Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 4
Eru listaverk ódauðleg? Utlegging á Odauðleikanum eftir Milan Kundera Eftir KJELD GALL J0RGENSEN kki er hlaupið í að skilgreina skáldsögu eftir Milan Kundera, því að.bæði hefur hann sjálfur verið iðinn við að búa til slungnar skilgreining- ar á skáldsöguforminu, og í öllum skáldsögum hans fer fram umræða um þetta form jafn- framt því að sagt er frá persónum og atburð- um. í greinasafninu Skáldsagnarlist segir hann t.d. að skáldsaga sem uppgötvar ekki nýja hlið tilverunnar sé ósiðleg og annars staðar segir hann að skáldsaga sé rannsókn á þeirri gildru, sem heimurinn er genginn í. Það er sjálfsagt og upplagt að beina þess- um skilgreiningum að Kundera sjálfum og spyija hvað hann „uppgötvi" í Ódauðleikan- um og í hveiju gildran sé fólgin. En fyrst ber að athuga það, að sagan rúmar mörg þemu og marga atburði, sem getur verið erfítt að finna samnefnara fyrir. Reyndar er Kundera fulltrúi ákveðinnar hefðar innan skáldsagnargerðarinnar, þeirrar hefðar að nota frásögnina til heimspekilegra vanga- veltna yfir tilverunni, og til þess hefur hann þróað form, þar sem hann er sjálfur persóna í sögunni og jafnframt sögumaðurinn sem skýtur inn alls konar „útúrdúrum" um hitt og þetta. I skáldskap gildir það alveg eins og í raunveruleikanum, að útfærslan er óijúfan- legur þáttur í öllum verkum. Fyrst skal þess vegna litið lítillega á, hvemig Kundera útfærir hugmyndir sínar, þ.e.a.s. greint frá formi bókarinnar, áður en vikið er að hug- myndinni sjálfri. Eins og venja er að tala um miðleitin og útleitin ljóð eftir því hvort Ijóðið hverfist um einn efniskjarna — eina hugmynd — eða lætur eina hugmynd fæða aðra af sér þannig að þær hrannast upp og leita skipulags á öðru sviði; á sama hátt má kannski tala um miðleitna og útleitna skáldsögu. Kundera skrifar útleitnar eða margraddaðar skáldsögur, þar sem hann hikar ekki við í sífellu að draga inn nýjar persónur og atburði til að byggja upp aðra og flóknari heild, en hægt er í skáldsögu þar sem höfundur takmarkar sig við fáeinar persónur á afmörkuðum stað á ákveðnum tíma. Miðleitin skáldsaga dugir skammt þegar aðalpersónan er Evrópa og þemað vestræn- ir menn nútímans, svo reynt sé að nota hefðbundin hugtök bókmenntafræðinnar. En hver er boðskapurinn? Hvað vill Kund- era segja með Ódauðleikanum? Því skal reynt að svara hér á eftir, en fyrst þurfum við að skoða verkið og byggingu þess. Og því ekki byija með spurningu prófessors Avenaríusar, sem í fimmta hluta bókarinnar er að spjalla við Kundera um skáldskap: „Nokkur stund leið þar til Avenaríus rauf þögnina: „Hvernig sögu ertu annars að skrifa núna?“ „Það er ekki hægt að segja hana. “ „Það var nú verra." „Af hveiju verra? Það er kostur. Nú á tímum kasta menn sér á allt sem skrifað hefur verið til að gera eftir því kvikmynd, sjónvarpsmynd eða teiknimynd. Aðalatriðið í skáldsögu er það sem einungis er hægt að segja í skáldsögu og það er aðeins hægt að ná aukaatriðunum yfír í annan búning. Sá sem er nógu ruglaður til að skrifa skáld- sögur á okkar tímum verður, ef hann vill verja þær skemmdum, að búa þannig um hnútana að ekki sé hægt að færa þær í annan búning, með öðrum orðum, að ekki sé hægt að segja þær. “ Hann var ekki sömu skoðunar: „Ég skal með ánægju segja þér söguna um Skytturnar þrjár eftir Alexander Dumas frá upphafi til enda hvenær sem er!