Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Qupperneq 13
Minnismerkið um Sibelius, sem augljóslega líkist ekki tónskáldinu hætishót. Lágmyndin af honum er
á klettinum til hægri.
Ein af risaferjum Viking Line, eða „spritbát", eins og Svíar kalla
ferjurnar.
Arkitektarnir Saarinen, Gesellius og Lindgren byggðu sér ibúðarhús og vinnustofur í Hvittrask.
eins og járnbrautarstöðina í Hels-
inki og þjóðminjasafn Finna.
Leiddist langir fundir
Verk arkitektanna þriggja voru
eftirsótt. Saarinen hefur sjálfsagt
verið feginn viðurkenningunni, en
það fór afskaplega í taugarnæ' á
honum þegar viðskiptavinir hans
sátu með honum langa fundi til
að ræða teikningar hans og hugs-
anlegar breytingar á þeim. Hann
sá við þessu með því að hanna
fallegt fundarborð og stóla við,
en stólar þessir hljóta að vera
óþægilegustu fundarstólar sem
gerðir hafa verið. Þá var líka til-
ganginum náð; það sat enginn
lengi á fundum með Saarinen eft-
ir það.
Þess má geta að öll húsgögn
og innréttingar í Hvittrásk eru
hönnuð af arkitektunum og þykir
leikmanni furðu sæta hversu
„nútímaleg“ þau eru, en það sýn-
ir kannski best hversu vönduð
hönnunin var í upphafi.
Eino Leino hinn breyski
Finnar hafa þó greinilega hugs-
að um fleira en arkitektúr og
sætta sig fyllilega við að þjóðhetj-
ur þeirra hafi sumar verið æði
litríkir persónuleikar. Sem dæmi
um þetta má nefna, að í miðborg
Helsinki stendur stytta af skáld-
inu Eino Leino. Vissulega fara
Finnar enn með ljóðin hans og
eru stoltir af, en þeir víla heldur
ekki fyrir sér að benda á, að hann
hafi verið maður breyskur. Stytt-
an réttir hálfopinn vinstri lófann
fram og ef að er gáð sést móta
fyrir peningi í lófanum. Ástæða
þessa er sú, að Eino Leino hafði
gaman af að ganga um meðal
gleðikvenna og láta glampa á
gullmarkið í lófanum, til að freista
þeirra. Það fylgdi auðvitað sög-
unni, að hann var dauðadrukkinn
við þessa iðju sína, enda sat hann
heilu og hálfu dagana á veitinga-
húsi í miðbænum. Svona sögur
segja Finnar stoltir. Mér er til efs
að íslendingar létu breyskleika
sinna skálda birtast svo augljós-
lega í höggmyndum, eða hver
yrðu viðbrögðin hjá almenningi
ef á styttu af einhveiju þjóðskáld-
inu glitti í vasapela? Það má mik-
ið vera ef í einhveijum finnska
bænum er ekki að fínna styttu
af skáldi eða rithöfundi með hand-
klæði eitt um mittið, af því að
hetjan sú naut þess að fara í gufu-
bað. En svona eru Finnar, þeir
gera sér ekki allt of mikla rellu
út af hlutunum.
Þetta líkist ekki Sibeliusi!
Þó gaman sé að rýna í lófa
Eino Leino telst styttan ekki það
merkasta af því, sem hægt er að
sjá í Helsinki. Minnismerkið um
tónskáldið Sibelius kemst áreiðan-
lega nær því. En þegar merkið
var afhjúpað á sínum tíma voru
ekki allir því sammála. Minnis-
meikið er fjöldi stórra silfraðra
pípa; einhvers staðar mitt á milli
pípuorgels og stuðlabergs. Sagan
segir að þegar það var aflijúpað
hafi einn heiðursgestanna horft á
það lengi þegjandi og sagt svo:
„En þetta líkist alls ekki Sibel-
iusi“! Þessu gátu allir verið sam-
mála og listakonan var fengið til
að bæta við lágmynd af tónskáld-
inu til hliðar við minnismerkið
sjálft.
Virkið Sveaborg
Ferðalangar í Helsinki ættu að
gefa sér tíma til að skreppa með
bát út í virkið Sveaborg, sem er
á eyju um 15-20 mínútna siglingu
frá borginni. Virkið var reist á
18. öld og ætluðu Svíar sér að
treysta vamir sínar með því.
