Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 7
Börn á eyjunni Ambon. Merkilegt að á þessari suðrænu paradísareyju skuli vera
fólk með andlitsfall og litarhátt, sem minnir á Eskimóa í Grænlandi.
unnar og einn presta hans, báðir uppdubbað-
ir heldur ókirkjulega. Biskupinn var í
íslenskum bol sem ég hafði fært honum
árið áður og í stuttbuxum og presturinn í
gauðslitnum gallabuxum og gömlum bol.
Nokkru síðar vorum við komnir til smá-
þorps rétt utan við Ambonborg, Amahusu,
þar sem beið okkar lítill 20 feta bátur með
40 hestafla utanborðsmótor og segldúks-
þekju til að veija okkur gegn sólinni sem
þegar var orðin ruddalega ágeng. Áhöfnin
var flórir menn. Einn stýrimaður, einn
útkíksmaður, einn nokkurs konar veiði-
sveinn og eftirlitsmaður með öllum veiðar-
færum, og sá fjórði sá um afganginn, svo
sem að fylla á vélina úr bensínkútunum eða
á okkur úr bjórdósum og hnetupokum.
Sá áttundi um borð var svo vinur okkar
frá Þýskalandi. Sá spurði heldur efins hvort
hann mundi nokkuð vita af því ef svo ólík-
lega vildi til að hann setti í fisk. Heima-
menn sögðu honum að hafa ekki neinar
áhyggjur, það færi ekki á milli mála.
Dagurinn reyndist dásamlegur á marga
vegu. í fyrsta lagi var ijómastilla og hrein
unun að sigla þetta 10-12 mflur út á opið
haf. Við vorum varla komnir út úr Ambon-
flóa þegar lumba-lumba tóku að elta okkur,
höfrungar sem upphófu ýmsar sprellikúnst-
ir sem maður sér venjulega ekki nema í
sædýrasöfnum eða í sjónvarpi. Hvert risa-
stökkið á fætur öðru, tveir og þrír í full-
komnum takti, allir í sólskinsskapi, rétt til
að hressa enn frekar upp á ferðina hjá okk-
ur. Og þar sem er lumba-lumba er venju-
lega líka túnfiskur. Engin hætta á að höfr-
ungarnir taki beituna — þeir vita sínu viti.
Nú er öllum sagt að hafa til græjumar
og búa sig undir mikil átök. Við vorum með
sex feta stengur úr trefjagleri og notuðum
Rapala minnow nr. 9 frá Finnlandi, en það
er vinsælasta beitan á Ambon fyrir utan
lifandi beitu, sem ég afþakkaði kurteislega.
Línan var 400 metra, 50 lbs einstrengslína
með áföstu stálgimi eitthvað eins metra
löngu. Veiðiaðferðin var fólgin í að draga
u.þ.b. 100 metra af línunni á eftir bátnum
á tveggja til þriggja metra dýpi.
Línudrátturinn og leikur höfmnganna
kveikti í þeim innfæddu sem tóku að syngja
við raust — sko, þeir trúa líka á svona lag-
að — kokolokokoo, kokolokokoo, kokolo-
kokoo. Og viti menn, orang orang putih,
hvítu mennimir, fundu hann taka samstund-
is. Við vomm auðvitað mjög spenntir en
einnig hálfskelfdir, því enginn okkar hafði
áður sett í túnfisk. Stýrimaðurinn Fred drap
strax á vélinni og hvinið í hjólunum magnað-
ist um leið og fiskurinn tók á rás. Beint
strik áfram, og maður greip um stöngina í
dauðans angist. Ekki taka á móti, bara
halda við línuna, var okkur sagt. Allt i einu
slaknaði á línunni. Það var greinilegt að
fiskurinn varð að kasta mæðinni, og það
var vel þegið okkar megin.
Það var ekkert smáverk að hala inn. í
smáiykkjum innbyrtum við línuna, drógum
fiskinn ögn nær, eða kannski bátinn nær
fiskinum, þar til við sáum myndarlegan,
rennilegan skærgulan fisk í kristaltæmm
sjónum í Bandaflóa. Allt hafði þetta tekið
svosem hálftíma. Fiskurinn var búinn að
reyna að komast undan með miklum látum
í snöggum rykkjum, ekki ólíkt laxinum
heima á íslandi, nema töluvert kröftugri.
Og, viti menn, rétt í þann mund sem krækja
átti í túnfiskinn minn myndarlega tók hann
undir sig glæsilegt stökk og sleit línuna
beint fyrir framan nefið á aumingja mér.
En vinur okkar átti ekki í neinum erfiðleik-
um með sinn fisk, sem innbyrtur var með
miklum gleðihrópum, enda 26 pund, sem
ekki er til að fúlsa yfir.
