Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 15
 Volvo 850 GLT er ekki ólíkur Volvo 940 og 960 í útliti. Ýmsar nýjungar Meðal nýjunga í Volvo 850 má nefna framdrifið og nýja fimm strokka, 20 ventla, 2,5 lítra og 170 hestafla þverstæða vél. Er hún sögð ná mjög góðu átaki á nánast öllu snúningssviði eða milli 2.000 og 6.000 snún- ingum. lijöðrun afturhjóla er líka nýjung, kölluð Delta-liðuð, og er hálf sjáifstæð fyrir hvort hjól. Þá hefur Volvo fengið einkaleyfi á sérstökum búnaði sem stillir sjálfvirkt hæð öryggisbeltis miðað við öxl ökumanns í 850 bílnum og hliðarnar eru sérstaklega styrkt- ar vegna hliðarárekstra, svo og undirvagn og toppur. Þá er Volvo 850 búinn læsivörð- um hemlum, rafmagni í læsingum og rúð- um, vökvastýri og fleiri búnaði sem sjálf- sagður er í vandaða bíla. Flutningar á tíunda áratugnum verða að vera hagkvæmir og öruggir, segja talsmenn Volvo og segja að 850 falli undir þá skil- greiningu. Hann sé tæknilega vel búinn, öruggur og þægilegur, ekki stór hið ytra en rúmgóður að innan. Segja þeir að bíll nútímamannsins megi ekki vera of stór og að lítill beygjuhringur skipti miklu máli varðandi aksturseiginleika. Beygjuhringur Volvo 850 er 10,2 metrar. Þurfum og leiðsögu- kerfí fyrir umferðina að 850 bíllinn sé stærsta þróunarverkefni verksmiðjanna til þessa og hafi farið fram miklar fjárfestingar vegna þess síðustu fimm árin. Kynningin í Svíþjóð sem fór fram 11. júní sl. var líka ein hin viðamesta sem Volvo hefur staðið fyrir til þessa. Vél og gírkassi eru framleidd hjá verksmiðjum Volvo í Skövde og Köping, yfirbyggingin í Þverstæð 2,5 lítra öflug vél ásamt nýjum fimm gíra kassa eru helstu nýjungarnar í Volvo 850. Rúmgott farþegarými Með því að hafa þverstæða vél og fram- drif hefur tekist að ná góðu farþegarými. Það leyfir hins vegar ekki stóra vél eða fyrirferðamikla en tæknimenn Volvo leystu það með nýrri vél sem nær eiginleikum sex strokka línuvélar en hefur þyngd og umfang íjögurra strokka vélar. Nýr gírkassi var einnig þróaður til að hæfa þessari vél og þar unnu saman Svíar og Japanir. Volvo 850 á í framtíðinni að koma í stað 700 bílanna frá Volvo. Óvíst er þó hvenær það gerist því gera verður ráð fyrir að 700 línan verði í boði næstu árin, að minnsta kosti meðan hún selst vel. Síðar mun 850 gerðin einnig koma í ódýrari útgáfum. Sem fyrr segir er von á Volvo 850 GLT hingað til lands kringum áramót en Brim- borgarmenn geta ekki á þessu stigi sagt til um nákvæmt verð en gera ráð fyrir að það verði kringum 2,8 milljónir króna. jt Gautaborg en samsetning fer fram í Ghent í Belgíu. Volvo 850 kemur á markað erlend- is seint í sumar og til Islands kringum næstu áramót að því er talsmenn Brimborg- ar, Volvo-umboðsins á íslandi, segja. Volvo 850 er mjög svipaður Volvo 960 í útliti eins og sjá má af meðfylgjandi mynd- um en hann er heldur styttri. Hann er 4,66 metra langur, 1,76 m breiður og 1,4 m hár. Hjólhafið er 2,665 metrar og hann vegur 1330 kg. Volvo fyrirtækið sænska er um þess- ar mundir að kynna nýja gerð: Volvo 850 GLT. Hér er um að ræða nýjan og öðruvísi Volvo, framdrifinn og með ýmsum nýjungum. Ekki er langt