Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 10
H eimildarkvi kmyndir og íslensk þjóðmenníng u mræðan um þátt kvikmyndagerðar í viðhaldi íslenskrar þjóðmenningar hefur verið nokkur í framhaldi af síðustu úthlutun Kvikmynda- sjóðs. Það sem vekur eftirtekt í þeirri um- ræðu er áherslan á gerð leikinna kvikmynda í fullri lengd og stuttmynda og er engu lík- ara en að það sé hið eina mögulega framlag íslenskrar kvikmyndagerðar til viðhalds á menningu okkar. Fyrir auralitla smáþjóð er það sem betur fer ekki svo. Fyrir um það bil þrem áratugum fengu margar nýlendur víða um heim sjálfstæði og stóðu þessi nýmynduðu þjóðríki frammi fyrir geysilega erfiðu vandamáli sem lýtur að eflingu samkenndar meðal borgaranna. A slíku starfi verður í raun enginn endir og gildir það sama um íslenskt þjóðfélag. Það ráð, sem þessar þjóðir og aðrar hafa brugðið á til eflingar sjálfsímyndar, er að efla menntun í landinu og grafast frekar fyrir um fortíð sína. Það sama gildir um stöðuga umræðu um þessi mál hér á landi og er óspart vitnað til þeirrar áherslu sem Islendingar í Kaupmannahöfn á fyrri hluta síðustu aldar lögðu á tungumálið sem grundvöll sjálfsímyndar. Með fullri virðingu fyrir þeim sem taka undir þetta bergmál úr fortíðinni, verður ekki sagt að þjóðin nái til- ætluðum árangri einungis á þeim grunni. Hjá mörgum er það kannski ekki ætlunin að búa svo um hnútana, en líklega vegna blindu á einkenni nútímans hefur kvikmyndagerð sem grundvöllur að sjálfsímynd þjóðarinnar hrein- lega gleymst. Ein af þeim leiðum, sem er fær veikburða nýmynduðum þjóðríkj- um og smáþjóðum í kvikmynda- gerð, er gerð heimildarkvikmynda, þar sem fjallað er m.a. um inn- lenda þætti þjóðfélags og menn- ingar, sem telja tná einkenni við- komandi þjóðríkis. Avinningurinn er ekki einungis fjárhagslegur sé horft til útflutnings, heldur einnig þjóðlegur, þar sem slík framleiðsla stuðlar að sterkari sjálfsímynd. En það er ekki sama hvernig þetta er framkvæmt og hefur því verið haldið fram að til að svona starf skili tilætluðum árangri, verði að vinna myndimar á þjóðlegum for- sendum. Þetta sjónarmið má rekja til vakningar um eðli sjónvarps og hvers megnug vestræn kvik- myndafræði eru þegar þau fá að ráða gerð heimildarkvikmyndar. Þá er það ekki tímálengd þjóðlegi-- ar samkomu sem ræður lengd myndarinnar eða frásagnarhefð Ein af þeim leiðum, sem er fær veikburða, nýmynduðum þjóðríkjum og smáþjóðum í kvikmyndagerð, er gerð heimildarkvikmynda, þar sem fjallað er m.a. um innlenda þætti þjóðfélags og menningar, sem telja má einkenni viðkomandi þjóðríkis. Eftir SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON Úr kennslustund. Katja Ek frá Svíþjóð og Fátíma Albuquerque frá Mozambik taka við leiðbeiningum frá Anne-CIaaire Khripounoff, kennara við skólann. Jean Rouch er fæddur 1917 og stundaði verkfræðinám við Parísarháskóla áður en hann sneri sér alfarið að kvikmynda- gerð. Rouch er nánast orðin goðsögn í lifanda lífi og hjálp- ast að skrif hans á þessum vettvangi, myndir hans sem nálgast annað hundraðið og tengsl hans við þróun á útbún- aði til kvikmyndatöku. Mismunandi skoðanir Yanomamö indíána í Brasilíu og manns úr Skagafirðinum í heim■ ildarkvikmyndum þeirra um tilgang stríðs, mundu koma betur í Ijós ef báðir ynnu myndirnar í anda cinema direct. Yrði þessi samanburður einliverntíma gerður, má gera ráð fyrir því að íslendingar skildu betur forsendur og uppbyggingu myndar Skagfirð- ingsins, en indíánans og öfugt. Ræðst það af ólíkum menningarlegum bakgrunni. Sam- kvæmt cinema direct er hvorug myndin rétt, heldur aðeins mismunandi leiðir til að lýsa raunveruleikanum. viðkomandi þjóðar sem ræður formi henn- ar, heldur vinsældalistar sjónvarpsefnis og vestræn hefð í uppbyggingu frásagnar. Hugmyndastefnan cinema direct í grein heimildarkvikmynda, hefur meir en aðrar stefnur leitt hugann að þessu vandamáli, hvemig skapa megi þjóðlegt og persónulegt myndmál. Stefna þessi hefur því átt einna helst þátt í viðhorfsbrejdingum til heimildar- kvikmyndagerðar í heiminum, þar sem litið er á fjölbreytni í heimildarkvikmyndagerð sem uppsprettu tæknilegra úrlausna, hug- myndabanka og fyrir mannvísindin sem enn ein leið til frekari skilnings á manninum. Upphaf stefnunnar cinema direct (sem- upphaflega nefndist cinema verité, sem þýð- ing á hugtaki Sovétmannsins Dziga Vertovs Kino-Pravda) á sér rætur á þeim tíma, þeg- ar nýlendu-herrarnir voru að missa tökin á nýlendum sínum og nýir tæknilegir mögu- leikar urðu að veruleika upp úr 1960, en þá kom á markaðinn léttur þúnaður til kvik- mynda- og hljóðupptöku. Þessi tækni gerði mönnum betur kleift að komast nær lífi hins venjulega manns og þekkjanlegum hlutum þjóðfélagsins, sem á margan hátt er smættuð svipmynd menningar og þjóð- málastarfs. Frumheijar stefnunnar voru t.a.m. Frakkinn Jean Rouch, Bandaríkja- Pierre Baudry er kvikmyndagerðarmaður og einn af leið- beinendum kvikmyndaskólans í París. Hann hefur farið víða við kynningu á cinema direct og nú síðast í byrjun þessa árs til Dramatiska Institutet í Svíþjóð. BB

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.