Við fengum tækifæri til að öskra tölu-
vert þennan morgun, en stundum lá okkur
líka við gráti þegar boldangamir réðust á
beituna, og drógu meira að segja einu sinni
alla 400 metrana út og slitu svo allt draslið.
Minnisstæðastur er mér barrakúdafiskur-
inn sem ég náði um borð. Þegar þessi 22
punda bolti smeliti sér á beituna varð eins
og sprenging, og félagar okkar sáu strax
að hér var á ferðinni barrakúda. Þegar loks
tókst að krækja í hann þakkaði ég mínum
•sæia- -fyrir- að- hafa- ekki -ient- með -löppina i
uppi í ógurlegu gininu á honum.
Þegar leið að hádegi vorum við búnar að
missa fjóra fiska og næla okkur í jafn-
marga. Þetta voru 30 punda túnfiskur og
svo áðurnefndur 26 punda boldangur, 22
punda barrakúda og svo 20 punda fískur
sem ég man ekki hvað heitir, mikill baráttu-
fiskur sem veiðist einungis á þessum slóðum.
Útataðir í blóði en notalega uppgefnir
komum við aftur til lands um hádegisbil,
fengum okkur vænan skammt af nasi gor-
eng með kangkung (grænmetistegund, ekki
óáþekk spínati), og ferskri kókoshnetumjólk
og strengdum þess heit að fara í aðra eins
veiðiferð áður en langt um liði.
Ekki svo að skilja að veiði sé eina afþrey-
ingin á Ambon. Eyjan er stijálbyggð, snyrti-
leg þorp á víð og dreif, og fólkið sérdeilis
indælt. Allt þetta rétt eins og klippt út úr
rómantískum ferðapésa frá Vesturlöndum.
Hvítar strendur, litrík kóralrif, og í bak-
grunninum tíguleg kókostré. Og ef þú þreyt-
ist á dýrðinni ofansjávar getur þú með sund-
gleraugum meðtekið herlegheitin yfir kóral-
rifunum, þar sem þúsundir litríkra físka líða
um sjóinn í allri sinni tign.
Á landi er líka margt um dýrðir. Til
dæmis álamir „helgu" í Waai sem innfædd-
ir lokka fram úr fylgsnum sínum með hráum
eggjum. Ef þú ert svo heppinn að laða til
þín vemlega myndarlegan ál, þetta tveggja
metra langan, tryggir það þér velfarnað það
sem eftir er dagsins. Eða dagsferð til ná-
grannaeyjarinnar Seram, fyrrum heimahaga
hausaveiðara, þar sem Rumakhai-fossinn
fellur í allri sinni tign, o.s.frv. Engin hætta
á að manni leiðist.
Okkur í íjölskyldunni dreymir öll um það
að fara til Banda-eyja — fram á 19. öld var
það eini staðurinn á jarðríki þar.sem fannst
negull og múskat — vera þar í svosem vik-
utíma, snæða ferskan túnfisk, veiða, hvfla
sig og grafast kannski fyrir um sögu eyj-
anna. Meðal fomra menja þar má nefna
hollenska Nassau-virkið frá 16. öld, sem
nú hefur veirð endumýjað og uppgert,
gömlu kirkjuna frá 17. öld. Þama var Mo-
hammed Hatta, einn af feðmm Indónesíu,
í útlegð á nýlenduárum Hollendinga, og
þar, árið 1621, lét Jan Pieterszoon Coen,
hinn grimmi landstjóri Hollensku Austur-
Indía, japanska atvinnuhermenn strádrepa
íbúa eyjanna, þannig að af 15.000 innfædd-
um lifðu einungis af fimm hundmð.
í fylkinu Maluku, en Ambon er höfuðborg
þess, er ánægjulegt að fylgjast með hinu
litríka og margþætta samfélagi Indónesíu,
þar sem mótmælendur, kaþólskir, múslimar,
hindúar og búddatrúarmenn hvarvetna að
úr Indónesíu lifa saman í sátt og samlyndi.
Og hvað kostuðu svo ósköpin? Ja, mér
reiknast til að ef allt er til tekið, allt frá
Keflavík til Ambon og heim aftur, tveggja
vikna hóteldvöl, mat, drykk, bát, áhöfn,
beitu o.s.frv. þá jafnast kostnaðurinn á við
átta daga veiðitúr í nokkuð sæmilegri lax-
veiðiá á íslandi þar sem veiðileyfið kostar
ekki nema (!) 25.000 krónur dagurinn og
gisting og trakteringar í veiði„kofanum“
aðrar 6.000.
