Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 2
 V I Ð O G D R E I F Kólumbus Norðmenn eru iðnir við að eigna sér afrek annarra þjóða manna. Lengi vel auglýstu þeir grimmt, að Snorri Sturluson hefði verið Norðmað- ur, síðan hófst slúðrið um Leif Eiríksson og nú síðast hefur norskur sagnfræðingur borið fram þá kenningu að Kristófer Kól- umbus hafi verið Norðmaður. Islendingar hafa misjafna reynslu af norskum sagn- fræðingum, samanber rógsherferð norsks sagnfræðings um látinn íslenskan stjórn- málamann, Stefán Jóhann Stefánsson. Nú er svo komið að allur heimurinn veit að Snorri Sturluson var íslenskur höfðingi og Leifur Eiríksson sonur þess manns sem stóð fyrir landnámi á Grænlandi. En engum hefur hingað til komið til hugar að gera Genúumanninn Kristófer Kólumbus að Norðmanni. Það sýnir best þekkingarskort þessa norska sagnfræðings, að hann hyggst styðja kenningu sína með tilvitnun í skjaldarmerkjafræði (heraldik) og telur að ætlað norskt skjaldarmerki Kólumbusar sé mjög líkt hinu eiginlega skjaldarmerki hans. Sagnfræðingurinn virðist ekki vita að tákn skjaldarmerkja um gjörvalla Evr- ópu á síðari hluta miðalda voru lík, mismun- urinn fólst í uppsetningu og litum. Stundum er vitnað til vafasamra heimild- ar um dvöl Kólumbusar í Bristól og um ferð hans hingað til lands á níunda áratug 15. aldar, eða þá til Baffinslands. Hafi Kólumbus komið á norðurslóðir og aflað sér þekkingar um lönd í vestri meðal Islend- inga, hvers vegna var hann þá svo viss um að hafa fundið Indíur, þegar hann kom vestur um haf? Hæpnar sagnfræðikenningar norskra sagnfræðinga eru þess eðlis að þær eru ekki teknar alvarlega nema e.t.v. af Norð- mönnum. Á öðrum Norðurlöndum er hleg- ið að þessum tilburðum. í þeim umræðum sem hafist hafa um 500 ára afmæli landafundar Kólumbusar koma fram margvísleg viðhorf. Þar kennir mjög þess haturs á vestrænum menningar- heimi sem einkennir marxískar söguskoð- anir. Inntakið er: að vestræn menning hafi rústað þjóðmenningu Asteka og Inka og fjölmargra annarra þjóða og þjóðarbrota. Menning þessara fjölmörgu þjóða, og sam- félaga er ágæt og þeim er lýst sem nálægt því fullkomnum samfélögum. En hver er staðreyndin? Sama daginn og Cortes steig á land í Mexíkó, fór fram mikil fómarhátíð í Mexico (City), þar sem tuttugu þúsund manns var fórnað og á eftir hófst átveisla. Mario Vargas Llosa telur að samfélög Inka og Azteka hafi verið býflugna-bú. Mat á ágæti hvers samfélags er bundið ótal atrið- um sem snerta trúarbrögð og lagaskilning, hefðir og venjur. Vestrænn skilningur er grundvallaður á kristinni trú, réttarríki, sem tryggir rétt hvers einstaklings gagn- vart va'ldinu og ríkisvaldinu og frelsi til skoðanamyndunar, hér er krafan því það sem Popper nefnir „opið samfélag“. Leitin að fullkomnu samfélagi leiðir til bý- flugnabúa og hrikalegra mannfórna eins og dæmin sýna, ekki síst á 20. öld. Levi- Strauss skrifar í umdeildu erindi, „að grundvöllur menningarinnar sé fjölbreyti- leikinn" og þar með fylgi átök og styrjald- ir milli menningarsvæða og þjóðflokka. Eins og nú hagar til í heiminum eru vestræn samfélög viðsættanlegust ekki aðeins að dómi vestrænna þjóða heldur einnig að dómi þeirra, sem sprottnir eru upp innan annarra menningarsvæða. Og fyrst og síðast er vestræn menning „okk- ar“ menning, sú menning sem hefur í ald- anna rás leitast við að tryggja mannrétt- indi, réttarríkið og þær siðferðiskröfur, sem eru það „kategoríska imperativ" allrar sið- menningar og alls menningarblóma. Þess vegna ber að ágæta afrek Kólumbusar og þar með spænsk-ameríska menningu, sem er upphaflega af evrópskum toga. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON BRÝRNAR í LENINGRAD 3 Hús Dostojevskýs í Leningrad Kirkja Heilags ísaks þar í borg. í húsi Fjodors Dostojevskýs Semenovskítorg, 22. desem- ber 1849. Brunafrostið, marrið í þungum sleðun- um, birtuskil vetrármorg- unsins, hver mínúta er sem eilífð. „Þannig mun sólin skína.“ Fjodor Mikailovits Dostojevský, dæmdur af- brotamaður, er færður burt frá aftöku- staðnum og í einangrun í Péturs og Páls- virki, fangelsis sem stendur á einum af óshólmum Nevu, gegnt Vetrarhöllinni. Náðunarbréf keisarans sem lesið var upp þennan kalda morgun skömmu fyrir hina áætluðu aftöku, skýrði frá þeirri ákvörðun keisarans að þyrma lífí þessara „hugmynd- alegu afbrotamanna" og breyta dómi þeim er feþdur hafði verið yfir þeim. Fjodori var gert að þola refsivist í þrælk- unarbúðum í Síberíu. Járnin á hand- og fótleggjunum særa hörundið og frostbitið hlífir ekki illa klæddum mönnum, lausingja- lýður borgarinnar sem safnast hafði saman á torginu í grárri morgunskímunni, starir á eftir sleðunum. Ágústdágur 1989. Sölnuð sumarblóm, ilmur af fallandi laufi. Aftökustaðurinn iðar af lífi, í fjarska sér í bláa veggi Vetrar- hallarinnar og eirslegnar tumkúpur kirkna hinnar gömlu Pétursborgar. Nú niða myndavélarnar, blómin í grasinu handan torgsins veita fyrirheit um upprisu til ann- arrar sólar og nýrrar nætur, þar sem fóta- takið hverfist um sjálft sig og boðar engan grun, hlekkjum mannanna hefur verið safn- að saman á torginu og þar mæta þeim ekki ósnortnir glampar rafeindaaugnanna, skyndikvittanir ferðalangsins ... heldur augu þess er undrast tvískyggða táknmynd um mannlega örbirgð. Seinna sama dag, eftir miklar göngur um breiðstræti og hliðargötur Leníngrad- borgar, fyrirspurnir sem bera engan árang- ur, verður hópur svartamarkaðsbraskara til þess að vísa mér rétta veginn, götuna heim að húsi Fjodors Dostojevskís. Háir kirkjuturnar gnæfa yfir húsaþökun- um beggja vegna þegar staðið er á hlaði hússins, þungur ómur þeirra sem heyra má svo oft í verkum höfundarins og skap- ar einn þeirra undirtóna sem hann teflir fram gegn auðnuleysi íbúa Pétursborgar, fátæktinni, misskiptingunni, hórdómnum og djöfladýrkuninni, ómur efans og stöðug- leikans hljómar ekki lengur. Húsið hýsir safn helgað höfundinum, þar eru til sýnis í glerkössum hluti handrita hans, myndir af honum á hinum ýmsu æviskeiðum, persónulegir munir, dagblöð og tímarit sem gefin voru út í samtíma hans og nokkrar bækur er voru í eigu hans. Bækur á rússnesku og frönsku, þýdd verk eftir William Shakespeare og Charles Dickens, Vesalingar Victors Hugos og Birt- ingur Voltaires útgefnar á frummálinu og tvær snjáðar Biblíur auk nokkurra útgáfna á verkum Fjodors sjálfs. Handritin eru athyglisverð, rithöndin smágerð og fínleg, línumar beinar og at- hugasemdir eru skráðar með enn smærri stöfum á spássíurnar. Handritin prýða teikningar höfundarins, dregnar upp á