Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 7
Vinnuborð höfundarins í Kjarvalsstofu í Cite des Artes, eftir að liaun hafði sezt þar að og búið um sig og skreytt auðan vegginn. Húsið þar sem skáldið Valery Larbaud hýsti James Joyce í tvö ár. Á skáldaþingi í Martakesh. væri fús að svara fyrirspurnum leikhús- gesta. Og þegar Astalos kom aftur í sæti sitt sá hann að tárin streymdu úr augum harðjaxlsins sem hafði veitt honum vinnuna við að bera kjötskrokkana. Hann hafði aldr- ei þann aldur'sem hann hafði alið í París og kannski aldrei á ævi sinni fyrr komið í leikhús, og hafði ekki hugmynd um að burðarkarlinn hans væri skáld, höfundur leiksins. Og ég var í leigubílnum meðfram Signu og sá ljósin speglast á fljótinu frá glyslukta- byrtum skemmtibátum ferðamanna þar sem gjallarhorn sögðu deili á undrum borgarinn- ar á ensku þýzku sænsku og japönsku, og máni var kafsigldur af þessum túristaknörr- um, og ræddi við bílstjórann einsog endra- nær að frétta af högum hans, og kom tali þar að ég segi: Þú ert ekki fæddur í París? Nei, segir hann, ég er frá Portúgal. Frá Portúgal?, segi ég, þið áttuð eitt höfuð- skáld aldarinnar í evrópskum bókmenntum. Pessoa. Sem dugði ekki einn persónuleiki, eitt skáldgervi. Heldur rúmuðust í geðhöfn hans fjögur talsvert ólík skáld. Hvert með sínu móti. Já, segir bílstjórinn, og seilist undir sæt- ið og réttir mér blað á portúgölsku: þeir hafa fundið eitt ljóð í viðbót eftir hann. Og þarna var ljóðið prentað eftir þetta skáld sem var minnzt og hyllt í fyrra þegar hundr- að ár voru frá fæðingu þess. Eg las það þrisvar sinnum til þess að reyna að skilja portúgölskuna, og segi við bílstjórann: Eg ætla að biðja þig að lesa það fyrir mig þegar við komum á áfangastað. Svo ég heyri hvernig það hijómar. Síðan ræddum við saman í hálftíma meðan mín beið mann- val í herbergjum Astalosar og Helenu hinn- ar frönsku konu hans. Og bílstjórinn seild- ist eftir handskrifaðri ljóðaskreppu sinni og las fyrir mig sín eigin ljóð á portúgölsku. Astalos er franskur borgari, skrifar á frönsku ljóð og leikrit, víða kunnur og leik- rit hans leikin í mörgum löndum. Hann hefur tvisvar komið til íslands á skálda- stefriu, hann er ritstjóri tímarits á ýmsum tungum sem heitir NE, Nýja Evrópa, Nou- velle Europe, Neue ... New ... Nuova Europa. Og svo slítum við þessari skáld- málaráðstefnu í leigubíl í París undir bákn- inu mikla sem er útvarpshúsið í París, kveðj- umst með fyrirbænum og virktum. Og hjá Astalosi beið veizla með fólki af ýmsu þjóð- erni úr listaheiminum, og ég kom vel birg- ur á þeirra fund frá portúgalska leigubíl- stjóranum. Einn daginn sá ég aftur manninn sem bjó í fyrra á litla torginu undir trénu stóra á milli veitingahúsanna, á Place du Con- trescarpe. Hann er enn á sínum stað. Á þeim slóðum er hvert veitingahúsið við annað, rússnesk spönsk írsk asísk, og eitt er kennt við ljóðabálkinn eftir Rimbaud; Le Bateau Ivre, Ölvaða bátinn. Je sais les cieux crevant en éclairs, et les trombes Et les ressacs et les courants: je sais le soir, L’Aube exalée ainsi qu’un peuple de colombes, Et j’ai vu quelquefois ce que l’homme a cru voir! Égþekkihimnana sem hrynja íeldingum, þrumumar, og kjalröstina og straumana: ég þekki kvöldið, dögunina í uppnámi eins og drótt af dúfum, og stundum hef ég séð það sem maðurinn hefur talið sig sjá. Þegar ég sé nafnið á kránni sem ber heiti ljóðsins eftir þetta makalausa skáld sækir hann að mér, þetta skáld sem kemur alskapað úr sveitinni jarðneskur í senn og eldlegt fyrirbæri á himnum sem lýstur vit- und okkar þessu skammvinna leiftri ljóð- málanna sem aldrei dvínar síðan, og er svo bara hættur um tvítugt, einsog þá væri allt komið fram sem átti að verða, og flýr inn í frumskóga og hágresi afrískra slétta í myrkfælin viðskipti, og kom heim til að deyja í Marseilles og vildi ekkert við skáld- skap sinn kannast; og einhveijir klerkar