Höfundur er hagfræðingur og býr á íslandi
Á víð og- dréif
Islensk
þjóðmenn-
ing 1936
og fimmtíu
árum síðar
Arið 1936 kom út bókin
„íslenskir þjóðhættir“
eftir sr. Jónas Jónasson
á Hrafnagili. Bók þessi
var fyrsta tilraun til
heildarkynningar á
íslenskri þjóðmenn-
ingu, þjóðháttum,
kristnihaldi, þjóðsögum, atvinnuháttum,
tímatali o.fi. o.fl. Bókin vakti óskipta at-
hygli og var mjög eftirsótt. Síðan hafa
komið út fjórar útgáfur svo til óbreyttar.
Viðtökurnar voru allar á eina lund, verk
höfundarins var metið að verðleikum og
áhuginn fyrir þessum fræðum sem hafði
alltaf verið vakandi, jókst við útkomu rits-
ins, eins og marka má af endurútgáfum.
Fimmtíu árum síðar og einu ári betur
kom út fyrsta bindi nýrrar þjóðmenningar-
sögu, „íslensk þjóðmenning" 1987. Þetta
verður safnrit í alls tíu bindum og eru nú
komin út fjögur bindi. Ritið verður ítarlegt
og þau bindi sem þegar eru komin bera
vott um vönduð vinnubrögð og komu til
skila þeim þáttum sem um er fjallað á
greinargóðan og skýran hátt. Efnissviðið
er mjög vítt: Uppruni og umhverfi íslenskr-
ar þjóðar og menningar, jarðyrkja, kvik-
fjárrækt, sjósókn, byggingarhefð, vinnsla
landbúnaðarafurða og sjófangs, trúar-
hættir, alþýðuvísindi, málmenntir og bók-
menntir, samgöngur og félagslíf. Efnisval-
ið er afmarkað við það forna samfélag,
miðaldasamfélagið, sem lifði hér allt fram
á þessa öld. Leitast er við að draga upp
mynd af hvunndagsiðju og lífi fólksins í
landinu, veita innsýn í meðvitund aldanna
og sambúð lands, þjóðar og búsmala og
not annarra úrkosta til lífsframfæris.
Það eru nú liðin um 130 ár frá því að
Benedikt Gröndal skáld tók sér fyrir hend-
ur að afla sér heimilda til ritunar íslenskr-
ar menningarsögu, en efnið reyndist hon-
um ofviða, enda vart á færi eins manns
að vinna slíkt stórvirki. En nú hefur þetta
starf hafist og miðar vel áfram.
Viðtökur þessarar nýju og ítarlegu
menningarsögu eru þó mjög frábrugðnar
viðtökum þjóðhátta Jónasar Jónassonar, á
sínum tíma, fyrir fimmtíu árum. Fyrsta
útgáfan seldist fljótlega upp, þótt ritið
kæmi út á svonefndum Kreppuárum og
þjóðin væri févana. Fyrsta bindi og þau
þijú næstu sem út eru komin af „ís-
lenskri þjóðmenningu", seldust dræmt,
sem er furðulegt þegar um slíkt lykilrit í
sögu þjóðarinnar er að ræða. Svo virðist
sem áhugi landsmanna í menningarsögu
og fortíð þjóðarinnar sé eitthvað daufari
nú en fyrir fimmtíu árum. Þetta bendir
óneitanlega til sljórri vitundar og skyns á
menningu þjóðarinnar og sögu fram undir
vora tíma, þótt stöðugt sé talað um „arf-
leifðina“ og menningararf þjóðarinnar.
Þær hvatningar og sú umíjöllun eiga sér
takmarkaðri svörun en fyrir fimmtíu árum.
Það er víða fjallað um menningarskil,
sem ýmsir höfundar og hugsuðir telja
merkjanleg síðustu áratugina (sbr. t.d.
Carl Riedrich von Weizáker: Bewust-
seinswandel og Alain Finkielkraut: La
Défaite de la Pensée). Höfuðeinkennin eru
lokun allrar menningar fortíðarinnar, sem
hlýtur óhjákvæmilega að þýða hrun, menn-
ingarlegt hrun, því að hlutur menningar
hvers tíma er að mest öllu leyti grandvall-
aður á menningarlegri arfleifð. Þjóðtungan
er augljósasta dæmi þessa.
Menningu og þjóðtungu fámennrar þjóð-
ar er sérstaklega hætt, þegar tengslin við
fortíðina rofna að einhveiju leyti, og verði
lokun meðvitundarinnar, meðvituð eða
ómeðvituð stefna „tíðarandans" allsráð-
andi, þá breytast öll viðhorf, ekki síst þeg-
ar einkenni „herra tíðaranda" er áberandi
oft lágkúran. Útgáfa „íslenskrar þjóð-
menningar" gengur þvert á lágkúrana.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1991 7