Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 4
Múrinn, musterið og súlan. Minnismerki um þá er létu lífið í útrýmingarherferð Tyrkja 1915-1918. Tákn um eilífa bar- áttu Armena fyrir tilverurétti sínum. ARMENÍA land á krossgötum sögunnar sjálfstæðisvakning hefur magnast snemma innan Sovétríkjanna, víðar en í Eystrasalt- slöndunum þótt þau fái mesta umfjöllun í vestrænum ijölmiðlum. Armenía er minnst sovésku lýðveldanna, sem eru 15 talsins. Hún er aðeins tæpir 30.000 ferkílómetrar að flat- armáli og þar búa um 3.5 milljónir manna. Eftir stutta næturhvíld, hófumst við handa um að kynna okkur ferðaáætlunina, sem við fengum í hendur við komuna. Við sáum að menning og saga Ai-meníu skipaði jafnháan sess og jarðfræðin. Áður en fyrsta skoðunar- ferðin hófst gafst okkur tóm til að fara í stutta könnunarferð um næsta nágrenni hót- elsins. Allir hafa heyrt frá eða lesið um vöru- þurrð í verlunum í Sovétríkjunum, en það er samt sérstök tilfinning að ganga um stór- markað í hjarta höfuðborgar og sjá ekki annað en hálftómar hillur og kæliborð. Það Dýrafórnir tíðkast í armenskri kristni. Hér er prestur að blessa fórnarlamb áður en það er leitt til slátrunar. Prúð- búin fjölskylda fylgist með. Armenía — fólk ofsótt og drepið af nágrönnum sínum — ægilegur j arðskj álfti sem kostaði mörg mannslíf — þjóðarmorð framið á Armen- um í fyrri heimsstyrjöldinni. Allt þetta fór gegnum hugann um mitt ár í fyrra þegar við Saga Armena nær yfiP 6.000 ár og á þeim tíma hafa þeir margt orðið að reyna og sjálft er landið á mótum jarðskorpufleka og því verða þar gí furlegir j arðskj álftar. Höfuðborgin Jerevan er ekki ekki alveg ný af nálinni; aldur hennar telst vera 2.752 ár og Armenar tóku kristni fyrstirallraþjóða. Eftir ELSU G. VILMUND- ARDÓTTUR og LÚÐVÍK E. GÚSTAFSSON lásum í fréttabréfi Jarðfræðafélags íslands um boð armenska jarðfræðafélagsins til íslenskra jarðvísindamanna um 10 daga ferð um Armeníu til að kynnast landi og þjóð. Hvernig skyldi vera umhorfs í þessu íjar- læga, óþekkta landi? Fyrir boðinu stóð dr. Rudolf Gevorkian, _ forstöðumaður jarð- skjálftastofnunar Armeníu og varaforseti armenska jarðfræðafélagsins, en hann hafði heimsótt Island árið áður. Við vorum 6 íslenskir jarðvísindamenn, sem héldum til Armeníu frá Kaupmannahöfn að morgni 17. september sl. og nú er von á 6 armenskum jarðvísindamönnum í kynnisheimsókn til ís- lands 9.-19. júlí nk. Saga, Menning Og Stjórnmálaástand Fyrsti áfangastaður okkar var Moskva og höfðum við þar aðeins íjögurra stunda við- dvöl á útleið, og fór sá tími í að aka milli flugvalla endanna á milli í þessari risastóru heimsborg. Við flugum með Iljúsín breiðþotu til Jerevan og var flugferðin talsvert ólík því sem við eigum að venjast. Vélin var gömui og lúin og var ekki önnur þjónusta um borð en eitt plastmál af volgu vatni, sem bragðað- ist torkennilega. Við sáum að þeir sem voru heimavanir kunnu ráð við þessu og höfðu meðferðis nesti, bæði fast og fljótandi. Þegar vélin var í aðflugi að Jerevanflugvelli stukku flestir hinna 350 farþega á fætur og fóru að taka til farangur sinn og voru að troðast Loftmengun