Bygging þess hafði ánægjuleg
áhrif á afkomu íbúa Helsinki, eins
og stórframkvæmdir gera tíðum,
enda ekki fá handtökin við bygg-
inguna og ófáir steinarnir sem
höggva þurfti til.
Rússar náðu virkinu á sitt vald
árið 1808 og þar var rússnesk
herstöð allt þar til Finnland varð
sjálfstætt ríki. Sveaborg er í dag
í raun eitt stórt safn og það er
ótrúlegt að ganga um þetta stóra
virki, J)ar sem allt er svo ramm-
gert. Ollu er frábærlega við hald-
ið, enda hafa Finnar tekið þann
pól í hæðina að láta ökumenn, sem
staðnir eru að því að aka undir
áhrifum áfengis, vinna af sér sekt-
ina, meðal annars við viðhald virk-
isins. Miðað við ástand húsa og
muna í Sveaborg virðist enginn
hörgull á mönnum til starfans.
Munir og minjar í Sveaborg
tengjast þó ekki eingöngu hern-
aði, því að þar er til dæmis að
finna leikfangasafn, að ógleymdri
norrænu menningarmiðstöðinni,
sem Islendingur veitir nú .for-
stöðu. Veitingahús og baðströnd
vantar ekki, svo það er ekkert því
til fyrirstöðu að eyða heilumn
degi í Sveaborg, við leik og nám.
I lokin er vert að benda gestum
í Helsinki á að snæða á veitinga-
staðnum Saslik í miðbænum. Þar
fæst rússneskur matur eins og
hann gerist bestur. RSv.
létt skemmtiefni. Heitir
pottar og sturtur eru við
tjaldsvæðið. Og nuddari
er á staðnum. Og það
verður farið í fjöruferðir
og bátsferðir meðfram
ströndinni. Göngu- og
snjósleðaferðir á Jökul,
þar sem vanur leiðsögu-
maður sér um fólkið. Ut-
reiðartúra og sundlaugar-
ferðir, en sundlaugar eru
bæði á Lýsuhól og í Ól-
afsvík.
Við stefnum að því að
ná 6-7 hópum sem dvelja
frá sunnudegi til sunnu-
dags. Fyrsta vikan er 1.-7.
júlí. Bjóðum einnig upp á
helgardvalir frá föstudegi
til sunnudags." Verð með
fullu fæði og allri aðstöðu
kr. 19.800 fyrir eina viku;
kr. 7.900 fyrir eina helgi.
Upplýsingar í síma:
93-56769 og 56759.
Fyrstavikan er 1.-7. júlí.
O.SV.B.
Sunnudagur á Suðurnesjum
Nýjar skoðunarferðir í boði um Suðurnes í sumar
FRÁ og með 7. júlí og fram
eftir sumri, verður boðið upp
á sunnudagsferðir um Suður-
nes. Brottför er frá BSÍ í
Reykjavík kl. 10.45 og komið
aftur til Reykjavíkur kl. 18.20.
Ekið verður með áætlunarbíl
til Keflavíkur. Þar tekur leið-
sögumaður við ferðafólkinu og
leiðbeinir því um foi'vitnilega
staði. Fyrst er Garðskagi sóttur
heim, vitinn skoðaður og ýmsir
merkir staðir og menjar. Þaðan
liggur leiðin í Sandgerði, áfram
að Hvalsnesi og Básendum. Á
Hvalsnesi þjónaði séra Hallgrím-
ur Pétursson. í Keflavík er gefið
stutt matarhlé.
Kl. 14.00 liggur leiðin til
Grindavíkur og síðan í Bláa lón-
ið, þar sem fólki er boðið að fá
sér sundsprett. Eftir smáviðdvöl
við lónið er haldið að Grímshóli
á Stapanum sem er frábær út-
Börn að Ieik í Bláa lóninu.
sýnisstaður yfir til fjallahrings
Faxaflóans. Rútan bíður í
Keflavík og komið til baka til
Reykjavíkur um kl. 18.30. Verð
kr. 2.250. Böm yngri en 8 ára
fá frítt, 8-12 ára greiða hálft
gjald.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ 1991 13