Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Page 9
1 í : i i ' spil steinlagninga og grass, sem var að gulna Brýrnar í Leníngrad 4 Frelsi drukknu hórunnar Eftir ÞORVARÐ HJÁLMARSSON Agötum Leníngrad er auð- séð á svipmóti fólksins að í Sovétríkjunum búa margar þjóðir, ólíkum kynstofnum ægir þar saman og ef til vill er það fleira sem skilur fólkið að en uppruninn einn. Atakanlegar lýsingar skáidkonunnar Marínu Tsvetajévu koma í hugann. Marína opinberar í minningarbók sinni „Október í járnbrautarvagni" þá tvo heima rússnesku þjóðarinnar sem hún stóð skyndilega frammi fyrir í byltingunni. Heimi yfirstéttarinnar og borgaranna annarsvegar og hinsvegar heimi hins óbrotna almúgafólks. Marína tilheyrði í uppvexti sínum efri milli- stétt keisaradæmisins, líkt og skáldbróðir hennar og' síðar á ævinni einlægur vinur og gagnkvæmur aðdáandi, Boris Pastemak. Fað- ir Marínu var prófessor við Moskvuháskóla og jafnframt einn af stofnendum Listasafns Moskvuborgar fyrir æðri listir, sem í dag dregur nafn sitt af Púskín og heitir: Púskíns- Sjónlistasafnið. Móðir Marínu var tónelsk og átti þann draum í æsku að helga sig píanótón- listinni sem hún nam hjá ekki ómerkari manni en Antoni Rubinsein, en eins og voru örlög margra kvenna þeirra tíma og fram eftir allri þessari öld, var henni meinað að þroska hæfi- leika sína af föður sínum sem átti ekki stærri drauma henni til handa en húsmóðurstarfið. Náði vilji föðurins fram að ganga og móðir Marínu, sem var af þýsku bergi brotin, ól börn sín upp í Moskvu aldamótaáranna við hljóðfæraslátt og ljóðalestur á heimili sínu, auk þess sem hún valdi samviskusamlega einkakennara er hæfðu stétt bama hennar. Seinna sagði Marína Tsvetajéva að hún ætti móður sinni allt að þakka: „Tónlistina, nátt- úruskynjunina, ljóðlistina og kynni mín af Þýskalandi, hæfileikann til að standa fyrir máli mínu, hetjuskapurinn!“ Andrúmsloft lista og evrópskrar menningar umlék Marínu, andrúm stöðugleika og fágun- ar sem Tómas Mann átti eftir að skyggna í verkum sínum, heimur heiðarleika í viðskipt- um og þjóðfélagsóréttlætis sem hrundi til grunna í fyrra heimsstríði aldarinnar. Þessi heimur, byggður á sinnuleysi og blekkingu, kollsteyptist skyndilega fyrir augum Marínu Tsvetajévu þegar hún stóð í fyrsta sinn frammi fyrir rússneskri alþýðu í lestinni sem gekk á milli Krímskagans og Moskvu (vin- sæll dvalarstaður lista- og menntamanna yfir- stéttarinnar var í Þeodósíu á Krím). Þarna sá þessi greinda kona, sem kom úr vernduðu umhverfi og algerlega afskiptalausu um hag alþýðu manna, þá fulltrúa þjóðar sinnar er hún hafði engin kynni haft af áður. í einni sviphendingu opinberast það þessari 25 ára gömlu konu að í landi hennar búi tvær þjóðir og hlutskipti þeirra sé gerólíkt, verðmætamat- ið annað og hungrið og heiftin ólgar í hugum þeirra arðrændu. Hún sér í hendi sér að upp- gjör þessara heima stendur yfir og grimmd og niðurrif októberbyltingarinnar er óhugnan- legt, eirir engu, allar hugmyndir breytast og ekkert verður samt aftur. Hún skildi að það Rússland, sem hún hafði þekkt í stofunni heima sem barn, var land misskiptingar og gerspilltra stjórnarhátta, en afstaða hennar var uppeldi hennar þóknan- leg, hún skipar sér við hlið þeirra er reyna í örvæntingu að halda völdum í samfélaginu og kann það að hafa ráðið miklu að maður hennar gekk til liðs við hvítliðana og þjónaði þar sem liðsforingi. Afstöðu sína átti Marína Tsvetajéva eftir að borga dýru verði. Harmi slegin orð skáldkonunnar um reynslu sína í lestarferðinni frá Krímskaganu eru lær- dómsrík þeim er freista þess að skilja hvílíkur blekkingarhjúpur hefur leikið um þessa þjóð, blekkingarhjúpur sem jafnvel hefur náð að varpa ryki í augu fremstu manna hennar: „í andrúmi járnbrautarvagnsins héngu einungis þijú orð líkt og axir á lofti. Smáborgarar, arðræningjar, blóðsugur" skrifaði hún og hélt áfram: „Ótti, hatur, heimska, veraldar- hyggja, afskræmt tungumál ...!