Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 3
STEINGRÍMUR THORSTEINSSON I.FgPáHT » © ® n si n ® e ® n a m n a Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Ung Vesturbæjartelpa gætir barns í sumarsól- inni undir svipmiklum nautshaus, sem kominn er ásamt fleiri hliðstæðum verkum úr stórgrýti og málmi á lóð nýja Vesturbæjarskólans við Sólvallagötu. Höfundurinn er Magnús Tómasson, myndlistarmaður, og hefur hann einnig skipulagt skólalóðina og eru fleiri myndir og nánari frá- sögnábls9. Öðruvísi fiskisögu skrifar Hans Joachim Fischer, hagfræð- ingur, sem fór á ráðstefnu á eina af austureyjun- um í Indónesíu, sem heitir Ambon og er eins og klippt út úr rómantískum ferðapésa. Þar var höfundinum boðið á veiðar innanum höfrunga og veiðin var m.a. barrakúdafiskur. Armenla land á krossgötum sögunnar - heitir grein eftir Elsu Vilmundardóttur og Lúðvík E. Gústafsson, sem voru þar á ferð og hittu þarlenda vísinda- menn. Þarna býr elzta, kristna þjóð íheimi í landi, sem lítt hefur reynzt friðvænlegt og þar að auki er landið á flekamótum, sem hefur leitt af sér hrikalega jarðskjálfta. Pólitíkin hefur stundum verið að reyna að nýta sér mynd- listina, en ekki hefur hún haft ýkja gott af þeim samskiptum. Nú skrifar Hannes Sigurðsson, list- fræðingur í New York, um sýningu í Samtíma- listasafninu þar í borg, þar sem fram kemur ný, pólitísk uppskrift, sem snýst um marxískan, umhverfissinnaðan femínisma. Miðsumar Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn. Það agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel. Því svartar sem skyggir vor skamdegis neyð, þess skærara brosir vor júnísól heið. Nú skín hún á frónið vort fátækt og kalt, og fegurðar gullblæjum sveipar hún allt. Sjá Ijómann um strandir, þar leikur nú sér í Ijósinu suðandi bjargfugla her, og æðarfugls móðurkvak ómar í ró við eyjarnar grænar á lognstafa sjó. Nú veit ég, að engu finnst ævi sín löng, því allt fagnar hásumarbirtu með söng frá hafströnd að óbyggðar hrjóstrugri slóð þar heiðlóan kveður sín einbúa Ijóð. Ó, skammvinna gulltíð, svo gleðirík þó, að gleymt er allt farg, sem mér veturinn bjó, ó, miðsumars himinn, svo heiður og skær, að hugurinn glaður þitt endurskin fær. Mitt ættland með háíjöll og hvítskæran foss, við himin þú minnist í sólroða koss, og Ægir að fótum þér vaggar sér vær, nú veit ég, að elskar þig himinn og sær. Á ströndunum frammi, þá værð er um ver, þar vil ég í Ijósinu dreyma með þér þinn Jónsvökudrauminn við svefnlausa sól, er svífur um miðnótt við norðurhafs ból. Steingrímur Thorsteinsson, f. 1831, d. 1813 var eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar í bókmenntum. Hann orti mörg ættjaröar- Ijóö sem þjóðin kunni utanað og söng. Hann þýddi einnig á íslenzku t.d. Þúsund og eina nótt, Ævintýri H.C. Andersens og Lé konung eftir Shakespeare. Mannfórnir að er mikið um uppsagnir á ísfandi um þessar mundir. Svo virðist sem allt sé á hverfanda hveli og fyrirtæki neyðast til að draga saman seglin í hefðbundnum fiskiðnaði, rækjuvinnslu, ullariðnaði og fiskeldi. Fyrirtæki sem áttu að mala okkur gull á mettíma hrynja eins og spila- borgir og nánast daglega tala menn um milljarða gjaldþrot. Önnur fyrirtæki standa betur og hafa farið þá leið að stunda hagræðingu. Þau sameinast kannski öðrum fyrirtækjum, selja eignir, hætta starfsemi einhverra deilda eða breyta um verksvið. Og þegar allt er komið á réttan kjöl tala menn sigri hrósandi um milljóna sparnað. En í öllu því upplýsingaflóði sem snertir gjaldþrot, hagræðingu og endurreisn gleym- ist oftast að geta þeirra, sem bera skarðast- an hlut frá borði — þeirra sem missa vinn- una. Þarna er um að ræða karla og konur á öllum aldri sem með litlum fyrirvara eru kölluð upp á kontór eða fá bréflega tilkynn- ingu um að starfskrafta þeirra sé ekki leng- ur óskað því að fyrirtækið sé að fara á hausinn eða ætli að sameinast öðrum. Að vísu er þess stundum getið að tilteknum fjölda hafí verið sagt upp en síðan ekki söguna meir. Það sem á eftir fer gerist á heimavelli fólksins. Sumum tekst ef til vill að fá sér nýja vinnu bráðlega, öðrum ekki, en í flestum tilvikum verða menn fyrir per- sónulegri niðurlægingu sem óhjákvæmilega