Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 10
Samtímalistasafnið í New York: Hljómfall: íkon og óhlutbundin list ísamhengi. Marxískur, umhverfissinnaður femínismi. Abstraktlist og pólitískur rétttrúnaður Menn tala oft um að í dag sé allt leyfilegt í listinni og að allar stefnur séu í gangi, um leið og þeir varpa öndinni léttar líkt og list- inni hafi loksins tekist að losa sig úr viðjum tískju og fordóma. Það er að vísu rétt að INýja samtímalistasafninu á 583 við Broadway eru sýnd verk samkvæmt hinni nýju pólitísku uppskrift, sem snýst um marxískan, -= umhverfissinnaðan femínisma og hrein abstraktlist hefur vart sést þar til nú að reynt er að brúa bilið og sætta tvær andstæðar fylkingar, „list fyrir listina“ og „list þjóðfélagsins vegna“. Eftir HANNES SIGURÐSSON það er enginn einn stíll eða stefna sem ræður núna ríkjum ólíkt því þegar abstrakt- listin náðin undirtökunum á fimmta og sjötta áratugnum og menn voru hreinlega bannfærðir, hvort sem var í Bandaríkjunum eða heima á íslandi, ef svo mikið sem glitti í hinn sýnilega veruleika í verkum þeirra. Engu að síður blómstra ráðríkir listapostul- ar ennþá sem fyrr og viss nýskrifuð boð og bönn gilda sem menn þurfa að taka til alvarlegrar athugunar ef þeir ætla sér á annað borð í sviðsljósið. Það er ekki svo mikið stílinn og útlitið sem skiptir máli, „hið ávala form og íbjúga lína“, eins og það hver boðskapurinn er. Að skapa „list listar- innar vegna“ á ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim er þykjast leiða umræðuna, og það að velta sér einvörðungu upp úr hinu heim- spekilega, fagurfræðilega og sjónræna er algjörlega forboðið af siðameisturum fram- úrstefnunnar. í heimi sem virðist á barmi glötunar og ógnað er af ofíjölgun, mengun og pólitískum glundroða þýðir víst lítið annað en að aðhyll- ast stjórnmálalega rétttrúarstefnu, sem end- urspeglast verður í listaverkinu, jafnvel þó leiða þurfi boðskapinn í ijós með flóknum, miklum og ekki ósjaldan torræðum útskýr- ingum. Lykilhugmyndimar eru að veröldin þjáist af karlrembu og ryðja verði konum brautargengi undir slagorðum kvenhyggj- unnar, og að auka þurfí skilning á þriðja heiminum og skrúfa fyrir yfírráðagræðgi hinna vestrænu ríkja. Þá þykir nauðsynlegt að vera vakandi um náttúruvemdarsjónar- mið („nature friendly"). Þegar hafa verður allar þessar hugmyndir bak við eyrað við sköpun listaverka er kannski ekki furða að það bitni dálítið á „fegurðinni". Og það er einmitt þetta atriði, hvað orðið sé af hinu fagurfraeðilega í myndlistinni, sem veldur þeim mestum áhyggjum er líta svo á að eðlinu samkvæmt hljóti málverk eða skúlpt- úr að verða að höfða „til augans“. í raun sýnist mér sjálfum þetta vera eitt stærsta vandamál myndlistarinnar í dag, því hvað er það sem réttlætir hana sem slíka og skil- ur frá hreinni pólitískri og akademískri starfsemi þegar hinu sjónræna er vart leng- ur fýrir að fara og það er orðið að hálf- gerðu aukaatriði í sköpuninni. Það er annar vandi sem hrjáir samtímalistina, en það er sá klofningur er á sér stað í safna- og gall- eríkerfínu, sem og í röðum fræðimanna; gallerí er sýna list sem er óvinholl þeim sjálf- um (eins einkennilega og það. kann nú að hljóma, sbr. listamaðurinn Hans Haacke), og fræðimenn er líta svo á að söfn í hefð- bundinni merkingu séu úrelt fyrirbæri. Árið 1939 stofnuðu Bandaríkjamenn Nútímalistasafnið í New York, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Nútími" og „safn“ eru fremur þversagnakennd hug- tök, líkt og að „bakka-áfram“, en Banda- ríkin áttu því miður ekkert Louvre og sár- vantaði eitthvert hof þar sem þeir gátu heiðrað sína ungu myndlist. Frökkum fannst sem þeir væru að missa af lestinni og opn- uðu sitt eigið Museé d’Art Modeme í París aðeins þremur árum síðar. Þessi söfn urðu brátt að helstu skjólshúsum og málsvömm abstraktlistarinnar, sem