Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 4
Brautriðjandi á heimsvísu - Síðari hluti Jón Leifs var fulltrúi hins nýja tíma g spurði Jón einhverju sinni að því hvernig hann færi að því að semja og svarið var athygl- isvert. Hann kvaðst ekki gera mikil uppköst, heldur oftast skrifa beint inn í raddskrána. Þó kvaðst hann hafa örk við hendina — og krota á hana — til að átta sig betur á flókn- um hljómsamböndum. Og svo kvaðst hann skrifa „takt fyrir takt" og instrúmentera jafnóðum — byrja að ofan og vinna sig „niður á við". Hann mun hafa gengið frá flauturöddinni fyrst, síðan óbóröddinni og endað á kontrabössunum. Síðan var farið að eins með næsta takt eða hljóm, og svona koll af kolli. Þessi lóðrétta vinnuaðferð er mjög sérkennileg og þegar nánar er hlust- að þá hljómar þessi tónlist svona. Dr. Áhlen segir svo um Heklu: „... Hvernig á þá eiginlega að lýsa eld- fjalli í tónum? Menn þurfa ekki að vera búsettir í Vestmannaeyjum til þess að komast í skilning um að gjósandi eld- fjall sýnir þeim eða því sem í námunda er enga miskunn. Maðurinn stendur gjörsamlega máttvana andspænis mikil- virkni þess og það murkar lífið úr þeim sem búa þar nærri. Dag og nótt skýtur það gneistum, hristir sig, skekur og drynur. Á hvaða andartaki sem ergetur glóandi hraunið gleypt mann eða askan kseft ailt kvikt. Það er þessi vanmáttarkennd sem Jón Leifs vill túlka í tónverki sínu, smæð mannsins gagnvart náttúrunni. Þegar þessi tónlist sleppir loks tökum á áheyr- andanum eftir þrjár svefnlausar vikur má vera að manni verði litið á kiukk- una. Flutningur verksins hefur þá ekki einu sinni tekið tíu mínútur. Samt er það einungis síðasti þriðjungur hljóm- sveitarforleiksins sem á að lýsa sjálfu gosinu. Má kallaþetta hreint meistaraleg tök — þennan hæfileika tónskáldsins við að meðhöndla hugtakið tíma?" Þetta er rétt og skarplega athugað hjá dr. Áhlen. Það vantar flæði í þessa músik. Hún er ekki lagræn, það er að segja lá- rétt. Hún er fremur lóðrétt, hljómblokkir standa hlið við hlið, líkt og stuðlar í bergi. Og riþrrii og styrkleiki samtengd, minna á heitan hver sem ræskir sig — andar að sér sjóðandi vatni — það bullar og kraum- ar — og sogið eykst — uns hann spýr því út úr sér — gýs af afli. Tónlist Jóns minnir um margt á íslensk náttúrurfyrírbrigði. Hann vildi hafa hana „hrikaiega og harðneskjuiega", en svo kemst Hjálmar H. Ragnarsson að orði í bækiingi, sem fylgir geisladiski Tónverk- amiðstöðvarinnar. Hann bendir líka á, eins og fleiri á undan honum, að tónlist Jóns sé hrjúf áferðar og í því svipar Joni stund- um til Kjarvals, en hann smyr stundum litum þykkt á léreftið, til að skýra og meitla áferð hraunsins og kaldranaleika fjallanna. Kannski var það þessi hrjúfleiki Jóns sem menn hér áður fyrr, áttu erfitt með að sætta sig við. Sú tónlist sem iðkuð var hér heima á dögum Jóns var elskuleg og sæt beykiskógarrómantík, það er: hin mikla þýska rómantíska hefð, sem kom til okkar dálítið útvötnuð í gegnum Dan- mörku, eins og svo margt fleira gott. Það eimir einnig ennþá eitthvað eftir af þessu. Margir gera þá ófrávíkjanlegu kröfu að músikin sé „falleg", að lögin séu „ljúf". Og sé músikin það ekki, hlýtur hún að vera „vond". En Jón hugsaði eins og Arn- Jón Leifs átti alltaf erfitt uppdráttar á íslandi. Andstæðingar hans gerðu allt sem þeir gátu til þess að þegja hann í hel og gera veg hans sem minnstan. Og enn er oft sem ósýnileg hönd reyni að koma í veg fyrir að rödd hans heyrist. EftirATLAHEIMI SVEINSSON Jón Leifs á yngri árum. Ljósmynd: Jón Kaldal. Jón Leifs á fullorðinsaldri. „Jón var mjög meðvitaður um yfirburði sína og snillgáfu, þar með er ekki sagt að hann hafi verið hrokafullur maður. En hann lét engan vaða ofan í sig". old Schönberg, sem sagði: Músik á ekki að vera til skrauts, hún á að vera sönn. Og þetta verður hver og einn að skilja á sinn máta. Jón Leifs orðaði svipaða hugs- un svona: „Lygin er einskis virði í listinni eins og í ástinni — hversu mikil sniðug- heit og reynsla eða kunnátta, sem kann að fylgja." Af öllu því sem Jón hefur sagt og skrifað um list sína finnst mér þessi orð lýsa honum best. Jón Leifs átti alltaf erfitt uppdráttar á íslandi. Andstæðingar hans gerðu allt sem þér gátu til þess að þegja hann í hel og gera veg