lugu því á hann að hann hefði gert synda- játningu með iðrun og yfirbót á banabeði, og voru ekki aðrir til vitnis um þetta ólík- lega sinnishvarf sem enn er verið að þrasa út af; og vonandi að hann hafi sjálfur mæddur og saddur lífdaga með eitrun í fæti hlotið syndaaflausn, og líkn með þraut þar með. Og með slitrur frá Rimbaud í huga settist ég á torgið feginn að sjá aftur ábúanda þess, að hann hefði þó lifað af frosthörkurnar í vetur þegar svo margir drápust, útilegumenn, utangarðsmenn þessa þjóðfélags sem enga styrki fá vegna þess að þeir hafa ekkert heimilisfang. Til að fá opinbera hjálp þarftu að gefa upp heimilisfang. Það dugir ekki að segja að maður búi á Place du Contrescarpe. Eg sá hann oft í haust er leið mín lá hér um, með stórt skegg og síðhærðan og veðurbit- inn með úlfhund hjá sér, og teppi til að breiða ofan á sig eða undir. Og það var mikill stíll yfir því þegar hann tók á móti vinum sínum, öðrum utangarðsmönnum sem bjuggu við sömu aðstæður annarsstað- ar og höfðu hver helgað sér sinn reit á gangstéttum eða torgum, og sumir á grind- unum þar sem lagði upp yl frá neðanjarðar- lestinni. Margir voru horfnir sem ég sá í haust, kannski hafði lögreglan fært þá, kannski dauðinn. Margir höfðu dáið á göt- unum í skjólleysinu, þá var neðanjarðarlest- in opnuð fyrir þessu fólki svo að það gæti haft afdrep þar. Já þær eru grimmar þess- ar stóru borgir. Ef þú ert undir, allslaus. Maður missir vinnuna, hann fær ekki bæt- ur nema stuttan tíma. Og svo situr hann við garðshorn á breiðstrætisgangstétt með pappaspjald framan á sér í snæri um háls- inn: Ég hef ekki haft vinnu í sjö mánuði. Eg er svangur, konan mín lika og börnin, miskunn, ayez pitié, og guð launar ykkur. Og hann kemst ekki inn í þjóðfélagið aft- ur. Og á leiðinni niður að Signu um hæðina, framhjá Pantheon, í átt að Notre Dame og síðan að Beaubourg á safnið þar sem Breton-sýningin er, geng ég enn á ný hjá húsinu þar sem Valery Larbaud bjó og hýsti James Joyce í tvö ár. Og James Joyce fékk æ stærri lykil til að komast inn um hliðið inn í húsið hjá Larbaud og gekk æ verr að finna skráargatið og beita lyklinum eftir því sem sjónin dvínaði því hann var að verða blindur einsog Tiresias var í grísku harmleikjunum sem sá sjónlausum augum allt fyrir sem átti eftir að gerast, einkum ósköp og raunir; og Joyce var æ fyllri þeg- ar hann staulaðist heim, og hafði stundum lengi villzt um völundarhús í hverfinu kring- um fyrrnefnt torg, þar sem hann hafði ver- ið að leika John McCormack hinn írska söngvara, the one and only Irish tenor, að emja hárri röddu á þessum götum: When Irish eyes are smiling, og vekja borgarana með boðskap sínum frá grænu eyjunni eins og fullur íslendingur af þessari sömu Mel- kórkuætt færi að æpa af geðróti sem eng- inn mátti sjá í einsemd næturinnar, og brá hvergi við þjótandi blómapotta né hland- koppaskvettur úr gluggum þeirra sem vildu sofa. Ekki trúðu margir á Joyce nema kell- ingarnar í bókabúðinni Shakespeare & Co. Sylvia Beach og hin, og Adrienne Monnier, og nokkur gáfnaljós sem hann gernýtti, og þar með hinn unga Samuel Becket; og var í sjö ár að semja Ulysses, sem allt byggist á síðan líkt og Proust eða Kafka, með ein- hveijum hætti. Og konurnar góðu í bóka- búðinni gáfu bókina út og einstöku höfund- ar voru örlátir við skáld sem þeir trúðu á og sáust ekki fyrir, að útvega þeim næði og peninga, starfsaðstöðu einsog Valéry Larbaud, eða Ezra Pound sem gerði þetta allt og fór að auki yfir handritin ósínkur á vinnu við lagfæringar og heilræði. Og þannig inaður var André Breton, að mörgu leyti. Hann örvaði og glæddi inn- blástur með skáldum og öðrum listamönn- um; en hneigðist til að ráða yfir þeim svo .