Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 9
veginn fyrir afbrýði sakir, að hann hafði átt vingott við Ásgerði konu Þorkels. Við mannfórnir var fjörlöstur veittur eftir ströngum reglum, sem nú man enginn leng- ur. Þó er vikið að slíkum hlutum í Jómsvík- inga sögu, Hákon jarl ákveður að blíðka Þorgerði Hörðatröll með því móti að fórna syni sínum og „lætur síðan taka sveininn og fær hann í hendur Skofta kark þræli sínum, og veitir hann sveininum fjörlöst með þeim hætti sem Hákon var vanur og hann kenndi honum ráð til.“ Ef til vill hefur fjörlöstur verið gefinn með því móti að leggja vopni í hjartastað. Til slíks bendir lýsingin á vígi Vésteins: Og litlu fyrir lýsing er gengið inn í elda- skálann og þar gagnvert er Vésteinn hvílir, og er hann þá vaknaður, og er þegar lagt á honum spjóti fyrir bringspöl- una og þegar / gegnum hann. Gísli beitir sama vopni að næturlagi um veturnætur árið eftir þegar hann sviptir mág sinn lífi, læðist inn um skálann til lok- rekkju þeirra Þórdísar systur sinnar og Þorgríms, og var lokrekkjuhurðin hnigin aftur: Síðan gengur Gísli upp í lokrekkjuna og þreifast fyrir, hann tekur á bijósti henn- ar, og hvílir hún nær stokki. Þórdís mælti: „Hví var hönd þín svo köld, Þor- grímur?" og hugði að hann hefði lagt yfir hana. Gísli vermir þá hönd sína í serk sér og stendur þar meðan í hvílu- gólfinu. Og nú þreifar hann upp á háls Þorgrími og vekur hann. Gísli tók þá annarri hendi af honum klæðin, en ann- arri hendi leggur hann spjótinu í gegnum hann og / beðinn niður. Því hefur stundum verið haldið fram að tilgangur Gísla með þukli sínu sé að kveikja með þeim hjónum fýst til hvílubragða og munúðar, enda sé ætlunin að drepa Þorgrím þegar hörund hans hefur þrútnað til fullrar girndar og líkast því sem verður á fornum líkneskjum af Frey sjálfum. Orðalagið í lengri gerð Gísla sögu gefur ærið litla ástæða til slíkra hugaróra, heldur er tvennt sem stefnt er að: í öðru lagi á Þorgrímur að liggja á bakinu svo að hægt sé að reka spjótið í gegnum hann að framanverðu, og á hinn bóginn er ætlast til að fórnarmaður sé vakandi þegar fjörlöstur er veittur. í myrkrinu verður Gísla það á að snerta brjóst Þórdísar óvart, en nú er honum ljóst að Þorgrímur liggur nær veggnum og því veit hann hvar leggja skal. Síðan hefst hann ekkert að fyrr en honum er farið að hlýna um hönd; þá tekur hann varmri hendi fyrir kverkar Þorgrími í því skyni að vekja hann og um leið að halda honum svo 'fast að getur ekki hreyft sig; í sömu andrá rekur hann spjótið í gegnum Þorgrím með hinni hendinni. Hér verða ýmsir aðrir staðir til samanburðar, og ber þar fyrst að geta styttri gerðar Gísla sögu, en þar er Þórdís látin vekja Þorgrím sem snýst að henni áður en þau sofna bæði. Síðar vekur Gísli Þorgrím sem heldur að konan hafí vakið sig og snýst að henni; verður þá helst að álykta að Þor- grímur hafi legið á hliðinni þegar Gísli tek- ur af þeim sængurklæðin og leggur Þorgrím spjóti. Með slíku móti verður ekki séð hvern- ig spjótið fór í gegnum Þorgrím og stöðvað- ist í beðinum undir honum. Hér er auðsæi- lega um ærið vafasaman texta að ræða, en með því að hann hefur ruglað kurteisa fræði- menn heldur illa í ríminu, þá þykir mér rétt að birta hann hér. Garpurinn kemur að lok- hvílunni: Gengur hann þangað og þreifast fyrir og tekur á bijósti hennar, og hvíldi hún nær stokki. Síðan mælti hún Þórdís: „Hví er svo köld hönd, Þorgrímur?" og vekur hann. Þorgrímur mælti: „Viltu að eg snúumst að þér?“ Hún hugði að hann legði höndina yfir hana. Gísli bíður þá enn um stund og vermir höndina í serk sér, en þau sofna bæði. Nú tekur hann á Þorgrími kyrrt, svo að hann vaknaði. Hann hugði að hún Þórdís vekti hann, og snerist þá að henni. Gísli tekur þá klæðin af þeim annarri hendi, en í ann- arri leggur hann í gegnum Þorgrím með Grásíðu, svo að / beðinum nam stað. Náskyld frásögn er rakin í Droplaugar- sona sögu af vígi Helga á Eiðum Ásbjarnar- sonar, en Grímur Droplaugarsbn bregður lífi hans eina vornótt. Vel mætti hugsa sér að lengri gerð Gísla sögu hafi upprunaleg- asta textann, sem höfundur Dropl.s.s. hefur notað og aukið við að vild, og síðan er þess- um tveimur frásögnum steypt saman í styttri gerð Gísla sögu: Þá gekk Grímur í hvílugólf það er var hjá sæng þeirra Helga og setti þar niður' fyrir framan það er hann hafði í hendi, og gekk síðan að sænginni og lagði af Helga klæðin. Hann vaknaði við og mælti: „Tókstu á mér, Þórdís, eða hví var svo köld hönd þín?