sama fínlega máta og stafirnir, teikningun- um hvarf hann að þegar hugmyndimar þörfnuðust mótunar í huga hans, þær sýna kirkjuturna og persónur, listfengnar smá- myndir. Hér í þessu húsi bjó hann sín síð- ustu ár, þessi marghijáði og sundurtætti maður sem gekk oft illa að höndlá stórfeng- lega sköpunargáfu sína, innsæi sitt og máttuga ímyndun sem varla á sér sína líka og birti honum án nokkurrar vægðar ástríð- ur mannssálarinnar eina af annarri. Eins og vænta mátti var það erfitt hlut- skipti að samræma þessar nístandi spásýn- ir veruleika daglegs lífs og stundum reyndi sjáandinn að fá þær til að yfirgefa sig og sótti á vit doðans, freistaði þess að afmá skynjun sína augnablik í spilasölunum, knæpunum og vertshúsunum og þráði and- artaksstund algleymi skeytingarleysisins sem hann vissi þó mætavel að var honum ekki gefið. Fjodor Dostojevskí, nafnið eitt er eins og eldfjall er rís úr hafi og sameinast í hillingunum himninum. Það kom fyrir að taumhaldið var helst til laust og af þeim sökum var vitneskjan sótt lengra og dýpra en góðu hófi gegndi en Fjodor sneri aftur og hugsun hans geymdi í minni sér þá samræðu sem hann einsetti sér að ástunda við Iífið. Efinn var sár, óstöðuglyndið harður húsbóndi, fíknin og fýsnirnar sóttu á hann og hann sveiflað- ist eins og klukkukólfur á milli andstæðra póla skapgerðar sinnar. Á milli undanláts- seminnar við heiminn, veraldarhyggjunar annars vegar og hins vegar efasemdanna, fegurðarþrárinnar sem uppgötvaði að maulandi rottur í forarleðju fangabúðanna, myrkum díkjum mannfyrirlitningarinnar, smá augu þeirra, tístið í rökkrinu, fólu í sér fegurð þess sem flýr ekki hlutskipti sitt. Slíka skynjun er erfitt að hemja en Fjodor Dostojevskí sinnti rór starfi sínu því hann vissi „að því illa er það áskapað að eyða sjálfu sér“. íbúð hans er annar hluti safnsins. Þar ríkir kyrrð en þó er eins og andi söknuðar svífi þar um, alvarlegt og hljóðlátt fas ald- inna kvenna er gæta safnsins, fylgir mér eftir hvert skref sem ég stíg í íbúðinni, þær virða mig fyrir sér og kinka ánægjulega kolli þegar þær verða varar við áhuga minn á því að fræðast um hvern þann hlut sem ber fyrir augun. Tungumálið sameinar okkur ekki og til- raunum mínum til að skella á þær erlendum tungum, svara þær með hæverskum bros- um sem ná ekki nema endrum og sinnum að mynda blik í augum þeirra. Hljóðlátar ganga þær um, gæslumenn þeirrar miklu menningar sem í þessu húsi liggur falin, leyndardóminn hálfan varð- veita þær í hljóðlátu fari sínu. Myndir eft- ir rússneska málara mér ókunna hanga á veggjum, allar eiga þær það sameiginlegt að sýna trúarleg minni, myndin af Maríu guðsmóður og sveinbarni hennar eftir Rafael hangir þar á veggjunum í tveimur ólíkum eftirprentunum, önnur yfir hvíldar- bekk hans í vinnuherberginu, hin öllu minni, hangir í stofunni. Myndimar vekja til lífsins orð þau er hann er hann reit í bréfi einu, þá nýkom- inn úr fangavistinni. „Það er ekkert feg- urra en Kristur, ekkert dýpra, samúðar- fyllra, gætt meiri vitneskju, þrungið slíkum fullkomleik sem Kristur og orð hans. Ef einhver leiðrétti mig og sannaði það fyrir mér að Kristur stæði utan sannleikans og ég hefði um þá tvo kosti að velja að fylgja sannleikanum eða Kristi, þá yrði Kristur án efa sá kostur sem ég mundi velja að fylgja.