síðan Volvo kynnti 940 og 960 gerðirnar og er því skammt stórra högga á milli hjá fyrirtækinu. Talsmenn Volvo segja Nýr Volvo 850 á markað seint í sumar J afn ökuhraði er hættuminnstur Við verðum að horfast í augu við þau vandamál sem samfara eru bílaumferð og taka á þeim. Þar á ég einkum við slys og mengun. Bíllinn og verður jafnvel enn mikilvægara flutningatæki í framtíðinni en núna og þess vegna verðum við að leggja mikla áherslu á að draga úr neikvæðum áhrifum hans,“ segir Yutaka Kume forstjóri Nissan í viðtali í nýlegu fréttabréfi Nissan verksmiðjanna japönsku. Forstjórinn er jafnframt spurður hvemig helst megi draga úr umferðarslys- um: Margt hefur verið gert á sviði öryggis- mála: þriggja punkta bílbeltið, öryggisbelti í aftursætum og loftpúðar. Til að draga úr slysahættu vegna gangandi vegfarenda eru speglar Nissan bíla þannig útbúnir að þeir brotna af við fremur létt högg og við mun- um áfram reyna að auka öryggi á þessum sviðum. En þetta er aðeins önnur hliðin á málinu. Við þurfum að vinna ákveðið for- varnarstarf og reyna að fækka slysum. Hemlalæsivörn getur iðulega afstýrt árekstri og við getum áreiðanlega fært okk- ur tæknina meira í nyt hvað varðar umferð- arstjórnun. Við þurfum sérstakt leiðsögu- kerfi fyrir bílaumferð og þarna verða bæði bílaframleiðendur og skipuleggjendur borga að vinna saman.“ Forstjóri Nissan var einnig beðinn að lýsa því hvernig hann sæi fyrir sér bílana árið 2000: “Eg get nú ekki svarað því en ég er sann- færður um að bíllinn og maðurinn muni eiga meiri samleið í framtíðinni. Bílar verða öruggari og ánægjulegri, við munum sjá ný efni notuð við framleiðsluna og við mun- um sjá enn skemmtilegri bíla. Þessir bílar verða hins vegar aðeins raunveruleiki ef við þróum jafnframt góð leiðsögukerfi fyrir umferðina. Þegar ég ek upp hæð vil ég vita hvað er handan hennar. Það verður hægt ef bíll og leiðsögukerfið geta náð saman. Það er margs konar þróun í gangi á þessu sviði núna og um aldamótin verður margt orðið að raunveruleika sem er fjarlægur draumur í dag.“ Sumarumferðin er nú í algleymingi og helgar jafnt sem virka daga streymum við nú út úr þéttbýlinu og út á þjóðvegina. Við þykjumst að sjálfsögðu vera í góðri æfingu frá síðasta sumri og ieikum okkur að því að aka iands- hlutanna á milli á mettíma á malai’vegum jafnt sem malbikuðum. Og förum fram úr öllum lestarstjórum. Umferðarhraði á þjóðvegum ætti ekki að vera vandamál hjá okkur. Vegakerfið býður ekki upp á mikinn hraða en hins vegar skap- ast ekki síður hættur þegar ekið er of hægt eða skrykkjótt. Þar sem hringvegurinn er malbikaður er vandalaust að halda jöfnum 80 km hraða. Menn þurfa ekki að draga snögglega úr hraða þótt örlítill hlykkur verði á veginum. Beygjur á þjóðvegi númer eitt eru ekki það krappar að það sé nauðsyn- legt. Og það er þessi óþarfa hægagangur í umferðinni sem skapar svo oft pirring hjá ökumönnum og þeir leiðast jafnvel út í tvísýnan framúrakstur. Ef hægt er hins vegar að halda jöfnum ferðahraða geta flestir unað glaðir við sitt í lestinni og notið þess að aka góðum bíl sínum. jt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.