þeir hröktust frá honum óðfluga aftur. Þessi fjölgáfaði maður sem gerði sig að einskonar páfa í þeim skáldasið sem nefnd- ist súrrealismi, fæddist fjórum árum fyrir aldamótin. klukkan tíu þrjátíu að kvöldi eins- og segir í æviágripi hans eftir Bedouin: Vaxandi tungl á tuttugustu og þriðju gráðu vogarinnar, hafa Satúrnus og Úranus sem tengjast sín áhrif, Mars og Venus tengjast og Júpíter á miðju himinhvelinu. Á efstu hæðinni í þessu vinsæla safn- húsi sem vakti sem mesta hneykslan vegna snilldarhugmyndar arkitektanna að láta bygginguna vera með öll iður úti, einsog Gísli Súrsson þegar hann hljóp ofan hamar- inn og hjó mann og annan áður en hann færi t.il heljar, og þannig blasa við pípur og leiðslur utan á húsinu langar leiðir við vegfarendum og heimta athygli með skær- um hvelltónuðum litum, og múgurinn streymir í bygginguna, fólk sem líkast til leggur ekki auðvakið leið sína í listhús og þetta smygl sem þar fer fram er til fyrir- myndar að læða inn á fólk hugvekjum og sálarfræðslu. Rennistigarnir eru-þéttmann- aðar og flytja upp hæð eftir hæð, og hækka sjónarsviðið yfir torgið og borgarþökin, smækka fakírana sem leggjast mörgum sinnum á dag á glerbrotabeð sinn án þess að skaðast, gleypa sverð og spýta eidi út í loftið, músíkflytjendur, dávaldar og hvers- kyns trúðar, heimspekingar og áróðurs- menn, þeldökkir trumbuleikarar að láta fólkið fara að dansa, og þú sérð æ víðar yfir borgina, Eiffelturn í einni áttinni og í annarri rís hvítbragandi yfir Montmartre Heilagshjartakirkjan, Sacré Coeur; og hæð- in hlaut nafn sitt af píslarvottum í árdaga kristni, heilögum Denis sem gekk með af- höggvið höfuð sitt í höndum tvö hundruð metra ásamt tveimur fylgismönnum sínum sem héldu höfði þótt di'úpandi væri af lotn- ingu og harmi, Mont des Martires, Píslar- vottafjall. Og við rætur þeirrar hæðar er einn frægastur kirkjugarður í menningar- sögunni, Pére Lachaise, fjölsóttur af menn- ingai'pílagrímum og foi'vitnum ferðamönn- um sem reika milli leiða Balzac, Flaubert, Baudelaire, Söru Bernhard, Oscar Wilde, Berlioz og Heine; og Jim Morrison popp- skáldsins (sem Oliver Stone gerði um kvik- myndina Doors) og brann upp af frama og eitri og skáldlegum hugmyndum sem aðdá- endur hans kölluðu snilli og var útbrunninn 27 ára gamall í París á flótta undan sið- hræsni landa sinna í anda kellingaklúbb- anna, Nancy Reagan og prestsins í Viðey, enda þurfti ekki að koma höggi á þetta átrúnaðargoð múgsins fyrir klám heldur af því að hann gagnrýndi Víetnamstríðið og amerísk stjórnvöld og náði fjöldahylli meðal æskufólks, því hættulegur og þurfti að þagga niður í honum. Minnisvarði pilts- ins í þessum kirkjugarði er oft fjölsetinn af ungu fólki sem færir honum blóm og hvolfir • úr whisky-staupi í moldina milli þess sem það lætur glasið ganga og harm- ar goðið undir stalli hans útkrotuðum mis- jafnlega vængjuðum texta og nöfnum. Á efstu hæð safnsins er sýningirt helguð Breton, og þar fer ekki á milli mála hafi einhver reynt að neita því að þessi maður var eitt af stórmennum aldarinnar. Ekki sízt fyrir áhrif sín á aðra menn, skáld, myndlistarmenn, listamenn á öllum sviðum, síörvandi þá sem deildu geði við hann, síleit- andi uppi sálufélaga og fangandi andríki annarra, tendrandi og hyllandi hugvits- gleði, frjór sjálfur í samlæti sem og í skáld- skapartextum sínum, heill; og gerðist ein- strengingslegur í sínum heilindum og fast- heldni við viðhorf sem hann trúði á en öðr- um sýndust þegar á leið vera kreddur, — andlegur segull, heillandi og fijóvgandi í kynnum og mörgum gæfa að komast í færi við hann; en flestum lífsnauðsyn að bijótast undan töfrum hans og ósínku ofríki. Og þarna eru myndvet'k eftir höfuðsnillinga aldarinnar, vini hans með sleitum, fimm hundruð listaverk af ýmsum toga, sumt töfragripir frumbyggja í fjarlægum álfum, grímur úr frumskógum. í upphafi var orð- ið. Og Breton trúði alltaf á mátt orðsins. Galdur orðsins. Á seiðinn. Hann vék aldrei frá því, fyrir honum var skáld- SJÁ NÆSTU SÍÐU -LESBÓK- MORGUNBLAÐÖINS- 5: OKTÓBER" TS91 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.