er víða mjög mikil, einkum í iðnaðarhéruðunum í suðvesturhluiá landsins. Hér eru aðal mengunarvaldarnir, sementsverksmiðja og olíuknúið orku- ver. íslenskir jarðvísindamenn og gestgjafar þeirra. í átt að útgöngudyrum í þann mund er vélin lenti. Við sátum hins vegar sem fastast með öryggisbeltin spennt eins og okkur hefur verið vandlega innrætt. Sinn er siður í landi hveiju. Við drógum andann léttara þegar við yfirg- áfum þessa aldurhnignu breiðþotu og geng- um út í hlýja haustnóttina. Eftir skamma hríð birtust gestgjafar okkar og buðu okkur velkomin og óku með okkur á hótel í Jere- van, hinni 2.752 ára gömlu höfuðborg Arm- eníu og einni elstu borg heims, sem enn er í byggð. Á leiðinni þangað vorum við tvívegis stöðv- uð við varðstöðvar, því að útgöngubann ríkti að næturlagi. Það voru ekki sovéskir her- menn, sem stóðu vaktina, heldur menn úr nýstofnuðu þjóðvarðliði Armena, sem Sovét- stjórn kallar reyndar siigamenn. Þeir voru mjög vingjarnlegir og það eina sem minnti á stigamenn var klæðnaður sumra og heldur frumstæð vopn eins og haglabyssur. Þjóð- varðiið Armeníu er orðið til úr ýmsum sveit- um vopnaðra manna, sem höfðu stolið eða jafnvel keypt vopn af sovéskum hermönnum. Þessar sveitir höfðu barist við sams konar sveitir í Azerbadjan. Stjórn Sovétríkjanna hafði hótað því í ágúst 1990 að senda aukinn herafla til Ármeníu ef þessar sveitir yrðu ekki leystar upp. Menn fundu þá lausn á þessu deilumáli að stofna þjóðvarðliðið og virtist ríkja ágætt samkomulag milli þess og sovéska hersins a.m.k. um þær mundir er við voru þar á ferð. Þetta sýnir vel, hvernig litla sem var á boðstólum, virtist heldur ólyst- ugt eins og fituklessurnar sem áttu að heita kjöt. Þetta var ríkisrekin verslun og færði okkur heim sanninn um að ekki var ofsögum sagt af hruni markaðskerfis og vörudreifing- ar innan Sovétríkjanna. Þetta ástand birtist í ýmsum myndum, t.d. í skorti á viðhaldi húsa. Armenar eru góðir handverksmenn og vilja hafa snyrtilegt hjá sér, en viðhaldi húsa bæði opinberra bygginga og heimila var þrátt fyrir það víða mjög ábótavant. Okkur var sagt að það stafaði fyrst og fremst af skorti á málningu og öðrum byggingavörum. í Armeníu er saga sl. 6000 ára í sjónmáli nánast við hvert fótmál. Það var tæpast til- viljun, að fyrst var farið með okkur á Þjóð- minjasafnið, en síðan að minnismerki um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915-1918. Minnismerkið er þrískipt: Múrveggur, sem táknar fórnarlömb- in; hringlaga súlnamusteri þar sem brennur eilífur eldur og uppmjór og klofinn pýr- amídi. Hann táknar hvernig þjóðin rís upp, sterk og einhuga, eftir hveija raun, en einn- ig skiptingu Armeníu í tvo hluta. Vesturhlut- ann innan landamæra Tyrklands og austur- hlutann, sem er Armenía. Við múrinn voru blómum þaktar grafir þriggja ungra Armena er höfðu fallið í landamæradeilunum við Azerbadjan nokkrum mánuðum áður og blakti fáni hins unga lýðveldis yfir gröfunum. Við skynjuðum vel er við stóðum í þessum þjóðarhelgidómi samruna fortíðar og nútíðar í lífi og örlögum Armena og stöðugan ótta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.