hans sem minnstan. Og enn er oft sem ósýnileg hönd reyni að koma í veg fyrir að rödd hans heyrist. Það er ótrúlegt hvað tónlistardeild Ríkis- útvarpsins hefur í gegnum tíðina gert lítið af því að halda verkum Jóns Leifs á lofti. Þrálátur orðrómur var í gangi um að verk hans sum mætti eigi flytja og hljóðritanir af þeim hefðu týnst. Ekki veit ég hvað hæft er í þessu. En tónlitardeild Ríkisút- varpsins hefur löngum verið mjög íhalds- söm — tónlist sem yngri er en 150 ára hefur af ýmsum innanbúðarmönnum þar þótt fánýtt nýtískutildur. Og ég veit að margir sem störfuðu þar voru hatrammir andstæðingar Jóns Leifs. Og hvað sjálfan mig snertir þá hefur verk eftir mig ekki fengist flutt og hljóðritanir hafa glatast eða ekki verið skrásettar. Það var líka sagt að Megas hefði verið bannaður. Hjálmar H. Ragnarsson segir svo í Andvararitgerðinni sem áður hefur verið vitnað í: ¦ „ ... Það má ætla, að tónsmíðar Jóns hafi goldið fyrir það hversu umdeild persóna hann varð fyrir störf sin að félagsmálum listamanna, en vegna smæðar samfélagsins hafa Islendingar oft átt erfitt aðgreina á milli persónunn- ar, sem vinnur verkin, og verkanna sjálfra. Þá er ljóst, að tónsmíðar Jóns féllu ekki að þeim frekar íhaldssama smekk á tónlist, sem var ríkjandi hér á landi fyrr á árum." Þetta er aðeins að nokkru leyti rétt — grafa verður dýpra eftir viðhlítandi skýr- ingu. Tónlist Evrópu barst hingað seint. ís- lendingar sungu langt fram á 19. öld eins og forfeður þeirra höfðu sungið öldum saman; í fornum kirkjutóntegundum, kyrj- uðu tvísöng og kváðu rímur. ÖU tónlistar- þróun á meginlandinu í nokkur hundruð ár fór fram hjá íslendingum. Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að íslendingar fóru að nema tónlist — fyrst í Kaupmannahöfn — þá komu „nýju lögin" — og síðar í Þýska- landi. Menn komu heim bergnumdir af fegurð og mikilleik hinnar nýju tónlistar og fannst hin gamla þjóðlega tónlist kauða- leg og leiðinleg og skömmuðust sín fyrir hana. Þessu er vel lýst í formála að Þjóð- lagasafni Bjarna Þorsteinssonar. Menn eins og Páll Isólfsson og síðar Árni Kristj- ánsson og Björn Ólafsson, höfðu þá köllun að kynna fyrir íslendingum hina miklu evrópsku tónlistarhefð barokks, klassíkur og rómatíkur; kenna þeim að meðtaka hana og njóta hennar. Hins vegar forðuð- ust þessir menn tónlist samtímans að mestu, af einhverjum ástæðum. Ekkert af þeim umbyltingum sem einkenndu tón- list frá 1900 til 1945 barst hingað fyrr en mjög seint — eftir 1950. Menn héldu sig sælir við „gömlu meistarana". Þeir voru „sígildir". Og ef einhver reyndi að semja eitthvað frá eigin brjósti þá var tak- markið eitt: að líkjast gömlu meisturum sem mest. Annars skipti það litlu hvað samið var af nýrri tónlist. Það var búið að semja allt sem þurfti að semja, og það höfðu Beethoven Mozart & Co gert fyrir löngu. Tónlistarsagan eridaði einhvern tím- ann seint á 19. öld í augum flestra jafn- aldra Jóns. Og hér batt Jón ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hann þekkti vel til strauma samtímatónlistar, enda lærður hjá Hermanni Scherchen, hljóm- sveitarstjóranum góða, sem öðru fremur stóð fyrir tónlistarnýjungum í hálfa öld. Jon hugsaði kannski eitthvað á þessa leið: „íslenskur andi eins og hann birtist í forn- sögunum hafði verið vængstýfður þegar landið glataði sjálfstæði sínu. Þessi andi lifði samt af myrkar aldir á þrautseigju og kergju einni saman. Að sigursælli sjálf- stæðisbaráttu lokinni skyldi hann blómstra á ný í tónlist og færa umheiminum nýja menningu, grundvallaða á hinni fornu hefð íslenskrar gullaldarmenningar. íslendingar skyldu vera veitandi en ekki þiggjandi á sviði lista og menningar." Allur minnir þessi þankagangur mjög á Einar Benediktsson og raunar líka á Hall- dór Laxness. En mörgum þótti þessi stefna bera vott um stórmennskubrjálæði og hroka. Tón- listarheimurinn var hér mjög lokaður, — ekki „fremur íhaldssamur" eins og Hjálm- ar segir — heldur mjög íhaldssamur. Menn undu glaðir við sitt og mærðu hvern ann- an. Það var því ekki nema von að fljótt kviknaði gagnkvæm andúð. Jón var mjög meðvitaður um yfírburði sína og snilligáfu, þar með er ekki sagt að hann hafi verið hrokafullur maður. En hann lét engan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.