nú á svo mikið í vök að veijast vegna þess að hún hafði ein- ungis áhuga á sjálfri sér og gaf ekkert út á það sem var að gerast í heimsmálunum. Til að slíta sig lausa frá því kenningakerfi sem búið var að reisa kringum hið óhlut- bunda málverk og gefa í skyn að hér væri framsækin list á ferðinni tóku samtímalista- söfn, til aðgreiningar frá nútímalistasöfnum, að spretta víða um heim á sjötta og sjöunda áratugnum. Ekki leið á löngu áður en þau þóttu líka út takti við tímann. Sú pólitíska list sem svo mikið er stunduð í dag og er öll á útopnu þarf helst á sinni sérstöku sýning- araðstöðu að halda, stað þar'sem þjóðfé- lagslist og viðtekin fræðimennska geta gef- ið sig saman. Eitt slíkra safna er Hið nýja samtímalistasafn („The New Museum of Contemporaiy Art“) á 583 Broadway- stræti á Manhattan, sem nú skal um fjallað. Mest af því sem sýnt hefur verið í safn- inu, sem hélt upp á sitt 14. starfsafmæli i lok apríl síðastliðinn, hefur verið samkvæmt hinni nýju pólitísku uppskrift (marxískum umhverfissinnuðum femínisma), og hefur hrein abstraktlist vart fengið að drepa inn fæti. Sýningin sem nú stendur yfír og ber heitið „Hljómfall: íkon og óhlutbundin list í samhengi“ („Cadences: Icon and Abstract- ion in Context") er því um margt óvenju- legt, þar eð á henni gefur að líta beinharða ný-geómetríska abstraktlist. Við fyrstu sýn virðast þessi verk — kúlur, keilur og kassar á gólfínu og svartir femingar á hvítum fleti og einlita á veggjunum — lítið frábrugðin þeim listræna einsetulifnaði er náði hámarki um miðjan sjöunda áratuginn, a.m.k. á yfír- borðinu. Þessi tilbreyting gefur samt til kynna að safnyfírvöld séu farin að takast á við aðra fleti á hinum geómetríska ten- ingi en einvörðungu þann er lýtur að þjóðfé- lagsgagnrýni og syndikalistískri kvennalist. Á sama tíma er greinilegt að viss stofnunar- fræðileg „stöðnun" á sér stað og þess vegna ekki óeðlilegt að búast megi við „Hinu nýja- nýja samtímalistasafni“ innan skamms. Með öðrum orðum, viss slökun á sér stað í þeirri listrænu harðlínupólitík sem safnið hefur hingað til verið þekkt fyrir, þjóðfélagsdeila skiptir þar greinilega ekki lengur öllu máli og abstraktið ekki eins sterkt tengst við þykjustu róttækni og smáborgarahátt. Einn- ig er greinilegt að verið er að reyna að brúa bilið eða sætta þessar tvær andstæðu fylk- ingar, „list fyrir listina" og „list þjóðfélags- ins vegna“. Sýningunni fylgir, eins og nýjum samtímalistasöfnum sæmir, vel hönnuð og hæfílega tyrfin safnskrá, svo menn geti nú lagt meiri trúnað í það sem verið er fara, og vinnur textinn bæði með og á móti lista- verkunum á kynningunni. Verður útkoman að teljast afar vafasöm og umdeilanleg. Verkin til sýnis eru flest í formi skúlp- túra og eru átta þeirra eftir dularfullan hóp frá Frakklandi sem kallar sig B.P. og samanstendur af listmönnum sem fæddir eru árið 1962 og eiga heima í Nice. Það er skoðun sýningarstjórans, Gary nokkurs Sangsters að nafni, að þessi verk séu inn- byrðis tengd hvað varðar mjög fíngert þjóð- félagslegt næmi og pólitíska „ábyrgðartil- fínningu," og að hér sé því kannski komin hin langþráða lausn á abstraktvandanum. Þetta sjónarmið endurspeglar almennar vangaveltur sem eru mjög ofarlega á dag- skrá listatímaritanna og Hið nýja samtíma- listasafn hefur hingað til reynt að stýra framhjá. Undanfarin ár hafa ný-geómetrísk- ir listamenn notfært sér efnivið hátækni- framleiðslunnar og verið mjög meðvitaðir um kaldhæðnislegar tilvitnanir sínar í mynd- listarsöguna. Smám saman hafa þeir fært sig í áttina að jafnvel ennþá einfaldari form- um og efnivið, og beinast skírskotanirnar nú frekar til mannslíkamans í stað meistara sögunnar, en þennan áhuga á búknum má rekja beint til femínismanns og þess sem kallað er „líkamspólitík" („body politics“) Samtímaabstraktið er sprottið upp úr ein- um anga