“ Þessi maður samdi sjálfa stefnuskrá ní- hilismans (sjálfshyggja-tómhyggja) og lagði hana í munn Ippolíts í Fávitanum, og skilgreindi Rússa á þann hátt að þeir hyrfu frá þjáningu á vald annarrar þjáning- ar líkt og Raskolnikof gerir í Glæpi og refsingu, þegar hann velur þá leið að hverfa frá þjáningu samvisku sinnar, á vit þjóðfé- lagslegrar hegningar refsivistarinnar. Ef Fjodor Dostojevskí heyrði þær um- ræður sem fara fram daglega um frelsi, frelsi mannsins, frelsi fjármagnsins, frelsi markaðarins, þá myndi hann vafalaust brosa út í annað munnvikið. Fijáls verður Raskolnikof ekki eftir ákvörðun sína frekar en aðrir menn og fjármagnið og markaður- inn eru heill heimur sem lýtur lögmálum sjálfs sín, en sækir allan styrk sinn í ver- öld sér óviðkomandi. Veröld náttúruham- fara, uppskerubrests og gjörnýttra auð- linda. Hvaða frelsi hefur slíkur sjálfsprottinn heimur? Ótal lögmál valda því að maðurinn og heimar þeirra er hann skapar sér verða aldrei fijálsir, vera mannsins andleg sem líkamleg verður aldrei öllu og öllum óháð eins og sumir menn virðast halda en maður- inn heldur á þeim möguleika i hendi sér að marka lífi sínu stefnu, þræða þann veg sem aldrei verður erfiðleikalaus en leiðir til þroska. Manninum er ekki áskapað frelsi og allt það tal auglýsingaæðisins sem held- ur Vesturlöndum í heljargreipum, allt það tal um ótakmarkaða getu mannsins og endalausa möguleika til að fullnægja sér- hverri löngun og kröfu hans, er blekkingar- hjal grunnhygginna manna. Frelsisþrá mannsins og barátta hans gegn dauðanum í samfélögunum, dauðan- um sem lýsir sér í stöðnuðum hugsunar- hætti, efalausu lífsmynstri, þráin sem skynjar samhljóm sinn við lífið, jafnt andar- takið sem eilífðina, þráin til að finna lífi sínu stað í sköpunihni, veröldinni og verða eitt með náttúrunni sem maðurinn er sprottinn úr, og á upptök sín í Guði, þá þrá átti og skildi Fjodor Dostojevski betur en margir menn og þá einu þrá má kenna við raunverulegt frelsi. Maður sem einsetur sér að öðlast skiln- ing á innsta eðli sínu gengur lífinu á hönd, því vitaskuld er lífið manninum það sem maðurinn er lífinu. Fjodor Dostojevskí heyrði Þórdrunur þeirrar guðlausu aldar er enn stendur og hann brást við hrævar- eldunum á þann hátt sem rithöfundum er fært að bregðast við slíkum ótíðindum og setti fram og skilgreindi margt það er vill- ustígana lagði. Verk hans eru mikil samræða við og um manninn. Þennan ágústdag í Leníngrad ómar íbúð- in hans enn af óþoli, hópur ungra sovéskra barna er kominn í heimsókn og gengur um safnið í fylgd leiðbeinanda síns, varkár, leitandi og feiminn spyija börnin augljós- lega margra spuminga og kliður þeirra ber æskufjörinu vitni. ^ Gömlu gæslukonurnar sussa lítið eitt og hafa skyndilega einhveiju að sinna. Ég geng út og tek stefnuna á Névskí Pro- spekt verslunargötuna, á leið minni geng ég fram á kirkju og þekki turna hennar aftur af teikningum þeim er ég var að enda við að skoða. En sitthvað hefur breyst frá því þær myndir voru dregnar á hvíta örk í götunni fyrir handan, það hefur sáldr- ast úr turnunum, heilu steinbrotin hafa fallið úr veggjunum, kirkjan að baki neðan- jarðarbrautarhúss er að falli komin. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.