Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 6
lega víða. Pjölmargar fjölskyldur virtust búa í bráðabirgðahúsnæði eins og gámum og alls kyns kofaskriflum innan um brak hruninna húsa. Þótt hlýtt væri þarna í seplembersól- inni, getur frostið orðið 15 gráður C í janúar og febrúar. Við fundum fyrir því, að fólkið var í sárum og Iangt frá því búið að ná sér eftir þennan voðaatburð. Astvinar .íssir, örkuml og eigna- tjón voru hiutskipti hverrar einustu fjöl- skyldu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir há- degi. Verst leiknar voru opinberar bygging- ar, sem hrundu eins og spilaborgir. Óll börn- in á skólaaldri voru í skólum, sem hrundu yfir þau og heilu árgangarnir nær þurrkuð- ust út. Sjúkrahúsið í Spitak hrundi til grunna og flestallir innandyra fórust. Svona mætti lengi telja. Reglugerðir um stöðugleika bygginga og byggingaeftirlit virðast vera í frumstæðara lagi á okkar mælikvarða. Aðal byggingarefn- ið voru og eru hleðslusteinar. Verið var að byggja hús með sama hætti og áður. Von- andi er styrkur þeirra meiri en húsanna sem hrundu. Armenar kunnu þá list til forna að reisa hús er þoldu jarðskjálftaálag. Við sáum nokkrar fornar byggingar, aðallega kirkjur og klaustur, sem staðið höfðu af sér marga stóra jarðskjálfta. Þeir beita sömu byggingar- aðferðum enn þann dag í dag á meiriháttar byggingar eins og handritastofnunina í Jere- van. En hinar fornu aðferðir eru dýrar í fram- kvæmd og verða seint til almenningsnota. Armensku jarðvísindamennirnir, sem væntanlegir eru til íslands í júlí hafa mikinn áhuga á að kynna sér jarðskjálftarannsóknir okkar og jarðskjálftavamir hér á landi með það í huga að vera betur undirbúnir að tak- ast á við jarðskjálfta í framtíðinni. En jarðfræðileg lega Armeníu á miðjum jarðskorpuflekamótum veldur ekki einungis jarðskjálftum og hörmungum, heldur skapar hún einnig skilyrði þess að landið er mjög málmauðugt. Þar finnast í jörðu gull, kopar, króm og margir aðrir verðmætir málmar. Armenar njóta þó ekki þessa auðlinda, held- ur rennur afraksturinn inn í hið miðstýrða } sovéska efnahagskerfi, sem stendur núorðið j á brauðfótum. Nú er sú krafa uppi, bæði | meðal Armena og annarra þjóða innan Sov- étríkjanna, að löndin fái yfirráð yfir auðlind- um sínum. Menn eru líka að verða meðvitað- ir um hina gífurlegu mengun innan Sovétríkj- í anna og skilja æ betur nauðsyn þess að reynt sé að stemma stigu við henni. Telja menn að fyrr megi vænta árangurs ef hver þjóð um sig tekst á við vandann í eigin landi heldur en að aðgerðum sé eingöngu stýrt að ofan. Við sáum að Armenar eru farnir að vinna að mengunarvörnum. Sem dæmi um mengað svæði í Armeníu má nefna Sevanvatn. Það er stærsta stöðuvatn landsins og er í um l. 900 m y.s. Vatnið liggur í fjallakvos og er einstaklega fagurt við það og í nánasta umhverfi þess. Við iðnvæðinguna á þriðja og fjórða tug aldarinnar var fyrst og fremst litið á Sevanvatn sem auðlind sem bæri að nýta. í þá daga var lítið sem ekkert hugað að því, hvaða afleiðingar stórfelld röskun á náttúrulegu jafnvægi hefði í för með sér. Áin sem fellur úr vatninu var virkjuð og gengið á vatnsforðann. Við það lækkaði í vatninu og er vatnsborð nú um 18 m lægra en það var áður en framkvæmdir hófust. Einnig voru uppi hugmyndir um meiri vatns- borðslækkun og þurrka upp grunnan norður- flóann og fá land til kornræktar, eri til þess kom þó ekki. Nokkrar verksmiðjur voru reist- ar við vatnið en þó ekki eins margar og fyrst var áformað. Af þessum ástæðum hefur vatn- ið mengast og lífsskilyrðum hrakað til muna. Nú er reynt að snúa vörn í sókn með því m. a. að auka aðrennsli til vatnsins svo að hækki í því og koma í veg fyrir meiri meng- un en orðin er. Við komum í rannsóknarstöð þar sem efnafræðingar og jarðvísindamenn fylgjast stöðugt með ástandi vatnsins og vinna að úrbótum. í júlí eru væntanlegir hingað 6 armenskir jarðvísindamenn í boði Jarðfræðafélags ís- lands til að kynnast landi og þjóð. Aðal áhugamál þeirra eru á sviði jarðskjálfta- rannsókna, jarðskjálftavarna, eldvirkni og mengunarvama, en einnig leikur þeim for- vitni á að kynnast vestrænu þjóðfélagi. Það er ekki tilviljun að Armenar leita eftir kynn- um við íslendinga. Þeir ræddu oft um það meðan við vorum gestir þeirra, að þeir vildu : efla sambönd við vestrænar þjóðir að eigin t frumkvæði og fannst smáþjóðir, sem þeir gætu að einhverju leyti borið sig saman við, áhugaverður kostur í því sambandi. Við undirbúning heimsóknarinnar hafa íslenskir jarðvísindamenn mætt áhuga og hjálpsemi, bæði hjá opinberum aðilum, fyrir- tækjum og einstaklingum, sem aðstoða okkur með ýmsum hætti við að undirbúa heimsókn Armena. Kunnum