þeirrar listar er stunduð var snemma á áttunda áratugnum og gróflega mætti skipta í „hrátt“ og „soðið“. Fyrri flokkurinn nær til póst-minimalismans og listar er nýtir sér efnivið iðnframleiðslunn- ar, sbr. verk Richard Serra og Barry Le Va. Sá síðari samanstendur af handgerðum hlutum, þar sem hinu geómetríska og lífræna er gjaman splæst saman, líkt og gefur að líta hjá Evu Hesse og Jackie Wins- or. Svipaða skiptingu er að fínna á sýning- unni „Hljómfall". I „hráa“ flokknum eru listamenn á borð við Curtis Mítchell, sem sýnir malbiksþökufeming (sbr. túnþöku) er skorinn hefur verið úr einum brautarpalli neðanjarðarlestakerfísins í New York, og Dana Duff, er soðið hefur saman fítu, lút og formaldehýð og sett undir gler. Claudia Matzko má segja að sé aftur á móti fulltrúi hins „soðna,“ en á sýningunni er heljarstór veggmynd eftir hana sem gerð er úr þúsund- um glerfeminga á stærð við frímerki og haldið er saman á fletinum með títupijónum. Áðumefndur Sangsters telur að þessir listamenn séu þess umkomnir að breyta þeirri neikvæðu skoðun á abstraktinu er ríkir enn sterkt í dag; að losa fyrirbrigðið við hugmyndina um snillinginn og hina meistaralegu verkkunnáttu, auk hins inn- blásna og dularfulla, sem tengt er orðið svo mikið við hina óhlutbundnu list módemism- ans. Þetta em engar smástaðhæfíngar fyrir svo unga listamenn sem hér em á ferðinni. Að mínu áliti standa þeir vart undir lofgjörð- inni og þeim væntingum sem gerðar em til þeirra, og segja má að sýningarskráin sé jafnvel meira spennandi en sjálf sýningin. Verkin em flest ungæðisleg og stæld í bæði formi og inntaki, sem oftar en ekki er neyðarlega augljóst. Tökum sem dæmi verk Elenu Maríu Gonzáles, „Hjúkrandi flugskejiti" („Nursing Missile); keilulaga veggskulptúr er greinilega á að tákna sam- rana karllegra og kvenlegra eiginleika og hinna eilífu afla, stríð og frið, hygmyndir sem mnnar em undan riíjum listar áttunda áratugarins. Svipað má segja um myndir austurrísku listakonunnar Evu Schlegel og Japanans Tomoham Murkami. Sangster reynir allt hvað hann getur til að veija abstraktlistina fyrir þeirri gagnrýni sem hún hefur hlotið í gegnum tíðina frá skóla hinnar framsæknu kennimerinsku, en án árangurs fyrir hina ungu listamenn. Á einum stað í ritsmíð sinni gerist hann jafn- vel svo örvæntingafullur að stinga upp á, að „löngunin til að skapa abstraktlist sé ekki endilega komin til vegna einhvers raun- vemleikaflótta á vængjum ímyndunaraflsins svo ekki þurfí að horfast í augu við þjóðfé- lagsvandamál líðandi stundar, „eins og allt slíkt væri algjör villitrú. Hvað sem öðm líður þá verður_ þessi tilraun að teljast býsna merkileg. I það minnsta virðast menn loks- ins til í að glíma aftur við þá sjónrænu áskor- un er felst í abstraktlist módemismans og ekki verður svo auðveldlega Iitið framhjá, auk þess sern fleimm er nú gefinn kostur á að spóka sig á fjölum Manhattan en ein- vörðungu innfæddum, og ætti það í sjáfu sér að vera alþjóðlega þenkjandi mönnum nokkurt gleðiefni. Því má að lokum hnýta hér aftan við, að út í sýningarglugga safnsins er innstilling („installation") eftir listakonuna Gran Fury er ber heitið „Ást til sölu ... ókeypis smokk- ar fyrir innan“ („Love for sale... Free condoms inside") Innstillingin beinist harka- lega að þeim er hagnast á þörfum holdsins með lágkúrulegum hætti, og er vegfarend- um boðið að gefa álit sitt á verkinu í gesta- bók fyrir utan safriið. Eins og nafn verksins gefur til kynna geta safngestir fyllt vasa sína af smokkum við móttökuborðið í and- dyrinu. Þegar hugsað er til að þessi einfalda varúðarráðstöfun hefði getað bjargað þús- undum mannslífa frá eyðnismitun og komið veg fyrir alls kyns ástarafglöp er þetta kannski ekki svo slæm hugmynd. Höfundur er listfræöingur og starfar í New York.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.