fylgir þeirri vissu að störf þeirra hafi verið unnin fyrir gýg og fyrirtækið, sem þeir hafi þjónað af trúmennsku, sé betur komið án atbeina þeirra. Sjálfsmynd fólks tengist trúlega starfi þess öðru fremur. Sá sem er þess fullviss að hann geri gagn ber yfirleitt höfuðið hátt. Sá sem kemur heim að kveldi eftir Iangan og farsælan vinnudag hvort sem það er í fiskvinnu, iðnaði eða á skrifstofu hefur venjulega notalegt hugboð um að hann hafi lagt sitt lóð á vogarskál. Með öðrum orðum, starfið hefur tilgang langt umfram þau laun sem það gefur í aðra hönd. Það sem hin höndin fær lýtur að reisn og sjálfsvirðingu sem allir hafa þörf fyrir. Þegar ég var unglingsstelpa í mennta- skóla fyrir margt löngu var mér sagt upp sumarvinnunni. Ekki man ég hver orsökin var og eftir skamma stund hafði ég orðið mér úti um betra starf. En ég gleymi aldr- ei þeirri smánartilfinningu, þeirri máttvana reiði sem greip þegar yfirmaðurinn til- kynnti mér, vafningalaust og án nokkurrar viðvörunar, að starfskrafta minna væri ekki lengur þörf. Að sjálfsögðu var hann í fullum rétti eins og aðrir yfirboðarar — eins og þeir sem eru að hagræða og sameina og setja fyrirtæki á hausinn, alveg óvart. Þess- ir menn eru ekki aðeins að tefla með milljón- ir eða milljaraða. A taflborði þeirra er ekki sízt lifandi fólk, sem þeir skirrast ekki við að fórna þegar staðan snýst þeim í óhag. Að sjálfsögðu geta aðstæður breytzt skyndilega hjá fyrirtækjum, jafnvei í heilum atvinnugreinum og gert að verkum að fækka verður starfsfólki, tímabundið eða til lang- frama. Að sjálfsögðu þurfa fyrirtæki að skila hagnaði, að öðrum kosti er enginn grundvöllur fyrir þeim og fáir skilja það betur en dyggir starfsmenn. Sjaldan eru það þó afglöp venjulegs starfsfólks sem valda því að rekstrargrundvelli er kippt undan fyrirtækjum. Það skrifast venjulega á reikn- ing misviturra stjórnenda eða stjórnvalda. Slíkt getur einnig orsakazt vegna ytri að- stæðna, aflabrests eða sveiflna á heims- markaði sem stundum má raunar sjá fyrir. En þeir sem þurfa að blæða fyrir mistökin eni sjaldan atvinnurekendur eða stjórnmála- menn. Atvinnurekendur hagi'æða, sameina, stokka upp eða búa bara til ný fyrirtæki. Stjórnmálamenn tala um ábyrgðarleysi for- vera sinna og eftir situr fólk með uppsagnar- bréf, óvissa framtíð og skerta sjálfsvirð- ingu. Sumum eru málalokin þvílíkt rothögg að þeir verða aldrei samir menn. Varla er hægt að segja að íslendingar beri mikla virðingu fyrir fjármunum því að svo djarft er teflt með fé, bæði opinbera sjóði og einkafjármagn að fífldirfsku má kalla. Þó er sýnu minni virðing borin fyrir fóiki. Þegar sverfur að í atvinnurekstri er ævinlega spurt um milljónir en ekki menn. Ef fyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots er starfsfólki sjaldan greint frá málavöxtum fyrr en í algert óefni er komið. Þegar hag- ræðing og skipulagsbreyting liggur í loftinu bíða menn milli vonar og ótta eftir því hverj- um verði fórnað í skákinni. Bragurinn á vinnustað verður svo þrúgandi að enginn þorir að andmæla órétti af ótta við að högg- ið hæfi hann næst. Slík tilfinning er kölluð þrælsótti í íslenzku máli. Hver sá sem fer með mannaforræði ætti að hafa í huga ljóðlínu Einars Benediktsson- ar: — Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hafi hann teflt fyrirtæki sínu eða stofnun í tvísýnu þannig að uppsagnir séu óumflýj- anlegar ber honum skylda til að leiða starfs- fólk sitt í allan sannleik svo að það sitji ekki uppi með smán ofan á atvinnumissi. Og þeim sem hafa forræði fyrir opinberum sjóðum ber að sjá til þess að fólki sé ekki skákað út og suður í viðleitni smákónga og lukkuriddara við að halda völdum og and- liti. En þeim sem hafa forræði fyrir opinber- um stofnunum er ef til vill mestur vandi á höndum. Hafi þeir rétt til þess að valda stöður sínar með geðþóttaákvörðunum og uppsögnum þurfa þeir að hafa hugfast að þeir skáka í skjóli aðstæðna sem samfélag- ið hefur búið þeim. Þeir hafa því varla sið- ferðilegan rétt til að smána opinbera starfs- menn frammi fyrir launagreiðendum þeirra með því að sópa þeim niður af taflborðinu nema þeir hafi brotið eitthvað af sér. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.