við þeim öllum bestu þakk- ir fyrir. Höfundar eru bæði jarðfræðingar. Elsa starfar hjá Orkustofnun en Lúðvík hjá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur. Fiskimenn á strönd Ambon. Öðruvísi fiskisaga Sumarið er komið. Veiðigræjurnar, hreinar og vel smurðar, bíða eftir átökunum. Minningamar — að vísu misgóðar — um fiskeríið í fyrrasumar skjóta upp kollinum. Nokkuð víst má telja að eltingarleikurinn við þann bleika verði endurtek- Minnisstæðastur er mér barrakúdafiskurinn sem ég náði um borð. Þegar þessi 22 punda bolti smellti sér á beituna, varð eins og sprenging og félagar okkar sáu strax að hér var á ferðinni barrakúda. Eftir HEINS JOACHIM FISCHER inn í sumar. Laxveiði er ekki einasta vinsæl tómstundaiðkun á íslandi heldur býður þetta ágæta sport upp á ögrun jafnt sem afslöpp- un — ef brennivíninu er stillt í hóf — svo ekki sé talað um eflingu sjálfsins og upp- byggingu karaktersins. Til þess að tryggja þér göfugan sess í samfélaginu er fátt áhrifaríkara en að gefa smáskýrslu yfir glæsilegustu veiðitúrana. „Skrapp aðeins í Laxá í Ásum í fjóra daga. Fékk 265 laxa fyrirhafnarlítið, engan minni en 35 pund. Kom lítið niður að á nema þetta milli tíu og korter yfir tíu á daginn.“ Enginn minnist á gjaldþrotið sem þessu fylgir. Fjölskyldan verður að sætta sig við tros upp á hvern dag næstu sjö mánuðina, en eins og veiðimaðurinn er fyrstur til að benda á, „hvað eru peningar"? Er hægt að hugsa sér unaðslegri dægra- styttingu en að standa niður við á í ísköldum norðangarra? Maður verður bara að passa sig á því að detta ekki í vatnið, svó að rriaður fái ekki krampa. Og sögurnar á síðkvöldum uppi í veiðikofa. Með hverjum sporðrenndum vodka og ginger ale þyngjast fiskar liðins sumars um 2 kg og fjölgar um helming. Hann tók ekki í dag því að það var of kalt eða of heitt, áin of djúp eða vatnslítil, flugurnar — hinar einu sönnu — of litlar eða _of stórar, vatnið of gruggugt eða of tært, straumurinn of mikill eða of lítill. En á morgun kemur nýr dagur. Hlustaðu á veiðisérfræðinginn: „Þú skalt reyna Silly Doctor nr. 7 'Aþessa með fjólubláu fjöðr- inni, kasta undan straumi, yfir vinstri öxl, og syngja „Sá ég spóa . . .“ Ekki má svo gleyma mývarginum, Thund- er and Lightning í eyrnasneplinum og spurn- ingunni þrálátu um það hvort laxinn sé lit- blindur. Ef svo væri gætu menn auðvitað ekki haldið lifandi deilunni um það hvort á að kasta blárri flugu á móti sól og bleikri undan sól (eða var það öfugt?) og menn setti hljóða við árbakka landsins. Og svo þeir sem sluppu. Tveggja tíma barátta við að halda jafnvægi, stærsti lax íslandssögunnar kominn inn á grynningar þegar kríuskrattinn réðst á mann og það slaknaði á línunni. Þessar endalausu sögur eru auðvitað bráðnauðsynlegar, því hvað væri veiðiskapurinn án þeirra? Grútleiðinleg- ur. Svona rétt eins og að koma við í fiskbúð á leiðinni heim. Æ, æ — ekki var það nú ætlunin að ljóstra upp leyndarmáli. En þrátt fyrir allt snúum við alltaf aftur til þess að táldraga skepnuna með okkar miklu snilld. Okkur dreymir um að ná í Barrakúdafiskur kominn um borð. þann stóra, sem við gætum látið stoppa upp og setja á krossviðarplötu og fá umsögn í Mogganum með nafni veiðimannsins, kannski jafnvel mynd. Og við lifum á þessu ævintýri þangað til, já þangað til við leggjum aftur í hann næsta sumar og bjóðum rigningu, roki og mýflugum enn byrginn. Þangað til við rýjum okkur aftur inn að skinninu til þess að seðja hungraða bændur sem hafa naumast efni á þriðja bílnum. Þangað til við látum glepjast af slóttugum sölumönnum sem reyna að sannfæra okkur um að þessi stöng og þess- ar flugur og þessar vöðlur séu allsendis ómögulegar í laxveiði. „Hvernig ætlarðu eiginlega að veiða nokkurn skapaðan hlut með þessum hönskum?" Jæja, ég reyndi tvenns konar veiðiskap í fyrra. Einu sinni laxveiði á íslandi, og mik- ið skelfing var það gaman. Félagsskapur- inn, náttúran, fiskarnir sem ég náði ekki í — allt var þetta dásamleg upplifun sem ég varðveiti í minningunum. í seinna skiptið reyndi ég við túnfisk. I Indónesíu. Og barr- akúda. Og ég verð að viðurkenna að það var líka aldeilis dýrðlegt. Ekki aðeins feng- urinn, heldur náttúran, félagskapurinn, veðrið — allt lagðist þetta á eitt til þess að gera ævintýrið ógleymanlegt. Ég hafði flogið til einnar af austureyjun- um í Indónesíu, Ambon, þar sem ég sat ráðstefnu í borg með sama nafni. Vinir mínir komu mér á óvart kvöld eitt með því að tilkynna mér að daginn eftir yrði farið með þarlendum fiskimönnum út á sjó að eltast við túnfisk. Klukkan sex næsta morgun var komið að ná í mig. Þar fór biskup ambónsku kirkj- 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.