“ „Ég er jafn mikill aðdáandi Alexanders Dumas og þú, “ sagði ég. „Mér þykir samt miður að nærri því allar skáldsögur sem skrifaðar hafa verið fram til þessa skuli vera rígbundnar við samfelldan söguþráð. Ég á við að þær byggjast allar á sama or- sakasamhenginu. Þessar skáldsögur líkast helst mjórri götu sem persónurnar eru rekn- ar eftir með svipu. Dramatíska spennan er hin eiginlega bölvun skáldsögunnar, vegna þess að hún breytir öllu, jafnvel fegurstu blaðsíðum, jafnvel óvæntustu atriðum og athugasemdum, í ofureinfalt skref í áttina að lokalausninni, þar sem merking alls sem á undan hefur gerst þjappast saman íeinum punkti. Skáldsagan fuðrar upp í eigin spennu eins og skraufþurr sinubrúskur. “ „Þegar ég sit og hlusta á þig,“ sagði Avenaríus alvarlega, „fer ég að hafa áhyggj- ur af því að skáldsagan þín sé leiðinleg. “ „Er þá allt leiðinlegt sem ekki er ofsa- fengið kapphlaup í áttina að lokauppgjör- inu? Leiðist þér þegar þú smakkar á þessu ljúffenga andarlæri? Flýtir þú þér að Ijúka við það? Nei, þú vilt þvert á móti meðtaka það sem hægast og njóta bragðsins sem allra lengst. Skáldsagan á ekki að líkjast hjólreiðakeppni, heldur veislu þar sem hver rétturinn er borinn fram á fætur öðrum. Ég bíð sjötta hlutans með óþreyju. Ný per- sóna kemur til sögunnar. Og í lok sjötta hlutans fer hún á sama hátt og hún kom, sporlaust. Hún orsakar ekki neitt og hefur engar afleiðingar í för með sér. Eg kann einmitt svo vel við það. Það verður skáld- saga í skáldsögunni og dapurlegasta losta- saga sem ég hef nokkurn tíma skrifað. Jafn- vel þú verður dapur þegar þú lest hana. “ Avenaríus þagði nokkra stund vandræða- lega, spurði síðan alúðlega: „Og hvað ætl- arðu að kalla skáldsöguna?" „Óbærilegur léttleiki tilverunnar.“ „En þessi titill hefur verið notaður!" „Já, ég gerði það! En ég fór titlavillt þá. Hann ætti að vera á skáldsögunni sem ég er að skrifa núna.“ Við sátum þögulir, nut- um aðeins bragðsins af víninu og öndinni. Avenaríus sagði með fullan munninn: „Ég held að þú vinnir of mikið. Þú ættir að hugsa meira um heilsuna." Ég vissi vel hvað Avenaríus var að fara, en ég lét sem ekkert væri og bergði þögull á víninu. “ Af þessu samtali er augljóst að Kundera kýs að skrifa útleitnar, margraddaðar skáld- sögur eins og fleiri af skáldbræðrum hans, t.d. ítalinn Italo Calvino, Þjóðveijinn Botho Strauss og Svíinn Lars Gustafsson, svo ein- hveijir séu nefndir. Segja má að fyrir þessa rithöfunda rúmist „sannleikurinn“ ekki í venjulegri frásögn af lífí einnar persónu og hlutskipti hennar, heldur verður að nálgast hann eftir krókaleiðum, sem liggja m.a. í gegnum samræður og afstæði. Slík stefna í skáldsagnargerð er eðlilegt afsprengi módernismans og í andstöðu við raunsæisstefnuna, sem hefur aðhyllst ein- ingarnár þijár; þ.e.a.s. þá kröfu að virt sé eining atburðarásar (að engin atriði víki frá aðalefni), eining tímans (að atburðirnir ger- ist innan afmarkaðs tíma) og eining staðar ins (að allt gerist á sama eða á afmörkuðum stað). Þessi krafa styðst við skáldskapar- fræði Aristótelesar, og í höfundarinnskoti í Ódauðleikanum hefur Kundera eftirfarandi að segja um hugmyndina: „Aristóteles er lítt hrifinn af innskotinu. Innskotsatburðir eru að hans dómi allra atburða verstir (ef litið er út frá skáldskaparlistinni). Þar sem 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.