“ Þannig kom heimur byltingarinnar Marínu fyrir sjónir, harmleikurinn var í augum henn- Marína Tsvetajéva. ar stéttarátökin sem fóru eins og eldur í sinu og urðu hjaðningavíg þjóðarinnar á sjálfri sér og heiftin, óbilgirnin sem þessar tvær and- stæðu fylkingar sýndu hvor annarri. Sú heift kom harðast niður á alþýðu manna sem átti sér engan hlífðarskjöld gegn grimmdaræðinu. Ef afstaða hennar er sem fyrr skýr og í frægú ljóði um hvítliðana líkir hún þeim við svarta nagla í síðu Antikrists, skömmu eftir að það ljóð birtist var Marína Tsvetajéva land- flótta gerð og settist hún að í Berlín þar sem maður hennar, Efron, var fyrir. í Berlín kynntist Marína skáldinu Andrej Belí, sérkennilega mögnuðu skáldi sem var í upphafi aldarinnar einhver helsti brautryðj- andi nútímaskáldskapar á rússneska tungu. Sterk undiralda einkennir expressjóníska ljóðagerð hans, sem fellur einna helst undir þá skilgreiningu að vera á mörkum symból- isma og fútúrisma. Andrej Belí skrifaði einig nokkrar skáldsögur, meðal annars hina frá- bæru „Pétursborg" þar sem skáldleg sýn hans og næmi er aðdáunarverð. Marína heill- aðist ung af ljóðlist hans og er hann talinn höfuðáhrifavaldur hennar sem skálds. En flóttafólkið undi ekki til lengdar hag sínum í Berlín og nú tóku við ár sífelldra flutn- inga úr einu Mið-Evrópuríkinu í annað. Það var í Tékkóslóvakíu sem fundum Marínu og jöfursins Boris Pasternak bar saman, urðu þar fagnaðarfundir. Skáldmæringurinn sætti á þessu skeiði sem endranær slíkum ofsóknum heima fyrir að honum var þar með engu móti vært. Boris Pasternak átti eftir að gera átaka- tímabili októberbyltingarinnar skil, engu síður en Marína, það gerði hann í skáldsögunni ógleymanlegu „Doktor Zivagó" þar sem ytri og innri heimur byltingarinnar og manneðlis- ins takast á, heimur einstaklingseðlisins sem með varðveislu dýrmætasta þáttar veru sinn- ar, ástarinnar, verður öðrum manneskjum að líkn og liði, og skelfileg veröld hópsálarinnar sem öllu eyðir með tilvísunum til kennisetn- inga og eiðsvarinna rökréttra hugmynda. Marína Tsvetajéva bjó í Evrópu fram til ársins 1939, það var innrás þýsku nasistaheij- anna í Tékkóslóvakíu sem endanlega braut á bak aftur trú hennar á veröldina. Þar taldi hún sig hafa fengið enn eina staðfestinguna á vitfirringu mannanna. Þegar hún sneri aft- ur heim til Sovétríkjanna vissi hún að allt var tapað, en hún átti þó þá von að henni tækist að afla sér og börnum sínum viðurværis í Moskvu. Sú von reyndist á veikum grunni byggð og Marína steig í stríðsbyijun á skips- /fjöl á Volgu-fljóti og hélt í sjálfskipaða útlegð í eigin landi, staðnæmdist ekki fyrr en í óra- fjarlægð frá Moskvu. I smáþorpinu Jelabuga. Þar batt hún örvingluð árið 1941 enda á líf sitt. Marína Tsvetjéva orti umbúðalaust, mein- ingar hennar dyljast ekki í þessu Ijóðbroti frá byltingarárunum: Frelsi! - Spriklandi drukkin hóra í valdsmannslegu fangi hermannsins! Þessi sýn var Marínu ekki að skapi, um afstöðu hennar var aldrei að efast: Eg á einungis tvo óvini í allri veröldinni, tvo tvíbura, óijúfanlega samantvinnaða. Hungur hinna hungruðu og græðgi þeirra söddu. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR FRÁ FJALLI Ég sigli Djúpið Þú litla fley með logagyllta vá svo létt og kvikt á bláum sævarfeldi við siglum djarft og berumst burtu frá bjöitum morgni, höldum heim að kveldi Það seiðir mig þá særinn blundar kyrr að sjá og heyra hvað dvelur bak við IjöIIin ég sigli Djúpið kanna hvað það er að koma þar sem bii-tist livíta höllin Er húmar að kveldi seglum þöndum svíf sársauki í hjaita vonin Ijúfa dáin fjallháar Öldur úthafsins ég klýf ein á báti og stefni út í bláinn Höfundur býr á Sauðárkróki. ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON Dagur í lífi Haraldar harðráða / uppstreyminu ofan turnanna svífur fálkinn og kastar skugga á rauð > leirskífuþökin eins og leðurblökuvængir blaktir purpurakápan og fax hestsins blikandi spjótin speglast í sjáöldrum riddarans hindin gefur gaum að væli lómsins handan skógarins við tómthústjörnina þar sem flugur suða á dauðum fiskum. Á Muster- isstígnum Á musterisstígnum undir iljunum springa þjófsaugun sem þroskuð kirsuber uppi við himininn á altarinu blakta táknfánar og ginfaxar magna hrekklausum skaðviðri blautt bærist lungað í höndum æðsta prestsins er slær þig í bjarma eldingar afturábak ofaní hyldýpið og óp þín bergmála um andlitslaus höfuð safnaðarins. Höfundur er fornleifafræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.