð við- taka HDL. Þegar maður þekkir gerðina, gerð próteinsins, þá er auðvelt að leita uppi . samhengisgerð amínósýrunnar, sem myndar uppistöðuna í hvítuefnum. Þannig má fara að ímynda sér hverrar gerðar viðtakinn er, hvernig hann lítur út. Eftir því sem Oram hefur komist næst er þetta mjög sérstætt prótein, hluti af vefjarhuiu frumunnar, gerð- ur úr 14 tengdum einingum, hver eining er mótuð sem tveir spíralar. „Þessir spíralar geta myndað sívalninga með því að tengj- ast hvor öðrum,“ segir hann, „og myndað gróp í frumuna.“ Hann íhugar að sameindir þrengi sér um grópina inn í frumuna og gefi merki um að kólesterólið streymi að yfírborði frumunnar. Annar möguleiki er sá að grópin auðveldi kólesterólinu að streyma um grópina að yfirborðinu. Og Oram heldur áfram: „Eftir að merkið berst, sér maður hvemig kólesterólið streymir frá frumunni hraðar en ef um leka væri að ræða.“ Lyf sem gæti flutt þessi skilaboð myndi valda algjörum umskiptum í lækningu æða- kölkunar. „Lyf sem væri sama eðlis og HDL-viðtakinn myndi þýða sigur á æðakölk- un með því að draga kólesterólið úr frumum æðaveggjanna," segir Oram. Lyfið myndi streyma að viðtaka og senda „skilaboð“ inn í frumuna, einhverskonar eftirlíkingu HDL- sameindarinnar. Þessi efnafræðilegu skila- boð myndu draga óþarfa kólesteról út úr frumunni, sem flyttist síðan burt með HDL- sameindunum. Slíkt lyf komist langt í því að lækna æðaþrengsli og æðakölkun, sem orsakar flest dauðsföll í hinum vestræna heimi. Medicine Watch — Larry Husten. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.