“ „Eigi tók eg á þér,“ sagði hún, „og óvar ert þú. Uggir mig að til mikils dragi um.“ Og eftir það sofnuðu þau. Þá gekk Grímur að Helga og tók hönd Þórdísar af honum er hún i> hafði lagt yfir hann. Grímur mælti: „Vaki þú, Helgi, fullsofið er.“ En síðan lagði Grímur sverðinu á Helga, svo að stóð í gegnum hann. Hér er þess trúlega gætt að vegandi gangi að verki sínu um nótt og reki vopnið fyrir bijóst hinum feiga sem er vakandi þegar hann fær banasárið. Um skyldleika Dropl.s.s. við tvær gerðir Gísla sögu mætti rita ærið langt mál, en nú skal þó heldur beina athygli að ævilokum Sigurðar Fáfnis- bana, þótt þau verði raunar með öðrum hætti en andlát þeirra Vésteins, Gísla og Helga. Vígið verður um nótt (eða eldsnemma morguns), Sigurður hvílir hjá konu sinni, en hins vegar þorir vegandi ekki að drepa kappann vakanda, sem^ tekst þó að hefna sin sjálfur á banabeði. í Broti af Sigurðar- kviðu segir að Sigurður væri drepinn úti, en í Sigurðarkviðu skömmu vantar fjögur vísu- orð í frásögnina af vígi hans. Þó segir þar berum orðum að sverð hafi staðið í hjarta honum: „Stóð til hjarta/ hjör Sigurði." End- ursögn Völsunga sögu hljóðar á þessa lund: Guttormur gekk inn að Sigurði eftir um morguninn er hann hvíldi í rekkju sinni. . Og er hann leit við honum, þorði Gutt- ormur eigi að veita honum tilræði og hvarf út aftur, og svo fer í annað sinn. Augu Sigurðar voru svo snör að fár einn þorði gegn að sjá. Og hið þriðja sinn gekk hann inn, og var Sigurður þá sofn- aður. Guttormur brá sverði og leggur á Sigurði svo að blóðrefillinn stóð í dýnum undir honum. Af öðrum dæmum um vegendur sem þora ekki að ráðast á vakanda mann skal einungis taka eina glefsu úr Vatnsdælu; norskur bóndasonur finnur hús langt inni í skógi, fjarri mannabyggð, og nú bíður hann færis til að ráða niðurlögum þess stiga- manns sem þar byggir: Þorsteinn sér að hann liggur þar og svaf í silkiskyrtu gullsaumaðri og horfði í loft upp. Þorsteinn brá þá saxinu og lagði fyrir bijóst hinum mikla manni og veitti honum mikið sár. Þessi brást við fast og þreif til Þorsteins og kippti honum upp í rúmið hjá sér, en saxið stóð í sár- inu, en svo fast hafði Þorsteinn til lagið að oddurinn stóð i beðinn. Viðureign þeirra lýkur á þá lund að stiga- maður þyrmir lífi Þorsteins og andast brátt sjálfur. Niðurlag í næstu Lesbók. rfrfr?. /■. jL’i—;vii <jO ‘ í'i'itfs po ’ilKpn! SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR Lísur í Undralandi A altari nætuiiífsins sveima menn og konur með sálina í glerkistu fyllt með þreföldum asna. Eydni / svöitu völundarhúsi la ugardagskvöldsins sveima hauslausar gínur í leit að stadistahlutverki í rússneskri rúllettu. Sunnudag- urtil sælu Lemstruð á sál og líkama eftir hringekju næturinnar þar sem menn og konur með Dímons' grímur slíta úr sér blóðrautt hjartað og falbjóða það á markaðstorgi frygðarinnar. Á sunnudagsmorgni hefja menn og konur tryllta leit að krömdu hjaita sínu. Höfundur er nemi í Tækniskóla Islands. "W !* Rétt mynd af Sveinbirni í Lesbók 31. ágúst sl. þar sem minnst var Sveinbjarnar Egilssonar á 200. afmælisári hans, urðu þau mistök, að með ræðu Sigurð- ar Nordal, prófessors, frá 1946, birtist mynd af Carli Christian Rafn, samtímamanni Sveinbjarnar og ötulum útgefanda fornrita í Kaupmannahöfn. Myndin var tekin úr bæklingi, sem Finnbogi Guðmundsson hefur gefið út og fljótt á litið virtist mynd, sem þar er af Carli Christian, vera harla lík Sveinbirni. Er það eina afsökunin og lítilvæg og er beðizt velvirðingar á þessu. Rétt mynd er hinsvegar af Sveinbirni hér að ofan og er hún frá árdögum ljósmyndatækninnar; tekin árið 1846. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. OKTÓBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.